Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 8
ÞJÓÐMÁL x Finnbogi Hermannsson, Helgi Árnason og Snorri Sturluson vígreifir á kjördæmisráðstefnunni. Kjartan Ólafsson væntanlegur þingmaður vestfirðinga í hópi félaga. Vestfirðir Verðmætin til þeirra sem skapa pau KjördœmisráðstefnaAB: 25-30% kjaraskerðing. Rekstrargrundvöllurfrumatvinnuveganna írústum. Stórfelld byggðaröskun. Ránsfengur í verslun ogþjónustu. -Snúa verðurfrá nýlendustefnunni. Nýráð: brjótauppgrundvallarskipulagþjóðfélagsins. Skiptalandinuí öflugar valdaeiningar. Seðlabankinn verði lagðurniðurínúverandimynd. Stefna núverandi ríkisstjórnar byggist í megin dráttum á tvennu, gífurlegri kjaraskerðingu alls launafólks og hágengisstefnu, sem skyldar gjaldeyrisskapandi útflutningsfyrirtæki til að selja gjaldeyrinn undir kostnaðar- verði. 1. Kjaraskerðingin Óumdeilt er, að á minna en tveimur árum, hata kjör alls launafólks verið skert um 25- 30%. Á sama tíma hefur öllu verðlagi, vöru og þjónustu, verið sleppt lausu og gífurlegur niður- skurður hefur átt sér stað á fé- lagslegri samhjálp. Þetta bitnar harðast á lágtekjufólki, öryrkj- um, öðrum sjúklingum og ellilíf- eyrisþegum, þar sem laun og líf- eyrisgreiðslur nægja langt í frá orðið til brýnustu lífsnauðsynja. 2. Kjör frumatvinnu- vega Þrátt fyrir gífurlegar fórnir sem launafólk hefur verið látið færa, hefur það ekki leitt til bættrar stöðu frumatvinnuveganna, sjá- varútvegs og landbúnaðar. Frá miðju s.l. ári, hafa tekjur fisk- vinnslufyrirtækja hækkað um 6%, en útgjöld þeirra önnur en laun hafa hækkað um yfir 30%. Er nú svo komið, að fjöldi slíkra fyrirtækja er komin í þrot. Helstu orsakir versnandi rekstrarstöðu eru: Gífurleg hækkun fjármagns- kostnaðar, eitt dýrasta orkuverð í heimi, sem er í algjöru ósamræmi við það verð, er alerlendu fyrir- tæki er gert að greiða, okur í margvíslegri þjónustu við sjávar- útveginn og furðuleg tregða til að viðurkenna raunverulegt gengi íslenskrar krónu, sem hlýtur að taka mið af höfuðútflutningsvegi okkar, sem skapar þjóðinni yfir 7o% heildargjaldeyristekna og reyndar um 85% ef útflutnings- tekjur hinnar erlendu álverks- miðju eru ekki taldar með. Kjördæmisráðstefnan gerir þá kröfu, að rekstrargrundvöllur frumatvinnuveganna verði tryggður og jafnframt tryggt, að þeir aðilar sem nú hagnast stór- lega á rangri stjórnarstefnu, verði látnir skila þeim ránsfeng til baka og fjármunir notaðir til að tryggja launafólki bætt kjör. 3. Áhrifin á byggðarlögin Stefna ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til byggðaröskunar og mun á skömmum tíma leggja stóran hluta landsbyggðarinnar í eyði, verði ekki gripið til mjög harkalegra gagnráðstafana. I sumum byggðarlögum er ástand- ið þegar orðið svo alvarlegt, að fólk flýr unnvörpum frá hús- eignum sínum og býður þær til sölu langt undir kostnaðarveri. 4. Hvað varð um fjármagnið? Tilflutningur fjármagns úr undirstöðuatvinnuvegunum hef- ur löngum átt sér stað í íslensku þjóðfélagi, en nú keyrir um þver- bak. Hvað sjávarútveginn áhrær- ir verða gengisskráningin, vaxta- stefnan, frjáls álagning þjónustu- þátta og okur á flutningskostnaði til að mergsjúga sjávarútveginn og beina öllu fjármagni sem þar myndast yfir í eyðslugreinar þjóðfélagsins. Ávextirnir af striti hinnar tiltölulega fámennu stétt- ar sjómanna og fiskvinnslufólks falla til þeirra er síst skyldi. Dæmi þess sjást í miklum ofvexti í verslunar- og viðskiptalífi á höf- uðborgarsvæðinu. Þar er ráns- fengurinn niðurkominn, og skal nú njóta hæstu ávöxtunar sem þekkist í veröldinni. 5. Hvað ber að gera? Snúa verður frá þeirri háska- legu nýlendustefnu, sem lands- byggðin hefur orðið að þola. Rækta verður með þjóðinni raunverulegt verðmætaskyn, sem hafnar þeim skilningi, að pening- ar séu hin einu og sönnu verð- mæti, en ekki sú vinna og fram- leiðsla, sem skapar gjaldeyris- tekjur þessarar þjóðar. Náist ekki samkomulag um að skapa frumatvinnuvegunum réttlátan rekstrargrundvöll, er ljóst, að landsbyggðin verður að grípa til örþrifaráða til að tryggja tilver- ugrundvöll sinn. Þar kemur t.d. þetta til álita: A. Að brjóta upp grundvallar- skipulag þjóðfélagsins og skipta landinu upp í öflugar einingar, er hafi vald og fjármuni til að taka að sér mörg þeirra verkefna, sem ríkið sér nú um. B. Seðlabanki íslands verði lagður niður í núverandi mynd og honum einungis fal- ið hlutverk seðlaprentunar. Jafnframt verði tryggt, að vald það sem Seðlabankinn nú hefur í gjaldeyrismálum verði í verulegu mæli fært út um byggðir landsins til þeirra sem standa undir gj aldeyrisframleiðslunni. Með slíkum ráðstöfunum mætti tryggja, að þau verðmæti sem sköpuð eru í þjóðfélaginu, verði notuð í þágu þeirra, sem auðinn hafa skapað. (Stjórmálaályktun AB Vestfjörð- um) HVERJIR FÓRNA - íÞÁGU HVERRA? Almennir fundir Alþýðubandalagsins á Norðurlandi Eystra. HÚSAVÍK, Félagsheimilinu Sunnudaginn 2. 9. kl. 20.30 F ramsögumenn: Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon. Svanfríður Jónasdóttir. AKUREYRI, Hótel KEA Sunnudaginn 2. 9. kl. 15.30 F ramsögumenn: Helgi Guðmundsson, Svavar Gestsson, Steingrímur J. Sigfússon. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 31. ágúst 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.