Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 9
UM HELGINA Glerlistamennirnir Soren S. Larsen, Sigrún Ó. Einarsdóttir, Tchai Munch og Finn Lynggaard sýna verk sín á göngum Kjarvalsstaða og opnar sýningin á morgun. „Stefnumót glervina" nefnist þessi sýning, en tvö þau fyrrnefndu reka glerverkstæðið Bergvík á Kjalarnesi og verður þar blásið fyrir opnum dyrum sunnudaginn 9. september og eru allir velkömnir. Dönsku listamennimir Tchai og Finn reka glerverkstæði í Ebeltoft á Jótlandi og mun Finn halda fyrirlestur á Kjarvalsstöðum 6. september er nefnist „Straminger i moderne glaskunst". „Stefnumót glervina" endar 16. september. I Agústa í Ásmundarsal Á morgun laugardaginn 1. september verður opnuð í Ás- mundarsal við Freyjugötu sýning á verkum Ágústu Agústsson. Sýn- ing j>essi nefnist Bréf til Islands, en Agústa sem er fædd í Reykja- vík árið 1952 er búsett í Banda- ríkjunum. Á sýningunni verða 20 pastelmyndir af íslensku lands- lagi, en Ágústa hefur unnið að gerð landslagsmynda vestur í Bandaríkjunum síðastliðin 8 ár með mismunandi efnum, s.s. olíu, textfl og pastel. Auk þess $ . . ¦ ¦¦¦¦¦ ¦:" ' ' '¦ . - '•¦¦ ¦-:-': a»^.^<«««'. ^MS&^. 11«) .:: .-•'";" ¦¦"- - ¦ b - • ¦¦•...»*-•.< V. ¦-!>•*. ¦*-¦' v *- ' * v- *-¦ V^.-^ ^* , ^ - ¦ "- - * -- - *~ W^~A<". ^?^" **-^ '?t'-.-*--';•.- -'- *->í^?*^*tl'»^i-_-tó^*óí*í **» ~ - _' ¦••» -*t*^. - *¦ £ '«u *» •^5f .¦**-- ^Sji* ¦"**. -¦ ^íL,**"- ; ;>•.. V.V-'" '• *T**V^*- ***'****ri**™ &**iCt "••V^-^3^-::- ¦'•¦-' ¦<" '¦•.¦ t ¦¦ r,;- vá~-f^*^%#-'-'¦¦¦'- , ;v... ;::^*—^'.-"_;¦.: _T " '¦&_***-*"*-. v- ***—~ •;**rá*^íí ¦>-*-¦.--í*--/'*;' ' - *£* V^WSSTj^" ***** ,•*•*** > "*'. - -** „¦ ^r - - <*&'¦' • '" . : ¦b ¦¦¦ - '' , ¦ ' " Gítartónleikar í Tónkvísl Gítarskólinn „Gítar-inn" verð- Þar koma fram ma* BJorn ^01; ur settur formlega á morgun kl. 2 oddsen, Pétur Grétarsson, Skuh með tónleikum í Hljóðfæraversl- Sverrisson og flein. uninni Tónkvísl að Laugavegi 17. Myndin er tekin í skólanum. verða á sýningunni 14 veggspjöld (plaköt) sem hún hefur gert fyrir fyrirtæki og stofnanir vestur þar. Fyrir nokkur þessara veggspjalda hefur hún hlotið verðlaun og viðurkenningar t.d. frá „Art Dir- ector's Club of Boston" og önnur hafa birst á prenti t.d. í „Graphis Posters Annual", „Best in Covers and Posters" og ,,Print Casebooks V." Sýningin sem stendur til 10. september verður opin virka daga frá kl. 16:00-22:00 og frá kl. 14:00-22:00 um helgar. Verkið „Hrafninn og dúfan" olíumálverk eftir Marianne Lykkeberg, sem nú sýnir í Nýlistasafninu. Dönsk listakona í Nýlistasafninu Danska listakonan Marianne Lykkeberg opnaði í gær sýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu við Vatnsstíg. Á sýningunni eru málverk unnin á síðustu tveimur árum. Marianne er litaglaður ex- pressionisti sem numið hefur m.a. á Konunglegu Akademí- unni í Höfn. Hún hefur haldið sýningar víða, m.a. í Jo Banks Galleri og á Carlotteborg. Sýning hennar stendur til 9. september. „Ensomhet" (Einmanaleiki) nefnist petta verk eftir Svein Ellingssen sem opnar sýningu í anddyri Norræna hússins á morgun. Tveir Norðmenn í Norræna húsinu Norski listamaðurinn Svein Ellingssen opnar á morgun sýn- ingu í Norræna húsinu, en hann er einnig þekktur sem sálma- skáld. Svein er fæddur 1929 og nam við Listaháskólann í Osló 1952-55 og við einkaskóla. Hann hefur haldið fjöldamargar sýn- ingar, en sýningin hér er fyrsta einkasýningin utan Noregs. Sýn- ingin er opin daglega frá 9-19 og sunnudaga 12-19. Annar Norðmaður sýnir nú í kjallara Norræna hússins, Herm- an Hebler og er þetta síðasta sýn- ingarhelgin. Hann sýnir 40 graf- íkverk. Óperu- prógrammið í síðasta sinn Sumarprógram íslensku óper- unnar er á dagskrá í kvöld kl. 21.00 í síðasta sinn. Meðal efnis eru íslensk þjóðlög og ættjarðar- söngvar, kór og einsöngslög svo og atriði úr óp>erum og óperett- um. í hléi er gestum kenndur ís- lenskur vikivaki. Einsöngvarar í kvöld eru Ólöf K. Harðardóttir og Garðar Cortes. Auk þeirra kemur fram kór fslensku óper- unnar. Sumarprógram óperunn- ar er ætlað henni til styrktar og gefa allir Iistamennirnir vinnu sína í því skyni. Stjórnandi er Garðar Cortes og undirleikari Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Rykk- rokk í Fellahellí Það verður rykkt og rokkað á planinu við félagsmiðstöðina Fellahelli á morgun frá kl. 19.00. 20 breakarar skrykkja undir stjórn diskótekarans Titta og hljómsveitirnar sem spilá eru: Dalli og rytmadrengirnir, Svefn- purkur, Óákveðna riffið og stór- rokkhljómsveitin OXSMÁ. Tónlist Kór- mennta- námskeið Söngsveitin Fílharmónía hyggst nú í fyrsta sinn halda nám- skeið í kórsöng. Nefnist það Kórmenntanámskeið og hefst 10. sept. n.k. Leiðbeinandi verður Sigrún Andrésdóttir og annast hún og skipuleggur kennsluna. Jafnframt sér hún um raddþjálf- un kórsins og „upphitun". Námskeiðið verður þrískipt: Undirbúningsnámskeið, grunn- námskeið og framhaldsnám- skeið. Sem fyrr segir hefst undirbún- ingsnámskeiðið 10. sept. og lýkur 26. sept. Kennt verður tvö kvöld í viku, mánudags- og miðviku- dagskvöld, kl. 18,30 - 19,30. Undirbúningsnámskeiðið á að veita uppörvun því fólki, sem á- huga hefur á kórsöng en enga reynslu og veigrar sér því við að ýta ur vör. Þar eiga menn að geta öðlast undirstöðuþekkingu fyrir kórsöng. Þátttökugjaldið er kr. 250.- Grunnnámskeiðið hefst í okt. og lýkur um miðjan des. Leiðbeint verður um radd- beitingu, nótnalestur, texta- framburð o.fl. sem tengist kór- söng. Gjald fyrir grunnnám- skeiðið er áætlað 1000 kr. Framhaldsnámskeiðið hefst síðan í janúar og verður nánar kynnt síðar. Væntanlegir þátttakendur hringi í síma: 16034 - Dóróthea, 74135 - Anna María, 42724 - Margrét. - mhg. Föstudagur 31. ágúst 1984 ÞJÓDVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.