Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 13
U-SÍÐAN „Við þolum ekki skallapopp“! Loksins er hið margumtalaða poppblað Hjáguð komið út. í því er að fínna fjölbreytt efni við allra hæfi. Opnuviðtal við Einar Öm Benediktsson, söngvara Kukls; Rás 2 er skoðuð og skilgreind; Björgvin Halldórsson einn þriðji af HLH, skallapoppari með meiru. I umfjöllun Hjáguðs um nýju plötuna þeirra er tónlistin nefnd „máttlaust hrukkujukk". Fínn dómur það... Sendið okkur efni U-síðan er síða ætluð ungu fólki og hún fjallar um ungt fólk. Þessvegna væri gaman ef þið t.d. hafið nýlega stofnað hljómsveit, lesið góða bók, eða hafið eitthvað annað sniðugt og skemmtilegt að segja, þá ættuð þið endilega að senda okkur línu eða hringja. Utanáskriftin er: Þjóðviljinn, Síðumúla 6 105 Reykjavík. Og síminn: (91)-81333. Skemmtamr fyrir unglinga Það em ekki margir staðir sem bjóða uppá skemmtanir fyrir unglinga um þessa helgi sem aðr- ar. í félagsmiðstöðvunum Árseli og Tónabæ verður opið hús í kvöld, frá kl. 20 - 23.30. En lokað bæði Iaugardag og sunnudag. í unglingaskemmtistaðnum Traffic verður annað kvöld keppt í undanúrslitum í Freestyle dans- keppninni, einnig verður keppt á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Úrslitin verða síðan haldin með pomp og pragt í veitingahúsinu Broadway sunnudaginn 9. sept. Aþ. Hljómsveitin Kiss er kynnt; Póst- áritanir allra helstu poppstjarn- anna eru taldar upp; Nákvæm lýsing á þeim félögum Michael Jackson og Bubba Morthens; Sagt frá vígslu nýs hljóðvers; Bestu kassetturnar eru valdar; Joan Baez lýsir nótt með John Lennon og 1. hluti ævisögu reggí- kóngsins Bob Marley er rakin. Einnig er að finna í blaðinu ýms- an annan fróðleik. Á forsíðu blaðsins stendur skrifað að blaðið sé málgagn lif- andi popptónlistar og í öllu blað- inu má fínna heiftuga andúð á öllu sem flokkast getur undir svokallað skallapopp. Til dæmis er öll dagskrá Rásar 2 sundurlið- uð og gagnrýnd á heldur óvægi- legan máta. En sjálft blaðið er allt í kjafta- sögustflnum og finnast mér gæðin vera eftir því. Það besta sem ég fann í blaðinu var viðtalið við Kuklarann Einar Örn, en það hefði mátt vera aðeins lengra. Framtakið er samt ágætt og óska ég hjáguðunum góðs gengis. Hjáguð telur 32 bls. og er lit- prentað á vandaðan pappír. Rit- stjóri er Jens Kr. Guð og útgef- andi er ÓP-útgáfan. ÁÞ. Ojtið bréf til viðskiptavina Kæri viöskiptavinur! Hinn 1. sept. munum viö hætta aö taka á móti kreditkortum VISA- ISLAND og EUROCARD til greiðslu á úttektum. Slík kort höfum við tekið um nokkurn tíma, en reynslan af þeim hefur ekki verið góð. Kortin stuðla að hærra vöruverði, sem er gagnstætt stefnu okkar, sem miðar að lækkun vöruverðs. Álagning verslana hérlendis er í lágmarki hvað matvöru áhrærir, en til- kostnaður hinsvegar mikill, og þá ekki hvað síst fjármagnskostnaður. Kreditkortin hafa aðeins reynst viðbót við þann kostnaðarlið sem kemur til með að renna út í verðlagið eins og annar dreifingarkostnaður. Þannig stuðla kreditkortin að hækkun vöruverðs á sama tíma og allt er gert til að lækka verðlag á nauðþurftum almennings. Kortin stuðla einnig að óréttlæti og mismunun i viðskiptaháttum. En lít- um aðeins nánar á málin: Verslanir þær sem tekið hafa við kreditkortum þurfa að greiða 2—3% þóknun fyrir að lána viðskiptavinum sínum vöruna i allt að 40 daga. Ofan á þetta bætist vaxtatap, sem verslanir verða óhjákvæmilega fyrir. Ljóst er að hér er um umtalsverða fjármuni að tefla, sem renna til milliliðarins. Um óréttlætið er það að segja að næstum þrír af hverjum fjórum við- skiptavinum greiða úttekt sína út í hönd. Margir þeirra kvarta yfir því að fá ekki afslátt, og þær óskir er auðvelt að skilja. Það er ekki réttlátt að við- skiptavinir okkar njóti mismunandi fyrirgreiðslu að þessu leyti. Þá hefur komið í ljós að viðskipti með kreditkortum auka á pappirsvinnu í verslununum, meira en nokkurn óraði fyrir. Hefur sú vinna orðið umtals- verð, jafnt hjá stórum verslunum sem smáum. Bent hefur verið á að kreditkortin séu nýjung, sem ekki verður spornað við. Vissulega kann það að vera sannmæli, en vert er að benda á í því sam- bandi að nær óþekkt er i nágrannalöndum okkar að gefinn sé kostur á mat- vöruúttekt gegn slíkum kortum. Við vonum að lokum að viðskiptavinir okkar skilji afstöðu okkar i þess- um efnum. Hún er tekin að vandlega íhuguðu máli, — með hag ykkar og verslunarinnar í huga. Vinnum saman að lækkuðu vöruverði! Með bestu kveðjum, Arnarhraun, Hafnarfirði. Fjarðarkaup h/f, Hafnarfirði. Hagkaup, Akureyri. Hagkaup, Njarðvík. Hagkaup, Reykjavík. Hamrakjör, Reykjavík. Hólagarður, Reykjavík. J.L. húsið, Reykjavík. Kaupfélag Hafnfirðinga. Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis- Kaupfélag Suðurnesja. Kaupgarður, Kópavogi. Kjöt og fiskur, Reykjavík. Kostakaup h/f, Hafnarfirði. Mikligarður, Reykjavík. S.S. búðirnar, Reykjavík og Akranesi. Straumnes, Reykjavík. Versl. Ásgeir, Reykjavík. Versl. Kópavogur, Kópavogi. Versl. Nonni og Bubbi, Keflavík. Versl. Víðir, Austurstræti, Reykjavík. Versl. Víðir, Starmýri, Reykjavík. Víkurbær, Keflavík. Vörumarkaðurinn, Reykjavík og Seltjarnarnesi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.