Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 7
HEIMURINN Eftir ráðstefnu Kaddhafis Lybí- uleiðtogaog Hassans II konungs Marokkó, sem haldin var í Oujda í Marokkó um miðjan mánuðinn, var tilkynnt öllum að óvörum að þjóðhöfðingjarnir tveir hefðu komist aö samkomulagi um sam- einingu ríkjanna tveggja. Þetta er í sjöunda skipti sem Kaddhafi reynir að sameina Lybíu og eitthvert annað Arabaríkið, og eru harla litlar líkur á því að þessi tilraun takist betur en hinar sex, sem allar runnu út í sandinn, en þetta samkrull Lybíumanna og Marokkóbúa, sem hafa verið svarnir fjendur í fjölmörg ár, getur haft talsverð áhrif á þróun mála í norðurhluta Afríku. Draumurinn um einingu Ara- ba er gamall og hefur mikinn hljómgrunn meðal alþýðu manna í Arabaríkjunum, sem lítur gjarnan á þau sem eina heild þótt þar sé alls staðar úlfúð og hatur. Nasser barðist lengi fyrir slíkri einingu og reyndi að framkvæma hana í áföngum með því að sam- eina fyrst Egyptaland og Sýrland og halda síðan áfram, en það fór að lokum algerlega út um þúfur. Kaddhafi tók þessa hugsjón upp á sína arma fljótlega eftir að hann náði völdum í Lybíu fyrir réttum fimmtán árum, og fór hann smám saman að telja sig arftaka Nass- ers. Greinilegt er að Kaddhafi lítur stórt á sig og ætlar sér mikið hlut- verk í Arabaríkjunum, en til þess að ná því marki er lífsnauðsynlegt fyrir hann að hafa einhvern stærri bakhjarl en Lybíu eina. Þótt Ly- bía búi yfir miklum olíuauði, er landið að mestu lítt byggileg eyði- mörk og því ákaflega fámennt, og hafði það aldrei skipt neinu máli fyrir stjórnmál í arabíska heimin- um fyrr en olíuvinnsla hófst þar Stjörnuhjónaband Tilkynnt um sameiningu Lybíu og Marokkós fyrir alvöru. Sá sem ræður Lybíu einni getur því alls ekki vænst þess að vera eins mikilvægur leið- togi og Nasser var af því einu að vera forseti Egyptalands, - burtséð frá persónuleika hans og draumum um sameiningu Araba. Til þess að geta látið eitthvað verulega til sín taka þarf Kadd- hafi þannig að styrkja veldi sitt: t.d. sameina Lybíu og eitthvert fjölmennt Arabaríki og skapa nýja stjórnmálaheild sem hafi bæði mikinn mannafla - m.a. menntamenn og tæknimenn af öllu tagi - og voldugan olíuauð. Ef til vill eru draumar um sam- einingu Arabaríkja óframkvæm- anlegir eins og stendur vegna þess hve ólík ríkin eru orðin, en hvernig sem það er, má telja víst að persónuleiki Kaddhafis sjálfs gerir ekki málið auðveldara. Stjórnmálamenn annarra Ara- baríkja treysta honum mjög var- lega og virðast einna helst líta á hann sem trúð, og vegna þess að honum hefur aldrei tekist að vinna neinn „sigur“ í baráttunni við „heimsvaldasinna“ Vestur- landa (eins og Nasser í Súes- deilunni) hefur hann aldrei náð verulegum vinsældum meðal al- mennings í Arabalöndunum. Þess vegna hafa allar tilraunir Kaddhafi og Hassan II á fundi. Skyldi þessi hjónabandssæla verða langvinn? hans til að sameina Lybíu og önnur Arabaríki mistekist og vantaði þó aldrei viðleitnina. I desember 1969 var ákveðið að sameina Lybíu, Súdan og Eg- yptaland og ári síðar gengu Sýr- lendingar í „ríkjasambandið“, en það var þó aldrei til nema á papp- írnum. I apríl 1971 var lýst yfir stofnun „sameinaðs lýðveldis" Lybíu, Sýrlands og Egyptalands, en án nokkurs árangurs. í ágúst 1972 ákváðu Sadat Egyptalands- forseti og Kaddhafi að sameina löndin tvö, en sú tilraun leystist upp í Kippour-styrjöldinni 1973. í janúar 1974 var lýst yfir samein- ingu Lybíu og Túnis, öllum mjög að óvörum eftir það sem á undan var gengið, og voru aðalhvata- menn þessarar sameiningar Kaddhafi og Masmoudi, utanrík- isráðherra Túnis. En tveimur dögum síðar rak Búrgíba, forseti Túnis, Masmoudi úr embætti og varð ekkert meira úr sameining- aráætluninni. í september 1980 tilkynnti Kaddhafi að áætlað væri að sameina Lybíu og Sýrland og síðan kom Assad Sýrlandsforseti í heimsókn til Trípóli, en þá náð- ist ekki samkomulag. í janúar 1981 tilkynnti Kaddhafi samein- ingu Lybíu og Tsjads, en ekkert varð úr henni. Ólíklegt er að þetta „sjöunda hjónaband Kaddhafis“, eins og erlend blöð segja, - sameinmg Lybíu og Marokkós - verði ann- að en nafnið tómt. En þetta dað- ur Kaddhafis og Hassans II breytir samt miklu um ástandið í Norður-Afríku og gæti haft áhrif á þróun Sahara-deilunnar. Þegar Spánska Sahara fékk sjálfstæði fýrir átta árum, reyndu Mar- okkómenn að leggja undir sig norðurhluta þessarar fyrrverandi nýlendu, en lentu þá í höggi við sjálfstæðishreyfingu íbúanna, Polisario, og hefur þeim aldrei tekist að vinna sigur í því stríði. Polisario hafði stuðning bæði Alsírbúa og Lybíumanna og gat því boðið her Hassans II byrginn. Þetta mál klauf bæði stjórnir Norður-Afríkuríkjanna og Ein- ingarsamtök Afríku. Það er tals- verður sigur fyrir Marokkóbúa að fá Lybíumenn ofan af stuðn- ingi við Polisario. En líklegt er að Alsírbúar bregðist hinir verstu við sam- krulli óvina sína í austri og vestri og auki stuðning sinn við Polisar- io frekar en annað. Hafa þeir þegar sagt, að ríkjasambandið sé „andvana fætt“. Deilumálið er því ekki úr sögunni þótt Lybíu- menn snúist og ný staða myndist vegna þess. e.m.j. Húsgaqnadeild sími 28601 Úrval sófasetta-Mjög fallegir hornsófar Að ógleymdri leðurdeild á 3. hæð Innkaupin eru þægileg hjá okkur Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni Jli Jon Loftsson hf Hringbraut 121 Simi 10600 u JU' 1IJ3J j JJIJ i uVi Opið á morgun laugardag kl. 9 -16 JLHUSIÐ VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARINS MUNIÐ OKKAR HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMALA Allt í helgarmatinn Allar vörur á markaðsverði Föstudagur 31. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.