Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.08.1984, Blaðsíða 5
UMSJÓN: EINAR MÁR JÓNSSON Föstudagur 31. ágúst 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Vill verða Imam Atburðirnir í Súdan eru að sumu leyti gott dæm!i| um slíkt afturhvarf til ströngustu boða íslams-trúar, en það gerir þó mál- ið flóknara að þar í landi eru það einungis íbúar norðurhlutans sem eru Múhameðstrúar, en íbú- ar suðurhlutans eru ýmist kristnir eða heiðnir og geisaði árum sam- an heiftarleg borgarastyrjöld í landinu. Nemeiry forseti Súdans skeytti samt lítið um þessa skiptingu landsins, og var svo að sjá sem honum væri mest í mun að verða „ímam“ Súdana, - en það er sami Þjóðir Suður-Súdans eru ekki Múhameðstrúar og hafa allt aðra tungu og menningu en íbúar norðurhluta landsins. Andstaða í Súdan gegn íslamslögum Heittrúarstefna forsetans kemur mjög illa við kristna menn og heiðingja í suðurhluta landsins Sérstakur dómstóll í Súdan dæmdi nýlega súdanskan kaup- mann til hýðingar og tveggja ára fangelsisvistar að auki fyrir það að gagnrýna þá stefnu Nemeirys forseta landsins að taka í gildi lög Múhameðstrúar. Að undanfömu hefur mönnum orðið mjög tíðrætt um klerka- valdið í Iran, þar sem horfíð hef- ur verið aftur til ströngustu laga Múhameðstrúar og svo langt er jafnvel gengið að skvetta eitur- sýru framan í andlitið á konum, sem ganga blæjulausar, en þessi heittrúarstefna er þó engan veg- inn bundin við íran. Víða í löndum Múhameðstrúarmanna vaða uppi ofsatrúarhreyfingar, sem krefjast þess að lög Kórans- ins verði aftur tekin í gildi - þó þeim hafi reyndar ekki verið framfylgt öldum saman - og farið verði að nýju að grýta hórkarla og -konur, höggva hendur af þjófum eða banna sölu áfengra drykkja. Áhrif slíkra hreyfinga eru mjög mismunandi, sums staðar reyna yfirvöldin að berja þær niður, annars staðar verða þau að taka verulegt tillit til þeirra þótt þær fái ekki að komast í valdaaðstöðu, og loks ber það við að valdhafar ganga alveg á band þeirra og láta þær ráða ferð- inni í einu og öllu. Svo virðist sem slíkt sé vænlegt til að styrkja þá í sessi, því að heittrúarhreyfingar hafa oft mikinn hljómgrunn með- al alþýðu manna. Nemeiry forseti Súdans: hægri höndina af fyrir smáhnupl og vinstri fótinn líka fyrir stærri afbrot. titill og Khomeini erkiklerkur hefur og þýðir bæði þjóðhöfðingi og trúarleiðtogi. Fyrir tæpu ári lýsti hann því yfir að lög Múham- eðstrúar gengju í gildi í landinu, og jafnframt fór hann þess á leit við þing Súdans að það sam- þykkti sem allra fyrst fjölmargar stjórnarskrárbreytingar, sem miðuðu að því að samræma stjórnarskrána frá 1973 lögum Kóransins. Dómstólar hikuðu þó hvergi og tóku þegar að dæma menn eftir þessum lögum. Sam- kvæmt tölum, sem Amnesty Int- emational hefur birt, hafa fimmtíu og átta menn verið dæmdir til að hand- eða fót- höggvast síðan í september í fyrra. Þrjátíu og fjómm dómum hefur verið framfylgt, og var í tólf tilvikum um „tvöfalt limalát“ að ræða, þ.e.a.s. af hinum dæmda vom höggvin hægri hönd og vinstri fótur. Lögin kveða svo á að þeir sem stela verðmæti sem er meira en jafngildi 80 dollara skuli handhöggnir, og þeir sem falla aftur í afbrot eða fremja vopnað rán skuli dæmdir til „tvöfalds limaláts". Fyrir neyslu áfengra drykkja og kynmök utan hjóna- bands er refsað með hýðingu. Andspyrna í suðri En þessar áætlanir Nemeirys forseta um að taka íslamslög í gildi í einu og öllu, laga stjórn- arskrána að þeim og gerast sjálf- ur ímam fyrir lífstíð hafa þó mælst misjafnlega vel fyrir. Hér- aðsþing í suðurhluta Súdan höfhuðu stjórnarskrárbreyting- unum með öllu og þingmenn frá Suður-Súdan á þjóðþinginu fóm fram á það við félaga sína frá norðurhlutanum að þeir hugsuðu mál sitt vel. í kjölfar þess gerðist það svo, sem mun vera einsdæmi í sögu landsins síðustu árin, að 98 af 153 þingmönnum þjóðþings- ins, sem hefur jafnan verið auðsveipið valdhöfunum, báðu forsetann um „umhugsunarfrest“ til þess að eiga auðveldara með að ráða fram úr þessu vandamáli. Öllum til undrunar féllst Nem- eiry forseti á þessa beiðni, og þótt talið væri að hann hefði ætlað að gerast ímam nú í september, samþykkti hann að fresta þing- fundum fram í nóvember. Á meðan ferðast Nemeiry um allt landið og útskýrir fyrir mönnum kosti þess að lifa undir lögum íslams, sem mæla svo um að menn skuli miskunnsamlegast vera grýttir, hengdir, limlestir eða flengdir fyrir brot gegn Kór- aninum, og hefur hann fengið helstu guðfræðinga og Kóran- fræðinga landsins sér til aðstoðar. En mjög mikið er í húfi. Ef Nemeiry fær vilja sínum endan- lega framgengt, hefur það í för með sér aukinn klofning lands- ins. íbúar suðurhlutans geta eng- an veginn sætt sig við að Múham- eðstrú verði gerð að eina grund- velli laganna í Súdan og enginn geti orðið forseti nema hann sé „trúaður maður“ og „vel að sér í Kóran-fræðum og guðfræði ís- lams“. Með því móti yrðu þær hefðir sem eru að baki gildandi lögum í suðurhluta landsins numdar úr gildi og íbúarnir yrðu að annars flokks borgurum, því fyrir það væri endanlega girt að „sunnlendingur" gæti orðið for- seti. Þess vegna er mikil hætta á því að afturhvarf það til íslams- laga, sem Nemeiry boðar, leiði til þess að borgarastyrjöldin, sem lauk 1972, blossi upp að nýju, og gæti það haft alvarlegar afleiðing- ar í þessum heimshluta. (e.m.j. eftir „Le Monde“)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.