Þjóðviljinn - 02.09.1984, Blaðsíða 9
Kjarnorkuvígbúnaður ó Norður-Atlantshafi
ísland vígbúið í takt við
stríðsrekstra rken n i nga r
Malcolm Spaven segir að fullyrðingar utanríkis ráðherra um að Bandaríkjaher
sé hértil þess að verja íslenskt landsvceði og að á íslandi séu engin árásarvopn
fái ekki staðist. Fleira í skýrslu utanríkisráðherra kemur upplýsingastjóra ADIU-
stofnunarinnarvið Sussex-háskóla í Bretlandi undarlega fyrir sjónir.
„Ef við lítum 20 ár aftur í tím-
ann má segja að Norður-
Atlantshafið hafi verið tiltölulega
kyrrlátt svæði í hernaðarlegu til-
liti. Strategískir kafbátar voru í
varðstöðum og á sveimi í hafinu
en almennt var litið svo á að
gagnkvæm gereyðing yrði af-
leiðing kjarnorkustríðs og sú
vissa fældi frá beitingu kjarnork-
uvopna.
Síðustu tíu árin og þó sér í lagi
síðustu 3-4 árin hefur vissan um
gagnkvæma gereyðingu vikið
fyrir hugmyndum um hernaðará-
ætlanir sem byggja á því að hægt
sé að heyja stríð til sigurs í okkar
heimshluta. Sé gert ráð fyrir því
að stríð í Evrópu dragist á langinn
- hvort sem það er svokallað tak-
markað kjarnorkustríð eða styrj-
öld með hefðbundnum vopnum -
er augljóst að skipaleiðir og
möguleikar á birgðaflutningum
yfir Atlantshafið verða mikilvægt
atriði í stríðsáætlunum.
Kapphlaup í
flotaþenslu
í takt við þessa stríðsrekstrar-
stefnu hefur það orðið kappsmál
fyrir Bandaríkjastjórn að ná
fullkomnu valdi á Norður-
Atlantshafinu. Ekki þar fyrir að
Bandaríkin hafa alla tíð haft ærna
yfirburði á þessum slóðum, en nú
skulu þeir sýndir svo að um mun-
ar og enginn geti dregið þá í efa.
Sovétmenn eru hinsvegar með
fjórðung af sínum flota í sinni
stærstu flotastöð á Kolaskagan-
um og verulegan hluta af endur-
gjaldsgetu sinni, til þess að svara
kjarnorkuárás á Sovétríkin, í
Barentshafinu. Fyrir Sovétmenn
er það úrslitaatriði að tryggja
flota sínum aðgang að
heimshöfunum og verja endur-
gjaldsgetuna. Þeir eiga í vök að
verjast vegna innilokunar meðan
aðgangur Bandaríkjamanna að
heimshöfuum er opinn. Bæði
risaveldin eru þessvegna í kapp-
hlaupi um að byggja upp flota
sína. Bandaríkin smíða flug-
móðurskip og endurgera og búa
gömul orrustuskip stýriflaugum,
Trident-eldflaugarnar eru að
komast í gagnið og nýjar gerðir af
kafbátum. Nokkrar nýjar gerðir
sovéskra kjarnorkukafbáta eru
að koma fram, langdrægar stýri-
flaugar eru í smíðum í Sovétríkj-
unum og hið fyrsta af nokkrum
flugmóðurskipum (fixed-wing
carriers) er í smíðum.
Við klemmumst
í milli
Allt þetta hefur mikil áhrif á
ríki sem eiga lönd að Norður-
Atlantshafi. Þau lenda á milli.
Norðmenn og Danir eru t.d.
undir miklum þrýstingi að taka
við auknum vígbúnaði og koma
fyrir birgðum og tækjum á sínu
landssvæði. Á íslandi er í gangi
margvísleg endurnýjun og upp-
bygging í herstöðvunum sem
tengjast stríðsrekstrarhugmynd-
unum. í Skotlandi er svipuð upp-
bygging í gangi, m.a. er verið að
endurnýja ratsjárstöðina í
Edzell, sem verður einskonar ný
gerð af Rockville-stöðinni hér,
og í Thurso er verið að koma upp
nýjum fjarskiptabúnaði til sam-
skipta við bandaríska flotann.
Enda þótt að víða í ríkjum við
Norður-Atlantshaf séu í gildi
reglur sem girða fyrir staðsetn-
ingu erlends herafla eða kjarn-
orkuvopna á þeirra landsvæðum
er stuðningsbúnaður af þessu
tagi, sem hér hefur verið drepið
á, nauðsynlegur til þess að hægt
sé að heyja langvinnt stríð á
Norður-Atlantshafi.
Pólitísk skilaboð
Mérfinnst ekki nauðsynlegt að
gera því skóna að Bandaríkja-
stjórn trúi á það að hún geti notað
hina nýju kynslóð kjarnorku-
vopna til þess að gjöreyða So-
vétríkjunum, eða telji slíkt
æskilegt. Ég er heldur gagnrýn-
inn á kenningar um slíka fyrstu
árás. Stríðsrekstrarkenningarnar
eru nógar slæmar í sjálfu sér. Á
þær þarf heldur ekki að líta sem
lið í stríðsundirbúningi. Hér er
ekki síður um að ræða pólitísk
skilaboð jafnt til bandalagsríkja
sem andstæðinga. Bandaríkin og
Sovétríkin hafa þörf fyrir „að
draga fána sinn að húni á höfun-
um“ eins og sagt er. Að sýna
hvers er mátturinn. Sjálfstæði og
hlutleysi meðalstórra ríkja og
smáríkja er mikil hætta búin af
slíku vopnaskaki. Pólitísku hlut-
leysi Svíþjóðar hefur verið ógnað
með kafbátaferðum inn í sænska
landhelgi hvað eftir annað og hið
sama má segja um Noreg. Þetta
framferði hefur verið kennt So-
vétmönnum. Bandarísk herskip,
sem sum bera kjarnorkuvopn,
koma í heimsóknir til írlands til
þess að minna á sig o.s.frv.
Fullyrðingar
ráðherra
fá ekki staðist
En víkjum svo að íslandi og
skýrslu utanríkisráðherra sem
spurt var um. í kafla sem ber yfir-
skriftina varnar- og eftirlitsstöð
segir svo:
„Hér á landi er enginn sá vopn-
abúnaður til árásar, sem neinni
þjóð gæti stafað hœtta af. Varnir
Islands geta því ekki talist ögrun
við neina þjóð, enda hefur eðli
stöðvarinnar sem varnarstöðvar
ekki breyst í tímanna rás. Varn-
arliðið er hér til varnar landinu og
svœðunum umhverfis það, komi
til átaka.“
Fullyrðingar þessar um engin
árásarvopn og varnir íslands fá
ekki staðist. Það er goðsögn að
bandaríski herinn sé hér til þess
að verja íslenskt landsvæði. fs-
land var útvarðarstöð í vörnum
bandarísks landsvæðis og hlekk-
ur í flutningakeðju Bandaríkj-
anna til Evrópu, en er nú eins og
önnur ríki við Norður-Atlantshaf
að taka við nýjum verkefnum í
samræmi við stríðsrekstrarkenn-
ingar þær sem uppi eru.
Það er ljóst að margt af þeim
hernaðartólum sem á lslandi eru
má bæði nota til viðvörunar- og
eftirlits sem til sóknar- og árásar-
aðgerða. P-3 Orion kafbátaleit-
arvélarnar sem hér eru hafa það
hlutverk að finna og staðsetja
kafbáta, en þeim er einnig ætlað
að granda þeim á átakatímum og
þær má búa kjarnorkuvopnum.
Kjarnorkuvopn þau sem Orion-
vélaflotinn á Norður-Atlantshafi
ræður yfir er geymdur á
Machrihanish-vellinum í Skot-
landi, og þær P-3 Orion vélar sem
á íslandi eru fara þangað reglu-
lega.
Bein tengsl
við sóknar-
aðgerðir
Ennþá skýrara dæmi eru fram-
kvæmdirnar í Helguvík. Olíu-
birgðastöðin sem þar er verið að
gera er kostuð af NATO að hálfu
leyti og Bandaríkjamönnum að
hálfu leyti. Það þýðir að henni er
ekki ætlað að sinna NATO-
verkefnum nema að hluta til. í
olíubirgðastöðinni er ætlunin að
geyma birgðir af eldsneyti fyrir
vélar á vegum strategískrar yfir-
stjórnar flughersins. Það hefur í
för með sér bein tengsl íslands
við sóknaraðgerðir inn á sovéskt
landsvæði með kjarnorkuvopn-
um.
Þá cr athyglisvert að verið er að
byggja sprengjuheld flugskýli og
óskir eru uppi um að byggja
stjórnstöð í herstöðinni í Kefla-
vík sem á að geta haldið út í sjö
daga stríðsátökum sambandslaus
við umheiminn. Það tengist
augljóslega stríðsrekstrarkenn-
ingunum sem ég hef gert að um-
ræðuefni.
Bandarískar
radarvarnir
Ef við snúum okkur svo að ra-
darmálunum þá eru þau dæmi um
að varnir íslensks landsvæðis
koma þeim lítið við. f Stokksnesi
og Rockville er hluti af strateg-
ískum ratsjárvörnum Bandaríkj-
anna, sem ætlað er að vara
bandarísku herstjórnina við árás-
um mannaðra sprengjuflugvéla á
Bandaríkin. NÁR-kerfið er ann-
að fjarskiptakerfi sem tengir
Bretland, Færeyjar, ísland,
Grænland og Kanada og er ætlað
að sinna hverskonar strategísk-
um fjarskiptum m.a. upplýsing-
um um eldflaugar sem skotið er á
Bandaríkin.
Engar skyndi-
uppókomur
Tvær setningar úr skýrslu utan-
ríkisráðherra um hinar nýju rat-
sjárstöðvar sem ráðgerðar eru í
Stigahlíð og á Hafnarfjalli hafa
vakið athygli mína. Á einum stað
segir hann:
„Rœtt hefur verið um byggingu
nýrra ratsjárstöðva til að bceta úr
brýnni þörfá eftirliti með herflug-
vélum, er birtast skyndilega í
námunda við lofthelgi íslands án
nokkurar viðvörunar eða tilkynn-
ingar. “
Mér vitanlega þá birtast engar
vélar skyndilega eða án viðvör-
unar nálægt lofthelgi íslands.
Hlustunarstöðvar í Noregi, t.d. í
Vadsö, og fjarskiptahnettir hafa
uppgötvað og tilkynnt um allar
vélar löngu áður en þær nálgast
ísland. Raunar er það svo áð
fylgst er með þeim frá því að þær
hefja sig til flugtaks á flugbraut-
um í Sovétríkjunum. Þeim er svo
flestum mætt á fyrirfram útreikn-
uðum stöðum af NATO-vélum á
leiðinni.
Gagnast ekki
skipum
Hin fullyrðingin er svona:
„Stöðvarnar (þ.e. ratsjárstöðv-
arnar - aths. Pjv.) myndu koma
að miklu gagni við upplýsinga-
öflun tilflugmálastjórnar og land-
helgisgœslu varðandi skipa- og
flugumferð. “
Sé um loftvarnarradar í DEW-
keðjunni að ræða kemur hann
ekki að miklum notum fyrir al-
menna flugumferð. Til þess er
hann of sérhæfður til hernaðar-
nota og sérstök móttökutæki þarf
í flugvélum sem hann nýta. Mér
er ekki kunnugt um það að nokk-
urs staðar í heiminum sé loftvarn-
arradar brúklegur til þess að
þjóna skipaumferð. Upplýsingar
utanríkisráðherra íslands koma
mér því afar spánskt fyrir sjónir.
Margfalt
kerfi
Það vekur líka spurningar
hvers vegna ætlunin er að tvö-
falda tölu AWACS-véla hér á
sama tíma og settar eru upp tvær
nýjar ratsjárstöðvar. Hvers
vegna? Þetta eru gífurlega öflug-
ar ratsjárvéiar og ættu að geta séð
um viðvörunarþáttinn til
fullnustu. Eina sennilega skýr-
ingin er sú að Bandaríkin keppi
að því að koma á margföldu kerfi
sem geti staðist árásir í stríði. Það
er að segja þannig að yrði Kefla-
víkurflugvöllur fyrir árás sem
eyðilegði AWACS-flotann væri
enn hægt að treysta á DEW-
keðjuna. Og svo framvegis, því
stefnt er að því að geta komið
sömu skilaboðunum í gegnum
sex mismunandi og sjálfstæð fjar-
skiptakerfi.
Tvœr hliðar
ó sama
peningnum
Fjölgun AWACS-vélanna í
fjórar og fjölgun orrustuþota úr
12 f 18 um leið og F-15 þoturnar
verða teknar í notkun og allt að
13 sprengjuheld flugskýli eru
þættir í sömu þróun. „Vegna
hinnar stöðugu aukningar á flugi
herflugvéla frá Kolaskaga úr
norðri... “ segir utanríkisráðherra
ykkar. Þetta eru tvær hliðar á
sama peningnum. Það má gefa
sér það sem víst að eftir að þessi
fjölgun hefur átt sér stað muni
flug herflugvéla frá Kolaskaga úr
norðri í átt til íslands aukast enn
meir. Býflugurnar leita í hunang-
ið, og eftirlits-, könnunar- og
njósnaflug hefur tilhneigingu til
þess að aukast með auknum
hernaðarumsvifum. Þetta er eins
og eilífðarvél í samskiptum risa-
veldanna.
E 3 C AWACS?
Það sem íslendingar þurfa að
gæta að er hvort hinar nýju AW-
ACS vélar verða af gerðinni
E 3 C AWACS. Þá eru mættar
til leiks fljúgandi viðvörunar- og
stjórnstöðvar sem geta samhæft
sóknaraðgerðir sjóhers og flug-
hers og jafnframt gefið viðvaran-
ir um flug- og skipaferðir. Slíkar
stjórnstöðvar myndu stjórna
flugher og flota í árásum á skip
langt norður í höfum.
F-15 C vélarnar
Fjölgun orrustuþotanna er ná-
tengd starfsemi AWACS-vél-
anna. Þær F-15 C vélar sem eru
væntanlegar eru ekki útbúnar til
bardaga. Hinsvegar er það í
undirbúningi að búa þær út með
möguleikum til þess að granda
skipum. Þær vélar sem rætt er um
fá einkennið F-15 E. f rauninni
er hér um miklu meira en 50%
getuaukningu að ræða þegar F-15
vélarnar taka við af F-4 Phanton.
Hinar fyrrnefndu hafa miklu
meira flugþol og stjórnhæfileika,
og geta verið í verkefnum langt
norður og austur með áfyllingu í
lofti, eða eins lengi og áhafnarþol
leyfir.
Hlutverk land-
helgisgœslunnar
Að lokum vil ég nefna það að
hugmyndir um að íslenska land-
helgisgæslan fái aukið hlutverk
við að koma upplýsingum til
Bandaríkjahers er mjög í sam-
ræmi við það sem Bandaríkja-
menn ýta undir annarsstaðar í
heiminum t.d. í Japan og er þeim
bæði til hægðarauka og sparnað-
ar. Þessi viðleitni Bandaríkja-
manna hefur það m.a. í för með
sér að Sovétmenn munu fara að
hafa af því áhyggjur og reyna að
komast eftir því hvað er að gerast
á vegum íslensku landhelgisgæsl-
unnar. _ekh>
Orð-
skýringar
Strategískur er orð sem stund-
um er notað yfir langdræg kjarn-
orkuvopn en taktískur er þá not-
að yfir skammdræg kjarnorku-
vopn. Þaö sem í raun er þó átt við
er það að strategísk vopn eru þau
vopn, sér í lagi kjarnorkuvopn,
sem hvort risaveldið um sig getur
sent til árása á skotmörk á land-
svæði hins. „Algeng merking
hefur verið þau vopn sem stað-
sett eru á landsvæði hvors aðila
(flugvélar og landeldflaugar) og í
kafbátum og dregið geta til skot-
marka á landsvæði hins.“ - Sjá
rit Öryggismálanefndar nr. 4 -
Taktísk vopn hafa stundum verið
nefnd vígvallarvopn.
Sunnudagur 2. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9