Þjóðviljinn - 02.09.1984, Blaðsíða 16
LEtÐARAOPNA
Staða menntamála í landinu er
nú uggvænleg. Menntamála-
ráðherra hyggst þrengja
svo að grunnskólum lands-
ins að þeir treysta sér ekki
til að framfylgja lögboðinni
kennsluskyldu. Fyrirhugað er að
skera niður launakostnað um
2,5% með því að fækka kennslu-
stundum. Yfir allt landið má
ætla að þetta nemi allt að 50-60
stöðugildum kennara, en samtals
eru það 56000 kennslustundir á
skólaárinu. En hvernig lítur
þessi niðurskurður út í fram-
kvæmd? Jú, á Akureyri hefur
verið ákveðið að leggja niður
ensku- og dönskukennsku í 11 og
12 ára bekkjum. í Reykjavík má
ætla að sérkennsla verði rýr og að
ÖU kennsla verði lögð niður í skóla-
söfnum. Hvernig þessum niður-
skurði verður mætt annars staðar
á landinu er ekki vitað, enda
standa menn víða ráðþrota
gagnvart þessum aðgerðum, þar
sem aðstaða í skólamálum á
mörgum stöðum er mjög slæm
fyrir.
En hér með er ekki öll sagan
sögð því einnig er fyrirhugað að
draga úr rekstrarkostnaði við
grunnskóla um 5%. Mun hér að-
allega vera um að ræða skólaakst-
ur nemenda, heilsugæslu og
fleira. Það mun vera augljóst að
verulega er verið að draga úr
þjónustu við nemendur, allri
námsaðstöðu og mjög gengið á
hlut kennara.
Ragnhildur Helgadóttir
menntamálaráðherra hefur hins
vegar lýst því yfir í sjónvarpi og
útvarpi að þessi niðurskurður
muni ekki skerða þjónustu við
nemendur á nokkurn hátt og þyk-
ir mönnum það nokkuð skrýtin
útkoma hjá Ragnhildi.
Fulltrúaráð Kennarasambands
fslands hefur mótmælt harðlega
þessum niðurskurði stjórnvalda
til grunnskólanna og telur að hér
sé mjög vegið að bæði hagsmun-
um nemenda og kennara. Kenn-
arar hafa að undanförnu verið
mjög óánægðir með kjör sín og
þegar farið að bera á flótta úr
stéttinni. Fulltrúaþing Kennara-
sambands fslands sem haldið var í
júní síðastl. fól stjórn Kennara-
sambandsins að safna uppsögnum
kennara er liggja ættu tyrir í upp-
hafi skólaárs. Með tilliti til yfir-
standandi samninga BSRB og
hugsanlegs verkfalls samþykkti
fulltrúaráð KÍ að safna yfirlýsing-
um frá félagsmönnum fyrir 1.
okt. þar sem þeir skuldbinda sig
til þess að segja upp telji fulltrú-
aráð KÍ það vænlegast í baráttu
Bakgrunhur
kennara fyrir bættum kjörum. Á
fundi sínum fyrir skömmu sam-
þykkti Fulltrúaráðið ákveðnar
meginkröfur sem liggja ættu til
grundvallar bættra kjara kennar-
astéttarinnar. Krafist er að starf
kennara verði endurmetið og
laun þeirra hækkuð í samræmi
við það mat. Taka á tillit til
aukinnar menntunar kennara,
breyttra kennsluhátta í skólunum
og síðast en ekki síst launa fyrir
störf á almennum vinnumarkaði,
sem sambærileg eru kennara-
starfinu hvað viðkemur álagi og
ábyrgð. Unnið verði að lögvemd-
un starfsheitisins kennari. Einn-
ig er krafa um að Kennarasam-
band Islands fái sjálfstæðan
samnings- og verkfallsrétt um
laun og kjör kennara. Að Iokum
er krafist að unnið verði að ýms-
um öðrum málum svo sem stytt-
ingu starfsaldurs til lífeyris, örari
lækkun kennsluskyldu o.fl. Þar
sem fjármálaráðherra hefur enn
ekki gefið BSRB gagntilboð í
yfirstandandi kjaradeilu ákvað
fulltrúaráð KÍ að hefja þegar
undirbúning þátttöku félags-
manna Kl í hugsanlegu verkfalli
BSRB. Einnig var ákveðið að
hvetja kennara til virkrar þátt-
töku og órofa samstöðu í þeirri
kjarabaráttu sem framundan er,
og þeim tilmælum beint til skóla-
stjóra og kennara að ætla tíma á
fyrstu starfsdögum skóla til um-
ræðu um stöðu kennara og kjör.
_____________LEIÐARI________
Með kveðju frá Friedman
til kennara
Kennarar eru ekki í miklum vandræöum.
Þeir hafa leiðarijós frjálshyggjunnar og stefnu
ríkisstjórnarinnar til þess aö fara eftir. Frjáls-
hyggjan kennir aö einstaklingurinn sé best fær
um aö ráöstafa fjármunum sínum og hann
þurfi ekki aö gera það meö tilliti til heildarhags.
Skynsamleg hegöun hvers og eins út frá sín-
um eigin hagsmunum sé besta tryggingin fyrir
hag heildarinnar og opinber afskipti aöeins til
bölvunar. Ríkisstjórnin neitar aö greiða kenn-
urum lífvænleg laun og veita þeim aðstööu til
þess aö geta uppfyllt lagakröfur og markmið
löggjafans í fræöslumálum. Hinsvegar hefur
stjórnin búiö svo um hnútana aö þeim sem
eiga fé í handraðanum eru allir vegir færir.
Það skynsamlegasta sem kennarar geta
gert viö þessar aðstæður er aö segja upp
störfum. Sem einstaklingum ber þeim engin
skylda til þess að hugsa um þarfir ríkisins og
þjóðarinnar í uppeldismálum barna. Nú halda
menn ef til vill aö kennarar verði á flæðiskeri
staddir þegar sultarlaunin frá ríkinu renna ekki
lengur í þeirra vasa. Óekki! Mörgum kennar-
anum hefur tekist aö koma yfir sig þaki. Sumir
af eldri kynslóöinni hafa fengiö íbúðir sínar fyrir
slikk meö því aö rýra sparifé þeirra sem eru
þaðanaf eldri. Yngri kennarar eiga sumir tals-
verða eign í sínum íbúöum þó að þeir séu
skuldum vafnir og geti vart staðið í skilum.
Kennarar selja einfaldlega sínar íbúöir upp til
hópa.
Gerum ráö fyrir aö þorri kennara sitji nú uppi
meö andvirði 3-4 herbergja íbúöar í reiöufé.
Þeir setja fé sitt á banka, kannski 2 miljónir
króna, og fá 26% ársávöxtun í 10 til 14%
verðbólgu. Fjölskylda kennarans hefur þá á ári
520 þúsund krónur í vaxtatekjur. Ef viökom-
andi kennari færi út í verðbréfabrask gæti árs-
ávöxtunin orðiö 32% eða 640 þúsund krónur.
Þetta eru tvö til þreföld kennaralaun á ári. Mak-
inn gæti líka hætt aö vinna úti. Vissulega rýrir
verðbólgan vaxtatekjurnar nokkuð en á móti
kemur aö vaxtatekjur af sparireikningum og
verðbréfabraski eru skattfrjálsar. Kennarafjöl-
skyldurnar veröa því skattlausar eins og vesl-
ings fólkiö sem keypti uppboðslóðirnar hjá Da-
víö í Stigahlíðinni.
Nú væri fyrir höndum þægilegt og áhyggju-
laust líf ef ekki kæmi það til aö húsnæöiö vant-
ar. En þaö má leysa meö ýmsum hætti, ganga
í Búseta, fara erlendis í vinnu - þaö vantar víöa
hæfa kennara - eöa flytja til Spánar og lifa á
vaxtatekjunum. Þeir sem fengju leigt hér
heima og yröu eftir þyrftu ekki aö kvíöa verk-
efnaleysi. Skólahald hefði aö sjálfsögðu lagst
niöur en efnameiri foreldrar væru áreiðanlega
tilbúnir aö greiða vel fyrir menntun barna
sinna, enda er menntun sögö undirstaða fram-
tíöarþjóöfélagsins. Stofnun einkaskóla væri
tiltölulega auöveld því ríkið yröi áreiöanlega
fegið aö fá leigutekjur fyrir alla tómu skólana.
Og líklega myndi Ragnhildur menntamálaráð-
herra slá sig til riddara meöal alþýöu manna
meö því aö gefa út námsávísanir til verka-
mannabarna, sem réöu því hvort þau keyptu
sér menntun eða brennivín fyrir.
Svona gengur (Detta dæmi prýöilega upp á
pappírnum og allir yröu miklu ánægöari en í
dag. Lífið allt miklu auöveldara og hæfileg
stéttaskipting fest í sessi. Kennarar fengju
laun eftirframlagi og hversu einkaskólar þeirra
væru eftirsóttir. Markmið grunnskólalaganna
um jafnrétti til menntunar væri hinsvegar fariö
veg allrar veraldar. En hvaö er einn keppur í
sláturtíðinni?
Er þaö þetta sem viö viljum? Þetta er aö
minnsta kosti vegurinn sem stjórnvöld vísa.
Peningarnir eiga aö ráöa. Þeir eiga aö vera
ofar manngildinu. Og hver hlustar á aö þaö
geti veriö hugsjón eöa köllun aö fræða lands-
ins börn? Það gerir enginn á æðri stöðum
nema kennarar kenni þeim lexíuna.
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1984