Þjóðviljinn - 02.09.1984, Blaðsíða 18
SKAK
Nú á sunnudag hefst
keppni í landsliðsflokki á
Skákþingi íslands og er hér
um að ræða sterkasta mót
sinnar tegundar frá upphafi.
Alls verða 6 titilhafar meðal
þátttakenda sem eru 14 og
eru meðalstigin geysilega há
eða 2386. Annars eru kepp-
endur þessir: Jóhann Hjartar-
son, Helgi Ólafsson, Margeir
Pétursson, Jón L. Árnason,
Guðmundur Sigurjónsson,
Karl Þorsteins, Pálmi Péturs-
son, Sævar Bjarnason,
Haukur Angantýsson, Dan
Hanson,Lárus Jóhannesson,
Björgvin Jónsson, Ágúst
Karlsson og Hilmar Karlsson
sem er núverandi íslands-
meistari.
Tvö efstu sætin í mótinu eru
mjög þýðingarmikil þar eð þau
gefa rétt til veru í landsliðinu á
næstu Ólympíuleikum sem og
þátttöku í næsta svæðamóti en
það er eins og menn vita liður í
keppni um heimsmeistaratitilinn.
Það er því ljóst að færri komast
að en vilja og keppnin verður þar
af leiðandi mjög hörð. Eins og
áður sagði hefst mótið á sunnu-
dag, nánar til tekið klukkan 2 og
verður teflt á Hótel Hofi við
Rauðarárstíg.
Litið inn hjá Norður-
landameisturum
í síðasta helgarblaði var skýrt
lauslega frá sigurför nemenda úr
Hvassaleitisskóla á Norðurlanda-
mót grunnskóla 1984. Þegar þar
var komið sögu voru þeir enn er-
lendis, en nú í vikunni voru þeir
kappar gripnir glóðvolgir og
stefnumótinu að sjálfsögðu val-
inn staður í félagsheimili Taflfé-
lags Reykjavíkur. Það var því
föngulegur, lífsglaður en ein-
beittur hópur ungmenna sem
varð á vegi greinarhöfundar þetta
þriðjudagskvöld. Fyrir hópnum
fór svo annað lífsglatt ungmenni
að nafni Ólafur H. Ólafsson sem
hefur unnið þróttmikið starf á
sviði æskulýðsmála. Hann var
ásamt Kristjáni Sigtryggssyni
skólastjóra fararstjóri í ferð þess-
ari.
„Við byrjuðum á því að fá
sterkustu andstæðingana í
tveimur fyrstu umferðunum
þ.e.a.s. Norðmenn og Dani. Við
gerðum jafntefli við Norsarana í
fyrstu umferð 2-2 og unnum Dani
|pe> naumlega 2VÍ2-1 Vi. Það kom
okkur dálítið í opna skjöldu að fá
svo sterkar sveitir strax í upphafi
en það kom sér vel undir lokin“,
varð Ólafi að orði. Eftir tvær um-
ferðir var sveitin því ásamt þeirri
dönsku í öðru sæti með 41/2 vinn-
ing en Norðmenn voru efstir með
5'/2. f þriðju umferð kom svo
góður sigur á sveit Svía 3-1 og í
fjórðu voru Svíar hreinsaðir 4-0.
A meðan á þessu stóð slökuðu
hinar sveitirnar á og fyrir síðustu
umferð var íslenska sveitin orðin
ein efst með llVi, einum og hálf-
um vinningi á undan dönsku
sveitinni. Strákarnir enduðu svo
vel heppnaðan endasprett með
því að leggja Finna 3V2-V2. Loka-
staðan varð því sem hér segir:
1. Island 15 vinningar af 20 mögu-
legum
2. Noregur 12’/2 vinn.
3. Danmörk 12 vinn.
4. Finnland 8 vinn.
5. Svíþjóð B. 7 vinn.
6. Svíþjóð A. 5>/2 vinn.
Ólafur hefur orðið: „ Það sem
skiptir höfuðmáli í þessu móti er
að strákarnir voru mun grimmari
á endasprettinum en hinir. Þarna
skilar sér hin mikla æfing sem
þeireruí, æfamikiðuppíT.R. en
þar fá þeir snerpuna og viljann
sem til þarf.“
Árangur strákana var á þessa
leið:
1. Þröstur Þórhallsson
3'/2 vinningur af 5 mögulegum
2. Tómas Björnsson
3'/2 vinn. af 5 mögul.
3. Snorri Guðjón Bergsson
4 vinn. af 5 mögul.
Karl Þorsteins: Einn efnilegasti skákmaður heims.
Skákþing íslands
hefst um helgina
4. Helgi Hjartarson
4 vinn. af 5 mögul.
Varamaður var Héðinn
Steingrímsson sem er aðeins 9 ára
gamall og á því framtíðina fyrir
sér.
Þess ber að geta að þetta er í
fjórða sinn sem sveit frá Hvassa-
leitisskóla tekur þátt í Norður-
landamóti fyrir hönd íslands og
sigruðu þeir í fyrra eins og menn
muna. Þeir Þröstur og Tómas
munu nema þar einn vetur í við-
bót svo að ljóst er að skólinn hef-
ur ekki sagt sitt síðasta orð.
Við skulum skoða eina skák
sem tefldist í 3. umferð.
Hvítt: Frederik Attefall (Svíþjóð)
Svart: Þröstur Þórhallsson (Island)
Sikileyjarvörn
1. e4-c5
2. Rf3-d6
3. d4-cxd4
4. Rxd4-Rf6
5. Rc3-a6
(Svartur býður upp á Najdorf af-
brigðið sem hefur átt miklum
vinsældum að fagna síðan Fischer
hóf það til vegs og virðingar.
Leikmönnum er það oft nokkur
þyrnir í augum vegna hinnar
gífurlegu þekkingar sem það
krefst.)
6. Be2-e6
(Eftir 6. Bg5 koma upp ómann-
legar flækjur, en hvítur fylgir
forskrift Karpovs. 6.-e5 hefði
verið í anda Najdorf afbrigðisins
en mörgum mislíkar holan á d5
LÁRUS
JÓHANNESSON
sem við það skapast, Þröstur
beinir því skákinni í farveg Sche-
veningen. Nafnið mun til komið
vegna þess að þessum leikmáta
var beitt í samnefndum bæ af
Euwe árið 1923.)
7. 0-0-Be7
8. Be3-b5?!
(Full gróft þó að framhaldið rétt-
læti slíka dirfsku. Hvítur gat nú
fengið mjög vænlega stöðu með
9. Bf3! t.d. 9.-Bb7 10. e5 Bxf3 11.
DxD dxe5 12. Dxa8 exd4 13.
Bxd4! og vinnur.)
9. a3?-Bb7
10. Dd3?!
(10. BD!? Rbd7 11. De2. í fram-
haldinu reynist hvíta drottningin
aðeins vera fyrir.)
10. - Rbd7
11. Rb3-Re5
12. Dd4-Hc8
13. f3-0-0
(Þegar hér var komið sögu hafði
hvítur aðeins notað 15 mínútur af
umhugsunartíma sínum en hefur
tekist að brjóta þó nokkrar reglur
varðandi Sikileyskar stöður.)
14. Hfdl-Dc7
(Þröstur hefur nú lokið liðs-
skipan sinni á mjög skynsam-
legan hátt. Það getur nú fátt kom-
ið í veg fyrir d5 sprenginguna en
það er oft fyrirboði þess að
eitthvað hafi farið úrskeiðis hjá
hvítum.)
15. Db6-Dxb6
16. Bxb6-d5
17. exd5-Bxd5!?
18. Bd4-Rc4
(Eins og sjá má hafa svörtu
mennirnir nú heldur betur vakn-
að til lífsins.)
19. Rxd5 Rxd5
20. Bxc4-bxc4!
21. Rd2-c3!
22. bxc3-Rxc3
23. Bxc3-Hxc3
(Eftir mjög markvissa tafl-
mennsku hefur Þröstur nú tryggt
sér yfirburðastöðu, sterkan bisk-
up og góða peðastöðu. Næsti
leikur hvíts ber merki örvænting-
ar en staðan er glötuð hvort eð
er.)
24. Re4-Hxc2
25. Hd7-He8
26. Rd6-Hd2!
27. Rxe8-Hxd7
28. Hcl-Hd8
29. Rc7-Hc8
30. Hc3-Bd6
31. Rd5
(Hvítur hefur eflaust treyst á
þetta framhald til þess að halda
lífi um stund, en...)
31,- Hc5!!
(Eftir þennan leik tapar hann
riddaranum og skákinni um leið.)
32. Hb3-Hxd5
33. g3-h6
34. Kg2-Ha5
35. Hd3-Bxa3
Og nú loks gafst hvítur upp.
Ekki eru öll jafntefli
eins.
Er undirritaður átti spjall við
Karl Þorsteins nú fyrr í vikunni
rakst hann á frekar merkilega
skák sem tefldist í fyrstu umferð
heimsmeistaramótsins nú á dög-
unum. Andstæðingur Karls er 15
ára gamall Hollendingur Piket að
nafni og ber þessi skák þess merki
að hér sé á ferðinni talsverður
efniviður.
Hvítt: Hollendingurinn fljúgandi
Svart: Karl Þorsteins
Drottningarbragð.
1. d4-d5
2. c4-e6
3. Rc3-Be7
(Þessum leik er oft leikið á undan
Rf6 til þess að koma í veg fyrir
staðsetningu hvíta riddarans á
e2.)
4. Rf3-Be7
5. Bg5-h6
6. Bxf6-Bxf6
7. e3 -0-0
8. Dd2
(Slíkur leikmáti sést nú æ oftar.
Hann er til fundinn vegna mikil-
lar velgengni svarts í Tartakóver-
afbrigðinu: 6. Bh4 0-0 7. e3-b6.
Og tel ég næsta víst að Karl hafi
haft í huga að beita því.)
8. - Rc6
(Aðrir leikir svo sem 8.- c6 og 8.-
b>6 koma einnig sterklega til
greina.)
9. 0-0-0 - dxc4
10. Bxc4-e5
(Nú áttaði Karl sig: Hvað er ég að
gera? Ef nú 11. dxe5 Dxd2+ 12.
Hxd2 Rxd2 13. Rxe5 Bxe5 14.
Hhdl hefur svartur alls engar
vinningsvonir t.d. King-Geller
Reykjavík 1984. Og það gegn 15
ára strákpjatta!)
11. h3
(Guði sé lof. Ætli þetta sé nýj-
ung?)
11. - exd4
12. exd4-a6
(Fyrst að hann ætlar að gera það
geri ég það líka (h3, g4 - a6, b5).
13. d5-Re5
14. Rxe5-Bxe5
15. Hhel-Df6
16. Re4-Dh4
17. g3!?
(Nú byrjar ballið.)
17. - Dxh3
(Þvingað.)
18. f4-Bd6
(Þvingað.)
19. Hhl-Df5
(Þvingað! Ef 19.- Dd7 þá 20.
Hxh6!! f5 (20.-gxh6?? 21. Rf6+)
21. Rc5!! Bc5 22. d6+ Hf7 23.
Hh8!!+ Kxh8 24. Hhl+ Kg8 25.
Dh2 og hvítur mátar.)
20. Bd3-Dg6
21. g4!-Bxg4
22. f5-Bxf5
23. Hdgl-Bxe4!
24. Bxe4
(Ekki 24. Hxg6 Bxg6 25. Bxg6
hxg6 og svartur hefur alla þræði í
hendi sér.)
24. - Df6
25. Hxh6!-Df4!
26. Hh8!+
Jafntefli!! (26.-Kxh8 27. Hhl +
Kg8 28. Bh7 o.s.fr.v.) Stórkost-
leg skák á báða bóga.
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1984