Þjóðviljinn - 02.09.1984, Blaðsíða 14
Frá Grunnskólum
Kópavogs
Grunnskólarnir í Kópavogi veröa settir meö kennara-
fundum í skólunum mánudaginn 3. sept. n.k. kl. 9 f.h.
Næstu dagar veröa notaðir til undirbúnings kennslu-
starfs. Nemendur mæti fimmtudaginn 6. sept.
1. bekkur börn fædd 1977 kl. 13.00
2. bekkur börn fædd 1976 kl. 13.00
3. bekkur börn fædd 1975 kl. 10.00
4. bekkur börn fædd 1974 kl. 11.00
5. bekkur börn fædd 1973 kl. 10.00
6. bekkur börn fædd 1972 kl. 9.00
7. bekkur börn fædd 1971 kl. 11.00
8. bekkur börn fædd 1970 kl. 10.00
9. bekkur börn fædd 1969 kl. 9.00
Forskólabörn (fædd 1978, 6 ára) og foreldrar þeirra
verða boðuð í viðtal símleiðis frá 10. til 14. sept. Skóla-
ganga forskólabarna hefst mánudaginn 17. sept.
Nemendur komi með tösku og ritföng með sér í skól-
ana.
Skólafulltrúi
Frá grunnskólum
Reykjavíkur
Nemendur komi í skólana fimmtudaginn 6.
september n.k., sem hér segir:
9. bekkur komi kl. 9
8. bekkur komi kl. 10
7. bekkur komi kl. 11
6. bekkur komi kl. 13
5. bekkur komi kl. 13.30
4. bekkur komi kl. 14
3. bekkur komi kl. 14.30
2. bekkur komi kl. 15
1. bekkur komi kl. 15.30
Fomámsnemendur í Réttarholtsskóla komi
kl. 13.
Forskólabörn (6 ára), sem hafa verið
innrituð, verða boðuð í skólana símleiðis.
Skólafulltrúi
íbúðarhús
á einni hæð í austurbæ Reykjavíkur óskast til kaups.
Húsið þarf að vera hentugt heimili fyrir fatlað fólk með
4-6 herbergjum auk stofu og annars sameiginlegs
húsrýmis. Sölutilboð óskast send skrifstofu vorri fyrir
föstudaginn 14. september n.k. Upplýsingar veittar í
síma 26844.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
IÐNSKÓLINN I REYKJAVlK
Skólinn verður settur mánudaginn 3. sept. kl. 13.00.
Aðeins nýnemar og kennarar verði við skólasetningu.
Kl. 8.00- 9.30
Kl. 10.00
Kl. 13.30-15.00
Kl. 17.00
Samningsbundnir iðnnemar og
nemar í framhaldsdeildum skólans
sækí stundaskrá og bókalista.
Kennarafundur.
Nýnemar sæki stundaskrá sína.
Tækniteiknun og meistaranám
byggingarmanna.
Nemendur sæki stundaskrá.
Svo skal böl bœta
MEGAS
TOLLI
BEGGI
KOMMI
BRAGI
gramm!
Laugðvegur17 Slml 12040
ní)
BÆJARRÖLT
Fyrsta, annað og...
Marga ráðstefnuna og margan
fundinn hefur maður setið um
dagana. Ójá... Þá sem ekki
leggja það í vana sinn að sækja
fundi má upplýsa um það að þeir
eru ekki skemmtilegasta form
mannlegra samskipta. Á þeim
eru yfirleitt þrennskonar mann-
gerðir:
í fyrsta lagi þeir sem heyra
mikið en tala lítið. Þeir eru yfir-
leitt flestir.
í öðru lagi eru þeir sem tala
mikið og heyra þarafleiðandi
lítið. Þeir sem tala mikið hafa
ekki endilega mest að segja. Þeir
telja sig oftast þurfa að tala vegna
þess að til þess sé ætlast af þeim.
Sjaldnast er sú raunin. Aðrir hafa
gaman af því að heyra í sjálfum
sér en átta sig ekki á því að snj allir
ræðumenn verða gjarnan ölvaðir
af eigin andagift og enda með því
að vaða elginn í ræðustólnum hálf
rænu- og heyrnarlausir.
Kjarni málsins er samt sá að
fundir eru nauðsynlegt stjórntæki
í lýðræðisríki. Jafnvel nýja tækn-
in bjargar okkur ekki frá fundun-
um því nú er helst upp á því fund-
ið að búa síma og sjónvarpsskjái
þannig út að fólk geti verið á
stöðugum fundum heima hjá sér
eða án þess að fara út úr skrif-
stofu sinni. Þvílík framtíð!
... og nú henti mig það sem
gerist á öllum fundum og hefur
alla tíð farið ósegjanlega í
taugarnar á mér... Ég sagði
þrennskonar manngerðir, taldi
upp tvennskonar en sleppti
þriðju manngerðinni.
Svona gengur þetta einlægt til á
ráðstefnum. Ég var t.d. á nokk-
urra daga fundi um sl. helgi. Þar
kom hver snillingurinn á fætur
öðrum í pontu og upphófst með
þessum hætti: Mig langar til að
nefna þrjú atriði í þessu sam-
bandi... Það eru þrír punktar sem
ég vildi drepa á... Röksemdum í
þessu máli má deila í þrjá
flokka...
Alltaf eitthvað þrennt og svo er
byrjað að greina frá og þegar
ræðumenn eru búnir að afgreiða
annað atriðið eru þeir komnir út í
aðra sálma, farnir að segja
reynslusögur í anda söguþjóðar-
innar, og búnir að gleyma því
þriðja.
Eftir sitja þeir sem heyra mikið
en tala lítið með sárt ennið. Hvað
skyldi nú þriðja atriðið hafa ver-
ið?
Ætli það hafi ekki verið sjálfur
kjarni málsins?
Slík heilabrot girða að sjálf-
sögðu fyrir það að viðkomandi
heyri nokkuð af því sem ræðu-
maðurinn segir eftir að hann hef-
ur afgreitt annað atriðið án þess
að nefna hið þriðja. Þegar ræðu-
maður hefur lokið máli sínu upp-
götvar maður sér til skelfingar að
ræðan hefur öll farið fyrir ofan
garð og neðan. Líka fyrstu tvö
atriðin sem gleymast í heilabrot-
unum um hið þriðja.
Svona er hægt að sitja heilu
ráðstefnurnar án þess að komast
nokkurntíma á snoðir um það
hvað um er að vera. Nú var ég
næstum dottinn í gryfjuna. Þriðja
manngerðin sem ég ætlaði að
nefna er auðvitað sú sem sefur
undir ræðuhöldum. Fólk af því
sauðarhúsi má yfirleitt þekkja á
því að það er með slétt og
hrukkulaust yfirbragð.
Þrjú gullvæg ráð er hægt að
gefa ræðumönnum á fundum:
í fyrsta lagi að skrifa hjá sér
punkta ef menn ætla að leggja út í
upptalningu á meginatriðum.
I öðru lagi að hafa tilbúinn endi
á ræðuna svo menn geti hætt þeg-
ar þeir komast í vandræði.
Ég vil svo í lokin um leið og ég
lýk máli mínu minna á orð Platós
gamla sem vel eiga við hér:
Ræðumennska er listin að stjórna
hugsunum manna.
-ekh
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Alþýðubandalagið Kópavogi
Félagsfundur.
ABK heldur félagsfund í Þinghóli, miðvikud. 5 sept.
kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Kosning upstillingarnefndar f. aðalfund.
2. Efnahags- og atvinnumál. Ólafur Ragnar Gríms-
son hefur framsögu. Félagar eru hvattir til að fjöl-
menna og taka þátt í brennandi umræðu.
Nýir félagar eru velkomnir.
Stjórn ABK
Alþýðubandalagsfélögin á Suðurnesjum
Alþýðubandalagsfólk á Suðurnesjum: fjölmennum í Þórsmerkurferð sem
farin verður þann 14. september. Allar frekari upplýsingar gefa Bjargey
Einarsdóttir í síma 3096 og Elsa Kristjánsdóttir í síma 7680.
Verkalýðsmálanefnd ÆFAÐ
Fundur verður haldinn í verkalýðsmálanefnd ÆFAB, sunnudaginn 2. sept-
ember kl. 14.00 að Hverfisgötu 105.
Félagar Akureyri og nágrenni
Sameiginleg kvöldvaka miðstjórnarmanna og félaga á svæðinu verður í
kvöld kl. 20.30 í Lóni við Hrísarlund. Pottréttur og dagskrá. Nauðsynlegt að
tilkynna þátttöku fyrir kl. 18.00 í síma 25520 eða 25363.
Alþýðubandalagið Akureyri
Bæjarmálaráðsfundur
Áríðandi fundur verður haldinn mánudaginn 3. september kl. 20.30 í
Lárusarhúsi. Félagar fjölmennið.
ABA
Sendið inn samningseyðu-
blöðin vegna flokksfélags-
gjalda til Alþýðubandalags-
ins fyrir árið 1984
Um leið og við þökkum hinum fjöl-
mörgu sem brugðust fljótt við og
sendu samningseyðublöðin strax inn
viljum við hvetja þá sem enn hafa
ekki komið þessu í verk að gera það
nú þegar. Leggið gjöldin á sjálf og
sparið stjórnum félaganna vinnu.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Munið Gíróseðlana
fyrir fyrsta hluta flokks
og félagsgjalda ársins
1984
Stjórn Alþýðubandalagið í Reykjavík
hvetur þá sem enn hafa ekki gert skil
á fyrsta hluta flokks- og félagsgjalda
ársins að gera það nú um þessi mán-
aðarmót.
Verum öll minnug þess að starf ABR
byggist á því að félagsmenn (allir)
standi í skilum með félagsgjöldin.
Allir samtaka nú.
Stjórn ABR
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1984