Þjóðviljinn - 02.09.1984, Blaðsíða 2
FLOSI
af tollfrelsi túrista
Þegar ég var lítill krakki, sagöi mér afabróðir minn
- sveitamaður sem ég elskaði meira en annað fólk -
allt um fyrsta vorboðann.
„Fyrsti vorboðinn er !óan“, sagði gamli maðurinn,
„fuglinn sem frelsarinn stalst til að hnoða úr leir á
sjálfan hvíldardaginn. Þegar svo siðavandir menn
ætluðu að brjóta sköpunarverkið, brá frelsarinn
hendi yfir leirfuglana sína, til að vernda þá, en þá
breyttust þeir óðara í lóur, sem hófu sig til flugs og
sungu „dýrðin dýrðin“.“
Og afabróðir minn hélt áfram:
„Hrossagaukurinn er líka vorboði og spáfugl. Oft-
ast hægt að treysta því að vorharðindi séu um garð
gengin, þegar hann fer að hneggja. Spóanum má
hinsvegar treysta. Eftir að hann hefur heyrst vella er
vorhret óhugsandi, einsog líka segir í vísunni:
Heiló syngur sumarið inn
semur vorlög gaukurinn
áður en vetrar úti er þraut
aldrei spóinn vellir graut.“
Einhverjum kann að finnast ótímabært að vera að
fjasa um vorboðann á aflíðandi sumri, en hvað um
það, nú er vorboðinn annar en áður var. Nú eru
menn hættir að spyrja lóu, spóa eða hrossagauk. Nú
eru það aðrirfarfuglar sem tilkynna að vorið sé kom-
ið og hretin afstaðin, svokallaðir túristar.
Túristarnir eru ákaflega merkilegt fyrirbrigði, af
sérfræðingum kallaðir atvinnuvegur, af því það er
hægt að græða svoddan óhemju ósköp á þeim, en
bardússið í kringum þá er kallað „túristaiðnaður".
Heilmikið er gert til að laða hingað túrista, sápu
mokað í Geysi í Haukadal á þriggja vikna fresti,
þangað tii hann ropar sápukúlum. Svo er þeim sýnt
Dillonshús, módelsamtökin, íslensk glíma, Hress-
ingarskálinn og handritin. A kvöldin geta svo túristar
valið um búlgarska, tyrkneska og úngverska viku í
Reykjavík, eða í Tjarnarbíói, fengið að sjá leiksýn-
ingu og kynnasí menningararfieifð okkar og þjóðar-
sál í leikrænni samantekt- á ensku - um baðstofulíf á
sögueyjunni frá upphafi og til þess dags er bændur
hættu að nudda punginn framí andlátið.
Þá hafa risið þjónustumiðstöðvar víðsvegar um
landsbyggðina, svonefndar „drithallir" og gefst þar
túristum færi á að ganga örna sinna fyrir luktum
dyrum (ef þeir eru ekki of margir í einu) og jafnvel
skeina sig á bréfi.
Og allt er þetta tilstand til að græða á túristunum;
efla „túristaiðnaðinn", eins og það er kallað.
Til að þessi nýi atvinnuvegur blómstri, þarf aðeins
eitt, og það er að túristarnir versli á íslandi. Annars er
þetta bara fyrirhöfnin ein og tóm della.
Og það er nú svo. Eins og þorskurinn brást, síldin
brást, loðnan brást, viðskiptakjör og markaðir, þá
virðist túrisminn líka vera að bregðast okkur. Stór
hluti þeirra ferðamanna, sem koma hingað eru svo
sjálfum sér nógir, að þeir þurfa ekki að eyða hér
túkalli með gati.
Nú er frá því að segja, að um daginn var ég stadd-
ur á Möðrudal, á Efra Fjalli. Möðrudalur liggur hæst
bæja á Islandi, en það kemur þessu máli svosem
ekkert við og hefði þessvegna mátt sleppa að taka
það fram.
Sem ég sat þarna á palli fyrir framan lítinn veit-
ingaskúr, í hlaðvarpanum á Möðrudal, renndi í hlaðið
rúta með sextíu þjóðverja. Ég komst fljótlega að því
að þessi glaðbeitti hópur var búinn að vera á þriggja
vikna ferðalagi um landið og hafði enn ekki tekist að
torga vistunum sem fóru, við komuna til Seyðisfjarð-
ar, gegnum tollinn athugasemdalaust og ekkert
smáræði: Matarbirgðir, bjór og vínföng fyrir sextíu
þjóðverja í þrjár vikur.
Og þarns í fjallakyrrðinni á Möðrudalsöræfunum,
lögðu þessir galvösku og glaðbeittu þýskarar litla
veitingaskálann undir sig, með þeim hætti, sem
þjóðverjum einum virðist lagið, hvort sem er í stríði
eða friði, röðuðu sínum eigin tollfrjálsu kræsingum á
borðin, en fararstjórinn tilkynnti afgreiðslustúlkunni
að hópurinn ætlaði ekkert að fá.
Og ég fór að rifja upp þegar spæipylsan var tekin
af mér í tollinum á flugvellinum um árið, af rökstudd-
um ótta við að með henni gæti ég flutt gin- og klaufa-
veiki til íslands.
Það svona einsog flökrar að manni, að tollyfirvöld-
in séu kannske ekki alveg jafn nákvæm við alla.
Og þegar ég horfði á þjóðverjana gæða sér á því
sem enn var eftir af þriggja vikna birgðum, síðasta
daginn fyrir brottför með ferjunni frá Seyðisfirði,
hugsaði ég sem svo: „Ef litla spæipylsan mín hefði
um árið getað valdið gin- og klaufaveiki í landinu, þá
ættu matarleifarnar sem þessi hópur hefur dreift um
landið á þrem vikum að orsaka garnaveiki, riðu,
taugaveiki, stórubólu, spænsku veikina og svarta-
dauða.“
Næsta sumar er ég að hugsa um að gerast forrétt-
indamaður og skrá mig með þýskum hópi í ferð um
ísland í rútubíl, sem flytur tollfrjálst inn þriggja vikna
kost, kræsingar, vín og góðan bjór. Þá get ég skoðað
landið mitt á ódýran hátt og án þess að þurfa að sæta
þeim afarkostum, sem útlendir feröamenn telja
óhugsandi, nefnilega að versla við íslendinga.
Silkifatafrúr
~HP
Ott hefur Helgarpósturinn
gripið til ódýrra bragða þegar
hann er uppiskroppa með
hugmyndir, en sjaldan hefur
fólki þó ofboðið eins og þegar
hann tók sig til í vikunni og
setti upp lista af 10 „best“ og
10 „verst“ klæddu konum
landsins. Raunarhéldu marg-
ir að fyrirsagnirnar heföu víxl-
ast og þótti mönnum hinn
mesti dónaskapur að setja
Vigdísi Finnbogadóttur á lista
með 10 verst klæddu konun-
um. í þessum umsögnum um
konurnar 20 er að finna
eitthvert mesta samansafn af
fordómum, rugli, smekkleysu
og kvenfyrirlitningu sem lengi
hefur sést á prenti, og tæki
einhver mark á þessum um-
mælum er hætt við að
meiðyrðalöggjöfin yrði dregin
fram. Vigdísi Finnbogadóttur
er líkt við íslensku sauðkind-
ina (á víst að vera hrósyrði) og
þær sem lentu á listanum yfir
10 verst klæddu konurnar fá
ýmis viðurnefni, þær eru
„hroði", „ósmekklegar",
„misheppnaðar", „subbuleg-
ar“, „sveitó" o.s.frv. Liðið sem
kom saman þessum ágætu
listum er „áhugafólk um fatn-
að“ segir í Helgarpóstinum.
Það er lágmark að fólk sem
þannig opinberar smekk sinn
gangist við honum undir fullu
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Guðrún Helga-
dóttir varð efst.
nafni og fyrir neðan virðingu
Helgarpóstsins að birta ekki
nöfn viðkomandi. Meðan svo
er ekki verður ekki dregin
önnur ályktun af listabirting-
unni en hann sé saminn af
fólki sem hefur atvinnu og af-
komu af því að selja silki-
fatafrúm dýran fatnað.B
Friðlaust
^^""^""—mmmtmmmmmmmmtm
í herstöðinni
Það var lítill friður í herstöðinni
á Keflavíkurflugvelli meðan á
ráöstefnu Friðarsambands
Norðurhafa stóð. Það var eins
og óvinurinn sjálfur væri
mættur á vettvang. Hliðum
herstöðvarinnar var lokað
fyrir erlendu gestunum 45, en
í hópi þeirra voru margir kunn-
áttumenn um vígbúnaðarmál,
svo og veginum niður í Helgu-
vík. Ekki þótt þó nóg að gert
með þessu. Blaðið hefur
spurnir af því að hermannaút-
varpið hafi sent út reglulegar
tilkynningarþarsem hermenn
og skyldulið þeirra voru var-
aðir við að svara spurningum
um öryggismál og hernaðar-
leg málefni, ef einhver skyldi
koma að máli við þá. Ef þið
eruð sþurð um þessi efni þá
skuluð þið muna regluna: No
comment. Einhvernveginn á
þessa leið hljóðaði leikin aug-
lýsing sem útvarpað var
mörgum sinnum. Þessu hefur
eflaust sérstaklega veriö
beint til þeirra Vallarstarfs-
manna sem stunda barina í
Reykjavík í fríum þeim til á-
minningar að vera orðvarir yfir
glasi.B
Gegn
NATO pukri
Fyrir nokkrum árum gerði
Þjóðviljinn gangskör að því að
fá uppgefið hverjir hefðu gist
flugmóðurskip í NATO-
boðsferðum. Nöfnin lágu ekki
á lausu fyrr en Menningar-
stofnun Bandaríkjanna upp-
lýsti að hún hefði engu að
leyna. Fengust þá nokkur
nöfn upp gefin en þegar
gengið var.á hana um nöfn
boðsgesta á liðnum árum var
komin viðkvæmni í málið af
hálfu íslenskra boðsgesta og
hin opna Menningarstofnun
lokaði á upplýsingar. Nú
bregður svo við að þegar
Þjóðviljanum er boðið að
kynna lesendum sínum hinn
opinbera NATO-áróður er
Morgunblaðið fyrst með frétt
um listann yfir boðsgesti í
NATO-ferð. í þessu sem öðru
þarf Þjóðviljann til þess að
svipta pukrinu af samskiptum
við herinn og NATO.B
Hunda-matur
og barna
Skattalækkunarmenn hækka
yfirleitt skatta þegar þeir kom-
ast til valda þó að þeir segist
vera aö lækka þá. Þannig fór
fyrir Albert Guðmundssyni
þegar upp komst að hunda-
matur- og katta var ótollaöur
en barnamatur hátollaður.
Um þetta spunnust blaðaskrif
og Albert var fljótur aö bregð-
ast við með því að leggja fram
Hundar láta sig engu skipta
hækkun á hundamatog
halda uppteknum hætti.
þingsályktunartillögu um að
barnamatur skyldi njóta sömu
tollfríðinda og hundamatur
handa Lucy. Nú berast þau
tíðindi að sá tími sé upprunnin
að barnamatur njóti sömu
tollfríðinda og hundamatur.
Það er gert með þeim hætti að
farið er að hátolla hundamat-
inn handa Lucy. Hunda- og
barnamatur er því hvorutveg-
gja hátollavara héðan í frá, og
njóta engra tollfríðinda. Þetta
er svokölluð Salómonslausn
skattalækkunarmannsins.B
Lá við
hundastríði
Franski sendiherrann, sá
sem lenti í fótboltastríðinu á
Túngötunni, lenti í því óhappi
á dögunum að hundur hans,
sem ber nafnið Charles de
Gaulle, týndist. Upphófst nú
mikil leit en hún fór hljótt enda
sendiherranum í mun að
lenda ekki líka í hundastríði.
Nóg var nú samt, enda mega
menn minnast þess að strið
braust út milli Honduras og El
Salvador út af fótbolta. Málið
leystist þegar í Ijós kom að
Charles de Gaulle hafði verið
að manga til við Lucy Alberts-
dóttur eins og hunda er siður.
Yndisþokkinn nægir amk. fyrir
Charles de Gaulle þó að Lucy
gerist aldurshnigin. Ekki er
vitað hvernig Albert tók í þetta
flangs, en milliríkjamáli mun
þó hafa verið afstýrt, enda Al-
bert franskur konsúll.B
Sunnudagur 2. september 1984