Þjóðviljinn - 02.09.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.09.1984, Blaðsíða 4
Hjónin Þorbjörg Arnórsdóttir og Fjölnir Torfason á Hala, ásamt einum þriggja sona sinna, Vésteini. Stjórnaraðgerðir í landbúnaði Landbúnaðarframleiðslan er undirstaða sjólfstœðisins Þaö er búiö aö dæla pen- skuldbreytingalána til bænda skuldir. Þessi lán eru veitt án hjálpa stærstu og skuldug- ingum í landbúnaöinn í formi svo þeir geti greitt upp lausa- skilyröa. Nær heföi veriö aö ustu búunum til að greiða nið- ur fjármagnskostnaö sinn og setja þeim jafnframt þaö skil- yrði aö búin væru minnkuð og dregiö úr framleiöslunni, sagði Fjölnir Torfason bóndi á Hala í Suðursveit, þegar Þjóö- viljinn ræddi viö hann um ástand og horfur í landbúnaði. - Offramleiðslan veldur því að bændur fá ekki rétt verð eða fullt kaup fyrir framleiðslu sína. Fjöl- skylda ætti að geta lifað vel af 25 kúm eða 90.000 1 af mjólk, sam- kvæmt núverandi verðlagsgrund- velli. Landbúnaðarframleiðslan er undirstaða sjálfstæðisins, það að við framleiðum sjálf þessar dag- legu neysluvörur okkar, mjólkur- og kjötvörur. Við getum hugsað okkur vald þeirrar þjóðar eða þjóða yfir okkur sem við værum háð um dagleg kaup á þessum vörum, sagði Fjölnir. Hvað segirðu utn álögur á bœndur nú? - Bændur taka nú á sig byrðar eins og launafólk almennt í land- inu, en auk þess eru sauðfjár- og nautgripabændur látnir greiða niður verðbólguna beint úr eigin vasa með fóðurbætisskattinum á innflutt kjarnfóður. Þessi skattur var settur upphaflega á fyrir nokkrum árum til þess að draga úr mjólkurframleiðslu, þá var hann 200%. Menn hættu að gefa fóðurbæti og mjólkin snarminnk- aði, en vinnan var sú sama. Petta þýddi lægra kaup til bóndans. Svo þegar skatturinn var búin að vera á í fjóra mánuði var hann skyndilega lækkaður niður í 30%, því útlit var fyrir mjólkur- skorti á höfuðborgarsvæðinu. Á síðasta ári og í ár er skatturinn svo notaður til að greiða niður verð á áburði frá áburðarverks- miðjunni. Nú er skatturinn 70% og bænd- ur verða að vega og meta hvort þeir eru nógu vel stæðir til þess að Bændakonur Löngunin til starfa kannski meiri en möguleikarnir Fram til ca 1978 voru bændakonur á lægra kaupi en bændurnir þegar reiknað- ur var verðlagsgrundvöllur landþúnaöarafuröa og þeim reiknaöar mun færri vinnu- stundir við búið. Þetta hefur nú breyst, og nú er bænda- konum og bændum reiknað sama kaup og ein heildartala notuð yfir vinnuvikufjölda á búi. Engu að síður fá bænda- konur aðeins 2/3 hluta fæöin- garorlofs sem byggist trúlega á því aö konum var ekki reiknað fullt starf á meðan vinnustundafjöldi þænda og bændakvenna var aö- greindur, sagöi Þorbjörg Arn- órsdóttir húsfreyja á Hala í Suöursveit, þegar Þjóðviljinn innti hana eftir stöðu bænda- kvenna nú meö tilliti til reiknaðra launa. — Staða bændakvenna er ann- ars nánast sú sama og húsmæðra t.d. í tryggingarmálum, bætir Þorbjörg við. I vetur var sam- ( þykkt á Alþingi ályktun, sem var samhljóða ályktun stéttarsam- bandsþings um að bændakonur fengju sömu lífeyrisréttindi og bændur úr lífeyrissjóði bænda. Þetta var mjög stórt skref. Konur upp til sveita vinna óhemjumikið við búskapinn og það fer vaxandi að þær taki þátt í útiverkum til ■ viðbótar við störfin innanbús. Þorbjörg í fjósinu: Það er bindandi að sinna 26 kúm. Versnandi afkomu- möguleikar Nú hafa afkomumöguleikarnir versnað verulega vegna launa- skerðinga ríkisstjórnarinnar. Launaliður í verðlagsgrundvell- inum hrapaði niður. Rekstrar- vörur hafa hækkað, en verðlagið ekki hækkað að sama skapi. Skuldaaukningin sést hjá kaupfé- laginu. - Hvernig er þátttaka bœnda- kvenna í félagsmálum? - Þátttaka bændakvenna í fé- lagsmálum bænda og almennum sveitarstjórnarmálum er mjög lítil og aðeins örfá ár síðan konur fengu að sitja stéttarsambands- þing bænda sem kjörnir fulltrúar. - Hvað veldur þessu? - Konurnar hafa mikið að gera, þær eru þrælbundnar af börnum og búi, hjónin komast oft á tíðum ekki bæði að heiman og þá er það hefðin að karlinn fer frekar. Konur vinna sveit sinni vel í kven- félögunum Aftur á móti starfa konurnar mikið í kvenfélögunum og vinna sveit sinni vel hvað varðar vel- ferðarmál ýmiss konar, sagði 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 2. september 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.