Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR
Verkefnalisti Steingríms og Þorsteins varð að víkja á
þingflokksfundum í gær fyrir fjárlagagatinu
Afundum þingliðs stjórnar-
flokkanna í gær var mest rætt
um ráð gegn fjárlagagati næsta
árs sem talið er að verði á annan
milljarð. Minna var rætt um
þann verkefnalista sem til varð á
fundum flokksformannanna
Steingríms Hermannssonar og
Þorsteins Pálssonar nú undanfar-
ið. Þær tillögur eru m.a. upp-
stokkun í sjóðakerfinu, sérstakt
fyrirbæri sem á að stuðla að ný-
sköpun í atvinnulífl og breytingar
á Framkvæmdastofnun.
Forystumenn stjórnarflokk-
anna eru strax teknir hver við
sína túlkun á tillögunum sem enn
er farið með sem trúnaðarmál.
Þannig sagði forsætisráðherra í
sjónvarpi í fyrradag að Fram-
kvæmdastofnun yrði breytt í þró-
unarfyrirtæki, en í seinni fréttum
sjónvarps á mánudag var lesin
leiðrétting frá varaformanni
Sjálfstæðisflokksins, sem sagði
að Framkvæmdastofnun yrði víst
lögð niður.
Halldór Ásgrímsson sjávarút- “
vegsráðherra og varaformaður
Framsóknaflokksins þvertók í
gær fyrir að ágreiningur væri uppi
um þetta mál. Halldór sagði við
Þjóðviljann á leið til þingflokks-
fundar að breyta ætti Fram-
Tómas vlð þlngdyr. Það gengur
lítlð að leggja hann nður. (Mynd:
Atli)
Matthías Á. Mathiesen að fara á
fundlnn: Spyrjlð Albert. (Mynd:
Atll).
kvæmdastofnun verulega, hún
ætti miklar eignir sem sjá yrði
fyrir. Enginn ágreiningur ríkti
milli flokkanna um þetta.
Þingmenn á leið til þingflokks-
funda voru varkárir í orðfæri og
snöggir í hreyfingum. Pálmi Jóns-
son fyrrverandi landbúnaðarráð-
herra hafði ekki sé tillögur for-
mannanna um landbúnaðarmál.
Páll Pétursson sagði að ekki væri
allt rétt hjá Vísi, þegar frétt DV
um 900-1300 milljóna halla á fjár-
lögum 1985 var borin undir hann.
Tómas Árnason kommissar í
Framkvæmdastofnun var glað-
beittur þegar hann kom til þing-
flokksfundar framsóknarmanna.
Á að leggja Framkvœmdastofn-
un niður, Tómas?
- Það er nú lengi búið að vera
að tala um það.
Og núna á að gera það?
- Ja, það gengur lítið. -m
Það er mlkll og hröð umferð um Ártúnsbrekkuna og þrátt fyrlr brelðar
akrelnar telja margir ökumenn að full nauðsyn sé að greina á mllli mlðak-
reina með umferðareyju. Mynd-eik.
Formannatillögurnar
„Það gengur lrtið“
TORGIÐ
Það endar með því að enginn
hefur efni á að vinna hjá ríkinu
nema ráðherrarnir!
Skóli fatlaðra
„Þetta er
fráleitt"
Mér fínnst það með ólflrindum
og gjörsamlega fráleitt að
neita fólki um akstur í skóla með
þessum bflum. Það hefur alltaf
verið tilgangurinn með Ferða-
þjónustu fatiaðra og er enn á
pappírunum a.m.k. að það hafl
forgang að koma fólki til vinnu
náms og lækninga, sagði Adda
Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi í
gær, en eins og fram kom í Þjóð-
viljanum hefur nemendum i
Skóla fatlaðra verið neitað um
þessa þjónustu borgarinnar.
„Þetta er fráleitt“, sagði Adda,
„og ég skil ekki þessi viðbrögð og
veit ekki frá hverjum þau eru
komin. Við byggðum þessa þjón-
ustu upp á síðasta kjörtímabili og
ætlum henni svo sannarlega að
gegna sínu hlutverki áfram. Þá
var umsjónin í höndum sérstakr-
ar samstarfsnefndar sem í voru
borgarstjóri og fulltrúar frá öllum
flokkum. Síðan hefur orðið sú
breyting að sett hefur verið á
stofn önnur nefnd sem í eru fjórir
embættismenn frá borginni og
einn fulltrúi frá Sjálfsbjörg í
Reykjavík. Kjörnir fulltrúar
koma þar hvergi nærri og það
virðist nú vera hægt að ráðskast
með þessa þjónustu og rífa hana
niður í skjóli þess“, sagði Adda.
„Ég mun svo sannarlega afla nán-
ari upplýsinga um þetta mál allt.
Fulltrúar Alþýðubandalagsins
munu aldrei leggja blessun sína
yfir þessa synjun heldur gera þá
kröfu að Ferðaþjónusta fatlaðra
vinni eins og til var ætlast.“ -ÁI
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
13 sjúkraþjálfar hætta
Óánœgja með störf stjórnar Styrktarfélagsins.
Uppsagnir fyrst og fremst vegna launamála, segir framkvœmdastjórinn.
„Mér er alveg ókunnugt um
það að þetta starfsfólk hafl verið
óánægt með störf stjórnar Styrkt-
arfélags lamaðra og fatlaðra,“
sagði Sigurður Magnússon fram-
kvæmdarstjóri Styrktarféiagsins
er viðbrögð hans voru könnuð við
bréfi sem 14 fyrrverandi starfs-
menn stofnunarinnar sendu
stjórn hennar, þar sem þeir lýsa
yfír undrun sinni á þeirri linkind
og ábyrgðarleysi sem stjórnin
hefur sýnt á gangi mála hjá stofn-
uninni undanfarna mánuði.
Þessir 14 starfsmenn, þar af 13
sjúkraþjálfar, eru nú hættir störf-
um hjá Styrktarfélaginu í kjölfar
uppsagna sem bárust í lok maí s.l.
„Að mér vitandi snerust þessar
uppsagnir um launamál," sagði
Sigurður.
I bréfinu stendur að ástæða
þess að fyrrgreindir starfsmenn
hafi ákveðið að hætta störfum
byggist ekki eingöngu á launam-
álum, heldur fléttist inn í þessa
ákvörðun önnur og flóknari mál
sem rekja má t.d. til afskipta-
leysis stjómar á rekstri stofnun-
arinnar. Ennfremur segir í bréf-
inu að ekkert hafi verið gert til
þess að halda þessum starfs-
kröftum.
„Það er alrangt að við höfum
ekki reynt að halda í þetta fólk.
Við buðum þeim öllum endur-
ráðningu, eftir að búið var að
tryggja endurbætur til betri fjár-
hagsafkomu stofnunarinnar.
Stjómin gerði sjúkraþjálfum
mjög hagstætt tilboð um launa-
hækkun sem er það hagstæðasta
sem nokkur stofnun hefur boðið
sjúkraþjálfum hér á landi að mér
vitandi. Megnið af þeim fjármun-
um sem fer í starfsemi Styrktarfé-
lagsins kemur frá tryggingakerf-
inu og erum við því ekki sjálfráðir
með fé. Stofnunin verður bara að
komast af með minni mannskap
og sinna færra fólki um sinn, en
verið er að vinna að því að útvega
fleiri sjúkraþjálfa bæði innan
lands og utan,“ sagði Sigurður
ennfremur.
„Ég er tilbúinn til þess að
leggja störf mín í þágu fatlaðra
undir mæliker hvar og hvenær
sem er“ sagði Sigurður við þeim
ummælum sem einnig komu fram
í bréfinu að óánægja hafi ríkt
meðal þessara 14 með vinnu-
brögð Sigurðar Magnússonar
framkvæmdastjóra.
-kb
Umferðarslysin
llla búið að
umferðinni
Verðum að búa þannig að ökumönnum að
þeir komist leiðar sinnar segir óskar Ólason
yfirlögregluþjónn. Ekkert samrœmi ígatna-
framkvœmdum og fjölgun ökutœkja.
Eftir hið hörmulega bifreiða-
slys á Vesturlandsvegi ofan
Ártúnsbrekku um sl. helgi hefur
sú spurning vaknað hjá mörgum
hvort ekki sé full ástæða til að
byggja þar umferðareyju á milli
miðakreina i beinu framhaldi af
Miklubraut. Minnast menn þá
tfðra slysa á þessum vegarkafla,
einkum í Ártúnsbrekku þar sem
bifreiðar sem komið hafa úr
gagnstæðri átt hafa rekist saman
oft með hörmulegum afleiðing-
um.
Óskar Ólason yfirlögreglu-
þjónn sem á sæti í umferðarnefnd
borgarinnar sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær að það hefði
aldrei komið til tals að reisa um-
ferðareyju þarna, en það væri vel
athugandi. Hann benti þó jafn-
framt á að slík umferðareyja gæti
kallað á aðrar hættur í umferð-
inni.
„Það er líka rétt að benda á
það, að gatnaframkvæmdir eru
og hafa ekki verið í nokkru sam-
ræmi við fjölgun ökutækja. Það
er alltaf verið að kenna öku-
mönnum um allt sem afvega fer í
umferðinni, en sannleikurinn er
sá að við búum mjög illa að um-
ferðinni og margar nýlegar veg-
aframkvæmdir eru vafasamar
eins og t.d. tenging Bústaðavegar
við Kringlumýrarbraut. Ég held
að við verðum að horfa raunsætt
á málin og búa þannig að öku-
mönnum að þeir komist leiðar
sinnar“, sagði Óskar Ólason.-lg.