Þjóðviljinn - 05.09.1984, Side 5

Þjóðviljinn - 05.09.1984, Side 5
7 ungir íslendingar kynntu verk sín d „Ung Nordisk Musik Festival" „ Það er áreiðanlega mjög lærdómsríkt að taka þátt í þessu tónleikahaldi, - lifa og hrærast í svona umhverfi í eina viku, þar sem menn ein- beita sér að því að hlusta á tónlist jafnaldra sinna og ekk- ert annað kemst að. Maður fær nýjar hugmyndir og viðrar sínar ejgin auk þess sem maður fær viðbrögð við því sem maður hefur verið að semja.“ sagði Atli Ingólfsson, einn níu íslendinga sem eru nýkomnir heim frátónlistar- hátíðinni „Ung Nordisk Musik Festival" í Malmö. Þar eru flutt verk eftir norræn tónskáld undir 30 ára aldri og jafnframt eru haldnir fyrirlestrar og námskeið. 7 ung íslensk tón- skáld kynntu verk sín á þessari tónlistarhátíð og er það svipaður fjöldi og frá hinum Norðurlönd- unum, sem telja má býsna gott, þegar litið er á fólksfjöldann í hverju landi. Þess má þó geta að ennþá eiga hvorki Grænlending- ar né Færeyingar fulltrúa á þess- um árlegu tónlistarhátíðum ungra tónskálda. Islensku tónskáldin sem fóru Lærdómsríkt að hlusta á tónlist jafnaldranna Tveir hinna ungu tónsmiða, Árni og Haukur, sem kynntu verk sín í Malmö. Ljósm.eik. til Malmö að þessu sinni voru þau Ámi Harðarson, Lárus Gríms- son, Haukur Tómasson, Hróðmar Sigurbjömsson, Atli Ingólfsson og Mist Þorkelsdóttir. Var hún önnur af aðeins tveimur konum sem áttu verk á hátíðinni. Þeir sem fluttu tónlistina vom Eggert Pálsson, slagverksleikari, Guðni Fransson, klarinettu- leikari og Ásthildur Haraldsdótt- ir flautuleikari, auk eins Hollend- ings. Við áttum stutt spjall við Atla og Hauk um tónlistarhátíð- ina og sögðu þeir að íslensku verkin hefðu vakið mikla athygli og ekki síður íslensku flytjend- umir. Yfirleitt hefðu Finnarnir. þótt eftirtektarverðastir á þess- um tónlistarhátíðum, en nú virt- ust ýmsir vera að ná þeim. Við spurðum þá félaga hvort verk þessara ungu tónskálda ættu eitthvað sameiginlegt: „Það er erfitt að finna sérþjóð- leg einkenni í tónsmíðunum, menn semja ólíkt þótt þeir séu frá sama landinu. Það má hins vegar segja að tilhneiging til að endur- vekja vissa þætti úr eldri tónlist, aukin rómantík sé meira áber- andi í tónlist ungra tónskálda en verið hefur undanfarin ár og jafnvel áratugi. Tengsl við al- menning, sambandið við áhorf- endur og fólkið í landinu var einnig nokkuð til umræðu á há- tíðinni. Ef til vill þýðir það að nútímatónlist er að ná eyrum al- mennings í auknum mæli,“ sögðu Atli og Haukur. Þeir sögðust báðir hlusta á alls konar tónlist, menntun þeirra væri að verulegu leyti klassisk og þeir hlusta líka á popp. „Aðallega þegar við dönsum“ sagði Atli, og bætti við: „Þeir sem semja nútímatónlist eru ekki einangraðir, og því fer fjarri að þeir hafi varpað fyrir róða fagurfræðilegum gildum í tónlistinni. Klassikin er grunnur- inn sem við byggjum á og þótt íslendingar hafi líklega verið van- þróaðasta land í heimi í tónlistar- legum skilningi um aldamótin 1800, erum við engir eftirbátar annara í dag.“ Því má svo bæta við að næsta ár er bæði ár æskunnar og ár tónlist- arinnar og ætti tónlistarhátíð ungu tónskáldanna að verða mjög í brennidepli. Hún verður haldin í Helsinki í Finnlandi að ári. -þs „Sovéskir dagar MIRM 25 manns frá Azerbajdsjan 25 manna hópur listamanna frá sovétlýðveldinu Azerbajdsjan er staddur hér á landi þessa dag- anaítilefniaf9. „sovésku dögun- um“ á íslandi. Sovéskir dagar MÍR voru settir á mánudagskvöld í Hlégarði í Mosfellssveit, en ( gærkvöldi var dagskráin flutt á Hellissandi. Azerbajdsjan, sem hér er kynnt að þessu sinni, er eitt hinna 15 lýðvelda Sovétríkjanna, liggur á mörkum Evrópu og Asíu með Kákasus á aðra hliða, (ran og Tyrkland að sunnan og Kaspí- ahaf í austri. Flestir gestanna sem koma hingað til íslands eru félagar í Þjóðdansa- og söngflokknum „Könúl“ (sem þýðir ,,sál“) frá Bakú, höfuðborg lýðveldisins. Flokkur þessi hefur komið víða fram, m.a. Finnlandi, Frakk- landi, Ítalíu og Spáni. Einleikar- ar á þjóðleg hljóðfæri eru með í förinni og söngvaramir Nísa Kar- ímóva og Jaltsin Rzazade. For- maður Vináttufélagsins í Azer- bajdsjan, Nabí Khazrí, skáld, sem kom hingað með hópnum, sagði á blaðamannafundi í gær, að það væri von „Könúl“ lista- mannanna að þau næðu til sálar íslensku þjóðarinnar með list sinni. Listrænn stjórnandi hóps- ins er Alí Úsubov og dansstjóri er Aríf Asadúllaév. Þá kom fram hjá ívari Jónssyni, sem hefur haft veg og vanda af heimsókn þessari fyrir hönd MÍR, að um næstu helgi verður opnuð sýning á listmunum frá Azerbajdsjan í húsakynnum MÍR að Vatnsstíg 10. Verða þar sýnd m.a. teppi, listmunir, skartgripir og grafík, en þess má geta að teppagerð í þessu fjar- læga Kákasusríki er mjög víðfræg og sérstök. Einnig verða sýndir leirmunir, en því miður kom í ljós að nokkuð af sýningargripunum hafði ekki þolað hið langa ferða- lag til íslands og brotnað. Sýning- in verður opnuð á laugardag kl. 16.00 og síðan opin daglega frá 17-19 og um helgar frá 14-19. UMSJÖN: ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR Miðvikudagur 5. september 1984 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.