Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.09.1984, Blaðsíða 10
HEIMURISPESPEGLI Þetta er allt í lagi. Pað eina sem mig vantar er helmingi meiri hraði. Ég held að hann sé haldinn líkamlegum komplex. ORKUSTOFNUN GRENSASVEGI 9 - 108 REYKJAViK Skrifstofustarf Hjá Orkustofnun er laust til umsóknar starf skrifstofu- manns. Starfið er í afgreiðslu stofnunarinnar við mót- töku reikninga, vélritun og önnur skrifstofustörf. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf send- ist starfsmannastjóra fyrir 11. sept. n.k. Orkustofnun. Frá Tónlistarskóla Kópavogs Innritun fer fram 6.-8. sept. að báðum dögum meðtöld- um, kl. 9-12 og 16-18. Innritað verður á sama tíma í forskóladeildir. Nemend- ur eru beðnir að láta stundaskrár fylgja umsóknum. Athygli skal vakin á því, að m.a. verður kennt á óbó, horn og básúnu. Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans Hamraborg 11,2. hæð, símar 41066 og 45585. ALÞÝBUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Kópavogi Félagsfundur. ABK heldur félagsfund í Þinghóli, miðvikud. 5 sept. kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kosning upstillingarnefndar f. aðalfund. 2. Efnahags- og atvinnumál. Ólafur Ragnar Gríms- son hefur framsögu. Félagar eru hvattir til að fjöl- menna og taka þátt í brennandi umræðu. Nýir félagar eru velkomnir. Stjórn ABK Alþýðubandalagsfélögin á Suðurnesjum Alþýðubandalagsfólk á Suðurnesjum: fjölmennum í Þórsmerkurferð sem farin verður þann 14. september. Allar frekari upplýsingar gefa Bjargey Einarsdóttir í síma 3096 og Elsa Kristjánsdóttir í síma 7680. Sendið inn samningseyðublöðin vegna flokksfélagsgjalda til Alþýðubandalagsins fyrir árið 1984 Um leið og við þökkum hinum fjölmörgu sem brugðust fljótt við og sendu samningseyðublöðin strax inn viljum við hvetja þá sem enn hafa ekki komið þessu í verk að gera það nú þegar. Leggið gjöldin á sjálf og sparið stjórnum félaganna vinnu. Alþýðubandalagið í Reykjavík Munið gíróseðlana fyrir fyrsta hluta flokks- og félagsgjalda ársins 1984 Stjóm Alþýðubandalagsins í Reykjavík hvetur þá sem enn hafa ekki gert skil á fyrsta hluta flokks- og félagsgjalda ársins að gera það nú um þessi mánaðamót. Verum öll minnug þess að starf ABR byggist á því að félagsmenn (allir) standi í skilum með félagsgjöldin. Allir samtaka nú. - Stjórn ABR. Sveitarstjórnarmenn og áhugamenn um sveitarstjórnarmál! Stofnfundur samtaka um sveitarstjórnarmál verður haldinn 15. september að Hverfisgötu 105 og hefst kl. 14, kl. 2 e.h. á laugardag. Dagskrá: Lög samtakanna - frumvarp til sveitarstjórnarlaga - önnur mál. - Undirbúningsnefndin Opinn fundur um verkalýðsmál verður haldinn fimmtudaginn 6. september kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Hvert stefnir? Hvað ber að gera? Frummælandi er Árni Sverrisson verkamaður. Umræður á eftir. Fólki gefst kostur á að skrá sig í vinnuhóp um verkalýðsmál á fundinum til undirbúnings landsþingi ÆFAB. - Verkalýðsmálanefnd ÆFAB. ÆF félagar! Ferð í Sauðadali Nú förum við í Sauðadali sunnudaginn 9. september til að skoða landið okkar og ræða um skálann. Boðið upp á kaffi og jafnvel kleinur. Tilkynnið þátttöku á skrifstofu AB á skrifstofutíma 9-4 fram að föstudeginum 7. september. Lagt af stað frá Hverfisgötu 105 sunnudag kl. 12.30. - ÆFAB Bændur Orðsending frá Fram- leiðsluráði Landbúnaðarins til bænda Þeir bændur sem keypt hafa áburð í vor og sumar og staðgreitt hann, eiga rétt á endurgreiðslu, hluta áburð- arverðsins, hafi þeir greitt áburðinn samkvæmt verð- lagningu hans í aprílmánuði síðastliðnum. Allir, sem telja sig eiga þennan rétt, skulu senda gögn ^em staðfesta áburðarkaupin og, hvar hann er Tœyptur.fyrir 20. þ.mán. til Framleiðsluráðs Landbún- aðarins, Bændahöllinni, Hagatorgi, Reykjavík. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 6. september n.k. kl. 20.30 að Hótel Borg. Fundarefni: Opnunartími verzlana. Verzlunarfólk fjölmennið og sýnið ykkar vilja. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Ritara vantar í 1/2 starf (fyrir hádegi) að sálfræðideild skóla í Breiðholti (Hólabrekkuskóla). Umsóknir berist fyrir 12. sept. n.k. tíl Fræðsluskrifstofu Reykjavíkurumdæmis, Tjarnargötu 20. Upplýsingar í síma 621550 og 77255. Fræðslustjórinn í Reykjavík. SKÁK Þessi staöa kom upp í skák heimsmeistarans Karpovs og Mi- les á stórmótinu í Osló 1984. Skákin var mjög þýðingarmikil fyrir báða vegna þess að þeir börðust um efsta sætið út allt mótið. Karpov sem hafði hvítt fann nú snjalla leið til þess að halda sókninni gangandi. 23 d5! það er Ijóst að Miles verður að þiggja þessa fórn 23. - exd5 ef 23. - cxd5 þá 24. Hxe6! 24. Df5 Dxc3 25. Hee7 Dd3 26. Dxf6 Dg6 27. Dxg6+ hxg6 ef 27. - fxg6 þá 28. Re5 með hótuninni Rg4. 28. Re5 Bg5 29. Hxf7 Hxf7 30. Rxf7 og Karpov hefur náð unnu tafli enda gafst Miles upp nokkrum leikjum síðar. BRIDGE Hrólfur Hjaltason og Jónas P. Erlingsson léku mjög góðan bridge í 3. lotu Landsliðskepp- ninnar, og hífðu sig úr botnsætinu upp í 2. I dag sjáum við þá með sjóræningjafánann við hún, etja kappi við efsta parið, Björn Eysteinss. og Guðmund Her- mannsson. Gjafari A, allir utan: Norður S 543 H AKD103 T 754 LG6 Vestur Austur SKG87 SD109 H 6 H 854 TD862 TAKG10 LAK97 LD103 Suður S A62 H G972 T 93 L 8542 Á þessi spil runnu tvö pör í 4 spaða í vestur, sem vinnst, þrátt fyrir stytting í hjarta, því trompin skiptust vel. Eitt par „fann“ tígul samleguna, en stoppaði í bút, sennilega sagn misskilningur. Jónas og Hrólfur enduðu í 3 gröndum, í austur eftir 1-tt'gul (A) 1-spaða, 1-grand, 3-lauf, 3- spaðar, 3-grönd (?)... Hrólfur átti erfitt um vik, 4-tíglar er „rétta“ sögnin, en gat kostað EF félagi átti sæmilegan þrílit í hjarta. Björn fann hjartaútspilið, sjöan birtist í borðinu (3. besta) Guð- mundur drap á kóng (?) og spilaði þristinum til baka, til að varast stíflu í litnum. Nían vann slag og Björn sökk í hugleiðslu. Skipti síð- an í lauf, lítið gosi og Jónas vann á drottningu. Nú var bara eftir að beita spaða tíunni, suður lét smá spaða og kóngur átti slaginn. Unnið spil og ein smá sveifla til Hrólfs og Jón- asar í stað ÞRIGGJA til Björns og Guðmundar, hefðu þeir hnekkt spilinu. Ég held að Guðmundur eigi að setja drottningu í fyrsta slag. Þá ás. Ef félagi sýnir hátt-lágt er óhætt að spila þristinum næst og staðan ætti aðvera Ijós, auðvelt að sjá hvort suður á þrí- eða fjórlit í hjarta. Þarna sluppu Hrólfur og Jónas fyrir horn, í eina spilinu sem þeir gáfu veruleg færi á sér í þessari umferð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.