Þjóðviljinn - 05.09.1984, Page 15
IÞROTTIR______________
Stuttgart-Bayern
Keisarinn
hreinsar!
Franz „Keisari“ Beckenbauer,
hinn nýi landsiiðseinvaldur Vestur-
Þjóðverja í knattspyrnu, er strax far-
inn að láta til sín taka. V.Þjóðverjar
fá Argentínumenn í heimsókn á mið-
vikudaginn kemur og í nýtilkynntum
landsliðshópi eru sex nýir leikmenn, í
stað sex sem voru í liðinu í úrslitum
EM í Frakklandi í sumar.
Þrír þekktir eru settir út, Klaus Al-
lofs, Hans-Peter Briegel og Bernd
Förster. Brottvikning Allofs vekur
mesta furðu því hann hefur skorað í
hverjum leik fyrir Köln síðan 7. apríl í
vor, nú síðast þrjú mörk á laugardag-
inn gegn Stuttgarter Kickers í bikar-
keppninni. Felix Magath, hinn þrí-
tugi miðvallarspilari frá Hamburger,
er í hópnum nú en hann gaf ekki kost
á sér síðustu misseri sem Jupp Derw-
all var við völd.
-JHG/VS
Þrír"
tvívegis
Frá Jóni H. Garöarssyni frétta-
manni
Þjóðviljans í V.Þýskalandi:
Þrír leikmenn hafa verið tvívegis í
,Jiði vikunnar“ hjá Kicker eftir tvær
fyrstu umferðir Bundesligunnar í
knattspyrnu. Þeir eru Sören Lerby
hjá Bayern Múnchen, Klaus Fischer,
Bochum, og Andreas Brehme, Kais-
erslautern.
4. deild
í kvöld hefst síðari umferð úrslita-
keppninnar í 4. deild. Reykjavíkurfé-
lögin Ármann og Léttir eigast við og á
Fáskrúðsfirði taka Leiknismenn á
móti Reyni frá Árskógsströnd. Ár-
mann og Leiknir hafa forystu í riðlun-
um tveimur.
Getraunir
í annarri leikviku Getrauna komu
fram 6 seðlar með 12 réttum leikjum
og var vinningur fyrir hverja röð kr.
38.485. Með 11 rétta voru 106 raðir
og vinningur fyrir hverja er 933 krón-
ur.
Magni
hættirvið
Magni frá Grenivík hefur dregið til
baka kæru sína á hendur Hugins,
Seyðisfirði, í NA-riðli 3. deildarinnar
í knattspyrnu. Málið breytist þó ekk-
ert við þetta, Valur Reyðarfirði kærði
Hugin líka og verði dæmt Scyðfirð-
ingum í óhag, falla þeir í 4. deild í stað
Vals. Frestað hefur verið um nokkra
daga að taka málið fyrir hjá héraðs-
dómstóli UÍA til að gera Hugins-
mönnum kleift að ljúka gagnasöfnun
sinni. - VS.
Riðlar í
útimótinu
Dregið hcfur verið í riðla fyrir ís-
landsmótið í handknattleik utanhúss,
sem nú heitir reyndar Sumarmót HSI
1984. Keppni í meistaraflokki karla
verður um næstu helgi í íþróttahúsinu
í Hafnarfirði en úrslitaleikirnir fara
fram sunnudaginn 16. september.
Mfl. karla leikur í tveimur riðlum
og eru þeir þannig skipaðir: A-riðill:
Valur B, Haukar, ÍR, FH og Fram.
B-riðill: Fylkir, Valur A, Grótta,
Stjarnan og HK.
í meistaraflokki kvenna verður
keppt um helgina 14.-16. september
og þar eru einnig tveir riðlar. A-riðill:
Huginn, Víkingur, ÍR og FH. B-
riðill: Armann, Fram, Haukar og
Valur.
FH sigraði í 2. flokki kvenna um
síðustu helgi eins og sagt var frá í
blaðinu í gær. - VS.
Lerby hyggst hefna
harma sinna gegn Ásgeiri!
„I vetur mun stjarna mín skína jafnskœrt og stjarna Asgeirs í
fyrra“, segir Daninn
Ásgeir Sigurvinsson (t.v.) og Sören Lerby (t.h.)verða í sviðsljósinu þegar Stuttgart og Bayern Munchen mætast í
Stuttgart í kvöld.
Frá Jóni H.Garðarssyni fréttamanni
Þjóöviljans í V-Þýskalandi:
„F.g á harma minna að hefna síðan í
fyrra!“ segir Sören Lerby, Daninn
snjalli hjá Bayern Miinchen. Þar á hann
við leik Bayern og Stuttgart sem mark-
aði þáttaskil hjá tveimur norrænum
leikmönnum, Lerby og Ásgeiri Sigur-
vinssyni.
í þeim leik skyggði Ásgeir algerlega á
Lerby og upp frá því lá leið Ásgeirs
stöðugt uppávið og endaði með
meistaratitli og nafnbótinni Knatt-
spyrnumaður ársins, en það sem eftir
var keppnistímabilsins fór lítið fyrir
Dananum. Stuttgart og Bayern mætast í
Bundesligunni í kvöld og Lerby sagði nú
um helgina: „Ég ætla að skyggja á Ás-
geir í þessum leik og í vetur mun stjarna
mín skína jafnskært og stjarna Ásgeirs
gerði í fyrra!“
Ásgeir lætur örugglega ekki kveða sig
í kútinn þegar á hólminn er komið. Eins
og menn muna var hann einn vetur hjá
Bayern án þess að fá veruleg tækifæri til
að sýna getu sína og í leikjum gegn
Múnchen-liðinu síðan hefur hann jafn-
an leikið mjög vel.
Enska knattspyrnan
Tveir útaf hjá Tottenham!
Newcastle lá 2-0 gegn Arsenal á Highbury en er samt áfram efst
Nýliðar Newcastle biðu í gær-
kvöldi sinn fyrsta ósigur á þessu
keppnistímabili í ensku knatt-
spyrnunni, töpuðu 2-0 fyrir Arse-
nal á Highbury í London. Þrátt
fyrir tapið er Newcastle áfram í
efsta sæti 1. deildar en í kvöld eiga
Aston Villa, Nottingham Forest
og WBA möguleika á að ná nýlið-
unum að stigum.
Arsenal lék mjög vel og Charl-
ie Nicholas átti hreint stórkost-
legan leik. Bæði mörkin komu í
síðari hálfleik, Brian Talbot
skoraði eftir aukaspyrnu og Viv
Anderson með skalla eftir horn-
spyrnu.
Úrslit í Englandi í gærkvöldi:
1. deild:
Arssnal-Newcastle...............2-0
Everton-lpswich................1-1
Luton-Liverpool.................1-2
Q.P.R.-StokeCity............frestað
Sheff.Wed.-Southampton.........2-1
Sunderland-Tottenham............1-0
West Ham-Coventry...............3-1
2. deild:
Carlisle-Shrewsbury.............2-0
Fulham-Birmingham..............0-1
Grimsby-Charlton...............2-1
Jafntefli
Köln og Armenia Bielefeld skildu
jöfn, 1-1 í vestur-þýsku Bundesl-
igunni í knattspyrnu í gærkvöldi.
Þessum leik var frcstað á laugar-
daginn en hann var númer tvö í
röðinni hjá báðum liðum.
Leiðrétting
í blaðinu í gær var ekki rétt greint
frá öðrum markaskorara Tindastóls
gegn ÍBV í 2. deildinni í knattspymu.
Það var Elvar Grétarsson sem skoraði
síðara mark Tindastóls og biðjumst
við velvirðingar á mistökunum.
mark Everton fyrir Adrian He-
ath.
Liverpool er komið í annað
sætið eftir sigurinn í Luton.
Kenny Dalglish skoraði sigur-
markið, 1-2, rétt fyrir leikslok
eftir sendingu Pauls Walsh,
fyrrum miðherja Luton.
Imre Varadi kom Sheff.Wed.
yfir, Joe Jordan jafnaði fyrir
Southampton en Gary Shelton
skoraði sigurmark Sheff.Wed.
fjórum mínútum fyrir leikslok.
Ray Stewart skoraði tvívegis úr
vítaspyrnum er West Ham vann
Coventry 3-1. Aðeins níu leik-
menn Stoke voru frískir, allir hin-
ir með flensu, og leiknum við
QPR var því frestað.
2. deild er þá þessi:
1. deild
Newcastle.............4 3 0 1 8-5 9
Uverpool..............4 2 2 0 9-5 8
Tottenham.............4 2 119-57
Arsenal...............4 2 117-67
WestHam...............4 2 116-67
Watford...............3 0 2 1 5-6 2
Norwich...............3 0 2 1 4-6 2
Leicester.............3 0 1 2 4-7 1
Southampton...........4 0 1 3 4-8 1
2. deild
Leeds.................3 3 0 0 7-3 9
Birmlngham............3 3 0 0 6-2 9
Grimsby...............4 3 0 1 8-5 9
Charlton..............4 2 119-47
Cardiff...............2 0 0 2 1-5 0
Mlddlesboro...........2 0 0 2 1-6 0
NottsCounty...........4 0 0 4 2-9 0
-vs
Landsleikurinn
Sterkt lið
Walesbúa
Neville Southall, hinn snjalli mark-
vörður Everton, ver mark Wales.
Walesbúar hafa valið 21 leik-
mann fyrir landsleikinn við Is-
land á Laugardalsvellinum eftir
viku. Að vanda leika allir með
liðum úr ensku deildakeppninni,
tólf þeirra með 1. deildarfé-
lögum. Hópurinn er þannig skip-
aður:
Markverðir: Neville Southall,
Everton og Alan Judge, Luton.
Aðrir leikmenn: Jeff Hopkins,
Fulham, Kevin Ratcliffe, Evert-
on, Joey Jones, Chelsea, Robbie
James, Stoke, Kenny Jackett,
Watford, Peter Nicholas, Cr.
Palace, Neil Vaughan, Cardiff,
Neil Slatter, Bristol Rovers, Bri-
an Flynn, Burnley, Alan Davies,
Man. Utd, Mickey Thomas,
Chelsea, Mark Hughes, Man.
Utd, Clayton Blackmore, Man.
Utd, Jeremy Charles, QPR,
Alan Curtis, Southampton, Byr-
on Stevenson, Birmingham,
Gordon Davies, Fulham, David
Phillips, Man. City og Steve Lo-
vell, Millwall.
Úr þessum hópi er hægt að
stilla upp geysisterku liði þannig
að það verða engir viðvaningar
sem mæta íslenska landsliðinu í
fyrsta leik 7. Evrópuriðils í und-
ankeppni HM.
-VS
Huddersfield-Blackburn..........1-1
NottsCounty-Barnsley............0-2
Wolves-Manch.City...............2-0
Tottenham átti möguleika á að
komast í efsta sætið en tapaði 1-0
í Sunderland. Tveir Tottenham-
leikmenn voru þar reknir af
leikvelli, Graham Roberts og Cli-
ve Allen. Colin West skoraði
sigurmark Sunderland úr víta-
spyrnu.
Enn jafntefli hjá Ipswich - Eric
Gates skoraði gegn Everton en
Terry Curran kom inná sem vara-
maður og lagði upp jöfnunar-
Miðvikudagur 5. september 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15