Þjóðviljinn - 31.10.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR
Ef ég væri í Blaðamannafélaginu
myndi ég kæra samninganefnd
félagsins fyrir að iiggja á upplýs-
ingum!
Bridge
Góð byrjun
íslenska landsliðið í bridge sem
nú keppir á ólympíumótinu í
bridge í Seattle USA, hefur náð
mjög góðum árangri í fyrstu 6
umferðunum. Liðið er í 2.-5 sæti í
A-riðli, með 117 stig eftir 6 leiki.
Úrslit hjá liðinu hafa verið
þessi:
1. umferð: Ísland-Finnland: 9:21
2. umferð: Ísland-Egyptaland:
18:12
3. umferð: Ísland-Uruguay: 23:7
4umferð: Ísland-Bangladesh:
23:7
5. umferð: Ísland-Hong Kong:
21:9
6. umferð: Ísland-Spánn: 23:7
Eftir voru Argentína með 127
stig, ísland 117 stig, Ítalía 117
stig, Svíþjóð 117 stig, Indónesía
117 stig og Þýskaland 104 stig.
4 efstu liðin komast í undanúr-
slit mótsins. Alls taka 54 þjóðir
þátt í ólympíumótinu í opna
flokknum, sem skipt er í A og
B-flokk.
íslenska liðið er þannig skipað:
Guðlaugur R. Jóhannsson, Guð-
mundur Sv. Hermannsson, Jón
Ásbjömsson, Bjöm Theódórs-
son fyrirliði, Björn Eysteinsson,
Símon Símonarson og Örn Arn-
þórsson. - 61.
Skák
Jafhtefli
Sovésku skákgarparnir tveir
sem elda grátt silfur saman í Mos-
kvu ákváðu í gær að semja um
jafntefli í 19. skákinni án þess að
tefla frekar. 20. skákin í einvíginu
verður í dag og hefur Kasparov
hvítt. - v.
Stefnuumrœða
Fundað í
Þórsmörk
Það er mikið fundað í Alþýðu-
bandalaginu um störf og stefnu-
mið flokksins eins og vera ber í
lýðræðislega uppbyggðum
stjórnmálaflokki. Þeir hjá Al-
þýðubandalaginu í Kópavogi láta
sér ekki nægja að ræaða málin á
heimavelli heldur hafa flokksfé-
lagar þar ákveðið að efna til fund-
ahalds í Þórsmörk um helgina. I
frétt frá félaginu segir að hópur
um verkalýðshreyfingu og
kvennahópur ABK efni til hóp-
ferðar til að í senn njóta
haustblíðunnar austur þar og
ræða málefni flokks og hreyfing-
ar. Verður lagt af stað frá Hamra-
borg 11 kl. 10.00 á laugar-
dagsmorgunn. -v
-------------------,
Við segjum nei!
Nokkrir opinberir starfsmenn spurðir um
samningsdrögin eins ogþau lágu fyrir ígœrdag
Ástríður: Okkur munar ekkert um 8
daga tll eða frá. Ljósm.: Atll.
Ástríður
Guðmundsdóttir
kennari:
Hneisa að
samþykkja
núna
„Ég hefði viljað halda áfram til
að fá verulega kaupmáttartrygg-
ingu og svo skil ég ekki hvers
vegna kennarar ætla að sam-
þykkja þetta núna þar sem þeir
stefna að uppsögnum“, sagði
Ástríður Guðmundsdóttir kenn-
ari í Melaskóla er við spurðum
hana í kennaraathvarfinu.
- Ég er líka ofsalega óánægð af
því að engin hækkun á að koma á
laun frá maí til ársloka og engin
alvöru trygging hversu mikil sem
verðbólgan kann að verða. Nú
erum við komin í verkfall og við
erum hvort sem er svoleiðis á
hausnum að okkur munar ekkert
um 8 daga til eða frá. Best er að
útkljá þetta verkfall með fullum
sóma. Það væri andsk. hneisa að
samþykkja þetta núna.
- Telurðu að ríkisvaldið kæmi
betur á móti ykkur?
- Þetta er náttúrulega alveg
hrikalegt ríkisvald, en við höfum
líka staðið fast saman sem ein og
það vegur þungt.
- Hvernig gengur þér sjálfri að
lifa?
- Ég sé ekki fyrir mér og
tveimur börnum mínum með
þessu. Var hætt því í september.
Ég er hætt að greiða skuldir og
matarreikninga.
- GFr
Fjölnir
Stefánsson
kennari:
Góð samn-
ingsaðstaða
til að
semja betur
- Þessi lending er dálítið langt
frá mínum hugmyndum og ég sé
ekki betur en verið sé að stfla upp
á að fá meiri kjarabætur í sérkjar-
asamningum en þeim fylgir eng-
inn verkfallsréttur og reynslan af
þeim er ekki góð. Nú höfum við
gífurlegan þrýsting til að knýja á
um úrbætur í okkar málum en
hann hverfur ef við semjum núna
um þetta og því tel ég að það væru
mistök. Ég gef þessum samning-
um ekki mitt atkvæði, sagði Fjöl-
nir Ásbjörnsson kennari í Ös-
kjuhlíðarskóla er við náðum tali
af honum í kennaraathvarfinu í
gær.
Fjölnlr: Þessar fáu þúsundir segja
lítlð upp í þá hít. Ljósm.: Atll.
- Telur þú þig geta lifað betra
lífi eftir þessa samninga?
- Við hjónin vinnum bæði fulla
vinnu utan heimilis og meira en
það, en samt lifum við ekki af
launum okkar heldur af lánum.
Þessar fáu þúsundir sem við fáum
samkvæmt samningsdrögunum
segja lítið upp í þá hít.
- GFr
Slgríður: Óforsvaranlegt að þetta
sé ekkl kynnt betur. Ljósm.: Atll.
Sigríður
Sigurðardóttir
kennari:
Eni kennarar
orðnir
fjölfatlaðir?
„Ég hef kennt með réttindi frá
árinu 1954 og allan þann tíma
höfum við verið að dragnast nið-
ur fjárhagslega séð og ekki síður
virðingalega séð. í gamla daga
var spurt ef einhver ætlaði að
leggja fyrir sig kennslu: Er
eitthvað að honum? Þess vegna
spyr ég núna: Eru kennarar orðn-
ir fjölfatlaðir? Ef við samþykkj-
um þessa samninga núna höfum
við í laun svipað og aðstoðar-
menn prentara". Þetta sagði Sig-
ríður Sigurðardóttir kennari í
Öskjuhlíðarskóla er við ræddum
við hana í gær í kennaraathvarf-
inu.
Sigríður sagði að nú væri í
fyrsta skipti í langan tíma grund-
völlur fyrir breytingu á högum
kennara og fyrir að hefja þá til
virðingar á ný, svo mikil væri
stéttarvitundin í þessu verkfalli.
og svo fast stæði fólk saman. Þess
vegna gerðu kennarar þá kröfu
að sínir menn í samninganefnd
samþykktu ekki samninginn.
„Eins og samstaðan er núna höf-
um við virkilega ástæðu til að fá
meira. Það er hrein háðung að
síðast á föstudag lýsti Haraldur
Steinþórsson því yfir að ekki væri
hægt að fá fulltrúa ríkisvaldsins
að samningaborðinu en nú á
þriðjudegi er allt að því búið að
skrifa undir. Það er óforsvaran-
legt að þetta sé ekki kynnt betur.
Við getum alveg soltið í nokkra
daga enn“, sagði Sigríður að lok-
um.
- GFr
Sigmar
Ingólfsson
símsmiður
Gengu of
fljotttil
móts við þá
- Mér finnst þetta samnings-
uppkast ekki nógu gott. Okkar
menn hafa verið of heiðarlegir í
þessu og trúað hinum samnings-
aðilanum betur en ástæða er til.
Þeir gengu of fljótt til móts við þá
strax, sagði Sigmar Ingólfsson
símsmiður er við hittum hann á
skrifstofu BSRB í gær.
Sigmar taldi að ekki hefði átt
að lækka sig niður í 12% strax um
helgina heldur aðeins niður í 17-
18%. - Og þá vona ég að þessir
samningur verði aldrei undirrit-
aður nema tryggt verði að ekki
verði neinir eftirmálar fyrir fólk-
ið, sagði Sigmar. Ég hef nú tekið
þátt í mörgum samningum um
ævina og alltaf hefur það þótt
sjálfsagt mál að láta ekki verða
nein eftirmál en það sýnir kann-
ski best við hverja við eigum
núna að tregða skuli vera á því.
Þeir sýna sitt rétta andlit. Við
látum ekki hengja neinn af okkar
félögum og við höfum aðstöðu til
Sigmar: Látum ekki hengja neinn
af okkar félögum. Ljósm.: Atli.
að tryggja það. Við höfum ríkis-
valdið í greip okkar, sagði hann.
- Hvernig hefur þér þótt verk-
fallið?
- Þetta hefur verið mjög „akt-
íft“ og gott verkfall og fyrirmynd-
arverkfall í hvívetna. Næstum því
hver einasti maður hefur verið
virkur í baráttunni og ekki nóg
með það heldur hafa menn sótt
fundi og látið skoðanir sínar í ljós
svo að forystumenn hafa ekki
þurft að velkjast í vafa um af-
stöðu hinna almennu félaga. Og
það hefur verið sýnd undraverð
stilling. Þetta er gífurleg
lífsreynsla og ég hefði ekki trúað
því að óreyndu hvað fólk getur
staðið saman þegar á reynir.
- En þú ætlar að fella samning-
ana?
- Ég vil að samninganefnd
okkar skrifi ekki undir, því ef við
förum svo að fella samning eftir
hálfan mánuð erum við búin að
missa niður þá stöðu sem við höf-
um núna og þá tekur það okkur
annan háifan mánuð að ná þeim
þrýstingi á stjórnvöld sem nú er.
- GFr
Gísll: Of lágt mlðað vlð það að vlð
höfum verlð í verkfalll í mánuð.
Ljósm.: Atli.
Gísli
Guðbjartsson
bílstjóri:
Alltof
lágt
samið
- Það er alltof lágt samið mið-
að við að við höfum verið í verk-
falli í heilan mánuð, sagði Gísli
Guðbjörnsson bflstjóri hjá Pósti
og síma er við náðum tali af hon-
um hjá Pósti og síma í gær.
- Er hljóðið svipað í vinnufé-
lögum þínum?
- Já, mér heyrist það. Við setj-
um a.m.k. það lágmarksskilyrði
að felldar verði niður þessar kær-
ur á mannskapinn.
- Heldurðu að hægt væri að ná
fram betri samningum varðandi
launin og kauptrygginguna?
- Já, það held ég hljóti að vera.
Jafnvel eftir 2-3 daga ættum við
að ná fram mun betri samning-
um. Það eru ekki nema 10% sem
við fáum út úr heilum verkfalls-
mánuði.
- GFr
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3