Þjóðviljinn - 31.10.1984, Blaðsíða 15
Bestu dómararnir: Frá vinstri - Sveinn Sveinsson, bestur í B-flokki, Eyjólfur
Ólafsson, annar í B-flokki, Róbert Jónsson, þriðji í B-flokki, Kjartan Ólafsson,
þriðji í A-flokki, Guðmundur Haraldsson, Seiko-dómari ársins í A-flokki, og
Grétar Norðfjörð sem tók við verðlaunum Þorvarðar Björnssonar, sem varð
annar í A-flokki. Á innfelldu myndinni tekur Guðmundur Haraldsson við verð-
launagripnum sem fylgir vegsemdinni - Seiko-dómari ársins. Hann hefur
einnig hlotið hana undanfarin tvö ár. Myndir: Atli.
Dómarar
Guðmundur
enn bestur
Þrír af bestu leikmönnum ársins 1984 að mati dómara, Guðni Bergsson, Guðmundur Steinsson og Ársæll Kristjánsson,
ásamt Herði Helgasyni þjálfara ÍA sem tók við verðlaunum Bjarna Sigurðssonar. Mynd: Atli.
Mjólkurbikarinn
Annar sigur Everton á
Man. Utd. á f jórum dögum
í fyrrakvöld gengust knatt-
spyrnudómarar fyrir uppskeru-
hátíð í húsnæði Þýsk-íslenska
Verslunarfélagsins sem styrkt
hefur þá í sumar og undanfarin
ár. Þar voru útnefndir bestu dóm-
arar ársins 1984, valið besta mark
ársins í 1. deild, Seiko-markið, og
ýmislegt fleira. Fyrirliðar 1. og2.
deildarliðanna sáu um að velja
bestu dómarana og 1. deildarfyr-
irliðarnir sáu einnig um ýmsar
aðrar útnefningar sem fara hér á
eftir. Dómarar völdu besta mark-
ið, útnefndu besta leikmanninn
og þá prúðustu.
Dómari ársins í A-flokki:
1. Guðmundur Haraldsson
2. Þorvarður Björnsson
3. Kjartan Ólafsson
4. Kjartan Tómasson
5. Eysteinn Guðmundsson
6. Friðjón Eðvarðsson
Dómari ársins í B-flokki:
1. Sveinn Sveinsson
2. Eyjólfur Ólafsson
3. Róbert Jónsson
4. Bragi Bergmann
5. Sæmundur Viglundsson
6. Magnús Jónatansson
Seiko-mark ársins:
1. Njáll Eiðsson KA-KR
2. Gylfi Rútsson Vík.-Fram
3. Óskar Færseth ÍBK-Þór
Leikmaður ársins:
1. Bjarni Sigurðsson, ÍA
2. Ársæll Kristjánsson, Þrótti
3-4. Ragnar Margeirsson, ÍBK
3-4. Guðmundur Steinsson, Fram
5. Guðni Bergsson, Val
6. Asgeir Elíasson, Þróttl
Prúðustu leikmenn:
Krlstján Jónsson, Þrótti
Bjarni Sigurðsson, ÍA
Stefán Jóhannsson, KR
Eftirfarandi útnefningar komu
allar frá fyrirliðum l.deildarlið-
anna:
Prúðasta lið:
1. Valur
2. ÍA
3-4. KA
3-4. Þór
Grófasta liö:
1. ÍBK
2. ÍA
3-5. KR
3-5. Breiðablik
3-5. Þór
Heppnissigur ársins
1. ÍBK-Þór 1-2
2. ÍA-Valur 1-0
Þjálfari ársins:
1. Hörður Helgason
2. lan Ross
Fjölmiðill ársins:
1. Morgunblaðið
2. NT
3. DV
Meistari 1985?:
1. Valur
2-6. Þróttur
2-6. Þór
2-6. ÍA
2-6. KR
2-6. ÍBK
Eftirminnil. leikur:
1. fsland-Waies 1-0
2-7. KR-ÍBK 5-1 (bikar)
2-7. ÍA-Fram 2-1 (bikar)
2-7. KR-Liverpool 2-2
2-7. Víkingur-KA 6-2
2-7. Valur-KA 7-8 (bikar)
2-7. UBK-ÍA 3-4 (bikar)
Við spurningunni: Mestu mis-
tök dómara - komu sex mismun-
andi svör en fjórir treystu sér ekki
til að svara.
-VS
Tíu leikir voru háðir í 3. um-
ferð enska mjólkurbikarsins í
gærkvöldi. Helming leikjanna
lauk með jafntefli og þurfa þau lið
að leika aftur um réttinn til að
komast í fjórðu umferð.
Pétur til
Sunderiand
Pétur Guðmundsson, körf-
uknattleiksmaðurinn kunni,
mun leika með enska liðinu
Sunderland í vetur. Hann er
fyrsti íslendingurinn sem
gengur til liðs við enskt félag.
Sunderland hefur verið eitt
besta lið Englands undanfarin
ár og staðið sig vel á Evrópu-
" mótum.
Það var ekki margt sem benti
til þess að Everton mundi ná að
endurtaka leikinn frá því á laug-
ardag. Manchester liðið var mun
sterkara í byrjun og á 23. mínútu
náðu þeir forystunni með marki
Alan Brazil. Everton náði síðan
að jafna tveimur mínútum fyrir
leikhlé, er Graham Hogg brá
Adrian Heath innan vítateigs og
úr vítaspyrnunni skoraði Graeme
Sharp.
Sigurmarkið kom síðan sex
mínútum fyrir leikslok, varnar-
leikmaður United, John Gi-
dman, varð þá fyrir því óláni að
skora sjálfsmark.
Chelsea var hætt komið í viður-
eign sinni við þriðju deildar lið
Walsall, hafði yfir 2-1 er aðeins
sex mínútur voru til leiksloka en
þá náði Colin Lee að skora eftir
varnarmistök Walsall. Fyrra
mark Chelsea var sjálfsmark.
Danny Wallace tryggði Sout-
hampton annan leik gegn Wolves
er hann náði að skora annað
mark Dýrlinganna á síðustu mín-
útu leiksins.
Annars voru úrslit sem hér
segir:
Birmingham-WBA.................0:0
Ipswich-Newcastle..............1:1
Luton-Leicester................3:1
Man-Utd.-Everton...............1:2
Notts County-Bolton............6:1
Q.Þ.R.-Aston Villa.............1:0
Rotherham-Grimsby..............0:0
Sheff. Wed.-Fulham.............3:2
Southampton-Wolves.............2:2
Walsall-Chelsea................2:2
- Frosti
Miðvikudagur 31. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15