Þjóðviljinn - 31.10.1984, Blaðsíða 5
Fjöldi manns stendur verkfallsvörslu við Öskju, bæði í landi og um borð í skipinu til að gæta þess að það sigli ekki á braut. I fyrrinótt voru verkfallsverðir: Lára Harðardóttir gæslukona, Guðrún Jónsdóttir
fóstra og Guðrún Guðjónsdóttir gæslukona, sem er orðin „Öskjusórfræðingur" því hún hefur staðið þar eina vakt á sólarhring síðan verkfall hófst. Síðan komakennararnir i Langholtsskóla: f.v. Friðrik G.
Olgeirsson, Lárus Ingólfsson, Benedikt Halldórsson, Jón Erlendsson og Einar Olafsson. Mynd-ATLI
Askja
l
\
\
Enginn leggur í okkur
„Það hefur alltaf spurst út áður
að við yrðum á vaktinni og þess
vegna hefur ekki komið til nokk-
urra átaka, leggur enginn í okk-
ur“, sögðu vakthafar sem Þjóð-
viljinn hitti um borð í Öskju í
fyrrinótt.
„Við erum á vakt aðra hverja
nótt og höfum ekki veitt hver
öðrum undanþágu nema til
sláturgerðar", sögðu karlmenn-
irnir 5 sem eru fast „gengi“ kenn-
ara úr Langholtsskóla. Rifjuðu
þeir upp söguna af Bjarti í
Sumarhúsum þegar hann var á
vetrarferð um heiðarnar sínar
með blóðmörskepp í nesti. Þegar
hann ætlaði að gæða sér á slátrinu
reyndist það gaddfreðið. Þá brá
Bjartur á það þjóðráð að skella
frosnum blóðmörskeppnum inn á
sig, undir buxurnar, og stýfði
hann síðan úr hnefa. Sögðust
kapparnir úr Langholtsskóla sjá
fram á slíkar aðfarir ef sammngar
dragast á langinn og standa verð-
ur verkfallsvaktir i frosthörkum
vetrarins. Hressir voru þeir,
sögðust lifa á kaffinu og brauðinu
sem veitt er á vöktunum auk slát-
ursins heima fyrir og loftinu einu
saman.
Konurnar í hópnum töldu sig
ekki síður en karlana eiga heiður-
inn af hinum rólegu vöktum því
þær eru allar vanar gæslukonur.
Standa reyndar venjulegar vaktir
yfir börnum á róluvöllum!
-jP
Verkfallsverðir skráðir á 00-04 vaktina rétt fyrir miðnætti í fyrrinótt. Þarna eru meðal annarra; Björn söngkennari (
Kópavogi, Þorgrímur Gestsson fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu, Dagný Hermannsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir hjá
Sjónvarpinu, tilbúin í verkfallsvörslu og verið er að skrifa nöfnin þeirra og segja þeim hvert halda skal. mynd-ATLI
Að næturlagi
á verkfallsvakt
Verkfallsverðir BSRB skiptast á að standa vaktir sem eru 4 tímar í
senn. Vörslunni er stjórnað frá skrifstofu félagsins á Grettisgötunni.
Þangað kemur mannskapurinn og fær upplýsingar um hvert skal
halda. AUt er vandlega skráð niður og fólki fengið barmmerki sem á
stendur „verkfallsvörður“. Á staðnum er brauð smurt og hellt upp á
könnuna og síðan er veitingunum ekið til hópanna. Hver hópur hefur
sína talstöð og er skipulagningin öll með glæsibrag.
Þjóðviljinn fór á verkfallsvakt í fyrrinótt og heimsótti nokkra af
þeim fjölmörgu vörðum sem þá voru á vaktinni. Fjöldi fólks gætti
skipanna en einnig var varsla við Tollvörugeymsluna, Skýrsluvélar
ríkisins, á Grundartanga og víðar. Stemmningin var skemmtileg, kátir
hópar sem við hittum.Ef til vill var næturgalsi í fólki og auk þess spenna
vegna tvísýnnar stöðu í „Karphúsinu“ þar sem samninganefndir BSRB
og ríkisins reyndu að ná endum saman. Sýnist sitt hverjum hvernig fara
myndi, ef til vill yrði þetta síðasta næturvaktin. Svo varð þó ekki raunin
á.
-jP