Þjóðviljinn - 31.10.1984, Blaðsíða 4
Kauptrygging
Um síðustu helgi kom ríkisstjórnin í veg fyrir
að kjarasamningar tækjust. Þegar samning-
anóttin hófst töldu fréttamenn allra fjölmiðla og
forystumenn launafólks að nú ætlaði fjármála-
ráðherrann í alvöru að sýna sanngirni og
samningsvilja. Sá spádómur var ekki í sam-
ræmi við þann veruleika sem Albert Guð-
mundsson telur vænlegastan. Dagur rann án
þess að samningar tækjust. Þvergirðingur
ríkisstjórnarinnar hafði enn á ný komið í veg
fyrir lausn á verkfallinu.
í fyrrakvöld hófst ný samninganótt. Félagar í
BSRB fjölmenntu að húsi sáttasemjara ríkis-
ins og stóðu þar með blys og kertaljós til að
árétta kröfur sínar um mannsæmandi laun. Á
öðrum stað reyndu samningamenn ASÍ uns
dagur rann að knýja á um að fá tryggingu fyrir
því að fólkið héldi þeim kaupmætti sem tækist
að ná við undirritun nýrra samninga.
Þegar fulltrúar atvinnurekendavaldsins
neituðu að láta í té slíkar kjaratryggingar
gengu samningamenn verkafólks frá borðinu.
Samninganefnd BSRB héldu hins vegar
áfram að knýja ríkisstjórnina til að láta viðun-
andi tryggingar í té þar eð valdið til að eyði-
leggja ávinninga samninganna væri fyrst og
fremst hjá ráðherrunum. Gærdagurinn leið
svo allur án þess að árangur næðist. Ráðherr-
arnir neituðu algerlega öllum kröfum um kjar-
atryggingar sem varðveitt gætu nýfengnar
kjarabætur.
Þegar leið á daginn fréttist að forystumenn
ríkisstjórnarinnar væru þegar byrjaðir að velta
því fyrir sér hvernig þeir gætu eyðilagt kjara-
samningana með gengisfellingum. Þeir settu
gengisfellinguna upp í byssuhlaupið og mið-
uðu á félagsmenn í ASÍ og BSRB eins og sagt
er frá í frétt Þjóðviljans í dag.
Andstaða ráðherranna gegn raunhæfri kjar-
atryggingu og fréttirnar um gengisfellingarhót-
anirnar hleyptu svo illu blóði í félagsmenn
BSRB og vöktu upp slíkatortryggni í garð ríkis-
valdsins að samningarnir stefndu seint í gær-
kvöldi í nýtt strand. Ráðherrarnir höfðu hleypt
slíkum stoðum undir grunsemdir um skemmd-
arverk á nýjum samningum að sá trúnaður
sem fyrr um nóttina hafði verið að skapast var
eyðilagður á einum degi og mun ef til vill setja
kjaradeiluna í nýjan og alvarlegri hnút.
í gær birti Þjóðviljinn samþykkt sem gerð var
á fundum þingflokks og framkvæmdastjórnar
Alþýðubandalagsins í fyrrakvöld. Þar er vakin
athygli á því að hægt sé að ná samningum ef
ríkisstjórnin hafi vilja til að hagnýta þau tæki-
færi sem sköpuð hafi verið á síðustu sólar-
hringum. Forsenda þess sé þó að ráðherrarnir
taki jákvætt í þær tillögur sem settar hafi verið
fram um kauptryggingu.
Atburðarásin í fyrrinótt og í gærdag sannaði
rækilega réttmæti þessarar samþykktar. Ef
ráðherrarnir hefðu starfað í þeim anda sem
lýst var í samþykkt þingflokks og framkvæmd-
astjórnar Alþýðubandalagsins hefðu blöðin
birt í dag fréttir um nýjan kjarasamning og lok
hins langa verkfalls. Ráðherrarnir kusu hins
vegar aðra leið. Þess vegna hófst ný nótt með
nýju strandi.
Þegar forystumenn stjórnarandstöðuflokk-
anna kröfðust fundar með forsætisráðherra í
gærmorgun lögðu þeir ríka áherslu á að ríkis-
stjórnin hætti að vera á móti kjaratryggingará-
kvæði í hinum nýju samningum. Krafan um
kauptryggingu væri í senn sanngjörn og eðli-
leg. Ríkisstjórnin gæti ekki borið ábyrgð á að
kjarasamningar strönduðu á þessu atriði.
Ákvæði um raunhæfa kjaratryggingu er lykill-
inn að því að samningar takist.
KLIPPT OG SKORIÐ
Ríkisstjórnina
skortir heildarstefnu
Kæða Jóns Magnússonar á flokksráðs- og formannafundi sjálfstæðismanna
Markmið sem sýna að baráttan
var ekki háð til einskis heldur til
þess að ná fótfes*- o að áfram
megi haM-
Jón Magnússon hdl. í Heykjavík
sendi riUtjóra Morgunblaðsins eftir-
farandi bréf dagsett 26. oklóber
1984:
„Vegna fráaagnar Morgunblaðs-
ins í dag af rieðutn mínum á nokk-
áðHfundi SjálffrtJeðisflokkr'
október hI. ncm roér fin
nákvjemur bið ég yður, ht
irtjóri, að birta fyrri rjeðu i Y>' S\V
flokkráðHfundinum svo að les , \JeX
blaðHÍnx geti Hjálfir dæmt ra ^ ^
.50'
nkv. efni bennar, en ekki ónákv
um týBÍngum blaðamannsinn «>
Bkrífar um flokkaráðsfundinn.
Til leiðréttingar á grein blað.
mannHÍDH varðandi BÍðari rcðu míni
á nokkwáðHfundinum vil ég Uka
fram, að þar dró ég engia ummæli úr
fyrri ræðu til baka. Meginefni þeirr-
ar ræðu var að svara þeim sero nett
böfðu fram önnnr Hjónarmið, leið-
rétU mÍHHkilning og hvetja til Ham-
stöðu um meginmarkmið."
MorgunbUðið birtir hér með um-
rædda ræðu Jónn MagnútMonar að
ónk hanx.
1 stjórnmálum skiptir máli að
horfast i augu við raunveruleik-
ann og leita þeirra bestu úrræða
sem tök eru á hverju sinni.
Stjórnmálaflokkur veröur jafn-
an að gaumgæfa vel hvenær er lag
til að koma fram stefnu sinni og
gera það þegar færi gefst í jafn-
rikum mæli og unnt er. I þeim efn-
um skipta ráðherrastólar minna
máli en þau málefni sem tengja
fólk saman i einum flokki.
Við sjálfstæðismenn höfum átt
þess kost í rúmt ár að vera í rikis-
sljórn og það er okkur hollt að
skoða með gagnrýnum augum
hvernig til hefur tekist. Hvað hafi
itkvæði
hvort 1
■ rtv ^ milað
rX&’ í.ntvVertd, t*4® s við
- -
-,\ð. * ■, eV^' -A/nnn n»r''
' V V*'1? .AÍmiinn þeis**' t. 1
lindrun c'
i andstöðu við þau úrslit sem urðu
á siðasta landsfundi þ.e.a.s. ef
menn ætla þessari ríkisstjóm líf-
daga til loka kjörtimabilsins.
Kn i fullri hreinskilni sé ég ekki
þcssa ríkisstjórn halda velli mikið
lengur ef ekki kemur til verulegra .
breytinga á henni vegna þess, aö |
ríkisstjórnin er nú þessa dagana I
að glata trausti meirihluta þjóðar- I
innar og ég fæ ekki séð að ; ‘
traust verði unnið aftur með I
óbreyttri stjórn. Það kemur ýmis-
legt til, ég nefni það helsta:
Skattbyröin hefur aukist, og I
itnar nú af meiri hörku en fyrr I
kjararýrnunar. Þar brást |
I:;»v^
“í'
££. w
i rikis.
flokkun
Árangv .*a
launafólks . ul átti
að taka var „ur skilningur
fyrir hendi ... rikisstjórninni að
það þyrfti meira til. Verðhækkan-
ir á búvörum voru óheftar. Milli-
liðirnir fengu sitt. Haldið er
áfram að tjasla upp í óarðbæra
hluti til lands og sjávar Vanrækt
var að gefa gaum að þeim vaxt-
arbroddi íslensks atvinnulifs sem í
bráð og lengi getur skapað vinnu-
fúsum höndum arðgefandi störf.
Kíkisbákninu var ekki tekið það
tak sem þurfti. Opinberar þjón-
ustustofnanir fengu að velta
kostnaðarhækkununum óstjórnað
yfir á herðar neytenda.
Jón Magnúason
Deilurnar í
Sjálfstæðis-
flokknum
Enn magnast deilurnar í Sjálf-
stæðisflokknum og eru nú orðnar
sýnilegri í Morgunblaðinu. Fram
að þessu hafa nokkrir forystu-
manna launafólks úr BSRB-
verkfallinu látið til sín heyra í
blaðinu í viðtölum, en það hefur
verið meira einsog öryggisventill
fyrir Moggann sem hefur keyrt
sjálfur gegn BSRB.
Að afloknum flokksráðs- og
formannafundi Sjálfstæðismanna
á dögunum lýstu talsmenn
flokksins yfir mikilli „eindrægni"
á fundinum og gott ef ekki
„drengskapur og hreinskilni"
kom aftur við sögu. Á bls. 36 í
Mogganum í gær má sjá hluta af
þessari „eindrægni“ í formi ræðu
Jóns Magnússonar frá formann-
afundinum, sem er þar birt sem
andsvar við fréttaskýringu
Björns Bjarnasonar 26. október
sl. Björn bregst ókvæða við ræð-
unni og endurbirtir langan og
leiðinlegan kafla úr fréttaskýr-
ingu sinni með loðmullulegu
orðalagi.
Tímaskekkja
í ræðunni má glöggt sjá ástæð-
ur þess að Mogginn vildi ekki
segja almennilega frá fundinum.
Jón Magnússon er varaþing-
maður flokksins í Reykjavík og
kann ekki frekar en þorri al-
mennings að meta afreksverk
Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn,
þó hann þurfi að votta flokknum
hollustu sem varaþingmaður
svona á milli lína.
Hann segir stjórnina hafa skort
heildarstefnu og telur að hún
mótist ekki nema að uppfylltum
ákveðnumskilyrðum. „Þaðgerist
ekki nema þeir sem til þess eru
kjörnir á landsfundi, formaður og
varaformaður sitji í ríkisstjórn,
beri ábyrgð og ráði ferðinni. Ann-
að er tímaskekkja og í andstöðu
við þau úrslit sem urðu á síðasta
íslandsfundi". Birni Bjarnasyni
hefur verið margt hugleiknara en
koma þessu á framfæri.
Heldur
ekki velli
„En í fullri hreinskilni sé ég
ekki þessa ríkisstjórn halda velli
mikið lengursegur Jón
Magnússon varaþingmaður og
bendir á að stjórnin hafi glatað
trausti meirihluta þjóðarinnar.
Svik og
kjararýrnun
Jón Magnússon telur upp hvað
hafi orðið ríkisstjórninni að falli
öðru fremur: „Skattbyrðin hefur
aukist og bitnar nú af meiri hörku
en fyrr vegna kjararýrnunar“ og
„Fyrirheit um úrbœtur í húsnœð-
ismálum hafa verið svikin“. Og
ekki má gleyma að „Mikilvœg-
ustu neysluvörurnar hafa hœkkað
allt að þrisvar sinnum meira en
laun“.
Og að lokinni slíkri upptaln-
ingu segir varaþingmaðurinn:
„En síðast en ekki síst, það mátti
öllum vera Ijóst á sl. vorí að óveð-
ursský hrönnuðust upp og þá þeg-
ar þurfti að taka á vandanum af
festu, hefja viðrœður við samtök
launafólks og taka á vanda at-
vinnurekstrarins, en þá lögðust
ráðherrarnir í ferðalög og nú
stöndum við frammi fyrir því að
óveðríð er skollið á“.
Helltu olíu
á eldinn
„Ég tel fráleitt að halda því
fram að þær kjaradeilur sem nú
standa séu af flokkspólitískum
toga spunnar. Að sjálfsögðu
reynir stjórnarandstaðan að fiska
í gruggugu vatni, en það hafa
fleiri gert á öðrum tímum. Þessi
kjarabarátta og verkföll eru fyrst
og fremst vegna þess að ríkis-
stjórnin brást ekki við með nœgj-
anlega skjótum hætti fyrirfram.
Síðan er það að mínu mati rangt
að hella olíu á eldinn með því að
fara ekki að lögum og greiða út
laun til opinberra starfsmanna. /
öðru lagi var það rangt að fella
sáttatillögu ríkissáttasemjara. í
þriðja lagi er það rangt að halda
því fram að forustumenn
launþega stjórnist af einhverjum
annarlegum hvötum en beri ekki
hag sinna umbjóðenda fyrir
brjósti".
Aðeins
lítið dæmi
Jón Magnússon er einn þeirra
manna sem orðaður hefur verið
við forystu fyrir andstöðuöflin
innan Sjálfstæðisflokksins. Þau
öfl hafa nú mjög sótt í sig veðrið
að undanförnu og ef að líkum
lætur reynir Mogginn áfram að
gera lítið úr þeim. En þau átök og
sá titringur sem sést f Mogganum
er aðeins enn eitt dæmi þeirra
hræringa og þjóðfélagsólgu sem
stéttaátökin og verkfall BSRB
hafa komið af stað. Þegar dýpra
er kafað má leita orsakanna í of-
stopa ríkisstjórnarinnar allt frá
því hún settist að völdum; tillits-
lausar árásir á kjör almennings í
landinu. Og látlausar árásir
stjórnarinnar á félagslega velferð
og menningu í landinu.
Meira fjör
Að undanförnu hefur staðið
mögnuð ritdeila í Morgunblaðinu
sem byrjaði með afmælisgrein
Guðmundar Ingva Sigurðssonar
lögmanns um Odd Sigurðsson
forstjóra sjötugan. Þar hafa ást
við tvær virðulegar fjölskyldur úr
viðskiptalífinu (plastframleiðsla)
og sýnist nú sitt hvað hvorri fjöl-
skyldu um heiður sinn.
Einn úr ættarveldi Morgun-
blaðsins blandar sér inní þesa rit-
deilu í Mogga gærdagsins með
grein gegn afmælisgreinum al-
mennt. Höfundurinn er Leifur
Sveinsson forstjóri Völundar.
Leifur segir um afmælisgreinarit-
deiluplastforstjóranna: „Umþað
tilefni vildi ég segja þetta: Haukur
Eggertsson og Oddur Sigurðsson
hefðu vafalaust báðir orðið hinir
virtustu borgarar, ef þeir hefðu
aldrei hist. Hrekkjótt forlög létu
leiðir þeirra liggja saman...“ Og
það eru slík „hrekkjótt forlög“
sem Sjálfstæðismönnum ýmsum
svíður í brjósti í samstjórninni
með Framsóknarflokknum.
Hrekkjóttum forlögum er ekkert
heilagt.
-óg
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Útgcfandl: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Rttstjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphóöinsson.
Rftatjómarfulftrúl: Oskar Guömundsson.
Fréttastjóii: Valþór Hlöðversson.
Blaöamenn: Áffheiöur Ingadöttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guöjón Fríðríksson,
Jóna Pálsdóttir, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Ámason,
Ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurösson (íþróttir).
Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrtta- og prófarkatartur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvœmdastjóri: Guörún Guðmundsdóttir.
SkrtfatofuatjóH: Jóhannes Haröarson.
Auglýsingaátjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guömundsdóttir.
Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgraiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmafröur: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innhslmtumsnn: Brynjótfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Utkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setnlng: Prentsmlðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverð: 25 kr.
Askriftarverö á mánuði: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 31. október 1984