Þjóðviljinn - 31.10.1984, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 31.10.1984, Blaðsíða 13
MINNING Una Elefsen Fœdd 18. 11. 1952 - Dáin 19. 10. 1984 „Syngdu fugl syngdu nótt af vegum. “ (Stefán Hörður Grímsson: ,,Flugmundir“.) í>að eru forn sannindi, að það eru ekki árin, sem við höfum lifað, sem gera okkur gömul, heldur atvikin. Eitt af öðru hrannast þau upp, þessi atvik, sem rista rúnir í and- litið og þyngja sporin á vegferð okkar. Oftar en við myndum kjósa lítum við þá um öxl, í stað þess að horfa fram á veginn. Kannski leitum við þá skýringa á einhverju, sem við getum ekki breytt. Við erum skammsýnt mannfólkið. Við erum eilífir barnsandar. f dag kveð ég elstu vinkonu mína. Tæpra átta ára var hún er ég sá hana fyrst. Tíminn er fugl, sem flýgur hratt. Ég minnist þess samt gjörla. Ég var strákurinn í húsinu á móti og hún var nýflutt. Hún var í sparifötunum sínum fyrsta dag- inn í nýja húsinu; rauðum nælon- kjól með pífum og útflúri. Mér, villingnum á móti, fannst hún heldur skemmtileg og skondin. Ekki löngu síðar höfðum við sett á stofn heilt fyrirtæki um leiki okkar og hugðarefni; við settum á svið heimatilbúin leikrit í kjall- aratröppunum heima hjá mér, byggðum timburkofa á móabörð- um, sungum ægifagra ástar- söngva út úr Ragga Bjarna og Cliff Richard, svo að bergmálaði í hæðum og hólum, skiptumst á frímerkjum og leikaramyndum. Tíminn er fugl, sem flýgur hratt. Við urðum unglingar. Tími nýrra ævintýra fór í hönd. Leiðir skildu um tíma. Um árabil bjuggum við bæði er- lendis, en fjarlægðirnar á milli voru miklar. Þegar ég hóf sambúð með skólasystur hennar lágu leiðir saman á ný. Það urðu kærkomnir endurfundir; eins og að finna aftur barnið í sjálfum sér. Lunginn úr krakkahóp hvers tíma elur með sér markmið. Markmiðin geta verið margvís- leg. Til eru þau markmið, sem varða allan mannheim. Þau líkj- ast þeim kyndli, sem er brugðið á loft til að lýsa vegfarendum til- verunnar á ferð þeirra um torfær- ur og einstigu. Önnur markmið verða eins og safngripir, líkt og þau blóm, sem lögð eru til þurrks milli blaðsíðna í bók til þess eins að gleymast, glatast. Sumir deyja frá markmiðum sínum. Æskuvinkona mín, Una Elef- sen var ein slík. Á sínum 10-12 fullorðinsárum var hún sístarf- andi í þágu markmiða, sem stundum vörðuðu hana sjálfa, stundum marga aðra. Hún lauk kennaranámi, lagði stund á kennslu við grunnskóla um nokk- urra ára bil, jafnhliða tónlistar- og söngnámi og starfi að stjórnmálalegum og félagslegum hugðarefnum. Hálfþrítug söðlaði hún um, seldi aleigu sína og flutti búferlum til Ítalíu til að Ieggja stund á nám í óperusöng. Nokkur síðast liðin ár bjó hún í Piacenza í nágrenni Milano. Gail Sheehy, bandarískur mannfræðingur, sem stundað hefur rannsóknir á einkennum hinna ýmsu lífsskeiða manneskjunnar, leggur áherslu á það í ritum sínum hve mikilvæg dirfskan og viljinn til að taka áhættu er fyrir velgengni og lífs- hamingju einstaklinga. Sá, sem ekki þorir að taka áhættu og breyta lífi sínu frá grunni, getur ekki vænst þess að ná markmið- um sínum í lífinu. Una vinkona mín tók áhættu, fórnaði öryggi sínu og ég held mér sé óhætt að segja, að með því hafi hún öðlast mikla hamingju. Hún átti sér draum og vakin og sofin vann hún að því að láta drauminn rætast. Jafnvel í hinum þungu veikindum næst liðinna ára lýsti draumurinn upp hvunn- dag þessa óþreytandi söngfugls. En líf söngfuglanna er stutt. Og það er aldrei einvörðungu söng- ur. Baráttan fyrir fæðu og sama- stað á jörðu setur ævinlega mark sitt á þessi fáu dægur milli fæðing- ar og dauða. Þess vegna er það mikilvægt að hefja upp raustina og láta aðra njóta þess besta, sem við höfum að gefa. Það gerði Una. Við, sem eigum einhver dægur ótalin, þökkum fyrir það. Með æðruleysi og hugrekki hefur hún markað slóð, sem við óhikað mættum fylgja. Didda, Sóley og Kári Fannar hugsa til hennar yfir fjarlægðirn- ar. Þau munu sakna hennar. Við erum mörg, sem munum sakna hennar. Foreldrum, systkinum og hin- um fjölmörgu vinum hennar votta ég samúð mína. Lárus Már Björnsson. Er andlátsfregn Unu Elefsen bekkjarsystur okkar barst okkur, urðum við harmi slegin. Una var fædd í Reykjavík, 18. nóvember 1952, dóttir hjónanna Ebergs Elefsen og Ingu Marie Magnúsdóttur. Ung að árum fluttist hún með fjölskyldu sinni að Álfhólsvegi 97 í Kópavogi þar sem hún ólst upp. Heimili Unu stóð vinum hennar og kunningj- um alltaf opið og þar var gott að koma. Þar mætti manni hlýja og skilningur á því sem við ungling- arnir vorum að fást við og ávallt var tími til að ræða málin. Kynni okkar við Unu hófust haustið 1968 er leiðir okkar lágu saman í 1. bekk Kennaraskólans þar sem við stunduðum nám næstu 4 árin. Þegar litið er til baka er margs að minnast frá þessum árum. Una var létt í lund og hafði kímnigáfu í ríkum mæli. Hún átti auðvelt með að koma auga á það skoplega í tilverunni og ósjaldan gæddi hún gráan hversdagsleikann nýju lífi með hnyttnum tilsvörum, enda var hún hrókur alls fagnaðar í góðra vina hóp. En undir glaðlegu yfir- bragði bjó alvarlega hugsandi og raunsæ persóna og miðlaði hún vinum sínum oft af þeim fjár- sjóði. Una hafði einnig glöggt auga fyrir umhverfi sínu og með þeim krafti sem einkenndi hana í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur sótti hún hiklaust á bratt- ann í sókn til ákveðinna mark- miða. Að loknu kennaraprófi starf- aði Una við kennslu á ýmsum stöðum allt fram til ársins 1979. Jafnhliða kennslunni las hún til stúdentsprófs utanskóla veturinn 1972-73. Síðan hóf hún nám í pí- anóleik og söng, en að því hafði hugur hennar stefnt lengi. Hún stundaði námið fyrst hér heima, en hélt síðan til Italíu til frekara söngnáms 1979. Henni tókst þrátt fyrir alvarleg veikindi síð- ustu 3 árin að ljúka þeim áfanga sem hún hefði stefnt að. Nú í haust hafði hún fyrirhugað að halda utan enn á ný til framhalds- náms. En margt fer öðruvfsi en ætlað er. Einmitt nú þegar hún virtist vera á góðri leið með að yfirstíga þessi alvarlegu veikindi og bjartari dagar virtust fram- undan þyrmdi skyndilega yfir. Nú hefur Una lokið starfi sínu hér á meðal okkar, kölluð burt til nýrra verkefna. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Unu, minning- in um góðan vin og félaga mun lifa áfram í hugum okkar. Guð og gæfan fylgi henni. Foreldrum, systkinum og öðr- um ástvinum vottum við innilega samúð. Bekkjarsystkin. „Hve sœl, ó, hve sæl er hver leikandi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund. “ Matthías Jochumsson. í dag er Una Elefsen kvödd hinstu kveðju. Hún lést í blóma lífsins tæplega þrjátíu og tveggja ára gömul. Una var fædd í Reykjavík 18. nóvember 1952. Foreldrar henn- ar voru Inga María Magnúsdóttir og Eberg Elefsen vatnamælinga- maður, norskur að ætt. Hún gekk í Kennaraskóla ís- lands og lauk þaðan prófi 1972. Ári sfðar tók hún stúdentspróf frá sama skóla. Una kenndi á nokkr- um stöðum. Hún hóf starfsferil sinn á Neskaupstað, fór síðan í Þinghólsskóla í Kópavogi. Við Gagnfræðaskólann í Mosfells- sveit kenndi hún veturinn 1974- 1975. Haustið 1975 réðist hún kennari að Laugarnesskólanum í Reykjavík og þar starfaði hún til ársins 1979. í Laugarnesskóla varð Una samstarfsmaður okkar. Það kom strax í ljós að hún var góðum kostum búin og reyndist starfi sínu vaxin, það fundum við best sem unnum með henni. Hún var hlý í lund, glaðvær og hvers manns hugljúfi. Þótt Una veldi sér kennslu að ævistarfi, stóð hugur hennar til annars. Hún hafði yndi af söng og silfurfagra rödd. Jafnframt kennslunni var hún í tónlistar- námi í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og síðar í söngnámi hja Sieglinde Kahmann árin 1977-1979. Það þarf bæði þrek og vilja- styrk til að miðla öðrum þekk- ingu samtímis því að afla hennar fyrir sjálfan sig. Þetta gerði Una og aldrei brást henni glaðlyndið og hlýjan. Auk alls þessa söng hún í Polyfonkórnum. Það fór svo að listhneigðin fékk yfirhönd- ina. Hún kvaddi nemendur sína og starfsfélaga og fór til Ítaiíu til Söngnáms árið 1979, en kom þó heim öðru hverju meðan á námi stóð. Á þessum árum fengum við félagarnir kort og kveðjur sem Sigríður Guðjónsdóttir 1903-D. 20. okt. 1984 Með sæmdarkonunni Sigríði Guðjónsdóttur er gengin síðust þeirra fjögurra kvenna, sem sýndu mér í æsku og á skólaárum óumræðilega hlýju, umönnun og móðurkærleik. Fyrir hennar hlut vil ég nú flytja fram þakklæti mitt með fáeinum orðum. Sigríður er komin af hraustum sjógörpum og lærdómsfólki í báðar ættir. Faðir hennar, Guð- jón frá Hrauni í Grindavík, mátti 12 ára horfa upp á föður sinn, Guðmund, farast í brimgarðinum við innsiglinguna í Grindavík, en langafi hennar var Einar Sæmundsson, sá er lengi bjó að Stóra Nýjabæ í Krísuvík. Sigríður fór vel með vöggugjaf- ir sínar og tileinkaði sér snemma þá eiginleika, er skapa heiisteypt- an persónuleika. Geðgóð var hún með afbrigðum en einörð og vilj- aföst. Þeir, sem leituðu til henn- ar, fundu strax, að hún hafði stórt hjarta og hjálpsemin og velviljinn fylgdu henni hvert sem hún fór. Frændrækin var hún og lét sér F. 25. nóv mjög annt um sína nánustu. Sig- ríður var einkar hreinskiptin, kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd, laus við tepruskap og þoldi illa smámunasemi, var stór í sér og atorkusömu í öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Alltaf þegar hún kom heim til okkar, var eins og birti yfir öllu. Þegar faðir minn dó árið 1937 eftir langa legu, var mikil vá fyrir dyrunum hjá móður minni með okkur þrjú börnin. Strax og pabbi veiktist, árið 1936, komu Sigríður og Sigurkarl til mömmu og buðu henni þá aðstoð, sem þau gætu veitt. Það er óþarfi hér að reyna að lýsa raunverunni á mörgum alþýðuheimilum í Reykjavík á áratugnum 1930- 1940, en niðurstaða heimsóknar- innar varð sú, að allan þennan vetur borðaði ég hádegismat á Barónsstígnum hjá Sigríði. Þar var stórt borðt»g þar sat ég eins og ég væri sonur hennar innan um stóra barnahópinn þeirra hjóna. Sérstaklega lét Sigríður sér annt um að ég borðaði það, sem henni þótti vera hollast. Á Barónsstígnum naut ég ekki einasta matarins heldur, og ekki síður, þeirra tækifæra, sem ég fékk til að vera samvistum við Sigríði og Sigurkarl á þessu ást- ríka menningarheimili þeirra. Mikil unun var að sjá og finna, hve mikla virðingu þau hjón báru hvort fyrir öðru, heyra hvemig þau töluðu saman og við börnin sín og hvernig þau leystu marg- vísleg dagleg vandamál, sem upp komu. Þegar ég nú leiði hugann að æskuámm mínum, stendur mér lifandi fyrir hugskotssjónum þessi dýrmæta reynsla mín. Fyrir ailt þetta er mér ljúft og skylt að þakka. Þegar ég átti að fermast, vom uppi alls konar vandamál eins og gengur. Fermingarbörn áttu að vera sómasamleg til fara, en þá var ekki allt til af öllu. Kvöld eitt koma Sigríður heim til okkar, eitt sólskinsbros eins og ævinlega, og sagði: „Eyja mín, láttu strákinn fermast í þessu“. Þannig atvikaðist það, að ég var fermdur í spariskónum hans Guðjóns frá Hrauni. Móðir mín og Sigríður voru miklar vinkonur. Þær voru mjög samrýndar og ég held andlega skyldar og aldrei bar skugga á vináttu þeirra. Þær voru báðar trúræknar konur og áttu sér stór- kostlegt sameiginlegt áhugamál: að Hallgrímskirkja risi af grunni. Það var gaman stundum að fá að aðstoða þær, þegar þær voru að undirbúa kaffikvöld eða sinna öðrum störfum á vegum Kvenfé- lags Hallgrímskirkjusafnaðarins; þær vom svo kátar og áhuga- samar. Mér finnst það vel við- eigandi að gera útför Sigríðar frá Hallgrímskirkju. Þar með er minningu hennar sýnd tilhlýðileg virðing og í mínum augum henni þakkað það fórnfúsa starf sem hún lagði af mörkum til bygging- ar kirkjunnar. Sigríður Guðjónsdóttir var ákaflega greind kona og víðsýn. Þegar ég nú minnist hennar, kemur mér í hug lítið kvöldvers eftir Hallgrím Pétursson. sem mér er einkar hjartfólgið. I þessu litla versi rís skáldskapur Hall- gríms í hæstu hæðir, og ég er viss um, eftir því sem ég þekkti Sig- ríði, að þetta vers hefði átt erindi við hana, enda þótt það sé ort um sólarlagsbil á Hvalfjarðarströnd einhvern tíma á seinni hluta 17. aldar: Sólin til fjalla fljótt fer um sjóndeildarhring. Senn tekur nálgast nótt, neyðin er allt um kring. Dimmt er í heimi hér, hættur er vegurinn. Ljósið þitt lýsi mér lifandi Jesú minn. Þungur harmur er kveðinn að Sigurkarli Stefánssyni við fráfall elskulegrar eiginkonu og að börnunum þeirra sex. Ég tala fyrir öll börn Eyrúnar og Rögnu konu minnar, er ég flyt á þessari skilnaðarstundu alúðarfyllstu samúðarkveðjur. Ingi R. Helgason Miðvikudagur 31. október 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.