Þjóðviljinn - 09.11.1984, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.11.1984, Blaðsíða 2
FRETTIR Félagsmiðstöðvar Fellahellir 10 ára í dag Idag eru 10 ár liðin síðan fyrsta félagsmiðstöðin á landinu, Fellahellir, tók til starfa. í tilefni afmælisins verður haldin ung- lingaskemmtun í kvöld, og hefst hún með borðhaldi kl. 19.30. Á staðnum mun HLH flokkurinn, Ómar Ragnarsson og KIZÁ flokkurinn sjá um fjörið, fyrir utan nokkur heimatilbúin atriði. Aðgangseyrir verður 200 kr. Starfsemi Fellahellis fór hægt af stað í byrjun en nú er opið allt að 70-80 stundir á viku. Daglega koma á staðinn 300-400 ung- lingar. Athygli skal vakin á því að ung- lingar og aðrir velunnarar Fella- hellis eru velkomnir til tertuáts kl. 15-17 í dag. „Stríðsskaðabætur“ EMdtiTaÍÍra Óvíst að tímakaupsmenn fái sér- greiðslur. Tillaga í borgarráði um rétt þeirra Ekki er víst að stríðsskaðabæt- urnar svonefndu komi í hlut allra starfsmana hjá ríki og bæj- um. Nokkur hópur fólks starfar reglubundið hjá hinu opinbera en hefur ekki ráðningu og er alls óljóst hvort það fær einhvern skerf af umsömdum greiðslum, 2500 krónum strax og 4000 seinna í mánuðinum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi vakti athygli á þessu á borgarráðsfundi í fyrra- dag og flutti um leið tillögu um að þessum hópi yrðu tryggðar allar kjarabætur samningsins. Af- greiðslu tillögunnar var frestað. Til dæmis er um að ræða starfs- menn í félagsmiðstöðvum og æskulýðsathvörfum í höfuðborg- inni, fólk sem vinnur í dagvistum og bamaheimilum, og hjá ríki meðal annars stundakennara. Hafa sumir unnið talsverðan tíma reglubundið hjá ríki eða bæ án ráðningar, flestir í hlutastarfi. í samningum er gert ráð fyrir að menn í hlutastarfi fái samsvar- andi hluta af greiðsiunum. Björn Arnórsson hagfræðing- ur BSRB sagði sitt álit að samn- ingsákvæðin næðu til allra sem fengju laun samkvæmt BSRB- samningum. Um greiðsluform væri ekkert sagt í samningum og skipti engu hvort menn væru fast- ráðnir eða ekki. Jón G. Kristjánsson starfs- mannastjóri Reykjavíkurborgar sá ýmis tæknileg vandkvæði við að láta alla njóta þessarar kjara- bótar. Hann sagði að sá hópur sem hér um ræðir hefði ekki feng- ið hefðbundna persónuuppbót í desember. Indriði H. Þorláksson for- stöðumaður launadeildar fjár- málaráðuneytis sagði sinn skiln- ing að hér væri bara átt við þá sem hefðu fasta ráðningu. Ráðnir stundakennarar fengju sinn hluta, en stundakennarar á stundakaupi til dæmis ekki. Hjá Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar var sagt að þetta hefði ekki verið rætt enn innan félagsins. -m Steingrímur Alþýðubandalagið stóð á bakvið verkfallið! Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra Islands lýsti því yfír í útvarpsumræðu í gærkveldi að Alþýðubandalagið stæði á bakvið kaupkröfur launafólks. Forsætisráðherrann sagði, að Alþýðubanda- lagið hefði staðið á bakvið verkfall BSRB og beitt fyrir sig mörgum sakiausum einstaklingum í því skyni að steypa stjórninni. Van- trauststillagan hefði átt að innsigla sigur á stjórninni. -óg Kirkjuþing Grtotað bókasafn Eitt merkasta bókasafn lar.ds- ins er varðveitt í turni Skálholtskirkju, enda eign stað- arins. Ekki er unnt, við núver- andi aðstæður, að nýta safnið sem skyldi. Sr. Jón Einarsson í Saurbæ mælir, á Kirkjuþingi, fyrir tillögu um byggingu bókhlöðu í Skál- holti til þess að hýsa safnið, svo að það megi nýtast mönnum sem best við vísinda- og fræðastörf. Greint var frá því að fjárveiting hefði fengist frá Árnes-, Rangárvalla-, Vestur-Skafta- fellssýslu og Selfosskaupstað til skráningar á safningu. -mhg Hrefna, Dúna og Sigga. „Kjafta, dansa og svoleiðis". -eik. Komum Þegar Þjóðviljamenn voru á ferð í Fellahelli, hittu þeir að máli þrjár ungar blómarósir. Þær Hrefnu, Dúnu og Siggu, allar 13 ára. - Komið þið oft í Fellahelli? - Já, á hverju kvöldi. - Hvað geriði hér? - Við erum bara að kjafta, dansa og svoleiðis. (Svo brostu Fellahellir á hverju kvölm þær tvírætt). - Hvaða músík ,fíliði“ best? - Duran Duran, já og Iíka Wham. - Nú er alveg bannað að fara með vín hér. Er það ekkert vanda- mál? - Það eru stundum krakkar að reyna að koma með vín inn, en þeim er umsvifalaust hent út ef Steindór eitthvað finnst. - Sœkið þið einhverja aðra staði? - Já, við förum í Traffik á föstudögum. - Finnst ykkur það ekki dýrt spaug? - Við erum oftast fyrir utan. Svo verður maður að taka síðasta strætó heim. Áþ. Fær 10 akstursleyfi Sigurður Sigurjónsson stöðvarstjóri: Hœpið að reka stöðina með svo fáum leyfum Nýlega hafa 10 bflstjórar, sem standa að leigubflastöð Steindórs, fengið leyfi til aksturs skv. gildandi reglugerð og sagði Sigurður Sigurjónsson, stöðvar- stjóri Steindórs, að hæpið yrði að reka stöðina áfram með svo fáum bflum. Hann sagði að reglugerðin sem dæmt var eftir stæðist ekki Hwinnv tönn en hún var sett árið 1956 þegar Frami, félag leigubfl- stjóra, var í ASÍ, en nú berðist af íslenskum matvælum til hjálp- ar á þurrkasvæðunum í Eþíópíu, ásamt 500 þúsund kr. framlagi til hjálparstarfsins tii þess að að- stoða við dreifingu matvælanna. íslenska matvælasendingin Skólastjórn Þroskaþjálfaskóla íslands ályktaði á dögunum, að „Uppeldis- og kennslumál séu einn af þeim hornsteinum sem velsæld og framfarir landsmanna hvfla á og því beri kennarastarf- inu sérstakur virðingarsess“. Skólastjórnin óskar að koma á félagið með kjafti og klóm til að halda forréttindum sem ekki væru lengur forsendur fyrir. Sig- urður sagðist ekki vita hvað gerð- ist næst í málinu eða hver yrði framið Steindórs. Þá var haft samband við Guð- mund Valdimarsson, formann Frama, félags leigubflstjóra, og sagðist hann hafa ósköp lítið um máiið að segja. Hann sagði að leyfum væri úthlutað til einstak- uninm hefur borist að gjöf frá Mjólkursamsölunni, og • 13.5 tonnum af eggjahvítuauðugu fiskidufti, sem Hjálparstofnunin hefur fest kaup á. framfæri þakklæti til kennara skólans fyrir störf sín. í fréttatiikynningunni er greint frá þeirri ákvörðun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis að nemendum skuli bætt það kennslutap sem varð í verkfallinu á dögunum. -óg linga sem réðu síðan hjá hvaða stöð þeir ækju. Afar fá leyfi væru til úthlutunar og ráðherra hefði nú teygt sig eins langt og hægt væri og eiginlega gengið langt út fyrir rammann. Hann sagði að þeir hjá Frama væru ekkert að fetta fingur út í Steindór en það hlyti þó að vera til hagsbóta fýrir neytendur að hafa stöðvarnar sem hringt er í heldur færri en 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 9. nóvember 1984 Hjálp til Eþíópíu Hjálparstofnun kirkjunnar á- samanstendur af 5 tonnum af kvað í dag að senda 18.5 tonn mjólkurdufti, sem Hjálparstofn- Kennarastarfinu ber virðingarsess

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.