Þjóðviljinn - 09.11.1984, Síða 3

Þjóðviljinn - 09.11.1984, Síða 3
FRETTIR Hamarshúsið Hraðbrautin í gegnum húsið! Samkvæmt staðfestu aðal- skipulagi Reykjavíkur á Geirsgata í framtíðinni að vera hraðbraut og liggur svokallað Hamarshús í vegi fyrir henni. Nú hafa borgaryflrvöld brey tt húsinu í íbúðarhúsnæði og auglýst breytta landnotkun á lóðinni og mun skipulagsstjórn ríkisins hafa staðfest þetta á fundi í fyrradag. Áður hafði málinu verið frestað þrjá fundi í röð, þar sem þau vinnubrögð, sem hér hafa verið höfð í frammi, stangast á við allar vinnureglur. Mikii pólitísk pressa hefur verið á að koma málinu I gegn. Nú á félagsmálaráðherra Votheysverkun Fræðslu- fundir á Suðurlandi Búnaðarsamband Suðurlands gengst fyrir nokkrum fræðslu- fundum um hey verkun nú á næst- unni. Verður þar fjallað um vot- heysgeymslur og votheysverkun og fóðrun búfjár á votheyi. Síðastliðið sumar var eitt hið erfiðasta til heyskapar á Suður- landi, sem þar hefur komið um langt árabii. Heyfengur varð þó víðast allmikill um það er lauk en misjafnt að gæðum. Vaxandi áhugi á aukinni votheysverkun er nú á Suðurlandi. Á liðnu sumri var með meira móti byggt þar af votheysgeymslum og margir bændur hafa hug á að koma upp votheysgeymslum næsta sumar. Fyrstu fundimir verða á mánu- daginn kemur, 12. nóv., í Félags- lundi kl. 14.00 og í Brautarholti á Skeiðum kl. 21.00 Framsögu- menn á fundunum verða Magnús Sigsteinsson, bútækniráðunaut- ur, Bragi Líndal Ólafsson, fóð- ursérfræðingur, og Gunnar Guð- mundsson, fóðurfræðingur. Síð- ar verða fræðslufundir um sama málefni haldnir austar í héraðinu. -mhg Afmæli Sextugur sáttasemjari Guðlaugur Porvaldsson ríkis- sáttasemjari varð 60ára 13. októ- ber sl. Hann tekur á móti gest- unt í tilefni afmælisins í veitinga- húsinu Hrafninum, Skipholti 37, kl. 16-19 sunnudaginn 11. nóv. nk. einungis eftir að skrifa undir. Það er einkuni Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður skipulags- nefndar Reykjavíkurhorgar, sem hefur staðið fyrir þessu, enda á hann þar nokkurra hagsmuna að gæta eins og kom fram I Þjóðvilj- anum {sumar. Breytt landnotkun á þessari einu lóð breytir öllum forsendum aðalskipulagsins enda mun skipulagsstjórn ríkisins á sínum tíma hafa látið þá skoðun í ljós að slíkt væri ekki hægt nema breyta öllu skipulaginu og leysa enn- fremur umferðarvandamál Vest- urbæjarins í heild. En þessi sam- þykkt er á ská og skjön við það álit og reyndar bein ögrun við 'skipulagslög. Mál þetta er dæmi- gert fyrir vinnubrögð meirihluta borgarstjórnar þar sem hagsmun- um borgarinnar er fómað fyrir braskara, vini og vandamenn. Gámngarnir segja að Geirsgötu- hraðbrautin verði látin liggja í hlykk umhverfis Hamarshúsið eða í gegnum þriðju hæð hússins. Þetta er svo bara ein hliðin á málinu því að Hamarshúsið er eitt hneyksli frá upphafi til enda. Til dæmis er nú verið að selja Kauplagsnefnd hefur teiknað vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag í otkóberbyrj- un 1984. Reyndist hún vera 110.38 stig eða 1.11% hærri en í íbúðir í húsinu en byggingar- nefnd Reykjavíkur hefur hins vegar aldrei samþykkt þessar íbúðir. -GFr septemberbyrjun. Vísitala bygg- ingarkostnaðar hefur verið áætl- uð 168.79 stig og hefur hækkað um 0.45% frá því í september. Hugmynda- samkeppni Iðnaöarbankans XýII merid nvtttákn Mikil gróska er nú í starfsemi Iðnaðarbankans. Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, að búa hann enn betur undir það markmið, að vera nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess- ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum: a) Um nýtt merki, skrift ogeinkennislit, eða liti fyrir bankann. b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og kynningargögnum bankans. Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin. Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar. a) Fyrir merki, skrift og einkennislit kr. 120.000.00 b) Fyrirtáknkr. 40.000.00 Tillögur um merki skulu vera 10 -15 cm í þvermál, í svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu ógagnsæju umslagi. _ Fátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni fylgja sér umslag með nafni höfundar. Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Hafnljörð, prent- smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FIT. og Valur Valsson, bankastjóri. Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan- um við Lækjargötu. Þátttakendur geta snúið sér til hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn- ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580. Skilafrestur tillagna er til 15. janúar 1985. Skal skila tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar- bankans merktum: Iðnaðarbankinn Hugmyndasamkeppni b/t Jónínu Michaelsdóttur Lækjargötu 12 101 Reykjavík. Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað- arfrá skiladegi. Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur- sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn- framt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT. Iðnaóarbankinn -nútimabanki Vísitölur hækka ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.