Þjóðviljinn - 09.11.1984, Page 5
Morðið á Indiru Gandhi, for-
sætisráðherra Indlands hefur,
eins og daglegar fréttir herma,
leyst úr læðingi mikla öldu
manndrápa: það eru trúbræð-
ur tilræðismannanna, Sikhar,
sem hafa orðið fyrir árásum
Hindúa í hefndar- og morðhug.
Slík hjaðningavíg eru að
sönnu ekkert einsdæmi í
þessu næstfjölmennasta og
um margt ósamstæðasta ríki
heims. En það er vitanlega
sjálft tilefni þeirra, morð á ein-
um áhrifamesta leiðtoga Þriðja
heimsins, sem fær menn til að
leiða hugann að þeirri alvar-
legu kreppu sem Indland er nú
statt í, kreppu sem að nokkru
leyti minnir á erfiðar fæðing-
arhríðir Indlands árið 1948.
Þá og nú
Indland fæddist í miklum
blóðsúthellingum sem tengdust
því, að landinu var skipt í tvö ríki
og voru trúarbrögð látin ráða,
enda þótt ógjörningur væri að
draga nothæf landamæri um þá
áhangendur Múhameðs sem Pak-
Indira ásamt syni sínum og eftirmanni Rajiv og Zail Singh forseta (lengst til haegri) en hann er Sikhi.
tók í arf 1948, eru ekki leyst enn í
dag. Verst viðureignar hafa
reynst þau mál sem lúta að
sambúð trúarbragða og ólíkra
þjóða.
Herferð sú, sem farin var til að
stemma stigu við gífurlegri fólks-
fjölgun í landinu mistókst, og
fjölgunin hefur að sínu leyti spillt
sambúð milli þjóða og þjóða-
brota, sem stirð var fyrir. Þeir á-
rekstrar hafa brotist fram m.a. í
miklum manndrápum í Assam og
fleiri ríkjum. Aðskilnaðar-
hneigðir hafa leitt til þess að mið-
stjórnin hefur oftar en ekki tekið
leikreglur lýðræðisins úr sam-
bandi, þegar stjómar einstakra
ríkja Indlands hafa komist í and-
stöðu við vilja ráðamanna í Nýju
Dehli. Sikhar í Punjab eru ein-
mitt dæmi um þjóð sem hefur ótt-
ast um stöðu sína og framtíð í
ríki, þar sem hindi er ríkjandi
tunga og hindúasiður mikils ráð-
andi um löggjöf og lífshætti.
Því fer mjög fjarri að tekist hafi
í umtalsverðum mæli að draga úr
þeim mikla mun sem staðfestur
Forystukreppan í indverskum stjórnmálum gerirsitt til
að magna þau hrikalegu vandamál sem indverskt þjóðfélag á við að glíma
istan vildi sameina. í janúar 1948
féll andlegur leiðtogi landsins,
Gandhi, og tilræðismaðurinn
var, sem og nú, ofstopamaður
sem lét stjórnast af særðu trúar-
stolti. Hann og þeir, sem að baki
honum stóðu, litu svo á, að boð-
skapur Gandhis um umburðar-
lyndi í trúmálum væri svik við
Indland sem nýtt ríki Hindúa.
Þeir menn sem myrtu Indiru
Gandhi eru Sikhar, sem töldu
vafalaust að helgustu tilfinningar
þeirra hafi verið fótum troðnar,
þegar indverski herinn gerði á-
hlaup á helsta musteri Sikha í
Amristar í Punjab í júní leið.
En hliðstæðumar milli á-
standsins 1948 og þess sem nú rík-
ir ná ekki mikið lengra. Gandhi
hafði mikil áhrif, en hann hafði
hafnað því að taka við pólitískri
valdastöðu. Hinsvegar var til
staðar vel virk pólitísk forysta í
landinu. Kongressflokkurinn var
til sem öflugt tæki til málamiðl-
ana milli ólíkra samfélagshópa og
þjóða, í honum ríkti enn allsterk
samkennd sem skapast hafði á
árum langrar baráttu gegn
breskri nýlendustjóm. Og fyrsti
forsætisráðherra landsins, Jawa-
harlal Nehm, faðir Indim Gand-
hi, var eftir atvikum í allsterkri
stöðu til að takast á við þann
vanda sem beið hins nýja rfkis.
Skarí
fyrirskildi
Nú þegar dóttir Nehrus fellur
frá, er ástandið annað og verra.
Sá Kongressflokkur sem Indira
Gandhi stjómaði er ekki síst
hennar verk. Indira Gandhi var
um margt hæfileikakona, en vilji
til málamiðlana var aldrei hennar
sterka hlið: þeir sem höfðu aðrar
er milli auðs og örbirgðar í
landinu - og ýmsar þær skæmr
sem háðar hafa verið í landinu
hafa verið hreinræktuð stétta-
stríð, ekki síst skæruhernaður
róttækra afla í Vestur-Bengal.
Ekki hefur heldur tekist að sigr-
ast á böli þeirrar erfðastétta-
skiptingarsemeröflugur þáttur í
hindúasið, enda þótt Mahatma
Gandhi, sá „faðir Indlands" sem
þar er mjög í heiðri hafður í orði,
hafi vart lagt á nokkuð annað jafn
þunga áherslu og að reisa stétt
hinna „óhreinu“ til mannlegs
virðuleika. Og í ríki sem gat stát-
að sig af því að eiga konu í æðsta
embætti, hefur fram á þennan
dag viðgengist viðurstyggilegt of-
beldi gegn konum, sem brýst
meðal annars fram í morðum á
þeim eiginkonum, sem ekki skila
tilskildum heimanmundi í búið.
Margra veðra von
Þessi mál eru ekki tíunduð hér
til að varpa skugga á minningu
mikilhæfrar konu, sem nýlega féll
fyrir morðingjahendi. Vanda-
málin í landinu eru að sönnu
hrikaleg - svo geypileg reyndar
að margir telja þau óleysanleg
með öllu. Og það er ástæða til að
minnast þess hér, að ekki verður
sagt að þann tíma sem andstæð-
ingar Kongressflokksins fóru
með völdin hafi blásið byrlegar
um lausn þeirra en á stjómartíð
Indiru og föður hennar, Jawa-
harlals Nehru. Upptalningin hér
á ofan minnir blátt áfram á það,
hve alvarleg kreppan er sem
hverjir þeir sem við stjómvöl
sitja á Indlandi þurfa að glíma
við. Þaðan getur verið margra og
óvæntra veðra von nú eftir að
ösku Indiru Gandhi hefur verið
dreift yfir heilög fjöll landsins.
Indira Gandhi ásamt andlegum leiðtoga Indlands, Mahat- valdið varð arfgengt: Indira með föður sínum, Jawaharlal
ma Gandhi - sem hún var reyndar hvorki skyld né tengd. Nehru.
Myndin er tekin skömmu áður en Gandhi var myrtur.
hugmyndir en hún um það, hvað
væri best fyrir Indland lentu úti í
pólitískum kulda eða urðu að
leita til annarra flokka. Og nú er
svo komið, að þetta mikla ríki
stendur allt í einu uppi án „eðli-
legra“ forystumanna, ef svo
mætti segja - hvort sem væri
innan Kongressflokkssins eða
stjórnarandstöðunnar. Sonur
Indiru, Rajiv, sem stjómin gerði
að eftirmanni móður sinnar, er
bersýnilega einskonar neyðar-
lausn og enn sem komið er búast
fæstir við öðm en að þessi hlé-
drægi maður sé aðeins bráða-
birgðalausn.
Ekki bætir það úr skák, að
samkvæmt stjómarskránni á að
halda kosningar í landinu í byrjun
næsta árs og mjög er farið að
hitna í þeim pólitísku kolum sem
einatt brenna heitar á Indlandi en
víða annarsstaðar.
Hrn óteystu vandamái
Þegar menn nú ræða um að
Indlands bíði mesta kreppa sem
landið hefur lent í, þá er það ekki
eingöngu tengt þeirri forystu-
kreppu sem nú var nefnd: hún
magnar að sínu leyti upp þá til-
vistarkreppu sem þetta mikla ríki
er í. Það hafa vissulega orðið
framfarir á Indlandi á mörgum
sviðum, en mörg hinna stærstu
mála, sem sterk pólitísk forysta
UMSJÓN: ÁRNI BERGMANN
Föstudagur 9. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 5