Þjóðviljinn - 09.11.1984, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 09.11.1984, Qupperneq 7
OrA ( eyra. Sverrir Hermannsson leggur Ólafi G. Einarssyni þingflokksfor manni Sjálfstæðisflokksins línurnar á alþingi. Undanfarna daga hefur mikið borið á alls konar makki og heiðarlegu spjalli í gluggakistum og baksölum alþingis. (Þingmynd í fyrradag: —eik). Kjarasamningarnir Tryggjum kaupmáttinn! Kafli úr rœðu Svavars Gestssonar í útvarpsumrœðunum í gœrkveldi Það sem blasir við núna sem brýnasta verkefni íslenskra stjórnmála er að allt verði gert sem unnt er til þess að tryggja kaupmátt þeirra kjarasamninga sem gerðir hafa verið, til þess að tryggja fulla atvinnu og til þess um leið að halda aftur af verð- bólguholskeflunni sem núverandi ríkisstjórn ætlar bersýnilega að láta steypast yfir landslýðinn á næstunni. atvinnuveganna, draga úr verð- bólgu og stuðla að bættum kaup- mætti. Við bendum þar á eftir- famadi tillögur: 1. Hagnaður Seðlabankans verði gerður upptækur og fjármun- irnir notaðir í þágu útflutn- ingsatvinnuveganna. 2. Lagður verði hærri skattur á skrifstofu- og verslunarhús- næði og kanna ber hvort ekki er rétt að leggja tímabundinn veltuskatt á þau fyrirtæki sem mest hafa grætt á undanförn- um þremur misserum frá því að þessi stjóm tók við. 3. Leggja ber veltuskatt á banka eins og gert var 1982 og um leið að fella niður lög þau um lækk- un bankaskattanna sem núver- andi ríkisstjórn knúði fram við þinglok síðastliðið vor. 4. Égteleinnigsjálfsagtaðbreytt verði reglum um skattfrelsi vaxtatekna. Þar með verði vaxtatekjur allar framtals- skyldar og skattskyldar eftir ákveðnum reglum. Með þessu móti má einnig skapa aðhald að okurlánastarfseminni enda verði opinbemm aðilum gert skylt að skrá öll skuldabréf á nafn svo unnt verði að fylgjast með því hverjir það eru sem raka saman miljónum á milj- neðanjarðarhag- ónir ofan kerfinu. Með þeim ráðstöfunum sem héí hefur verið gerð grein fyrir væm peningar fluttir frá millilið- um, þjónustu, verslun og gróða- aðilum yfir til framleiðslunnar. Með þessum aðgerðum má vinna þrennt í senn: Halda kaupmætti kj arasamninganna hærri en ella, veita viðnám gegn verðbólgu og tryggja fulla atvinnu. Alþýðubandalagið vinnur nú að tillögugerð í efnahags- og kjaramálum með tilliti til þess vanda sem ríkisstjórnin hefur skapað. Verður sú tillögugerð til lokameðferðar á flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins eftir liðlega eina viku, en aðalatriðin í tillögu- gerðinni, sem nú er rætt um í for- ystustofnunum flokksins, eru þessi: 1. Ríkisstjórnin miði allar sínar ákvarðanir í efnahagsmálum við að tryggja kaupmátt þeirra kjara- samninga sem gerðir hafa verið að undanfömu. Hér er átt við á- kvarðanir í vaxtamálum, verð- lagsmálum, gengismálum og aðra þá þætti efnahagsmála sem beinlínis snerta kaupmátt launanna. 2. Alþýðubandalagið telur að það eigi tafarlaust að lækka vext- ina og banna um léið okurvextina á almennum markaði. Með þessu móti er komið til móts við launa- fólk og þannig bættur kaupmátt- ur þess um leið og svigrúm at- vinnufýrirtækjanna er aukið verulega þar sem vaxta- kostnaðurinn er sumsstaðar stær- sti útgjaldaliðurinn. Vitaskuld er ljóst að fjöldi fyrirtækja í verslun og þjónustu getur borgað það kaup sem nú er samið um án þess að velta því af sér út í verðlagið. Það hafa þessi fyrirtæki sannað með yfirborgunum að undan- fömu. 3. Alþýðubandalagið telur að hafa beri sérstakt eftirlit með inn- flutningsversluninni þar sem hvatt er til hagkvæmari innkaupa um leið og birtar verði niðurstöð- ur kannana á innflutningsverði eins og birst hafa um smásölu- verð. 4. Alþýðubandalagið telur að lækka eigi farmgjöld skipafélag- anna sem eru einhver þau hæstu í heimi. Með þessu móti væri stuðlað að lækkun vöruverðs til landsins og auknum tekjum út- flutningsatvinnuveganna sem að mestu leyti standa undir fragt- okriinu. 5. Alþýðubandalagið vill af- nema hægri skattana eins og sjúklingaskattinn og standa vörð um þá félagslegu ávinninga sem fyrri ríkisstjórn beitti sér fyrir. Við höfnum þeirri stjómarstefnu sem ýtir undir það að konur sæti verri kjömm en karlar, að fatlað- ir og sjúkir beri hærri gjöld en aðrir, að böm njóti lakari þjón- ustu í dagvistun og skólum lands- ins en áður. 6. Alþýðubandalagið telur óhjákvæmilegt að afla tekna til þess að standa undir ráðstöfun- um sem treysta stöðu útflutnings- Stjórnin Hetjuóperan mikla Upphafið á rœðu Helga Seljan í útvarpsumrœðunum í gœrkveldi Nú eru 17 mánuðir síðan tjald- ið var dregið frá þjóðlífssviðinu og 10 þjóðfrægir söngvarar gengu prúðbúnir inn á sviðið og hófu stórfenglegan söng í hetju- óperunni miklu sem ýmist gengur undir nafninu: Gátan mikla gengur upp eða Efnahagsundrið undursamlega. Mikilfenglegur var kórinn í upphafi, sem hófst svo: Lækkun verðbólgu - lausn allra meina. Og blíðróma bakraddir ómuðu: Erfið er tíð og allir skulu fóma, - og enn lægra: Ógnvaldurinn eini - öllu veldur meini - launin ljót og há. Og þegar lófatakið kvað við hófst kynngimagnað kórlag: Reiðum upp hjör og rýrum kjör. Og verðbólguþrúguð þjóðin tók enn undir, því hún vildi allt til vinna að sjá bjarta tíð með blóm í haga. Og óperan mikla hélt sinn gang, sem vera bar, en oft var textinn torkennilegur: Vinum sínum skal maður í raun reynast, ef ríkir em, og í beinu framhaldi af því: Ég leitaði litla mannsins, sem loksins í Stigahlíð fannst. Og ellefti aðalsöngvarinn bættist í hópinn og skipaði sér við hlið hetjutenórsins með björtum bar- itón og saman sungu þeir: í sáttmálaleik er saman gott að una - í svart hvítu er best að greina tilveruna. - en var vísað út af sviðinu að því búnu. Og kórinn söng frelsis- sönginn við lag Friedmans: Frelsið er vidóvœtt, vextir og álagning frjáls, - en kaupið skal fast í fjötrum. Og þegar alvaran utan frá barst inn á sviðið var ítrekað sungið: Frelsi gróðans - fyrst og síðast helsi á þá sem múðra og mögla. UMSJÓN: ÓSKAR GUÐMUNDSSON Alveg sér í lagi var aðdáunar- vert, hversu Framsóknar- kvartettinn tileinkaði sér tóngæði og innileik í texta- flutningi. Gáleysishjal á viðsjárverðri tíð eða hvað - en fólkið í landinu sá í gegnum sápuópemna, það fann afleiðingar hennar á eigin heim- ilisreikningum. Og nú springa sápukúlumar á sviðinu ein af annarri. Alvaran er vissulega ærin og ógnvekjandi - sápuóperan er sýnishom af hömluiausri mis- skiptingu þjóðarverðmætanna - hömlulausri tilfærslu fjár- magnsins - hömlulausu frelsi bisnissins til að ríkja og ráða ofar öllum mannlegum sjónarmiðum. Við höfum drýgt dáð, undrið mikla er okkar, er hrokafullt andsvarið sem fólkið hefur feng- ið. Með því að heimta hærri laun emð þið að eyðileggja allt. Við emm að flytja og færa til og fólkið á að fylgja fjármagninu. Verið ekki að strita og streða í fáránlegu fiskislori, - verið ekki að ástunda þessa iðjusemi í fram- leiðslunni, þangað liggja ekki farvegir fjármagnsins, - hljómar söngur frjálshyggjunnar. Beint og óbeint er vinnufram- lag og verðmætasköpun fólks lít- ilsvirt með þessum hætti, með þessari ótvíræðu einstefnu á einkagróðann, þar sem, ýkjuk- ennt að vísu, má kalla það verð- mætamat slíkt, að vídeóleigan skapi meiri þjóðararð en fiski- skipið, pylsusjoppan sé þjóð- hagslega arðbærari en bújörðin. Svo brenglar fjármagnshyggjan og brjálar allt og byggðaröskunin er eðlileg afleiðing, gott ef ekki æskileg! Við höfum afrekað, er sagt með stolti og stærilæti. Föstudagur 9. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.