Þjóðviljinn - 15.11.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Hví þegja þeir
íslendingar hafa þurft að heyja margar orust-
ur fyrir tilveru sinni. Fram að þessu hefur unnist
sigur í flestum þeirra en ýmsar blikur eru nú á
lofti. Á undanförnum árum hefurtekist að sam-
eina þjóðina að mestu leyti í landhelgisstríðun-
um og í fleiri tilfellum hefur árvekni þjóðarinnar
verið nægilega mikill til að hrinda af sér ásælni
og íhlutan erlendra gróðaafla.
í því þjóðfrelsisstríði sem háð er við
Alusuisse-hringinn gegnir öðru máli. Þrátt fyrir
áeggjan og staðfasta framgöngu Alþýðubanda-
lagsins og Hjörleifs Guttormssonar fyrrverandi
iðnaðarráðherra í þessum átökum, hafa ráða-
menn hvað eftir annað kiknað í hnjáliðunum
andspænis kröfugerð og frekju hins volduga
auðhrings. Þó hefur steininn tekið úr í tíð núver-
andi ríkisstjórnar.
Undir lok síðustu ríkisstjórnar höfðu Fram-
sóknarmennirnir Steingrímur Hermannsson og
Guðmundur Þórarinsson gengið til liðs við ál-
flokkana á alþingi - og rofið skarð í málafylgju
þáverandi ríkisstjórnar í þessu máli. Engu að
síður var skilið þannig við málið af hálf u Hjörleifs
Guttormssonar að ekki var annað eftir en setja,
álhringnum þá afarkosti sem hann sannanlega
hafði unnið til.
Hjörleifur Guttormsson stóð fyrir ómetanlegri
gagnasöfnun og undirbjó kröfugerð og mála-
fylgju á hendur Alusuisse-hringnum sem hefði
nægt til sigurs í þessu stríði. Alþjóð var Ijóst að
Hjörleifur hafði afhjúpað þennan álhring, marg-
háttuð svik og undanbrögð hans í samskiptum
við íslendinga.
Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkur-
inn voru þá þegar bundnir auðhringnum undar-
legum tryggðarböndum. Málgögnin þeirra
geystust fram af miklu kappi í tíð Hjörleifs í
iðnaðarráðuneytinu og gáfu í skyn að hægt væri
að semja um þreföldun orkuverðsins á tveimur
mánuðum. Hjörleifur Guttormsson hefði staðið í
vegi fyrir samningum.
Sá lágkúrulegi málatilbúnaður Morgunblaðs-
ins og undirgagna þess hefur nú verið afhjúpað-
ur. Það liðu mánuðir og það liðu ár, áður en
„samningur“ leitdagsins Ijós. Og hvílíkursamn-
ingur!
I samningnum er staðfest að hæstvirtur nú-
verandi iðnaðarráðherra hefur hvað eftir annað
farið með ósannindi um þetta mál á alþingi. Um
það þegir Morgunblaðið, um það þegir NT, um
það þegja ríkisfjölmiðlarnir.
Við gerð þessa samnings hefur ríkt meiri
leynd en íslendingar hafa átt að venjast í þvílík-
nú?
um málum. Álsamningurinn hinn nýi hefur ekki
verið til opinberrar umræðu á undanförnum vik-
um. Efnishald hans var ekki gert opinbert nema
að hluta, - og þegar löggjafarsamkoma þjóðar-
innar fékk loks að sjá hann, reyndist margt hafa
verið missagt í fræðunum.
Pukrið og leynimakkið í kringum þessa samn-
ingagerð og samninginn allan er í hróplegri mót-
sögn við yfirlýsingar Sjálfstæðisflokksins á und-
anförnum árum. Og úr iðnaðarráðuneytinu hef-
ur ekki borist annað en skens oa köpuryrði um
þetta mál. öðru og betra áttu Tslendingar að
venjast í ráðherratíð Hjörleifs Guttormssonar.
Stjórnarandstaðan í landinu hefur ekki fremur
en almenningur fengið að fylgjast með samn-
ingsgerðinni fyrr en hann var undirritaður. í
þingræðisríki eru þessi vinnubrögð óþolandi.
Og til að kóróna skömmina þegja ríkisfjölmiðl-
arnir, Morgunblaðið og fylgimiðlar sem aldrei
fyrr um þetta mál. Hvar eru fréttaskýringaþætt-
irnir um álsamning Sverris Hermannssonar?
Halda mætti að þeir sem voru með kjaftinn á
lofti á þingi og í fjölmiðlum veturinn og vorið
1983, hafi allir etið yfir sig af svissnesku súkku-
laði — nema þeir sem eru enn á skíðum í
svissnesku ölpunum.
KLIPPT OG SKORIÐ
ET KRYDS FOR FÆDRELANDET - Der var ko uden for stemmestedeme ved sondagens valg i Ni-
caragua, huor den forelabige optœlling giver sandinisterne et klart flertal (Foto: UPII
SUUUHJMl
Sandinistar fagna sigri
En stjórnarandstaðan sat heima
Managua, Nkarajfua, 5. nóvember. AP.
MÉÉHHÍMtaMUMÉÍiÉMMÉÍMMÉiaaUÍteiÍðWI
stefndu að.
„Það var aðeins tvennt, se
ItfllBHM
Kosningar
hér og þar
í síðustu viku fóru fram kosn-
ingar, sem voru merkilegar hvor
með sínum hætti. Kosningar í
Bandaríkjunum og Nicaragua.
Og það er fróðlegt að skoða um-
fjöllun um þessa tvo atburði í
fjölmiðlum.
Blöð og útvarp og sjónvarp
voru bókstaflega að springa af
efni um Reagan og Mondale og
kjörmannakerfið, vangaveltum
um vald fjölmiðla yfir pólitíkinni,
félagssálfræðilegum pælingum
um forsetann og þjóðina og þar
fram eftir götum. Allt í lagi með
það. En öðru máli gegnir um
kosningar í Nicaragua. Að vísu
var sagt með ýmsum hætti frá
undirbúningi þeirra og átökum
um aðild stjórnarandstöðunnar -
m.a. í þrígang í þessu blaði hér.
En svo var kosið. Og einkum og
sér í lagi þau biöð sem aldrei áttu
nógu margar síður fyrir löngu
sjálfsagðar upplýsingar um kosn-
ingarnar bandarísku, eins og
gleymdu því að umdeildar kosn-
ingar fóru fram í ríki sem Banda-
ríkjastjórn hamast við að saka I
um að vera á einræðisbraut. Það
fór ekki mikið fyrir því, að sagt
væri frá því að kosningaþátttaka í
Nicaraqua hefði verið um 80%
(og þá sýnu meiri en gengur og
gerist í Bandaríkjunum til dæm-
is), að erlendir eftirlitsmenn
hefðu verið fremur ánægðir með
framkvæmd kosninganna og að
frambjóðendur Sandinista hefðu
hlotið meira en 60% atkvæða.
Þeim mun meira var hins vegar
sungið um ásakanir bandarískra
yfirvalda um að stjórn Nicaraqua
væri að fá í hendur sendingu af
sovéskum orustuþotum. Það til-
kynningastríð stóð í nokkra daga
en lyppaðist svo niður með
undarlegum hætti. En það hafði
kannski tekist sem takast átti í
áróðursstríðinu: að láta fregnir af
kosningunum hverfa í skuggann
af síbylju um rússneskar orustu-
þotur á leið til Ameríku.
Sem minnir á sögu úr kosning-
aslag sem Lyndon B. Johnson átti
einu sinni á Ieið sinni í Hvíta hús-
ið. Hann lét breiða út sögur um
fjármálaspillingu hjá einum and-
stæðinga sinna og þegar hann var
minntur á að hann hefði ekki
merkilegar sannanir í höndum þá
svaraði hann: „Látum mannand-
skotann hafa fyrir því að bera
þetta af sér“!
Hvers konar
kosningar?
Nú gætu menn sagt sem svo að
Þjóðviljinn hefði ekki staðið sig
sem skyldi í einmitt þessu kosn-
ingamáli í Nicaraqua. Það er al-
veg satt. En við vissum að ágætur
íslendingur, sérfróður um Róm-
önsku Ameríku, Sigurður Hjart-
arson, var á leið frá Nicaraqua.
Og hann mun reyndar segja sína
sögu og byrjar á fundi hjá Al-
þýðubandalaginu nú í kvöld.
En á meðan skal það rifjað
upp, að helstu borgaralegir
flokkar í Nicaraqua vildu ekki
taka þátt í kosningunum og báru
það fyrir sig, að ritskoðun væri
þar við lýði og Sandinistar gerðu
ýmislegt til að torvelda kosninga-
baráttu þeirra. Og verndarar
hinna borgaralegu afla, sem og
leiguhersins sem berst gegn
Sandinistum frá Honduras,
Bandaríkjamenn, hafa hamast
mjög á því að kosningarnar hafi
verið ólýðræðislegar og eiginlega
farsi. Nánar verður fjallað um
þau mál hér í blaðinu á næstunni,
en á meðan skal vitnað í leiðara í
danska blaðinu Information um
kosningarnar í Nicaraqua:
„Enda þótt menn geti gagnrýnt
eitt og annað við kosningabarátt-
una erþó varla hœgt að kalla hana
farsa. I raun og veru er það aðdá-
unarvert, að land, sem mætir
mjög miklum þrýstingi utan frá,
bæði hernaðarlegum og efna-
hagslegum, af hálfu öflugasta
ríkis heims, hefur getað fram-
kvæmt kosningar sem standast
mjög vel samanburð við hvaða
aðrar kosningar sem haldnar hafa
verið í Rómönsku Ameríku eftir
seinni heimsstyrjöld". '
Síðan kemur þessi athyglis-
verði samanburður við kosning-
arnar í E1 Salvador - en þær töldu
Bandaríkjamenn einkar lýðræð-
islegar:
„Samanburðurinn er ekki í
óhag Nicaraquamönnum. í El
Salvador tók stjórnarandstaðan
heldur ekki þátt í kosningunum.
Ástœðan var augljós: stjórnin
vildi ekki tryggja öryggi fram-
bjóðenda hennar, og það var Ijóst
að það jafngilti sjálfsmorði fyrir
frambjóðendur vinstriarmsins að
taka þátt í kosningunum. ÍNicar-
aqua hundsaði verulegur hluti
borgaralegrar stjórnarandstöðu
kosningarnar, og þótt sumir
frambjóðendur hennar hafi ótví-
rætt orðið fyrir hnjaski, þá var
þeim ekki lífsháski búinn afþvíað
taka þátt í kosningunum“.
Réttur til
gagnrýni
Leiðarahöfundur minnir á
það, að Bandaríkjamenn hafi
hvatt borgaraleg öfl til að vera
ekki með í kosningunum, um leið
og gagnbyltingarsveitir sem þeir
styðja hertu á hernaðaraðgerð-
um gegn stjórn Nicaraqua - en
það er, segir Information, svipað
og menn gagnrýndu skæruliða í
E1 Salvador fyrir að gera í kosn-
ingunum þar:
„Bandaríkjastjórn gerir sjálfa
sig með þessu óhæfa til að
gagnrýna kosningarnar í Nicar-
aqua. Með því að áskilja sér rétt til
að hlutast til um mál nálœgðra
smáríkja eins og Nicaraqua með
tilvísun til þess að bandarískir
hagsmunir séu í hættu, gerir okk-
ur hinum torvelt að taka t.d.
bandaríska gagnrýni á sovéska
innrás í Afganistan alvarlega. En
hún er í stórum dráttum réttlœtt
með sama hœtti og Bandaríkja-
menn hafa réttlætt í tímans rás
m.a. innrásir í Nicaraqua.
Nú hafa Nicaraquamenn látið í
Ijós vilja sinn til að fylgja eftir
lýðræðislegri þróun. Við skulum
taka þá á orðinu og styðja þá í
þeirri viðleitni ... gefum þeim
tækifæri"... _ÁB
ÞJÓÐVILJINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Út0«fandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rttstjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphéðinsson.
Ritstjómarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Fréttaatjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson,
Jóna Pólsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Möröur Ámason,
ólafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Viöir Sigurðsson (íþróttir).
Ljóamyndir: Atti Arason, Einar Karlsson.
Útllt og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson.
Handrfta- og prófadcaJastur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Framkvæmdastjórl: Guðrún Guömundsdóttir.
Skrtfstofustjóii: Jóhannes Harðarson.
Auglýslngastjórl: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir.
Afgreiðslustjóri: BaJdur Jónasson.
Afgraiðala: Bára Siguröardóttir, Kristín Pótursdóttir.
Simavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir.
Húsmasður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð.
Innhaimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson.
Utkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prontsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaöaprent hf.
Verð í lausasölu: 22 kr.
Sunnudagsverö: 25 kr.
Áskriftarverð ó mónuði: 275 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. nóvember 1984