Þjóðviljinn - 15.11.1984, Qupperneq 11
MINNING
Vigdís Heimannsdóttir
kennari
Fædd 12. júlí 1920 - Dáin 8. nóvember 1984
„Ef væri ég söngvari
syngi ég ljóð
um sólina, vorið
og land mitt og þjóð.“
Páll J. Ardal
Sjö ára dóttir mín kom heim úr
skólanum og söng fyrir mig þetta
ljóð og ég mundi svo vel, þegar
við systurnar stóðum við orgelið
hjá Dísu frænku og lærðum hjá
henni þetta sama ljóð og lag.
Daginn eftir barst mér sú frétt, að
Dísa hefði látist þá um nóttina.
Þessi fregn kom ekki mjög á
óvart, því að hún hafði háð langa
og stranga baráttu við erfiðan
sjúkdóm í hálfan annan áratug.
Líkamlegt og andlegt þrek henn-
ar lamaðist smám saman og þegar
svo er komið er dauðinn líkn,
þótt ekki sé hann sársaukalaus
þeim, sem eftir lifa.
Vigdís Hermannsdóttir var
fædd að Glitstöðum í Norður-
árdal 12. júlí 1920. Hún var
fímmta í röðinni af átta börnum
hjónanna Hermanns Þórðar-
sonar, kennara og bónda Þor-
steinssoar og Guðrúnar Her-
mannsdóttur, bændahjóna að
Glitstöðum og Ragnheiðar Gísla-
dóttur Einarssonar og Vigdísar
Pálsdóttur, prófastshjóna £ Staf-
holti.
Af átta börnum Hermanns og
Ragnheiðar eru nú þrjú látin, en
börn þeirra voru í aldursröð:
Unnur, kennari og fyrrum hús-
freyja að Eyjum og Hjalla í Kjós,
gift Hans Guðnasyni bónda, sem
nú er látinn, Svavar, efnaverk-
fræðingur, látinn, kvæntur Ur-
sulu, f. Funk, Gísli, vélaverk-
fræðingur, látinn, kvæntur Betty
f. Epelmann, Guðrún, kennari,
gift Alfreð Kristjánssyni, Vigdís,
kennari, sem hér er minnst,
Ragnar, efnaverkfræðingur, Val-
borg, lyfjafræðingur, var gift
Kurt Stenager, lyfjafræðingi og
Ragnheiður, deildarstjóri í
Landsbanka íslands.
Þegar Dísa var fjögurra ára
gömul var hún tekin í fóstur að
Stafholti til afa síns og ömmu,
Vigdísar og Gísla. Þau sæmdar-
hjón tóku einnig til fósturs Gísla
bróður hennar, sem þá var sjö ára
gamall og ólust þau systkinin þar
upp til fullorðinsára. Það urðu
Dísu og Gísla mikil viðbrigði að
hverfa úr glöðum systkinahópi og
frá ástríkum foreldrum. Ekki er
vafi á því, að söknuður foreldr-
anna var líka mikill, en þau sáu,
að í Stafholti fengju börnin gott
uppeldi og gætu gengið
menntaveginn eins og hugur
þeirra reyndist seinna standa til.
Dísa lauk kennaraprófi frá
Kennaraskóla íslands vorið 1942
og söngkennaraprófi árið 1951.
Sumarið 1947 sótti hún kenn-
aranámskeið á Askov í Dan-
mörku. Veturinn 1942-3 var hún
heimiliskennari á Egilsstöðum.
Síðan kenndi hún við St. Jóseps-
skólann í Hafnarfirði, Landa-
kotsskóla í Reykjavík, þá við
Breiðagerðisskóla og síðustu
starfsárin við Hlíðaskóla. Nokk-
ur sumur starfaði hún á barna-
heimilinu Silungapolli og nokkur
sumur var hún í kaupavinnu.
í Reykjavík hélt Dísa lengst af
heimili með foreldrum sínum og
Ragnheiði systur sinni. Samband
Dísu og móður hennar, Ragn-
heiðar Gísladóttur, var ákaflega
náið og ef til vill hefur aðskilnað-
ur þeirra fyrr á ævinni átt ein-
hvern þátt í því. Á heimili Her-
manns og Ragnheiðar og barna
þeirra ríkti gestrisni og góðvild og
þangað var gott að koma. Gestir
fóru þaðan ánægðari en þeir
komu, því heimilisfólkið gaf sér
tíma til að spjalla við þá, veitti
þeim beina og spurði frétta, miðl-
aði þeim fróðleik, fræddist af
þeim og tók þátt í gleði þeirra og
sorgum.
Vigdís Hermannsdóttir var
lágvaxin, fí'nleg og fríð sýnum
með fallegt dökkt hár. Hún hafði
ríka kímnigáfu og glaðlegt bros.
Hún var mjög músíkölsk og spil-
aði vel á píanó og hafði tæra og
fallega sópranrödd. Hún var
kennari af Guðs náð og hafði
mikinn metnað fyrir hönd nem-
enda sinna. Hún hafði ákaflega
mikla ánægju af starfi sínu, með-
an hún hafði heilsu til að stunda
það. Hún starfaði mikið með
nemendumsínum ítómstundum.
Hún hjálpaði þeim að setja upp
heilar skemmtidagskrár, söng,
dans og leikrit og varði frístund-
um sínum í að æfa þau og aðstoða
þau við að útvega og gera bún-
inga og leikmuni. Dísa söng í
ýmsum kórum, sótti tónlistarn-
ámskeið og hafði mikið yndi af
hvers konar tónlist. Hún varákaf-
lega velgerðmanneskjaogmátti
ekkert aumt sjá. Dísa safnaði
aldrei veraldlegum auði og hafði
sjaldan afgang til þess að gera
eitthvað fyrir sjálfa sig, en hafði
alltaf tök á að hlú að öðrum, til
dæmis systkinabörnum sínum.
Hún var ákaflega barngóð og það
voru hátíðisdagar í Kjósinni, þeg-
ar Dísa kom í heimsókn. Hún
kom fyrir jólin og hjálpaði okkur
að skreyta húsið. Gamall pappa-
kassi breyttist á svipstundu í fjár-
húsið í Betlehem í höndunum á
Dísu. Jesúbarnið lá þarna í jötu
sinni og stór stjarna vísaði vitr-
ingunum veginn. Gleðileg jól
stóð skrifað með bómull og
glimmer á bláan kreppappír. Svo
settist hún við orgelið og spilaði
og söng og kenndi okkur, systur-
börnunum sínum, ógrynni af
lögum og ljóðum. Og amma
Guðrún, sem var alltaf svo störf-
um hlaðin gaf sér meira segja
tíma til þess að koma og syngja
með okkur. Á sumrin fór Dísa
með okkur í berjamó og þegar
við komum heim var hitað kakó
og stundum gripið í spil. Það voru
alltaf jól þegar Dísa kom og mörg
tárin voru felld, þegar hún fór.
Þegar við komum til Reykjavíkur
sýndi Dísa okkur lystisemdir
borgarinnar. Hún fór með okkur
í Sundlaugarnar, Tívolí og
Hljómskálagarðinn, í leikhús, á
tónleika, bíó og söfn. Og heimur-
inn stækkaði og sjóndeildar-
hringurinn víkkaði fyrir tilstilli
Dísu.
Minningarnar þyrlast um hug-
ann og það stafar birtu fá minn-
ingu Vigdísar Hermannsdóttur.
En utan um þetta góða og
gegna hugarþel var skel, sem
ekki var nógu sterk til að standast
harðan heim. Strax um tvítugt
bar á því, að Dísa var ekki sterk á
taugum. Fólk, sem veikist af sál-
rænum sjúkdómum nýtur ekki
samúðar samferðafólksins á
sama hátt og þeir, sem þjást af
líkamlegum kvillum. Þannig
erum við mennirnir fullir af for-
dómum. Heilsuleysi háði Dísu
töluvert framan af ævi. í desemb-
er 1969 fékk hún heilablæðingu
og var flutt til Kaupmannahafn-
ar, þar sem hún gekkst undir
höfuðaðgerð. Eftir það hrakaði
heilsu hennar hægt og sígandi.
Síðustu ár æfinnar dvaldi Dísa í
Hátúni 12. Þar hlaut hún frábæra
umönnun, sem aldrei verður að
fullu þökkuð. Vistmenn og allt
starfsfólk gerðu það, sem í mann-
legu valdi stóð til að létta henni
veikindastríðið, þar til yfir lauk
hinn 8. nóvember síðastliðinn.
Ég trúi því, að nú sé hún Dísa
að spila og syngja um sólina og
vorið eins og við gerðum svo oft í
gamla daga.
Blessuð sé minning Vigdísar
Hermannsdóttur.
Ragnheiður Hansdóttir.
Böðvar Eyjólfsson
F. 4.10. 1921 - D. 10.9. 1984.
Okkar biðu ei œfintýri:
önn og strit á túni og mýri.
Kanski voru viðfangsefnin
venjuleg og hversdagsgrá.
Þó er í hverju lífi lifuð
leynd, sem aldrei verður skrifuð,
til er heimur hulinn bak við
hinn sem allir mega sjá.
Fagurt galaði fuglinn sá.
Guðmundur Böðvarsson
Böðvar Eyjólfsson var fæddur
á Melum í Melasveit í Borgar-
fjarðarsýslu, sonur hjónanna Sig-
ríðar Böðvarsdóttur frá Voga-
tungu, f. 1891 og Eyjólfs Sigurðs-
sonar frá Fiskilæk f. 4.4. 1891.
Viðstaða þeirra var stutt á Mel-
um, því leið þeirra lá fljótlega að
Fiskilæk á föðurleifð Eyjólfs, þar
sem þau bjuggu allan sinn bú-
skap.
Eyjólfur varð strax sem ungur
maður heillaður af ungmenna- og
samvinnuhreyfingunni og til-
einkaði sér þá h'fsspeki sem hann
nam af sér fróðari mönnum.
Hann kynnti sér ungur að árum
sauðfjárrækt norður í Þingeyjar-
sýslu, sem kom sér vel eftir að
hann fór að búa sjálfur, því fjár-
búið á Fiskilæk var eitt hið
stærsta utan Skarðsheiðar í hans
tíð. Eyjólfur gegndi marvíslegum
ábyrgðarstörfum fyrir sveit sína,
svo sem í hreppsnefnd, sýslu-
nefnd, oddvitastörfum og var
fulltrúi Borgfirðinga í Stéttar-
sambandi bænda ásamt fl. og fl.
Á þessu myndar- og menning-
arheimili ólst Böðvar upp með
systkinum sínum Sigurði og Jóni
sem búa á Fiskilæk með Höllu
systur þeirra og Guðrúnu Unni
sem er búsett á Akranesi, litla
telpu misstu Fiskilækjarhjónin er
Diljá hét. Alla tíð var mjög kært
með þeim systkinum og í æsku
þeirra var alltaf nóg að starfa og
nóg til að gleðjast yfir þá tóm-
stund gafst. Var þá ekki ónýtt að
fara á bak góðum reiðskjóta.
„Því engi er vinfár sem á góðan
hest“.
Samband móður og sonar var
mjög náið og hún unni heitt þess-
um blíðlynda hlédræga dreng
sem í látleysi sínu gat innt af
hendi öll sín skyldustörf af ósér-
hlífni.
Böðvar lauk tveggja vetra
námi frá Héraðsskólanum á
Laugarvatni með góðum vitnis-
burði og þeir gripir sem hann
smíðaði og vann í skólanum bera
vott um hagleik. Þegar tími gafst
frá bústörfum heima á Fisldlæk
vann hann að ýmsu svo sem hjá
vegagerðinni og stjómaði þá veg-
hefli. Ekki fannst honum nóg að
gert að hafa einfalt ökupróf,
heldur réðst í það að taka meira-
próf sem hann stóðst með ágæ-
tum, og öðlaðist eftir það réttindi
til að taka nemendur í bifreiða-
akstri.
Á sumardaginn fyrsta 22.4.
1954, kvæntist Böðvar Önnu
Margréti f. 8.7. 1934, Sigurðar-
dóttir, Magnússonar frá Stardal
og konu hans Sæunnar Bjama-
dóttur frá Gerðum í Garði. Brúð-
kaupið fór fram í Saurbæjar-
kirkju á Kjalamesi, en þar var
Anna Margrét alin upp hjá Guð-
laugu Jónsdóttir, f. 19.11. 1899 í
Bakkakoti í sömu sveit og manni
hennar Ólafi f. 22.10. 1879,
Eyjólfssyni, Runólfssonar kir-
kjubónda í Saurbæ og ljósa fjölda
bama allt að 600, að talið er. Eyj-
ólfur faðir Böðvars bar nafn
frænda síns Eyjólfs Runólfssonar
í Saurbæ og Sigríður móðir Böðv-
ars bar nafn Sigríðar Runólfs-
dóttir frá Saurbæ, er var kona
Þórðar Sigurðarsonar er fyrr bjó
á Fiskilæk og vom þau foreldrar
Matthíasar Þórðarsonar fom-
menjavarðar. Ein systir Eyjólfs
og Sigríðar í Saurbæ var Guðrún
síðasta kona séra Matthíasar Joc-
humssonar. Talið er að í Saurbæ
hafi sama ættin búið allt frá árinu
sextánhundruð.
Böðvar og Anna Margrét vom
bæði alin upp á traustum og góð-
um menningarheimilum og
höfðu því gott veganesti og var
jafnræði með þeim. Fyrsta árið
dvöldu ungu hjónin í Saurbæ en
árið eftir fengu þau til ábúðar
smábýlið Ártún í sömu sveit og
vom þau síðustu ábúendur þar.
íveruhúsið var sumarbústaður
sem reyndist lítið eða ekkert ein-
angraður, svo vetrarvistin varð
heldur kuldaleg. Vorið 1956 fá
þau ábúð á hluta af Saurbænum
og síðar allan Saurbæinn og þar
hafa þau búið allan sinn búskap í
sambýli við Guðlaugu Jónsdóttur
fósturmóður Önnu, sem dvelur
nú háöldmð á Reykjalundi.
Fljótlega eftir að Böðvar settist
að í Saurbæ var honum falið það
ábyrgarmikla starf að vera fjall-
kóngur og stjóma leitum og má
segja að þar hafi hann verið í ess-
inu sínu, því vart var hægt að
hugsa sér fjárgleggri mann. Ær
sínar þekkti hann þó í mikilli
fjarðlægð væru og nöfn þeirra og
ættir gat hann rakið eins og faðir-
vorið.
Bú þeirra hjóna Böðvars og
Önnu í Saurbæ var alla tíð smátt í
sniðum en samheldni og nægju-
semi bættu það upp. Bæði höfðu
þau ánægju af því að umgangast
búsmalann og vora mjög sam-
hent við hvað eina sem að því
laut, áhugamál þeirra beggja
vora hestar og þá ánægju veittu
þau sér að stíga á bak góðum
hesti þegar tími vannst til.
Þau eignuðust sex börn og era
þau þessi í aldursröð: Ólafur f.
27.9.1954, Eyjólfur f. 10.5.1956,
Sigríður f. 25.6. 1957, Guðlaug f.
22.2.1959, Halldóra f. 23.3.1960
og Ragnheiður f. 23.6. 1961.
Nú að leiðarlokum vil ég minn-
ast með þakklæti þeirrar vináttu
sem hefur ríkt milli heimila okkar
og þá gagnkvæmu tryggð sem
hefur haldist í gegnum áranna rás
án þess að skugga hafi borið á
milli. Ég vil einnig minnast þess
ofur þunga sem hvert heimili ber
er þarf að annast fatlaða einstak-
linga.
Um nokkurra ára skeið hefur
Böðvar barist við þungbær
veikindi, en það er ekki hægt að
segja annað en að hann stóð á
meðan stætt var og þó öllu
lengur.
Böðvar andaðist á Reykja-
lundi mánudaginn 10.9. 1984.
Við hjónin vottum Önnu konu
hans innilega samúð og biðjum
henni, börnum þeirra og Guð-
laugu fóstra Önnu guðs bless-
unar.
Hulda Pétursdóttir.
Flmmtudagur 15. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11