Þjóðviljinn - 17.11.1984, Síða 5
Af hverju vegnar þeim flokkum
sem eru í stjórnarandstöðu og
kenna sig afdráttarlaust við
vinstri mennsku ekki betur í bar-
áttunni um hylli almennings en
raun ber vitni? Er til dæmis
stjórnarandstaða Alþýðubanda-
lagsins innan þings og utan nægi-
lega kraftmikil? Er innbyrðis
sundurvirkni of mikil til að flokk-
urinn geti hist í farvegi sem ber
hann að því marki sem hinir ólíku
straumar vinstri hreyfíngarinnar
hljóta að stefna að: ríkisstjórn
verkalýðsflokks eða -flokka? Eða
er flokkakerfí vinstri hreyfingar-
innar ef til vill ekki nægilega í takt
við tímann til að duga í barátt-
unni við liðsmenn andstæðra
hugmynda? Þarf kannski að
stokka upp allt flokkakerfið eins-
og Svavar Gestsson hélt fram í
viðtali við Þjóðviljann fyrr í þess-
ari viku?
Vond
ríkisstjórn
Aðstæður í þjóðfélaginu í dag
eru þannig, að skilyrði fyrir ske-
leggum vinstri flokki ættu að vera
mjög góð. Samsteypustjórn
flokka sem almenningur tengir
gjarnan við spillingu og brask,
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins, hefur setið við
völd í næstum eitt og hálft ár. Á
þeim tíma hefur hún komið í
kring einhverri mestu kjara-
skerðingu í sögu lýðveldisins.
Strax í upphafi ferils síns setti
stjórnin fímm bráðabirgðalög (og
framkvæmdi 15 prósenta gengis-
fellingu), sem meðal annars af-
námu samningsrétt verkalýðsfé-
laga til 1. febrúar þessa árs, og
bönnuðu auk þess hver kyns vísi-
tölutryggingu launa fram til 1.
júní á næsta ári. Á þessum tíma
hefur kaupmáttur launafólks
minnkað um hvorki meira né
minna en fjórðung (!) vegna að-
gerða rikisstjórnarinnar.
Hagstæö
skilyrði
Ofan á þetta bætist, að hörð
þjóðfélagsátök eru nýlega afstað-
in, sem lömuðu þjóðfélagið að
verulegu leyti um hartnær mán-
aðar skeið. Það er óhætt að full-
yrða að í verkfalli BSRB átti sér
stað verulega vitundarvakning
hjá þeim sem tóku þátt í aðgerð-
unum. Auk þeirrar sjálfvirku
vakningar sem yfirleitt verður í
verkföllum gerðist það einnig, að
Sjálfstæðisflokkurinn birtist fólki
í sínum versta búning.
Ráðherrar hans brutu þannig
lög til að koma í veg fyrir launa-
greiðslur, flokkurinn sjálfur
leyfði afnot af húsakynnum sín-
um í Reykjavík undir ólöglega út-
varpsstöð sem var beinlínis sett á
laggirnar til að afflytja BSRB.
Ráðherra flokksins notaði síðan
vald sitt til að stöðva rannsókn
rannsóknarlögreglunnar á út-
varpsstöðinni með þeim hætti, að
hann er nú sjálfur í yfirheyrslum
hjá lögreglunni útaf afskiptum
sínum. í ofanálag var svo það, að
fjármálaráðherra flokksins sví-
virti heila starfsgrein, kennara,
mjög grimmilega á Alþingi.
Ástandið má því í rauninni
draga saman á eftirfarandi hátt:
Núverandi ríkisstjórn hefur á til-
tölulega stuttum tíma beitt sér
fyrir einni hörðustu kjaraskerð-
ingunni sem þjóðin hefur nokkru
sinni sætt. Hún hefur jafnframt
átt mjög nýlega í hörðum átökum
við eitt af stærstu samtökum
verkalýðshreyfingarinnar. Við
slíkar aðstæður má að öðru jöfnu
gera ráð fyrir auknu fylgi við ske-
leggan vinstri flokk í stjórnar-
andstöðu.
Nýir flokkar
Staðreyndin er eigi að síður sú,
að Alþýðubandalaginu hefur
ekki tekist að notfæra sér ástand-
ið. Tiltölulega nýjar skoðana-
kannanir gefa um þetta ákveðna
vísbendingu, en þó vegur þyngra
að manna á meðal er ekki sú
spenna og hreyfing í kringum AI-
þýðubandalagið sem tengist
flokki sem hefur lent í góðum
byr. Þetta er einkum áberandi á
meðal yngra fólks.
Flokkur sem vill lifa til að
verða hluti af sterkri hreyfingu
þarf auðvitað að spyrja sjálfan
sig: Hvað veldur?
Skýringarnar eru margþættar.
Alþýðubandalagið er í erfiðri
stöðu að því leyti, að nú hafa nýir
flokkar, kvennalistarnir og
Bandalag jafnaðarmanna, haslað
sér völl í vinstri kanti
stjórnmálamiðjunnar. Stefna
þeirra er vissulega nokkuð á reiki
en fólk, óánægt með gömlu
flokkana og ástandið í heild, sér í
þeim nýjabrum og ferskleika. í
samanburði við þær virkar Al-
þýðubandalagið óneitanlega
stundum dálítið miðaldra. Því
hefur til dæmis ekki tekist að
koma til skila til fólks því lýðræði
sem er innan flokksins, og gefur
til að mynda minnihlutum mjög
góða möguleika á að láta rödd
sína heyrast í valdastofnunum
flokksins. Nýju flokkarnir hafa
hins vegar hagnast verulega á
iýðræðislegu fyrirkomulagi sem
þeim hefur tekist að auglýsa bæri-
lega gegnum fjölmiðla.
í stuttu máli: Það er blint fólk
sem ekki sér þá hættu sem Al-
þýðubandalaginu er búin af hin-
um nýju flokkum og til að halda
áfram að vera hluti af lifandi
vinstri hreyfingu þarf flokkurinn
auðvitað að aka seglum eftir
breyttum aðstæðum.
Forystan
En það þarf líka að huga að
fleiru. Hafa til dæmis fulltrúar
flokksins, forystufólkið, komið
árum hans nægilega vel fyrir borð
gagnvart almenningi? Tekst for-
ystusveitinni nægilega að höfða
til „hins breiða fjölda í byggðum
landsins" svo gömul klisja sé not-
uð?
Svarið við seinni spurningunni
er tvímælalaust neikvætt. Það
vantar til dæmis konur í foryst-
una. Konur í röð talsmanna
flokksins. Það er ekki nóg að hafa
reglur sem gefa konum fjögur af
hverjum tíu sætum í stofnunum
og á listum flokksins. Þær þurfa
líka að veljast í forystukjarnann.
Þegar 40 prósent reglunni er
veifað í rökræðum við til dæmis
kvennalistakonur kemur ævin-
lega að spurningunni: „En hvers
vegna er næstum engin kona í for-
ystusveitinni?"
Um þann hluta flokksins sem
hefur valist til starfa í þinginu er
það eitt að segja að hann er fylli-
lega sambærilegur við aðra þing-
flokka og meir en það. í honum
eru einstaklingar sem standa
hverjum sem er á sporði í þing-
inu, og eru óþreytandi við að
boða stefnu flokksins um borg og
bý.
En auðvitað er það ekki ein-
ungis þingliðið sem skiptir máli.
Hvergi á landinu er jafn mikið af
fólki og í Reykjavík sem fylgir
Alþýðubandalaginu að málum, -
eða væri hægt að fá til fylgis við
það væri rétt á málum haldið.
Þessvegna skiptir afar miklu
hvernig forystu flokksins í mál-
efnum borgarinnar tekst að koma
stefnu bandalagsins á framfæri.
Hvernig sem mönnum finnst
henni hafa tekist til, þá verður að
segja það umbúðalaust, að það er
útbreidd skoðun á meðal Al-
þýðubandalagsmanna og ann-
arra, að eitt hinna nýju samtaka,
Kvennaframboðið, hafi veitt Al-
þýðubandalaginu mjög harða
keppni í stjórnarandstöðunni í
borgarstjórn, og amk. á stundum
haft betur. Þessu þarf að kippa í
lag. Ella getur það orðið flokkn-
um dýrkeypt enda tiltölulega
stutt til borgarstjórnarkosninga.
Verkalýðs-
hreyfingin
Eitt af þeim atriðum sem þarf
jafnframt að skoða með tilliti til
framtíðar flokksins eru tengsl
hans við verkalýðshreyfinguna.
Af ýmsum ástæðum er þetta mál
viðkvæmt, en þarf hins vegar að
ræða fyrr en seinna.
í dag er ástandið ósköp ein-
faldlega þannig að fyrir almenn-
ingsálitinu er Alþýðubandalagið
óspart gert ábyrgt fyrir gjörðum
verkalýðsforystunnar, án þess þó
að geta ráðið miklu um athafnir
hennar. Þetta stafar af því, að í
áberandi forystuhlutverkum
innan verkalýðshreyfingarinnar
eru menn sem eru jafnframt
flokksbundnir Alþýðubandalags-
menn, og gegna oftar en ekki
trúnaðarstörfum fyrir það. Um
það er auðvitað ekkert nema gott
eitt að segja.
Að sjálfsögðu ræðast þessir
menn við, þegar þeir hittast á
vettvangi flokksins. En það er
einfaldlega ekki sá staður þar
sem ákvarðanirnar eru teknar.
Þær eru teknar úti í verkalýðsfél-
ögunum, í samráði við fólk sem
gjarnan kemur úr öðrum flokk-
um. í þessu sambandi má minna á
að varaforseti ASÍ til dæmis er
Sjálfstæðismaður, varaformaður
VMSÍ er Alþýðuflokksmaður og
Framsóknarmenn er að finna í
áhrifastöðum í verkalýðshreyf-
ingunni. Þessu þarf að koma bet-
ur til skila.
Pólitískar
kröfur
Staðreyndin er sú, - hvort sem
mönnum líkar betur eða ver - að
Alþýðubandalagið býr ekki til
línu sem meðlimir þess í verka-
lýðsforystunni fylgja, einsog at-
burðir þessa árs sýna best. Þess
vegna er erfitt að sætta sitt við, að
meðan flokkurinn getur litlu
ráðið um ákvarðanir verkalýðs-
forystunnar, þá skuli hann fyrir
almenningsálitinu eigi að síður
vera
Úr þessum undarlega vanda er
sú leið fær, að Alþýðubandalagið
lýsi yfir ótvíræðri hollustu sinni
við verkalýðshreyfinguna en setji
jafnframt tilteknar pólitískar
kröfur á hendur henni, sem öllum
verði ljósar. Með því að setja
fram slíkar kröfur er flokkurinn
ennfremur að áskilja sér rétt til
að gagnrýna forystu verkalýðs-
hreyfingarinnar þegar ekki tekst
nægilega vel til.
Með slíku móti yrði Alþýðu-
bandalagið aldrei fangi verka-
lýðsforystunnar - né hún band-
ingi flokksins.
Ossur Skarphéðinsson
Laugardagur 17. nóvember 1984 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5