Þjóðviljinn - 20.11.1984, Side 1
HEIMURINN
ÞJÓÐMÁL
ÍÞRÓTTIR
Ríkisstjórnin
16 prósent gengisfelling!
Svavar Gestsson: Fólskuleg árás og hefndarráðstöfun gegn verkafólki. Ekkert
samkomulag um efnahagsráðstafanir nema gengisfellingu! Geir Hallgrímsson
orðinn formaður ráðherraflokks Sjálfstœðismanna en Þorsteinn ískugganum
essar ráðstafanir rfldsstjórn-
arinnar eru ekkert nema
hefndarráðstafanir gegn verka-
lýðshreyfingunni. Gengislækk-
unin nemur 12 prósentum, en
þegar eru komin fram 4 prósent í
gengissigi upp á síðkastið.
Kauphækkanir samkvæmt samn-
ingum eru hins vegar einungis 10
prósent til að byrja með. Þessi
árás ríkisstjórnarinnar er því
þeim mun fólskulegri þar sem
gengislækkunin nemur miklu
meir en þeim kostnaðarhækkun-
um sem fyrir liggja í þjóðfélaginu
vegna nýgerðra kjarasamninga.
Þetta sagði Svavar Gestsson,
formaður Alþýðubandalagsins, í
gær um gengislækkunina.
Gengislækkunin er niðurstaða
stöðugra helgarfunda þeirra
Geirs og Alberts annars vegar og
Steingríms og Halldórs Ásgríms-
sonar hins vegar. Ekkert sam-
komulag náðist hins vegar um
hliðarráðstafanir í efna-
hagsmálum, þrátt fyrir stöðug
fundahöld ríkisstjórnar og þing-
flokka stjórnarflokkanna í gær-
dag. Mikil átök munu vera innan
stjórnarinnar og þó einkum Sjálf-
stæðisflokksins vegna efna-
hagsmálanna.
Athygli vekur að Þorsteinn
Pálsson formaður Sjálfstæðis-
flokksins tók ekki þátt í viðræð-
unum um helgina, þegar gengis-
fellingin var ákveðin, en Geir í
hans stað. Að sögn ráðherra í
flokknum er Geir nú formaður
svokallaðrar ráðherranefndar
flokksins og hefur þarmeð tekið
að ser forystu innan flokksins í
veigamiklum málaflokkum, en
Þorsteini verið ýtt til hliðar í bili.
Ástæða þess er meðal annars sú,
að Albert og Þorsteinn hafa ekki
getað komið sér saman um efna-
hagsstefnu, og Albert vill ekki að
Þorsteinn komi nálægt fjármál-
unum meðan hann fer með þau
mál.
Þær tillögur í efnahagsmálum
sem hafa verið ræddar ganga út á
lækkun tekjuskatts og „neyslu-
skatt“, en afskaplega lítið hafði í
gær þokast í samkomulagsátt,
samkvæmt heimilduin Þjóðvilj-
ans.
ÖS/óg/ór.
Stjórnin
Sveitarfélögin lömuð
Forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar vísar
til þess að engar forsendur fjárhagsáœtlana
séu Ijósar
Igær var haldin fjármálaráð-
stefna Sambands sveitarfélaga
þarsem átti að kynna forsendur
Qárhagsáætlana sveitarfélaganna
fyrir næsta ár. í Ijós kom að ekki
var hægt að kynna forsendurnar,
þarsem engar tölulegar upplýs-
ingar eða aðrar um efnahags-
stefnu næsta árs lágu fyrir, þar-
sem ríkisstjórnin hefur ekki enn-
þá gengið frá fjárlögum né heldur
stefnuræðu forsætisráðherra.
Jón Sigurðsson forstöðumaður
Þjóðhagsstofnunar sem fenginn
hafði verið til þessa verkefnis á
ráðstefnunni lýsti því yfir að
vegna þessa gætu menn ekki
fengið þær upplýsingar sem vant
væri að veita á þessari ráðstefnu.
Formaður Sambandsins, Björn
Friðfinnsson, lýsti því yfir að í
áraraðir hefðu sveitarfélögin
ekki búið við annað eins óöryggi í
efnahagsmálum og fundarmenn
myndu fá upplýsingarnar sendar í
pósti þegar þær lægju fyrir. - óg.
Miðstjórnarkjör
Lúðvík langefstur
Konur komnar í meirihluta
Lúðvfk Jósepsson varð langefst-
ur með 142 atkvæði þegar kos-
ið var til miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins á flokksráðsfundi
um síðustu helgi.
Sigríður Stefánsdóttir frá Ak-
ureyri hlaut næstflest atkvæði,
124, og Svanfríður Jónasdóttir
frá Dalvík hlaut 123 atkvæði.
Eftir kjörið eru konur komnar
í meirihluta í miðstjóm og til
marks um frammistöðu þeirra í
kjörinu er að þær hlutu 36 af 70
kjörnum fulltrúum.
Mikill fjöldi félaga úr verka-
lýðshreyfingunni hlaut kosningu
til miðstjómar. Þeirra á meðal
vom Ásmundur Stefánsson,
Guðjón Jónsson, Sigrún Clausen
og Hansína Stefánsdóttir. Guð-
mundur Þ. Jónsson, formaður
Landssambands iðnverkafólks,
náði hins vegar ekki kjöri að
þessu sinni.
Þá má geta þess, að Pétur Tyrf-
ingsson náði aðeins kjöri sem
varamaður.
-ÖS
Sjá bls. 2, 4, 7,
8, 13 og 19.
Kominn
afturl
Geir Hallgrímsson er nú orðinn formaður í ráðherrahópi Sjálfstæðisflokksins. í krafti þeirrar formannsstöðu er hann nú
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ákvörðunum innan ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál. Þessi endurkoma Geirs Hallgríms-
sonar skapar nýja stöðu í Sjálfstæðisflokknum. Geir gegnir formannsstöðu innan ríkisstjórnarinnar en Þorsteinn Pálsson
utan hennar. Myndin var tekin þegar ráðherraformaðurinn kom á ríkisstjórnarfund fyrir helgina.