Þjóðviljinn - 20.11.1984, Page 4

Þjóðviljinn - 20.11.1984, Page 4
LEIÐARI Leið lýðræðis og jafnréttis Á glæsilegum flokksráösfundi Alþýöubanda- lagsins um sl. helgi var samþykkt ýtarleg stjórnmálaályktun, þar sem m.a. er fjallað um nýja landsmálastefnu sem félagshyggjufólk og jafnréttissinnar eigi aö geta sameinast um. í ályktuninni segir að Alþýðubandalagið muni „beita sér fyrir því að umræðum um leiðir að hinum sameiginlegu markmiðum fari fram á vinnustöðum og í samtökum launafólks, svo að öllum almenningi gefist kostur á að koma sjón- armiðum sínum á framfæri. Alþýðubandalagið mun einnig leita eftir viðræðum við Alþýðuflokk- inn, Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista og aðra aðila, hópa og einstaklinga utan þings og innan um þetta viðfangsefni, m.a. við þá sem áður hafa verið tengdir stjórnarflokk- unum“. í stjórnmálaályktuninni segir að brýnasta við- fangsefnið á næstu mánuðum sé að efla sam- stöðu allra þeirra sem hafna leið ríkisstjórnar- innar. í þessu skyni leggur Alþýðubandalagið áherslu á sex stefnuatriði: í fyrsta lagi að kaupmáttur nýgerðra kjara- samninga veröi varinn og komið verði í veg fyrir niðurskurð á félagslegri þjónustu. Alþýðu- bandalagið leggur fram ýtarlegt frumvarp í þessu skyni á alþingi. í öðru lagi verði lagður grundvöllur að nýrri og réttlátari tekjuskiptingu í íslensku þjóðfélagi. Fjármagn verði fært frá stóreignamönnum og fjármagnseigendum til framleiðslugreina og launafólks. Jafnframt verði skattkerfinu breytt þannig að fyrirtæki og fjármagnseigendur beri sinn réttmæta skerf. í þ/iðja lagi verði hafin ný sókn í atvinnumál- um. í því sambandi er lögð áhersla á að hugvit, þekking og reynsla hafi mikilvægu hlutverki að gegna í útflutningi okkar. I fjórða lagi er lögð áhersla á sókn íslendinga í menningar- og menntamálum. í fimmta lagi er svo lögð áhersla á aukið lýðræði og valddreifingu í þjóðfélaginu. „Tryggja verður að allir sem ákvarðanirnar snerta eigi kost á að taka þátt í mótun þeirra'1, og breyta verði starfsemi ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og verklýðsfélaga í þessu skyni. í sjötta lagi er þess krafist að ísland verði ekki vettvangur aukins vígbúnaðar og komið verði í veg fyrir að sífellt fleiri tæki sem tengjast hern- aðarkapphlaupi risaveldanna verði staðsett hér á landi. „ísland leggi sitt lóð á vogarskálarnar til þess að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og styrkja alla viðleitni til afvopnunar". í stjórnmálaályktun Alþýðubandalagsins er lögð áhersla á að íslendingar eigi um tvær leiðir að velja: braut kjaraskerðingar og markaðs- kreddu sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk- urinn hefur markað og hins vegar braut félags- hyggjunnar sem hér hefir verið gerð grein fyrir. i ályktuninni segir: „Alþýðubandalagið fagnar þeim áhuga sem víða hefur komið fram á því, að ræddar séu ýmsar aðferðir til að koma á sam- stöðu um nýtt landsstjórnarafl sem kæmi í stað núverandi ríkisstjórnar". „íslendingar standa nú á tímamótum. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja að þjóðin beri gæfu til að velja rétta leið - leið lýðræðis og jafnréttis, friðar og manngildis". KLIPPT OG SKORIÐ Fjölmiðlaskvaldur ? Bókina til vegs og virdingar Fjölmiðlagruggið Klippari þessa þáttar hefur stundum verið að nöldra yfir því sem kalla mætti fjölmiðlaveiki. En hún er fólgin í því, að þeir sem við fjölmiðla starfa, halda að til- veran sé smíðuð handa þeim sér- staklega til að fjasa um og kann- ski sé það þeirra eigin fjas (á já- kvæðu máli„umfjöllun“) sem skipti mestu máli. I Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins nú um helgina er nokkuð komið inn á þetta efni. Það er talað um „skvaldur og afvega- leiðandi hávaða“ í fjölmiðlum, sem verði til þess að vart heyrist í merkum mönnum. Þá segir: „Stundum virðist sem fjöl- miðlamenn teljisértrú um að völd þeirra séu nœr ótakmörkuð. Peir geti setið ískjóli hávaðans ogfisk- að endalaust á yfirborði samtímr ans, ef svo mœtti að orði kom- ast. Allt ofsjaldan eru gerðar til- raunir í fjölmiðlum til að skyggn- ast undir yfirborðið og draga upp mikinn feng og góðan úr djúpun- um. Allt of margir verðmœtir menn leita undir steina til að forð- ast fjölmiðlagruggið". Hver leggur orð í belg? Bréfritari hefur að sönnu til- hneigingu til að láta sem hans eigið Morgunblað sé á nokkuð öðrum bási en aðrir fjölmiðlar í þessu efni. Og þykir hverjum sinn fugl fagur sem fyrr. Dugir ekki að rífast um það hér. En at- hugasemdin að ofan er þörf. Þó er enn þarfara framhaldið, þegar bréfritari minnir á það, að „Pegar menn voru hátíðlegir fyrir nokkrum árum skírskotuðu þeir til þess að á íslandi vceri ekki frjáls fjölmiðlun, heldur í stóru fínu löndunum sem hafa upp á að bjóða blöð eins og Times og Was- hington Post. Par átti frelsið að vera.“ Nei, segir bréfritari - yfir fjöl- miðlum í „stóru fínu löndunum" situr einskonar yfirstétt fárra út- valda sem ráða efni fjölmiðlanna - meðan við á íslandi höfum átt því láni að fagna til þessa að al- þýða manna hefur viljað og getað lagt orð í belg: „Uppi yrði fótur og fit á rit- stjórnarskrifstofum Washington Post ef þangað kœmi bandarískur spámaður eða á ritstjórnarskrif- stofum Times í Lotidon ef þar birtist allt í einu breskur bóndi og óskuðu eftir því að taka til máls um utanríkisstefnu viðkomandi landa eða önnur mikilvœg þjóð- og menningarmál. Slíkt er raunar óhugsandi hjá þessum svokölluðu frjálsu fjölmiðlum“. Skömmu síðar er þessu bætt við: „Við skulum varast fjölmiðla- yfirstétt og hafa það frelsi sem við erum vön, en aðrar þjóðir ekki. Það erfrelsi ræktaðs almennings, sem er ekki sama um það um- hverfi og það þjóðfélag sem hann býr í“. Margt er frelsið Þetta eru mjög athyglisverð sjónarmið og næstu ólík mörgu því sem ýmiskonar gasprarar hafa verið að jrvaðra um ágæti „svokallaðra frjálsra fjölmiðla“ sem eru í reynd ekki barasta tengdir „fjölmiðlayfirstétt" held- ur og römmum hagsmunum yfir- stétta hér og þar. Reykjavíkur- bréfið fer ekki út í þá sálma og er það ekki nema von. Hitt er svo dálítið skrýtið að allt í einu kemur þessi athugasemd um ríkisút- varpið eins og fjandinn úr sauðar- leggnum: „Með aukinni samkeppni frjálsra útvarpsstöðva mun efni ríkisútvarpsins frekar batna en versna, enda er það lögmál að samkeppni veitir aðhald". Hér gerist það eina ferðina enn, að gert er ráð fyrir því, að það gildi nákvæmlega það sama um samkeppni á sviði t.d. útvarps og sjónvarps og samkeppni í bíla- framleiðslu, svo aðgengilegt dæmi sé nefnt. En efni banda- rískra sjónvarpsstöðva bætist ekki við það, að við til dæmis tíu rásir bætast aðrar tíu auglýsinga- rásir:þvert á móti er líklegt að samnefnarinn í efnisvali allra þessara rása lækki. Og að því er varðar frjálsar útvarpsstöðvar á íslandi, þá hefur enginn til þessa getað borið fram skynsamleg rök fyrir því, að tilvera þeirra muni bœta efni í útvarpi - í þeim skiln- ingi sem bréfritari Morgunblaðs- ins talar um. Eða svo hans orð séu notuð: efla það „frelsi rcekt- aðs almennings, sem er ekki sama um það umhverfi og það þjóðfé- lag sem hann býr (“. Innskot bréf- ritara verður óskiljanlegt nema gert sé ráð fyrir því, að „frjálsu“ stöðvarnar taki að sér allt „skvaldur og afvegaleiðandi há- vaða“ og ríkisútvarpið geti þá verið í friði með ræktun tungu og menningar? Spyr sá sem ekki veit. Bækur og peningar Undir lok bréfsins er talað um bókaútgáfu. Þar segir réttilega í framhaldi af umræðum liðinna vikna um að bókin sé í kreppu: „Það er ekki nóg að segja að bókin eigi að halda velli heldur verður að fylgja með: hvaða bók? Það er engin ástæða til þess að alls kyns rusl í bókarformi sé í hvers manns höndum og er það sú hliðin sem snýr að bókaútgef- endum hér á landi. Þeir verða að vanda betur til útgáfustarfsemi sinnar, hugsa minna um metsölu- ævintýri og sölumennsku og gera sér grein fyrir því að hin raun- verulegu verðmæti eru ekki pen- ingar, heldur það sem þeir hafa fram að færa“ Það er prýðilg skoðun vitan- lega, að peningar séu ekki raun- veruleg verðmæti. En eins og- Steinn Steinarr orti spámann- iega: Hvað hefði Friedman sagt? AB DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útg«fandl: Útgáfutélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ossur Skaiphéðinsson. Rltatjómarfulltrúl: Oskar Guðmundsson. Fróttaatjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Asdls Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gislason, Mörður Ámason, Ólatur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Viðir Sigurðsson (Iþrótlir). Ljósmyndir: Atii Arason, Einar Karisson. Úttlt og hónnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarkalaatur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Framkvaamdaat|órl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfatofuatjórl: Jóhannes Harðarson. Auglýalngaat|órl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýaingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgrelðaluatjórl: Baldur Jónasson. Afgrsiðala: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Slmavarala: Asdís Kristinsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Húamœður: Bergljót Guðjónsdóttir, Ólöf Húnfjörð. Innlwlmtumann: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavik, sími B1333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð I lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Askriftarverð á mánuði: 275 kr. ' 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.