Þjóðviljinn - 20.11.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.11.1984, Blaðsíða 6
HEIMURINN Sovésk stjórnmál Biðleikir heima og erlendis Blaðað í ræðum Tsjernenkos og Gromikos Þær vangaveltur um endur- reisn Stalíns, sem raktar eru hér á bls. 5 hafa ekki verið á dagskrá í máli Tsjernenkos að- alritara og Gromikos utanríkis- ráðherra - hvorki í ræðu þeirra sem Gromiko hélt á byltingar- afmælinu á dögunum, né held- ur í ræðu sem Tsjernenko hélt yfir fundi framkvæmdastjórn- ar Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna í fyrri viku. Efnahagsmál Efnahagsmál voru höfuðvið- fangsefni Tsjernenkos. Hann lof- aði því, að rauntekjur mundu aukast um 3,3% á æsta ári „sem er talsvert hærra en á undanförn- um fjórum árum“. Sem og oft áður lagði aðalritari Kommún- istaflokksins mikla áherslu á nauðsyn þess að „fullkomna stjórnunina". f því sambandi sagði hann meðal annars: „Upphaf þessa verks var til- raun til að auka sjálfstæði og á- byrgð fyrirtækja hjá fimm ráðu- neytum. 21 ráðuneyti til viðbótar munu bætast í hópinn á næsta ári. Auk þess er verið að setja þjón- ustufyrirtækjum í.mörgum hé- ruðum ný skilyrði“. (ívitnanir í ræður eru endursagnir og þýðing- ar APN). Þetta þýðir, að því er best verð- ur séð, að þær tilraunir til að slaka nokkuð á miðstýringu í efnahagsmálum, sem byrjað var á á dögum Andropofs, haldi áfram. Það er reyndar ekki nýtt, að sovéskir forystumenn tali um nauðsyn þess að auka framleiðni með aukinni ábyrgð og sjálfsá- kvörðunarrétti fyrirtækja, en lengst af hefur það viðhorf haft betur, að unnt væri að svara þörf- um fólks með miðstýringu. Sambúð við vestrið Bæði Gromiko í ræðunni á byltingarafmælinu og Tsjern- enko nú síðast viku að afvopnun- armálum og sambúðinni við Bandarikin. Gromiko sagði með- al annars: „Hin herskáu öfl heimsvalda- stefnunnar, fyrst og fremst í Bandaríkjunum, fylgja herskárri stefnu í heimsmálum af mikilli þrákelkni. Hættulegustu aðgerð- ir þeirra eru að reyna að raska núverandi hernaðarjafnvægi og ávinna sér hernaðaryfirburði... Leiðtogar Nató ættu að vita að kröfum þeirra um hernaðaryfir- burði er ekki ætlað að verða að veruleika. Sovétrfkin, ásamt bandamönnum þeirra, munu koma í veg fyrir það“. Tsjernenko hefur í sinni ræðu samskonar áhyggjur af því sem hann kallar „tilraunir hennar (heimsvaldastefnunnar) til að ná yfirburðum umfram hið sósíal- íska samfélag". Ummæli af þessu tagi eru orðin nokkuð svo fastur hryggjarliður í skeytum þeim sem fara á milli risanna tveggja: ótt- inn er við að hinn láti sér ekki nægja „óttajafnvægi" heldur vilji tala við andstæðinginn úr yfir- burðastöðu. Fyrrnefnd ræða Gromikos bendir annars til þess, að þótt Sovétmenn hafi næsta illan bifur á nýendurkjörnum forseta Bandaríkjanna, þá vonist þeir eftir samningaviðræðum, sem gætu skilað nokkrum árangri. En bersýnilega telja þeir að Banda- ríkjamenn eigi næsta leik. áb. Dagur Þorleifsson Vill nokkur sameina Þýskaland? Honecker hœtti við heimsókn vesturyfir. Margir hafa hag afskiptingu Þýskalands Nú í haust höfðu menn það mjög á milli tanna, að Erich Honacker, leiðtogi ríkisflokka og rikis í DDR, Austur-Þýska- landi, ætlaði að heimsækja kanslara Vestur-Þýskalands, en hætti svo við. Þau sinna- skipti voru rakin til þess, að sovéskum ráðamönnum var meinilla við þennan samdrátt yf ir landamærin, en Ijóst var að svo er um fleiri. Þar á bak við liggja margvíslegar ástæður sem Dagur Þorleifsson rekur í eftirfarandi grein sem skrifuð var meðan tiðindi voru fersk, en heldur gildi sínu eigi að síð- ur. Það fjögurra áratuga tímabil, sem liðið er frá lokum heimsstyrj- aldarinnar síðari, hefur umfram allt annað einkennst af spennu, magnaðri af gagnkvæmri tor- tryggni og meiri eða minni fjand- skap, á milli Vesturlanda annars- vegar og Sovétríkjanna hinsveg- ar. í því er þó ekki allt sem sýnist. Þetta spennuástand hefur smám- saman orðið að tiltölulega fastmótuðu kerfi, einskonar samkomulagi um að vera ósam- mála. Á bakvið það liggja augljósir efnahagslegir hagsmun- ir báðumegin, og ber þá einkum að geta þeirra, sem telja sér hag að vígbúnaðarkapphlaupinu. í tengslum við það eru til þess að gera skammtíma pólitískir hags- munir, sem liggja nokkuð í augum uppi. En þar að auki kem- ur inn í þetta mál stórpólitík, sem á sér dýpri rætur. Grundvallar- samstaða Allt frá því á síðari hluta mið- alda og fram á nítjándu öld voru pólitíkar aflstöðvar Evrópu eink- um í henni vestan-, sunnan-, austan- og jafnvel norðanverðri. Þetta stafaði af því, að í þessum hlutum álfunnar hafði þá komist á sterkt miðstjórnarvald, er náði yfir stór svæði. Þýskaland var hinsvegar sundrað í óteljandi smáríki og því tiltölulega aflvana pólitískt. Þetta gerbreyttist á nítj- ándu öldinni, erþýska málsvæðið (að undanteknum hinum þýsk- umælandi hlutum Austurríkis og Sviss) sameinaðist í eitt ríki undir Prússakonungi, sem þar með varð Þýskalandskeisari. Varð Þýskaland þá pólitísk þungam- iðja meginlands Evrópu. Sú spenna, sem þessar nýju kring- Bismarck: fyrir hans daga var Þý- skaland tiltölulega afllítið. umstæður höfðu í för með sér, átti drjúgan þátt í að koma heimsstyrjöldunum tveimur af stað. Með vissri einföldun má segja, að helsta baráttumál Vest- urveldanna og Rússa í þeim stríðum hafi verið að sveigja pól- itískar kringumstæður Evrópu að einhverju marki aftur á bak til þess horfs, er verið hafði fyrir 1870. Og eftir heimsstyrjöldina síðari var Þýskalandi sundur- skipt, stór svæði austan af því lögð undir Pólland og Sovétríkin og úr afganginum gerð tvö ríki. Helstu pólitískar aflstöðvar Vest- urlanda og Evrópu hafa sfðan verið í Norður-Ameríku og Rúss- landi, en Þýskaland áhrifaminna í heimsstjórnmálunum, hlutfalls- lega, en það hafði verið lengst af frá því á síðari hluta nítjándu aldar og framundir þá tuttugustu miðja. Sovétmenn hafa manna mest lagt kapp á, að þannig skuli það verða um alla framtíð, en um þetta atriði er í raun og veru grundvallarsamstaða með þeim og Vesturlandamönnum, sam- staða, sem er drjúgur þáttur í því samkomulagi um að vera ósam- mála, sem fyrr var á drepið. Drægi úr spennunni milli Vestur- landa og Rússa, hvað þá ef hún hyrfi að mestu, eru verulegar lík- ur á því að Þýskaland rynni sam- an á ný á einhvern hátt. Og endursameinað Þýskaland yrði að líkindum ekki aðeins pólitísk og efnahagsleg þungamiðja Vestur-Evrópu, í enn ríkara mæli en Vestur-Þýskaland þegar er orðið, heldur og gæti orðið erfitt Honecker: sovéskum ráðamönnum var illa við fyrirætlun hans og svo var um fleiri. fyrir Sovétmenn að hindra, að fylgiríki þeirra í Austur-Evrópu drægjust undir áhrifavald þess. Kaþolikkar og Vestur-Þýskaland Athygli vakti að það voru ekki einungis Kremlarbændur, sem kurruðu illa út af fyrirhugaðri vesturför Honeckers, heldur og hægrimenn ýmsir í Vestur- Þýskalandi, háttsettir menn í Kristilega demókrataflokknum, sem nú fer þar með völd, og bróð- urflokki hans í Bæjaralandi. í því sambandi er ástæða til að rifja upp ýmis atriði úr sögu Þýska- lands, að fornu og nýju. Skæðar tungur hermdu að Rínlendingur- inn og kaþólikkinn Adenauer hefði í raun grátið sundurskipt- ingu Þýskalands eftir síðari heimsstyrjöld þurrum tárum; hann hafi talið líkur á því að Austur-Þjóðverjar myndu í ríkari mæli kjósa til vinstri en landar þeirra vestan til. Þar að auki eru Austur-Þjóðverjar einkum mótmælendur að trú og þar er Brandenbúrg, kjarnasvæði Prússlands sáluga. Eftir sigurinn yfir Napóleoni mikla voru þýsku Rínarhéruðin neðanverð lögð til Prússlands; þar var öflug borgar- astétt, sem í stjórnmálum hallað- ist að vesturevrópskum fyrir- myndum, og kaþólikkar fjöl- mennir. Undu þeir miðlungi vel yfirráðum prússnesku júnkar- anna og mótmælendanna. Þetta ýtti undir vissa róttækni í Rín- arhéruðum þessum, og það and- rúmsloft hafði sín áhrif á Marx í Adenauer: sagt er að kaþólikkinn hafi grátið það þurrum tárum að vera laus við Prússa. uppvextinum. Hjá öðrum ól þetta á djúpri andúð á Prússum, og af henni mun Adenauer ekki hafa verið ósnortinn. Eftir heimsstyrjöldina fyrri vildi hann aðskilja Rínarlönd frá Prússlandi og gera úr þeim sérstakt, ka- þólskt fylki, að vísu innan þýska ríkjasambandsins, en náið sam- band milli þess fylkis og Frakk- lands mun hafa verið fyrirhugað. Frakkar áttu þar og hlut að máli, og var það í samræmi við þá hefð þeirra í utanríkismálum, sem var sérstaklega sterk frá tímum Napóleons mikla, að sleppa engu tækifæri til að kroppa vestan af Þýskalandi. í vesturþýska sambandslýð- veldinu eru Rínarhéruðin þung- amiðjan, öllum öðrum svæðum fremur. Þar skiptir einnig miklu máli hið harðkaþólska Bæjara- land, þar sem andstaða gegn Prússum var lengi hefð. Frá stofnun sambandslýðveldisins hafa kaþólikkar að öllu saman- lögðu verið áhrifameiri í þýskum stjórnmálum en nokkru sinni fyrr eftir þrjátfu ára stríðið. Hljóð úr ítölsku horni Frá Ítalíu hefur einnig komið athyglisvert hljóð úr horni í þessu sambandi. Giulio Andreotti, einn af helstu framámönnum Kristilegra demókrata þarlendis og þessa stundina utanríkisráð- herra, varaði nýlega við „panger- manismanum" og lagði áherslu á þá skoðun sína, að Þýskaland ætti um aldur og ævi að vera skipt í tvö ríki. Áhyggjur út af hættulegu pólitísku róti á alþjóðavettvangi, sem fylgt gæti þýskum endursam- einingartilraunum, sem og af vaxandi veldi Þjóðverja í Efna- hagsbandalaginu, ef þær bæru ár- angur, liggja efalaust á bakvið þessi ummæli Andreottis (sem hann lét frá sér fara á fundi hjá kommúnistum, aðalandstæðing- um kristilegra í ítölskum stjórnmálum), en einnig má í þessu sambandi minna á, að á milli kristilegra demókrata á ítal- íu og Páfagarðs eru mikil tengsl og náin. Og í Páfagarði eru menn varla velviljaðir neinu því, er dregið gæti úr áhrifum kaþólikka í Þýskalandi - burtséð frá því, að í gegnum aldirnar var það stöðug stefna páfans, sem að vissu marki er arftaki rómversku keisaranna, að hindra sameiningu Þýskalands undir sterkri miðstjórn. Pólland kemur einnig við þetta mál. Pólverjar hafa ástæðu til að ætla, að endursameinað Þýska- land myndi á ný seilast til Slésíu, Austur-Pommerns og Austur- Prússlands, landshluta sem í augum Þjóðverja voru ekki síður þýskir en hverjir aðrir hlutar lands þeirra. Það gæti leitt til þess, að Pólverjár sæju þann kost vænstan að sætta sig við nauðung- arsamband sitt við Rússa og þar með sinn eigin kommúnista- flokk. Ekki mun þeim í Páfagarði heldur lítast á það. Friðarhreyfingar Þetta er það, sem áreiðanlega liggur á bakvið óróann út af vest- urför Honeckers, sem nú hefur verið slegið á frest. Þar er um að ræða áhyggjur út af að heimsókn- arfyrirætlunin gæti þýtt nánari samband milli þýsku ríkjanna tveggja, og að það samband gæti ef til vill, þótt hægt væri af stað farið, smámsaman leitt til þess að ríkin rynnu saman að meira eða minna leyti. Friðarhreyfingarnar þýsku, bæði vestan tjalds og austan, höfðu áður ýtt undir þann kvíða. Á bakvið þær lá ásamt með öðru vaxandi gremja mikils þorra Þjóðverja út af skiptingu lands þeirra milli hernaðar- bandalaga austurs og vesturs, sem og sívaxandi vígbúnaðinum á þýskri grund, er af því hefur hlot- ist og þýðir, að þýska þjóðin yrði líklega í meiri útþurrkunarhættu en nokkur önnur, ef styrjöld með gereyðingarvopnum brytist út á milli risaveldanna. dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 20. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.