Þjóðviljinn - 20.11.1984, Side 8

Þjóðviljinn - 20.11.1984, Side 8
AUGLÝSING frá Launasjóði rithöfunda Hér meö eru auglýst til umsóknar starfslaun fyrir árið 1985 úr Launasjóði rithöfunda samkvæmt lögum nr. 29/1975 og reglugerð gefinni út af menntamálaráðuneytinu 19. október 1979. Rétttil greiðslu úr sjóðnum hafa íslenskir rithöfund- ar og höfundar fræðirita. Heimilt er og að greiða laun úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Starfslaun eru veitt í samræmi við byrjunarlaun menntaskólakennara skemmst til tveggja og lengst til níu mánaða í senn. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun í þrjá mánuði eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfslauna. Slík kvöð fylgir ekki tveggja mánaða starfslaunum, enda skulu þau einvörðungu veitt vegna verka sem birst hafa næsta almanaksár á undan. Skrá um birt ritverk höfundar og verk sem hann vinnur nú að skal fylgja umsókninni. Umsóknum ber að skila á sérstökum eyðublöðum sem fást í menntamálaráðuneytinu. Mikilvægt er að spurningum á eyðublaðinu sé svarað og verður farið með svörin sem trúnaðarmál. Umsóknir skulu sendar fyrir 31. desember 1984 til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík. Reykjavík, 15. nóvember 1984. Stjórn Launasjóðs rithöfunda Útveggj aklæðningar Námskeið um útveggjaklæðningar verður haldið í húsakynnum Rannsóknastofnunar byggingariðnað- arins að Keldnaholti. lnntak:Veggklæðning húsa, frágangur við sökkul, þakskegg og glugga, úthorn og innhorn. Fest- ingar. Loftræst og óloftræst múrklæðning. Markaður og ástand markaðarins. Markaðs- könnun. Skoðun á útveggjaklæðningum. Reynsla af mismunandi klæðningum. Námskeiðið stendur frá 26. nóv. t.o.m. 30. nóv. kl. 16.15-20.30 og laugardaginn 1. des. frá kl. 8.30- 17.00. Upplýsingar og innritun hjá Fræðslumiðstöð iðnaðar- ins í síma 687440 og 687000. Starfsmann vantar á auglýsingadeild Þjóðviljans sem fyrst. Upplýsingar í síma 81333. ||§ Hollustuvernd ríkisins Starf deildarröntgentæknis í geislavarnadeild er laust til umsóknar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar og starfslýsing fást hjá forstöðu- manni deildarinnar Laugavegi 116, sími 91-25245. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Hollustuverndar ríkisins, Skipholti 15, 105 Reykjavík, fyrir 20. desember 1984. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1985 Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1985. Athygli borgarbúa, svo og hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka), er vakin á að óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjárhags- áætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráði fyrir 15. desember n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík 14. nóvember 1984. ÞJÓÐMÁL Framhald af bls. 7 VII Flokksráðsfundurinn fordæm- ir sífelldar tilraunir risaveldanna til að beita hervaldi í því skyni að hafa áhrif á stjórnarfarið í öðrum ríkjum. Innrás Sovétríkjanna í Afghanistan, innrás Bandaríkj- anna í Grenada og sífelldur yfir- gangur sem þessi ríki sýna minna megandi nágrönnum sínum eru dæmi um það að sjálfstæði smá- þjóða er stöðug hætta búin af herjum risaveldanna. FÍokksráðsfundurinn telur að Sovétríkin eigi þegar í stað að halda brott með her sinn frá Afg- hanistan og fordæmir tilraunir valdastéttarinnar í Bandaríkjun- um til að koma löglegri og rétt kjörinni ríkisstjórn verkafólks og bænda í Nicaragua frá völdum. Hernaðarstefna risaveidanna sýnir að íslendingum er lífsnauð- auknu lýðræði í samfélaginu, með betra upplýsingastreymi til almennings, með eftirliti og stjórnun starfsmanna í fyrir- tækjum og með því að helstu embættismenn gegni störfum aðeins í ákveðinn tíma og æviráðningar verði afnumdar. 4. Alþýðubandalagið stefnir að því að til valda komist ríkis- stjórn sem getur framkvæmt þessa stefnu. Slík ríkisstjórn yrði stjórn launafólks. Hún mundi ráðast gegn því stirða stjórnkerfisbákni sem liggur eins og mara á þjóðfélaginu. IX Atburðir síðustu mánaða sýna að íslendingar eiga nú um tvær leiðir að velja. Annars vegar er að halda áfram á braut kjara- skerðingar og markaðskreddu sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur tækni, fiskeldi og margvís- legum nýiðnaði opnar íslend- ingum nýja möguleika. Jafn- hliða verður með skipulags- breytingum og endurbótum að efla eldri atvinnugreinar svo þær geti mætt vaxandi samkeppni á útflutningsmörk- uðum. 4. Nýtt stórátak verði gert í menntunar- og menningar- málum þar sem höfuðáherslan verði lögð á jöfnuð í víðtæk- asta skilningi. 5. Aukið lýðræði og valddreifing móti ákvarðanir á öllum svið- um. Starfsemi ríkis, sveitarfé- lags, fyrirtækja og verka- lýðsfélaga verði breytt í þessu skyni. Tryggja verður að allir sem ákvarðanirnar snerta hafi kost á að taka þátt í mótun þeirra. 6. ísland verði ekki vettvangur aukins vígbúnaðar og komið verði í veg fyrir að hér hlaðist upp sífellt fleiri tæki sem Mæðgurnar Steinunn Jóhannesdóttir og Bjarnfríður Leósdóttir voru báöar á þinginu. Bjarnfríöur greindi meðal annars frá verkfallsvörslu í BSRB verkfallinu á Grundartanga og kvaðst hafa stofnað með öðrum verkfallsvörðum þaðan Átthagafé- lag Grundartanga! -eik. syn að skipa sér í sveit óháðra ríkja sem ekki leyfa erlendar her- stöðvar. Með brottför banda- ríska hersins og úrsögn úr Nató mundu íslendingar stíga mikil- vægt skref í þágu friðar og sjálf- stæðis þjóða. VIII 1. Alþýðubandalagið vill styrkja lýðræði og almenna virkni innan verkalýðshreyfingar- innar. Verkfall BSRB sýndi hvernig verkalýðshreyfing sem treystir á fjöldamáttinn og almenna þátttöku getur náð árangri. 2. Alþýðubandalagið berst fyrir efnahagsstefnu sem byggist á hagsmunum launafólks og annarrar vinnandi alþýðu: a) Við viljum að fjárfesting verði undir virku samfélags- legu eftirliti og stjórn með það fyrir augum að koma í veg fyrir ranga fjárfestingu. b) Við viljum vernda kaup- mátt launa með því að færa aftur fé frá milliliðum til launafólks og lífeyrisþega. c) Við leggjum áherslu á að undirstaða allra framfara í landinu er öflugt menntakerfi, sem tekur mið af menningar- legum þörfum einstaklinga og atvinnulífs. Við mótmælum því þeirri aðför að menntun og menningu sem átt hefur sér stað í tíð núverandi ríkis- stjórnar. d) Við viljum gera áætlanir um nýskipun atvinnulífsins með þátttöku fólksins í einstökum atvinnugreinum og byggðar- lögum, sem miða að því að tryggja atvinnu handa öllum. e) Við viljum vernda og auka samneysluna í landinu. 3. Alþýðubandalagið berst fyrir markað. Hins vegar sú leið sem felst í hugsjónum jafnréttis, lýð- ræðis, manngildis og félagslegs réttlætis. Á þeirri braut fengi fólkið sjálft forgang fram yfir fjármagnið. Um þessar mundir eru í stjóm- arandstöðu fjórir flokkar sem á einn eða annan hátt benda á úr- lausnir í anda félagslegra sjónar- miða. Þeir hafa þó enn ekki náð nægilega saman til þess að krefj- ast forystu á sviði landsstjórnar. Sundurþykkja og skortur á af- dráttarlausri stefnumörkun innan samtaka launafólks hindra að verkalýðshreyfingin geti með nógu virkum hætti boðið atvinnu- rekendavaldinu byrginn. Brýnasta viðfangsefnið á næstu mánuðum er að efla á margvís- legan hátt samstöðu allra þeirra sem hafna leið ríkisstjórnarinnar. í þessu skyni mun Alþýðubanda- lagið leggja megináherslu á sex stefnuatriði: 1. Kaupmáttur nýgerðra kjara- samninga verði varinn. Kom- ið verði í veg fyrir niðurskurð á þeirri félagslegu þjónustu sem stuðlar að jöfnum rétti allra án tillits til efnahags. 2. Lagður verði grundvöllur að nýrri og réttlátari tekjuskipt- ingu í íslensku þjóðfélagi. Fjármagn verði fært frá stór- eignamönnum og milliliðum til framleiðslugreina og launa- fólks. Leitað verði samkomu- lags á vinnumarkaði um jafnlaunastefnu og skattkerf- inu breytt á þann veg að fyrir- tæki og fjármagnseigendur beri sinn réttmæta skerf. 3. Ný sókn í atvinnumálum verði homsteinn fjárfestingar. Hug- vit, þekking og reynsla sem hafa mótast við íslenskar að- stæður verði uppistaðan í út- flutningi á þjónustu, hönnun, tæknigetu og fullunnum af- urðum. Framtíðarþróun í há- tengjast hernaðarkapphlaupi risaveldanna. Við eigum að gerast virkir boðberar afvopn- unar og hafna þátttöku í fram- kvæmd nýrra vígbúnaðaráætl- ana. ísland leggi sitt lóð á vog- arskálarnar til þess að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið og styrkja alla viðleitni til af- vopnunar. Frá íslandi heyrist rödd friðar- ins á alþjóðavettvangi. Þessi sex stefnumál era ásamt mörgum öðram málefnum kjarn- inn í þeirri nýju landsmálastefnu sem allt félagshyggjufólk og jafnréttissinnar eiga að geta sam- einast um. Alþýðubandalagið fagnar þeim áhuga sem víða hefur kom- ið fram á því að ræddar séu ýmsar aðferðir til að koma á samstöðu um nýtt landsstjórnarafl sem gæti komið í stað núverandi ríkis- stjórnar. Alþýðubandalagið mun beita sér fyrir því að umræður um leiðir að hinum sameiginlegu mark- miðum fari fram á vinnustöðum og í samtökum launafólks svo að öllum almenningi gefist kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Alþýðubandalagið mun einnig leita eftir viðræðum við Alþýð- uflokkinn, Bandalag jafnaðar- manna og Samtök um kvenna- lista og aðra aðila, hópa og ein- staklinga utanþings og innan um þetta viðfangsefni, m.a. við þá sem áður hafa verið tengdir stjórnarflokkunum. Þessar viðræður yrðu allar opnar og jafnóðum skýrt opin- berlega frá því sem þar kæmi fram. íslendingar standa nú á tíma- mótum. Við munum gera allt sem í okkar vaidi stendur til að tryggja að þjóðin beri gæfu til að velja rétta leið - leið lýðræðis og jafnréttis, friðar og manngildis. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 20. nóvember 1984

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.