Þjóðviljinn - 20.11.1984, Side 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Þriðjudagur 20. nóvember 1984 229. tölublað 49. árgangur
DJÚÐVIUINN
Óöld
Nauðganir
og árasir
Þrjár nauðganir til rannsóknar hjá
lögreglu. Grímuklœddirmennráð-
ast að tveimur konum
Rannsóknarlögreglan hefur
óskað gæsluvarðhaldsvistar
yfir tveimur mönnum sem eru
sakaðir um að hafa nauðgað
tveimur konum um helgina en
málin eru óskyld. Báðar
nauðganirnar áttu sér stað f
Reykjavík.
Að sögn Helga Daníelssonar
yfirrannsóknarlögreglumanns
eru málin bæði til rannsóknar og
beðið eftir úrskurði Sakadóms
um gæsluvarðhald. Þá er enn í
rannsókn hjá embættinu
nauðgun á ungri stúlku sem ráðist
var á við Klúbbinn á dögunum.
Um helgina gerðist einnig sá
Skák
Enn
jafntefli
Það þarf nú kannski ekki að
taka fram að jafntefli varð í 25.
einvígisskák þeirra Karpovs og
Kasparovs í Moskvu í gær.
Heimsmeistarinn bauð nú Kasp-
arov upp á þann munað að beita
Tartakover afbrigðinu marg-
fræga gegn Drottningarbragði
sfnu. Áskorandanum tókst svo vel
upp að um jafntefli var samið
eftir 22 leiki og hafði þá skipst
upp á drottningum en staðan að
öðru leyti ótefld.
Það er mál manna sem trúa því
að styrkur Karpovs leynist ekki
síst í yfirburðum á sviði aðstoðar-
manna að brátt fari að draga til
tíðinda því nú eru þeir sterkustu
staddir í Saloniki á Ólympíumót-
inu. Vonandi hafa þessir menn
eitthvað fyrir sér því ég get enga
lausn betri séð en þá að Kasparov
láti til skarar skríða með hvítu á
miðvikudag.
Hvítt: Karpov Svart: Kasparov
1. Rf3 d5
2. d4 Rfé
3. c4e6
4. Rc3 Be7
5. Bg5 h6
6. Bh4 0-0
7. e3 b6
8. Be2 Bb7
9. Hcl Rbd7
10. cxd5 exdS
11. 0-0 c5
12. dxc5 bxc5
13. Hc2 Hc8
14. Hd2 Db6
15. Db3 Hfd8
16. Hfdl Dxb3
17. axb3 Rb6
18. Re5 Kf8
19. h3 a6
20. BD Ba8
21. Rg4 Rg8
jafntefli.
Gott hjá
konunum
í gær var tefld 1. umferð á ÓL-
skákmótinu í Saloniki og náði
kvennasveitin góðum árangri
gegn Rúmenum semhlutu silfur-
verðlaun á síðasta ÓL-móti en
sveit þeirra skipa eingöngu stór-
meistarar. Guðlaug og Ólöf
gerðu jafntefli á 1. og 2. borði en
Sigurlaug tapaði. Rúmenar unnu
því 2:1. Karlasveitin tefldi gegn
Túnisbúum og lauk tveimur
skákum. Jón L. vann á 2. borði
en Jóhann tapaði á 4. borði.
Helgi hefur peði yfir á 1. borði og
skák Margeirs á 3. borði fór einn-
ig í bið. _GFr.
óheyrilegi atburður að grímu-
klæddur maður réðst á unglings-
stúlku fyrir utan heimili hennar í
Seljahverfi í Breiðholti um miðja
nótt. Stúlkan náði að kalla á hjálp
og flúði árásarmaðurinn þegar
móðir stúlkunnar' kom henni til
hjálpar. Að sögn lögreglunnar
hefur ekki hafst upp á manninum
þrátt fyrir ítarlega leit.
Fyrir skömmu var ráðist að
ungri konu seint um kvöld fyrir
utan heimili hennar við Sund-
laugaveg en henni tókst við illan
leik að hrista árásarmanninn af
sér og kalla á hjálp. Lögreglan
náði manninum stuttu síðar en
honum var síðar sleppt þar sem
um fyrsta brot var að ræða. Að
sögn lögreglunnar er með öllu
óvíst að nokkurt samband sé á
milii þessara tveggja árása á kon-
umar. -*g
Kjartan felldur
Jón Baldvin Hannibalsson var kjörinn formaður Alþýðuflokksins á þingi hans um helgina. Hann felldi Kjartan Jóhanns-
son úr sessi með 142 atkvæðum gegn 92. Jóhanna Sigurðardóttir var kjörin varaformaður án samkeppni, Ámi
Gunnarsson ritari, Geir A. Gunnlaugsson gjaldkeri og Guðmundur Oddsson formaður framkvæmdastjórnar. Myndina
tók Atli eftir að úrslit urðu kunn úr formannskjörinu. Sjá aðrar fréttir af þinginu á síðu 2.
Smábátar
Fyrirvaralaus stöðvun veiða
Skúli Alexandersson: Sjómenn urðu fyrirvaralaust atvinnulausir
Fjölmörg skeyti og mótmæli
hafa borist alþingismönnum
og stjórnvöldum vegna þeirrar
fyrírvaralausu ákvörðunar sjáv-
arútvegsráðuneytisins að stöðva
veiðar báta undir 10 tonnum.
Skúli Alexandersson kvaddi sér
hlj.MVs utan dagskrár f efrí deild
alþingis í gær og sagði frá mót-
mælum Vestlendinga vegna þessa
og fór fram á að ráðherra endur-
skoðaði afstöðu sína í málinu.
Skúli . Alexandersson spurði
Halldór Ásgrímsson m.a. hvort
smábátarnir sem fengu úthlutað-
an heildarkvóta gætu ekki fengið
af kvóta stærri báta.
Halldór Ásgrímsson sagði
ákveðið að halda sömu reglum út
allt árið og taka það síðar til
endurskoðunar. Fyrirvarinn
hefði verið svo stuttur vegna þess
að upplýsingar um októberaflann.
hefðu borist svo seint. Tilflutn-
ingur á kvóta stærri báta til þeirra
smærri sem væru með heildar-
kvóta væri hóheimill.
Eiður Guðnason tók undir með
Skúla um of stuttan fyrirvara og
nauðsyn endurskoðunar. Vald-
imar Indríðason og Árni Johnsen
kváðu ástæðu til að gera
greinarmun á sportveiðimönnum
á smábátum og þeim sem raun-
verulega hefðu atvinnu af þessum
veiðum. Þeir tóku undir með ráð-
herra um að ekki væri rétt að
breyta þessari ákvörðun. -óg
Tríllumar stöðvaðar
Sjávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að stöðva allar veiðar
flskibáta undir 10 brúttólestum
frá og með morgundeginum 21.
nóvember, fram til 31. desember.
Er þetta gert vegna þess að veiðar
þessara báta hafa farið fram úr
þeim viðmiðunarmörkum sem
ákveðin voru með kvótakerfinu
8. febrúar sl. -S.dór
Alusuisse-samningurinn
Alþýðuflokkurinn líka á móti
Íðnaðarráðherra fór fram á að
álsamningurinn nýi fengi vand-
aða og ítarlega umfjöllun á al-
þingi - og við þeirri beiðni höfum
við orðið, sagði Skúli Alexand-
ersson fulltrúi Alþýðubandalags-
ins í iðnaðarnefnd efri deildar f
viðtali við ÞjóðvUjann í gær, en
nefndarálit eru nú að berast.
Reiknað er með að önnur um-
ræða í efri deild verði á morgun,
miðvikudag. Þegar hefur borist
stutt nefndarálit frá stjórnar-
flokksþingmönnum þarsem mælt
er með samþykki samningsins og
frá fyrsta minnihluta, Magnúsi
Magnússyni Alþýðuflokki þar
sem tilkynnt er að Alþýðuflokk-
urinn muni greiða atkvæði gegn
samningnum. í dag er væntanlegt
nefndarálit frá Alþýðubandalagi,
Kvennalista og Bandalagi jafnað-
armanna.
Þingmenn ríkisstjómarinnar í
iðnaðarnefnd efri deildar þeir
Þorvaldur Garðar, Davíð Aðal-
steinsson, Egill Jónsson og Björn
Dagbjartsson fylgja línunni og
leggja til að samningurinn verði
staðfestur.
í nefndaráliti Magnúsar
Magnússonar kveður við annan
tón, þar sem segir að óviðunandi
sé að alþingi skuli fyrst fá að fjalla
um samninginn þegar hann er
fullfrágenginn og undirritaður,
Alþingi sé stillt upp við vegg.
Annað hvort eigi það að sam-
þykkja eða fella hann sem þýddi
óbreytt orkuverð í svo og svo
langan tíma.
Þá er bent á syndaaflausnina,
sem felst í þriggja miljóna dollara
greiðslu gegn því að öll eldri
deilumál við Alusuisse verði felld
niður. Undirstrikað er að í hinum
nýja samningi séu ákvæði til að
forðast ágreining í framtíðinni,
„En í öllum þeim tilvikum túlkar
samningurinn þau sjónarmið sem
Alusuisse hefur haldið fram í
málflutningi sínum“. Þá er og
bent á að ISAL sé tryggður for-
gangsréttur að orku frá nýjum
virkjunum en engar skuldbind-
ingar koma þar á móti aðeins ein-
hliða réttur.
„Versti galli samningsins eru
þó endurskoðunarákvæði hans“,
segir í áliti Alþýðuflokksins. í á-
litinu segir að samningurinn geti
„engan veginn talist nægilega
hagkvæmur okkur, þegar litið er
lengra fram á veginn. Því mun
Alþýðuflokkurinn greiða at-
kvæði gegn honum“.
-óg
Seyðisfjörður
Gullbergið selt innanbæjar
Skuttogarinn Gullberg á
Seyðisfírði, sem Fiskvinnslan
hf. þar í bæ átti, hefur verið seld-
ur. Kaupandinn er nýtt hlutafé-
lag, sem stofnað var gagngert til
kaupanna af heimamönnum og
bæjarfélaginu. Aðilar að þessu
hlutafclagi eru tveir skipstjórar
sem nýlega seldu Hafrannsóknar-
stofnun bátinn Otto Wathne,
Hafnarsjóður og Bæjarsjóður á
Seyðisfirði.
Með þessu móti er tryggt að
togarinn verður áfram á Seyðis-
firði og mun ætlunin vera sú að
hann landi þar í framtíðinni og
skipti aflanum á milli hinna
tveggja frystihúsa, sem á Seyðis-
firði eru. Ætti því hið bága at-
vinnuástand sem þarna hefur ver-
ið um nokkurra mánaða skeið að
lagast eitthvað.
- S.dór.