Þjóðviljinn - 21.11.1984, Side 1
2i f DfOÐVIUINN
MENNING
Gengisfellingin
Stórfelld skuldahækkun
Á viku hafa skuldir Hitaveitu Borgarfjarðar og Akraness hœkkað umlóO miljónir
Hætt er við að þegar allt kemur
til alls hafí gengisfelling í
fyrradag skapað fleiri vandamál
en henni var ætlað að leysa, sam-
kvæmt ummælum forsætisráð-
herra. Sem dæmi má nefna að
skuldir Hitaveitu Akraness og
Raforkuverð
Sjá viðbrögð
ASÍviðgengis-
fellingunni.
Bls.3
Borgarfjarðar námu einum milj-
arði í erlendum lánum fyrir geng-
isfellingu. Við það 4,6% gengissig
sem átti sér stað í síðustu viku og
þá 12% gengisfellingu sem fram-
kvæmd var í fyrradag hækka
skuldir hitaveitunnar um 160
miljónir króna.
Reikningsgreiðendur hita-
veitunnar eru 2400, þannig að
skuldahækkunin nemur um
62.500 kr. á hvern reiknings-
greiðanda. Tekjur hitaveitunnar
árið 1984 eru áætlaðar um 90
miljónir króna, þannig að litlu
munar að tveggja ára tekjur
hennar hafi verið teknar í gengis-
fellingunni að óbreyttu hitaveitu-
gjaldi.
Hjá Hitaveitu Akureyrar er
ástandið einnig mjög alvarlegt,
Tvöfalt
kostn-
aðar-
verð?
Kostnaðarverð raf-
orku til almennings-
veitna var 19 millidal-
ir á árinu 1983 en
söluverðið 34,1 milli-
dalir. Hvert fór mis-
munurinn?
Samkvæmt forsendum Hall-
dórs Jónatanssonar fram-
kvæmdastjóra Landsvirkjunar
við útreikning á framleiðslu-
kostnaði raforku til ísal þar sem
verið til stóriðju er reiknað 12,7
millidalir, ætti Landsvirkjun að
geta selt raforku til almennings-
veitna á 19 millidali eftir að nýi
álsamningurinn tekur gildi. Nú-
gildandi verð til almennings-
veitna samsvarar 35-40 milli-
dölum. Það er hins vegar vitað að
ekki stendur til að lækka raforku-
verðið. Ástæðan er sú að kostn-
aðarútreikningar forstjórans er
blekkingarleikur með tölur.
Samkvæmt framlögðum árs-
reikningum Landsvirkjunar var
meðalframleiðslukostnaður við
selda orku 18,9 miil 1983 og fer
samkvæmt spám hækkandi upp í
20,5 millidali 1984 og 21,8 milli-
dali 1985. Þá hefur eðlilegur arð-
ur af fjárfestingum ekki verið
reiknaður inn í dæmið. Blekking-
arvefurinn sem talsmenn álsamn-
ingsins eru nú að vefa um þessi
mál mun endanlega afhjúpast á
orkureikningum almennings í
landinu.
Sjá fréttaskýringu á bls. 2
og frétt á baksíðu
Friðbert bíóstjóri með snældu sem Þjóðviljamenn fengu leigða í „Vídeóheiminum". Greinileg fjölfjöldun, snældu-
miðinn Ijósritaður, dreifingarréttinn á Háskólabíó og er þegar byrjað að auglýsa sýningar einsog sést af
veggspjaldinu. Mynd: Atli.
Myndbönd
Fimmta hver ný
snælda ólögleg
Hundruð þúsunda króna tap rétthafa og ríkissjóðs.
Saksóknari situr á kœrum meðan braskarar stunda
smygl og óleyfilegafjölföldun.
Tjón innlendra rétthafa af ólöglegum innflutn-
ingi og fjölföldun á myndböndum nemur
hundruðum þúsunda á mánuði, og ríkissjóður
missir annað eins: að réttu lagi innheimtir ríkið
um 1500 krónur af hverri lögmætri myndbands-
snældu. „Þetta eru nokkrir aðilar, fleiri en einn“,
segir Friðbert Pálsson Háskólabíóstjóri og for-
maður Samtaka rétthafa um lögbrjótana. Ekki
er einungis brotið gegn nýsettum lögum um höf-
undarrétt, brotin varða líka ákvæði almennra
hegningarlaga um skjalafals: merkimiðar og
kápur á snældunum eru ljósritaðar og ljósmynd-
aðar.
Samtök rétthafa kærðu mál af þessu tagi til
saksóknara fyrir skömmu. Hann vísaði málinu
frá sér á þeim forsendum að skjöl þyrfti frá fram-
leiðendum þarsem hver milliliður er rakinn.
„Þetta kom okkur mjög á óvart", sagði Friðbert,
„við áttum von á að rannsóknarkerfið tæki öðru-
vísi á þessu“.
Lögbrotin eru tvennskonar. Annarsvegar eru
menn sendir utan til að kaupa myndbönd og
selja þau síðan myndbandaleigum hér heima.
Hinsvegar eru myndbönd fjölfölduð, yfir gamla
mynd sem farin er að dala í leigu eða á tómt
myndband. Kápa um myndbandið er þá oft ljós-
mynduð, og miði ljósritaður í svarthvítu eða í lit.
„Sumt af þessu er svo vel gert að almenningur sér
það ekki“, segir Friðbert, en lögbrotin koma þó
alltaf niðrá neytandanum líka, vegna þess að
myndgæðin haldast aldrei söm við fjölföldunina.
Friðbert fullyrðir að fimmta hvert nýtt mynd-
band sé ólöglegt, og í nýlegri könnunarferð í
tvær leigur var fengurinn yfir 300 ólöglegar
snældur.
Algengast er að sögn Friðberts að ólöglega
efnið sé geymt „á bakvið" (með bláu myndun-
um) en sumstaðar liggur það frammi, einsog
Þjóðviljamenn sannreyndu við heimsókn í
leiguna „Vídeóheiminn". Þar fengum við nokkr-
ar snældur leigðar, og völdum af handahófi. Ein
þeirra innihélt kvikmyndina „Gorky Park“, og
var að sögn Friðberts greinileg fjölföldun með
ljósrituðum snældumiða. Snældan var merkt
tölunni 723 og að auki bókstafnum C, sem bend-
ir að sögn kunnugra til þess að snældan sé önnur í
röðinni frá frumsnældu. Háskólabíó á réttinn að
myndinni og hyggst taka hana bráðlega til sýn-
inga.
-m
þar sem stór hluti skulda hennar
eru í erlendum lánum. Það horfir
því allt annað en vel hjá þessum
þj óðþrifafy rirtæk jum.
-S.dór
Askorun
Burt
með
vopnin!
9-11 ára nemendurá
Króksfjarðarnesi
senda ríkisstjórnum
allra landa áskorun
um að tryggjaframtíð
þeirra
Nemendur í Grunnskóla Geir-
dalshrcpps í Króksfjarðarnesi
héldu með sér málfund í gær og
var umræðuefnið ógnun vígbún-
aðarkapphlaupsins og framtíð
mannkyns. Var samþykkt
áskorun til ríkisstjórna allra
þjóða heims, svohljóðandi:
1) Leggið tafarlaust niður öll
vopn og vítisvélar.
2) Notið vopnaframleiðslupen-
inga til matvælaframleiðslu
handa hungruðum heimi.
3) Gefið okkur og komandi kyn-
slóðum framtíð í friði og
bræðralagi þar sem allir menn
eru jafnir.
Sigurður Pálsson skólastjóri
sagði að nemendur á þessum mál-
fundi væru á aldrinum 9-11 ára og
að greinilegt væri að friðarum-
ræðan nú á tímum ætti sér hljóm-
grunn í öllum aldursflokkum.
Þjóðviljinn kemur áskorun
krakkanna í Grunnskóla Geira-
dalshrepps hér með á framfæri.
I bið í
fjorða sjnn
Helgi og Margeir unnu
Skákir Jóhanns og Jóns fóru í
bið í annarri umferð ólympíum-
ótsins í Saloniki, Helgi og Marg-
eir unnu sínar skákir gegn Hond-
úras. Eftir unna skák í dag hélt
Helgi áfram með biðskák úr
fyrstu umferð og fór hún enn í bið
eftir 120 leiki. Helgi hefur hrók
og biskup gegn hrók. Sveitin er
með 3'/2 vinning og 3 biðskákir.
Sigurlaug vann sína skák í
kvennakeppninni gegn Dóminík-
anska lýðveldinu, en skákir Ólaf-
ar og Guðlaugar fóru í bið. 2
vinningar, 2 biðskákir. - m