Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.11.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR Gengisfellingin - viðbrögð og áhrif Þjóðviljinn leitaði ígœr álits nokkurra launþega á gengisfellingunni íkjölfarnýgerðra kjarasamninga Ástandið verður ekki gott „Ég held að ástandið verði ekki gott. Launahækkunin verður öll tekin af okkur og við stöndum í alveg sama fari og fyrir samn- inga“, sagði Harald Halldórsson símaverkstjóri í gær. „Gengisfellingin kom mér ekk- ert á óvart. Það hlaut að fara svona. En ég er hræddur um að við verðum lengi að vinna verk- fallið upp. Samningarnir voru ekki betri en svo að ég skilaði auðu“, sagði Harald félagi í BSRB. -jp- Harald Halldórsson, símaverkstjóri Kolbrún Guðmundsdóttir, saumakona Alveg út í hött! „Gengisfelling er náttúrlega al- veg út í hött svona rétt eftir samn- ingana“, sagði Edda Ásgeirsdótt- ir meinatæknir og ríkisstarfs- maður við Þjóðviljann í gær. „Þeir lofuðu þessu vissulega strcix í upphafi samninganna og því er það sem kemur mér mest á óvart, í þessu öllu saman, að ríkisstarfsmenn skyldu sam- þykkja kjarasamningana!" -jP Tekur alla kaup- hækkunina „Það er augljóst að gengisfell- ingin tekur alla kauphækkun strax til baka vegna þess að vísi- tölutryggingin fékkst ekki inn“, sagði Viktor Ingólfsson tækni- fræðingur í gær. „Gengisfellingin ætti ekki að koma neinum á óvart. Henni var spáð strax í upphafi samninga og engin neitaði því að sú leið yrði farin. Skattalækkunarleiðin var sú leið sem átti að fara í þessum samningum en nú vill enginn taka á sig ábyrgðina á því að það var ekki reynt.“ -ÍP Meira en hækkunin „Þetta verður til þess að meira verður -tekið af okkur en launa- hækkunum nemur“, sagði Kol- brún Guðmundsdóttir sauma- kona sem er í Iðju. „Ég er á lágmarkslaunum og þau hrökkva ekki einu sinni fyrir matnum núna, hvað þá þegar gengisfellingarinnar verður farið að gæta. Samt er ekki hægt að segja annað en að maður mátti nú búast við þessu miðað við yfirlýs- ingar ráðamanna þjóðarinnar undanfarið.“ -jp. Viktor Ingólfsson, tæknifræðingur Edda Ásgeirsdóttir, meinatæknir Gengisfellingin Sárstaklega ámælisverð Miðstjórn ASÍ: Á ábyrgð stjórnarinnar að tryggja kaupmátt samninganna. Gengisfellingin leysir ekki vanda undirstöðugreinanna I' samþykkt á fundi í gær for- á milli gengisfellingar og leiðrétt- dæmdi miðstjórn ASÍ mál- ingar á launakjörum verkafólks. flutning sem hafður erí frammi I ályktuninni segir einnig: af forsvarsmönnum gengisfell- „Ríkisstjómin hefur nú með ingar, sem setja samasemmerki gengislækkun ákveðið með einu Gengisfellingin Alvarleg árás Kristján Thorlacius, BSRB: Fjórðungur kauphœkkunarinnar þegarfarinn að er auðséð að með þessari gengisfellingu er verið að reyna að keyra samtök launafólks niður og að minu mati er hér um að ræða alvarlegustu árásina á launafólk sem gerð hefur verið um langt skeið, sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB er Þjóðviljinn innti hann álits á gengisfellingu ríkisstjórnarinnar. Kristján sagði að hagfræðingar reiknuðu með að þessi eina að- gerð þýddi að fjórðungur allrar kauphækkunarinnar sem um var samið í síðustu kjarasamningum væri frá fólki tekinn. „Ríkis- stjórnin treystir greinilega á það að launamenn nái ekki saman í órofa andspyrnu gegn þessu ger- ræði“, sagði Kristján ennfremur. „Ef launamönnum tekst ekki að brjóta þessa árás ríkisvaldsins á bak aftur eru þeir dæmdir til að búa við smánarkjör um ófyrir- sjáanlega framtíð. Það er því meiri þörf á almennri samstöðu nú en nokkru sinni“, sagði Krist- ján Thorlacius að lokum. - v. pennastriki að skerða verulega þá kjarasamninga sem undirrit- aðir voru fyrir 2 vikum síðan. Gengislækkunin er varin með því að nauðsynlegt sé að „endurreisa þau rekstrarskilyrði sem atvinnu- vegunum voru búin fyrir launa- hækkanir". Það eru launafólki nokkur tíðindi að launahækkun sem ekki er komin til útborgunar kalli á gengisfellingu. Það sætir líka nokkurri furðu, að 12-13% launahækkun hefur á skömmum tíma verið svarað með 16-17 prósent hækkun á verði gjald- eyris“. Síðan er í ályktuninni fjallað um skattalækkunarleiðina svon- efndu sem hefði getað leitt til kjarabóta án þess að illa stæð fyr- irtæki í sjávarútvegi tækju á sig verulegar launahækkanir. Þess- ari leið hafi hins vegar ríkisstjórn- in sjálf hafnað og gengið til samn- inga á öðrum grundvelli sem lögðu línur fyrir heildina. „Það hlýtur því að vera á hennar ábyrgð að tryggja kaupmátt þeirra. í ljósi þessa hlýtur sú ráð- stöfun ríkisstjómarinnar að fella gengi með þeim hætti sem nú hef- ur verið gert að teljast sérstak- lega ámælisverð“. Síðan bendir miðstjórn ASÍ á að vandi undirstöðuatvinnuveg- anna leysist ekki með gengisfell- ingu, og misvægi milli atvinnu- greina muni áfram aukast. Sumar þeirra blómstri, meðan undir- stöðugrein á borð við sjávarútveg á í vök að verjast. -ÖS Alþingi Komið aftan að fólki Svavar Gestsson: Tilraun til að brjóta verkalýðshreyfinguna niður. Kaupmáttur nœsta árs minni en 3. ársfjórðungs 1983 etta er tilraun stjórnarinnar til að brjóta verkalýðs- hreyfinguna á bak aftur. Stjórn- in, sem ber fulla ábyrgð á nýgerð- um kjarasamningum er að koma aftan að fólki, hirðir alla kauphækkunina, hleypir upp verðbólgunni á ný, sagði Svavar Gestsson er hann hóf utandag- skrárumræður um gengisfelling- una við upphaf fundar Sameinaðs þings í gær. Hjá Svavari kom fram, að gengisfellingin hefði f för með sér að kaupmáttur launa á næsta ári yrði minni en á 3. ársfjórðungi 1983! Hann spurði jafnframt for- sætisráðherra um hvenær hliðar- ráðstafanir yrðu kynntar, og hvort forsætisráðherra hygðist biðjast lausnar í kjölfar yfirlýs- ingar sinnar um skipbrot stjóm- arinnar. Svör fengust engin frá Steingrími. Fulltrúar hinna stjómarand- stöðuflokkanna tóku einnig til máls og lýstu gengisfellingunni sem dæmi um ráðþrot og uppgjöf stjórnarinnar í efnahagsmálum og hatrammri aðför að launþeg- um. _ Ig. Mlðvlkudagur 21. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.