Þjóðviljinn - 21.11.1984, Side 7

Þjóðviljinn - 21.11.1984, Side 7
Árið 1983 Stórviðburðir í myndum og móli Út er kominn 19. árgangur þessa annáls heimsmálanna í myndum og máli með íslenskum sérkafla. Þetta er stór bók, 344 blaðsíður í símaskrárbroti. Myndirnar í bókinni eru 480 tals- ins, þar af 230, eða tæpur helm- ingur í lit. Efnisskipan er svipuð og undanfarin ár, en þó er alltaf einhver breyting nánast á hverju ári. Sjálfur annáll ársins er í tólf köflum, einn fyrir hvern mánuð og byrjar hver þeirra á einskonar fréttaskýringu þar sem fjallað er um helsta viðburð mánaðarins. Síðan eru atburðir raktir frá degi til dags og loks er svo myndaann- áll mánaðarins. Á fremstu 16 síðum bókarinn- ar er kafli sem nefnist „í brenni- depli á árinu“, þar sem stiklað er á stærstu atburðum ársins, birtar hagtölur um alþjóðaviðskipti, vígbúnað, fólksfjölgun, þróunar- hjálp o.fl. Á eftir annál ársins koma greinar um ýmis mál: alþjóða- stjórnmál, tækni og vísindi, lækn- isfræði, kvikmyndir, tísku og íþróttir. Greinin um alþjóða- stjórnmál í þessari árbók nefnist „Tímasprengjurnar í þriðja heiminum“ og fjallar á mjög at- hyglisverðan og raunsæjan hátt um samskipti „Norðurs og Suðurs". Greinin um vísindi heitir „Eru skógarnir að deyja?“ og er eftir tvo þýska prófessora. Greinin um læknisfræði nefnist „AIDS og önnur læknisfræðileg fyrirbrigði". Greini um kvik- myndir nefnist „Árásarhvötinni svarað" og fjallar hún um mark- verðustu myndirnar sem fram komu á árinu og er í henni fjöldi litmynda. Greinin um tískuna heitir „Afturhvarf til kvenlegs þokka“ og gefur nafnið til kynna í hvaða átt tískan hefur þróast á árinu. Fjöldi litmynda er í greininni. Flest öllum greinum íþrótta eru gerð ýtarleg skil í kafl- anum um íþróttir, sem er nku- lega skreyttur litmyndum. ROBERT LUDLUM SVIKA MYLLAN «sS?s5' Svikamyllan eftir Robert Ludlum Setberg hefur gefið út bókina „Svikamyllan" eftir Robert- Ludlum. Tannerhjónin höfðu helgar- boð fyrir þrenn hjón, nánasta vinafólk sitt. Þá fóru óhugnan- legir og óskiljanlegir atburðir að gerast. Húsmóðurinni og börn- unum er rænt og þau finnast með- vitundarlaus úti í skógi. Hvað er á seyði? Er alþjóðlegur glæpa- hringur hér að verki? Eða kann- ski gestirnir, einn eða allir? Lög- reglan er undarlega athafnalítil í málinu og þegar húsið er um- kringt og hafin á það skothríð kastar fyrst tólfunum. Robert Ludlum er víðlesinn spennusagnahöfundur enda eru bækur hans jafnharðan þýddar á fjölda tungumála og hafa selst í tugmilljónum eintaka. „Svika- myllan“ er önnur bókin sem út kemur á íslensku eftir hann. Eitt hundrað og tíu pottréttir Setberg hefur gefið út mat- reiðslubókina „Eitt hundrað og tíu pottréttir". Á undanförnum árum hafa pottréttir og alls konar samansoðnir ofnréttir orðið æ vinsælli matur, bæði sem dagleg fæða og sem veislumatur. Kost- irnir við slíka rétti eru margir. Það mikilvægasta og um leið árangursríkasta við pottrétti er, að þeir eru matbúnir á löngum tíma, við lágt hitastig (180°C, 350°F) með litlum vökva, í vel lokuðu íláti. í þessari nýju matreiðslubók eru pottréttir úr nautakjöti, lambakjöti, svínakjöti, fuglum, grænmeti og fiski svo eitthvað sé nefnt. Glæsilegar litmyndir prýða bókina. Guðrún Hrönn Hilmars- dóttir húsmæðrakennari hefur valið, þýtt og staðfært þetta úrval einstaklega ljúffengra pottrétta. Tímarit MM komið út Út er komið 4. hefti Tímarits Máls og menningar. Forsíðu þess prýðir að þessu sinni Tarsan ap- abróðir af því tilefni að fjallað er um myndir og teiknimyndasögur í þrem greinum í heftinu. Ragn- heiður Gestsdóttir skrifar um Myndskreytingu barnabóka, Torben Weinreich rekur sögu teiknimyndasagna og segir frá nokkrum einkennum þeirra, og þekkti ítalski rithöfundurinn Umberto Eco rýnir í myndmál myndasögunnar Steve Canyon. Og í smásögu heftisins, Árásin í neðanjarðarlestinni eftir Þorra Hringsson, er skrifað um örlög mikillar unglingabókahetju. Upphafsljóðið í heftinu er eftir franska skáldið Paul Eluard: Ein- mana heimur í þýðingu Sigfúsar Daðasonar. Nína Björk Árna- dóttir, Linda Vilhjálmsdóttir, Magnea Matthíasdóttir, Anton Helgi Jónsson og Ameríkumað- urinn Marc Hudson eiga einnig ljóð í heftinu, hið síðasttalda er í þýðingu Sigurðar A. Magnús- sonar. Gunnar Karlsson fjallar um langvinnu deilurnar um sögu- kennslu í greininni Sögukennslu- skammdegið 1983-84, og Ástráð- ur Eysteinsson rifjar upp bók- menntadeilur frá 4. áratug aldar- innar í greininni Baráttan um raunsæið. Ýtarlegir ritdómar eru um doktorsritgerð Árna Sigur- jónssonar, skáldsögur Þórarins Eldjárns og Einars Kárasonar og verk Matthíasar Viðars Sæ- mundssonar um Gunnar Gunn- arsson. í ádrepum segja Halldór Guðmundsson og Vésteinn Óla- son tíðindi frá Máli og menningu. NÝJAR B/ÍKUR Lífið er lotterí Sagan af Alla ríka Setberg hefur gefið út bókina „Lífið er lotterí" sem eru ævi- minningar Aðalsteins Jónssonar, útgerðarmanns á Eskifirði. Aðalsteinn Jónsson, sem oft er kallaður Alli ríki, er löngu þjóð- kunnur maður og um hann hafa gengið ýmsar sögur. Ein útgáfan er sú, að hann hafi komist „áfram“ á glópaláni og straumiða þjóðlífsins borið hann á strönd- ina þar sem beið hans gull og grænir skógar. Þá á Aðalsteinn að hafa verið glaumgosi sem sat á hóteli meðan honum var malað gull fyrir austan. Saga þessi sýnir allt annan mann en kviksögurnar um hann. Hún sýnir mann, sem vakir yfir sínu fyrirtæki, hugsar jafnan sitt ráð vandlega og framkvæmir rösklega það sem hann ráðgerir. Þá er og þessi saga um góðan dreng, sem man, að hann hefur verið fátækur og átt bága ævi og hefur ekki ofmetnast af velgengni sinni. í heiti bókarinnar er látið að því liggja, að bókin sé um tvo menn, Aðalstein og Alla. Þetta er auðvitað skilningur bókarhöf- undar á manninum, að söguhetj- an sé tvískipt að gerð, útgerðar- maðurinn Aðalsteinn sé um margt ólíkur gárunganum Alla, eins og kunnugir þekkja hann. „Lífið er lotterí" er 200 blað- síðna bók og auk þess prýdd nærri eitt hundrað ljósmyndum. Bróðir minn Ljónshjarta Komin út í kiljuformi Ævintýrið fræga Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren er komin út í annað sinn hjá Máli og menningu. Þýðingin er eftir Þorleif Hauksson og myndir eftir Ilon Wikland. Bókin kom út árið 1976 en hefur lengi verið ófáan- leg. Eins og kunnugt er hafa Svíar gert sjónvarpsþætti eftir bókinni sem nú er verið að sýna hér og kvikmynd sem einnig hefur verið sýnd hér á landi. Þessi útgáfa er jafnframt fyrsta bókin í flokki pappírskilja frá Máli og menningu sem ætlunin er að bjóða á mun lægra verði en innbundnar bækur. Flokkurinn ber samheitið UGLUR, og Bróðir minn Ljónshjarta er fyrsta BARNAUGLAN. <1 _ snmvitiHM DLUBOÐ Juv q\ f HVEITI2 kg g? HRÍSGRJÓN 1 Ibs HRÍSGRJÓN 2lbs g? BRÚN HRÍSGRJÓN12 oz ájjSí SYKUR 2 kg UDDS S AXI I JJJJ 6 TEGUNDIR í pk jWkLÐHÍJSR ÚLL UR 1\4 RÚLLURÍpk ^ SA LERNISPA PPÍR 6 RÚLLURÍpk ...vöruverð í lágmarkí Miðvikudagur 21. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.