Þjóðviljinn - 21.11.1984, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 21.11.1984, Qupperneq 15
IÞROTTIR Handboltill. d.ka. Vfldngar kafsigldu Þór í fyni hálfleiknum Pór rétti mjög sinn hlut og lokatölur 18-22 Ómar Jóhannsson Omar til lands Ómar Jóhannsson, V estmannaey ingur inn sem lék með Fram í 1. deildinni í knattspyrnu sl. sumar, fer í dag til Vestur-Þýskalands og kannar aðstæður hjá 3. deildarfélagi í nágrenni Diiss- eldorf. Ómar er ákveðinn í að leika með því í vetur ef honum líst á það sem hann sér. Það er þó ekki ólíklegt að hann leiki með Fram næsta sumar, I kvöld Handbolti Þrír leikir eru á dagskrá í 1. deild karla í kvöld, tveir þeirra í Laugardalshöll. Valur-Þróttur kl. 20.15 og KR-FH kl. 21.30. Þá mætast Stjaman og Breiðablik í Digranesi í Kópavogi kl. 20. Tveir leikir eru í 2. deild kvenna- ÍBK-HK í Keflavík kl. 20 og Þróttur-Haukar í Höllinni kl. 19. Körfubolti Laugdælir og Fram leika í 1. deild karla á Selfossi og hefst leikurinn kl. 20. Blak Stórleikur í 1. deild karla - Þróttur og ÍS, gömlu keppinaut- arnir, mætast í Hagaskóla kl. 18.30. Á eftir, u'm kl. 20, leika Fram og Víkingur og loks leika kl. 21.30 Breiðablik-Víkingur í 1. deild kvenna. Klaus Fischer. Þýska ídag margir leikmenn sem farið hafa í vestur-þýsku 3. deildina á veturna hafa komið heim að vorinu. -gsm/VS Víkingar kafsigldu nýliða Þórs algerlega í fyrri hálfleik liðanna í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Þeir höfðu níu marka forystu að honum liðnum en Þórarar náðu að rétta sinn hlut í síðari hálfleik og lokatölurnar urðu 22-18 - Vík- ingssigur. Upphafsmínúturnar voru jafn- ar en síðan sigu Víkingar, með Karl Þráinsson sem yfirburða- mann, framúr og voru komnir í 15-6fyrirhlé. Síðari hálfl. hófst á því að Sigmar Þröstur Óskars- son markvörður og fyrirliði Þórs skoraði með því að kasta þvert yfir völlinn. Þetta féll vel í kramið hjá fjölmörgum áhorfendum og samherjum hans og fjögur mörk fylgdu í kjölfarið, staðan 15-11. Þar sögðu Víkingar stopp og héldu öruggri forystu til leiks- loka, Þórarar skoruðu tvö síðustu mörkin í leiknum. Karl átti frábæran fyrri hálfleik hjá Víkingi og skoraði 6 mörk. Hann hvarf gersamlega í þeim síðari en þá var Guðmundur Guðmundsson drjúgur. Víkingar spiluðu vel, hratt og örugglega - betur en nokkuð annað lið sem leikið hefur í Eyjum. Sigmar Þröstur var besti maður Þórs og varði 15 skot í leiknum, þar af eitt vítakast. Sigbjörn Ósk- arsson var bestur útispilaranna, stjórnaði spilinu vel. Taugaó- styrkur einkenndi leik Þórara og feilsendingar þeirra voru fleiri en tölu varð á komið. Mörk Vfklngs: Karl 6, Guömundur 5. Þor- bergur Aðalsteinsson 5, Viggó Sigurðsson 3 (1), Hilmar Sigurgislason 2 og Einar Jó- hannesson 1. Mörk Þórs: Sigbjörn 5, Elías Bjarnhéð- insson 3, Gylfi Birgisson 3, Hertierg Þor- leifsson 3 (1), Óskar Brynjarsson 1, Páll Scheving 1, Sigmar Þröstur 1 og Sigurður Friðriksson 1. Staðan í 1. deild karla í handknattleik: FH...............2 2 0 0 53-42 4 Stjarnan.........2 1 1 0 50-43 3 Vfkingur.........2 1 1 0 44-40 3 Valur............1 1 0 0 32-20 2 KR...............2 1 0 1 45-40 2 ÞórVe............3 1 0 2 60-68 2 Þróttur..........2 0 0 2 35-49 0 Breiöabllk.......2 0 0 2 38-55 0 Guðmundur Kolbeinsson og Þorgeir Pálsson dæmdu ágæt- le8a - JR/Eyjum. Dómsúrskurður Huginn felldur í 4. deild í stað Reyðfirðinga! Dómstóll KSI með annað mat en dómstóll UÍA Dómstóll Knattspyrnusam- bands íslands kvað upp í síðustu viku eftirfarandi úrskurð: „Úrslit í leik málsaðila (Vals Rf. og Hugins - innskot blm.) sem fram fór 17. ágúst 1984 skulu vera þau að varnaraðiii, íþróttafélagið Huginn Seyðis- firði, telst hafa tapað leiknum." Umræddur leikur réð úrslitum í NA-riðli 3. deildar, Huginn vann Val 5-0 á Reyðarfirði og samkvæmt því hefði Valur fallið í 4. deild. Valur kærði lið Hugins hins vegar á þeim forsendum að( markvörðurinn, Einar Guðlaugs- son, væri ólöglegur. Héraðs-i dómstóll UÍA dæmdi Hugin í| Handbolti/2. d.kv. Stjaman, Fylkir og Haukar taplaus Keppni í 2. deild kvenna í handknattleik hófst fyrir þó nokkru en hefur að sjálfsögðu riðlast nokkuð vegna verkfallsins eins og fleira. Okkur er kunnugt um úrslit í eftirfarandi leikjum: (BK-Brelðablik.................11-11 HK-Fylklr......................17-26 Breiðablik-Þróttur.............14-15 StJarnan-ÍBK...................26-22 Haukar-Ármann.............. 26-10 Breiðabl.-Haukar...........H. unnu Þróttur-Stjarnan.............12-17 Ármann-HK....................11-18 Breiðabllk-Ármann...........18-11 Ármann-Þróttur................9-23 Stjaman, Fylkir og Haukar hafa því ekki tapað leik til þessa, en Ármann er eina liðið sem ekki hefur fengið stig. - HrG hag, Valur áfrýjaði til dómstóls KSI sem komst af ofangreindri niðurstöðu. „Við sættum okkur illa við þetta og finnst dómurinn harka- legur. Við höfum 14 daga til að áfrýja til dómstóls ÍSÍ og munum einnig taka málið upp á þingi KSÍ í byrjun desember,“ sagði Ölafur Már Sigurðsson formaður knatt- spyrnudeildar Hugins í samtali við Þjóðviljann. Einar Guðlaugsson tilkynnti félagaskipti úr Ármanni í Hugin sl. vor en forráðamenn Ármanns gleymdu að staðfesta þau hjá KSÍ. Dómstóll UÍA taldi máls- bætur Huginsmanna nægjanlegar en dómstóll KSÍ túlkaði málið á annan hátt, fór nákvæmlega eftir lagabókstafnum. -VS Þorsteinn með ÍBK Þorsteinn Bjarnason landsliðs- markvörður í knattspymu hefur tekið við þjálfun 1. deildarliðs ÍBK í körfuknattleik, af Bimi Víkingi Skúlasyni sem hætti fyrir skömmu. Undir stjórn Steina, sem leikur sjálfur með liðinu, hefur ÍBK unnið tvo síðustu leiki sína í 1. deild og er þar með ör- ugga forystu. Liverpool kaupir Englands- og Evrópumeistarar Liverpool í knattspyrnu festu á föstudaginn kaup á miðjumann- inum Kevin MacDonald frá Leicester og borguðu fyrir hann 400 þúsund pund. Hann á að fylla skarð Graeme Souness sem seld- ur var til ítalska félagsins Sam- pdoria í sumar. Það verður þó bið á að Mac- Donald klæðist rauða Liverpool- búningnum. Áður þarf piltur nefnilega að taka út þriggja leikja bann fyrir svndir sínar með Leicester. - ab/VS V.Þýskaland Hefðu betur leyft Fischer að skora! Frá Jóni H. Garðarssyni frétta- manni Þjóðviljans íV.Þýskalandi: Bochum keypti í sumar hinn gamalkunna markaskorara Klaus Fischer frá Köln eins og kunnugt er. Kölnarar töldu hann útbrunninn en sá gamli hefur blómstrað hjá Bochum og er ann- ar markahæsti leikmaður Bund- esligunnar í knattspyrnu með 9 mörk. í söiusamningnum er ákvæði sem segir að ef Fishcer skori 10 mörk eða meira fyrir Bochum í vetur fái Köln 50 þúsund þýsk mörk til viðbótar við kaupverðið. Sl. laugardag léku svo Bochum og Köln. Fischer var í strangri gæslu hjá sínum gömlu félögum og komst ekki upp með neitt - en ef hann hefði skorað hjá Köln, sitt tíunda mark, hefðu Kölnarar orðið 50 þúsund mörkum ríkari! Þeir hefðu stórgrætt á að leyfa honum að skora á lokamínútunni því Köln vann leikinn 1-3! Handbolti/1. d.kv. Valur í vand- ræðum með Víking Valur lenti í mestu erfiðleikum með Víking i 1. deild kvenna í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Leikurinn var hnífjafn og Víking- ur af og til með forystu (8-8 í hálf- leik) uns sjö mínútur voru til leiksloka. Þá gerði Valur útum leikinn með þvi að skora fimm síðustu mörkin og vann 20-14. Víkingsstúlkurnar tóku Emu Lúðvíksdóttur úr umferð og við það fór Valsliðið úr sambandi. Mikið var um mistök á báða bóga og Víkingsstúlkumar fengu sér- staklega oft dæmt á sig fyrir of mörg skref. Eiríka Ásgrímsdóttir var atkvæðamest hjá Víkingi framan af og Svava Baldvinsdótt- ir sótti sig þegar á leið. Valsliðið var jafnt, Guðrún komst vel frá leiknum og Kristín Arnþórsdóttir var skæð í hraðaupphlaupunum, skoraði þannig fimm mörk. Mörk Vals: Kristín 5, Rósa 4, Erna 3 (2 v), Guðrún 3, Katrín 3, Harpa 1 og Helga 1. Mörk Víkings: Svava 5, Eiríka 4, Inga 2, Sigurrós 1, Valdís 1 og Vilborg 1. Staðan í 1. deild: Fram....... Valur...... FH......... KR......... ....5 5 ....5 4 ....4 3 ....3 1 Vfldngur..........4 1 (á...............4 1 ÍBV..............5 0 ÞórAk............4 0 0 159-67 10 1 106-88 8 110-58 54-55 56-96 64-96 73-110 52-104 - HrG

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.