Þjóðviljinn - 24.11.1984, Side 1
SUNNUDAGS-
BLAÐIÐ
MENNING
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Tómur í desember
Sjóðinn vantar 41,5 miljónir tilþess að geta staðið í skilum
við námsmenn fyrir jólin
Sýnishom af Ijósrituðum uppsagnarbréfum. Þjóðviljinn skorar á lesendur að skipta ekki við þær hárgreiðslustofur sem hafa sagt upp nemum. Mynd Atli.
Lágmarkslaun
Uppsagnirnar: tvöfalt brot
Á fjórða tug þegar sagt upp. INSÍ stefnir hárgreiðslumeisturum og VSÍ.
Samkvæmt lögum á Lánasjóð-
ur íslenskra námsmanna að
greiða út 58 miljónir króna í des-
embermánuði næstkomandi.
Sjóðurinn hefur hins vegar ekki
nema 16,5 miljónir tU ráðstöfun-
ar og vantar þvi 41,5 mifjónir tU
þess að geta staðið í skUum við
námsmenn. GengisfeUingin og
gengissigið í nóvember hefur
kostað sjóðinn um 7 miljónir
króna nú þegar.
Þetta kom fram í samtali sem
Þjóðviljinn átti við Hrólf Ölvis-
son fulltrúa Stúdentaráðs í Lána-
sjóðnum. Sagði Hrólfur að fjár-
þurrðin ætti sé ýmsar orsakir svo
sem vanreiknuð launagjöld og
reksturskostnað upp á 6 miljónir,
sérstakt lántökugjald til ríkis-
sjóðs sem ekki var tekið tillit til í
fjárlögum upp á 8 miljónir, vextir
og verðbætur af lánum upp á 3,5
miljónir o.fl.
Eins og kunnugt er af fréttum
hafa framlög til Lánasjóðsins ver-
ið skorin mjög niður á fjárlaga-
frumvarpi fyrir næsta ár, þar sem
meðal annars er gert ráð fyrir því
að fyrsta árs nemar njóti ekki
þeirrar fyrirgreiðslu sjóðsins sem
þeim hafði verið lofað með yfir-
töku víxillána auk þess sem
reiknað er með að fyrstaárs nem-
ar næsta árs verði að leita til hins
almenna bankakerfis.
Hrólfur sagði að það myndi í
rauninni enga kostnaðar-
breytingu hafa í för með sér fyrir
sjóðinn að veita þeim fyrsta árs
nemum sem hefja nám eftir ára-
mótin fyrirgreiðslu, þar sem þeir
myndu framvísa skilríkjum sín-
um um námsárangur á því fjár-
lagaári. Því væri ekki hægt að
túlka það öðru vísi en svo, að ver-
ið væri markvisst að fæla fólk frá
því að hefja nám með því að
leggja á það óþarfa kostnað og
fyrirhöfn. Sagðist Hrólfur þegar
þekkja allmörg dæmi um fólk
sem hætt hefur við að fara í nám
vegna fjárhagslegrar óvissu.
Hrólfur sagði að lokum að það
væri augljóslega engin lausn að
fresta þeim greiðsluvanda sem
sjóðurinn stæði frammi fyrir í
desembermánuði fram á næsta
ár. Menntamálaráðherra og fjár-
veitingarvaldið yrði að leysa
vandann hið snarasta. ólg.
Yfir þrjátíu hárgreiðslunemum
hefur nú verið sagt upp í
skipulagðri herferð stjórnar
meistarafélagsins. Iðnnemar
bentu á blaðamannafundi í gær á
að um tvöfalt brot er að ræða: í
fyrsta lagi eru skýr samningsá-
kvæði um mánaðar uppsagnar-
frest, en nemunum er sagt upp
með viku fyrirvara, í öðru lagi er
bannað í lögum að segja hópi
fólks upp vegna kjaradeilna. As-
mundur Stefánsson forseti ASÍ
hefur haft afskipti af málinu og
rætt við formann meistarafélags-
ins en allt komið fyrir ekki.
Uppsagnarherferðinni er
hrundið af stað vegna þess að
meistararnir vilja ekki borga um-
samið lágmarkskaup, 14075
krónur á mánuði. Meistarar fell-
du samningana 1981 og hafa
hingað til borgar um 40% lægra
kaup en aðrir iðnnemar fá. Mál
iðnnema gegn VSÍ var þingfest í
félagsdómi í fyrradag, en þeir
telja að einstök félög vinnukaup-
enda geti ekki fellt samninga
VSÍ. Vinni nemarnir málið verða
meistarar að greiða töluverðar
fúlgur sem vangreitt kaup í þrjú
ár. Tapi þeir málinu virðast
samningar VSÍ að hluta ógildir.
„ASIer hundrað prósent me>_
okkur“ segja iðnnemar.
Sveinafélagið fylgist vel með
framvindu málsins, en næsta
skref nemanna er að kæra hvem
einstakan meistara og félagið allt
vegna uppsagnanna. -m
Bensín og olía
ASÍ
Þing sett
35. þing Alþýðusambandsins
verður sett á Hótel Sögu á mánu-
dagsmorgun. Um 500 þingfulltrú-
ar sitja þingið, þar af um þriðj-
ungur konur.
Að sögn Ásmundar Stefáns-
sonar forseta sambandsins munu
skipulags- og kjaramál verða
meginmál þingsins sem stendur
út alla næstu viku. Fjölmargir er-
lendir gestir frá Evrópu og
Bandaríkjunum munu sitja þing-
ið.
Fyrir þinginu liggja ýmsar til-
‘lögur frá miðstjóm ASÍ, þ.á.m.
tillaga um fjölgun í miðstjórn og
um að bæta við einum varafor-
seta. -Ig.
Stórfelld verðhækkun
Kristján Ragnarsson: Eykur kostnað útgerðar um 400 miljónir á ári
Meirihluti verðlagsráðs sam-
þykktí í gær stórhækkun á
bensíni og olíu gegn atkvæðum
fulltrúa ASÍ og BSRB sem áður
höfðu óskað eftir frestun á hækk-
unum en verið syqjað.
Bensínlíterinn hækkar um
13.6% eða úr 22.70 kr. í 25.80.
Olíufélögin höfðu farið fram á
19% hækkun. Gasolía hækkar
um 20% eða í 10.70 kr. hver ltr.
en olíufélögin fóm fram á 39%
hækkun og svartolíulíterinn
hækkar um 28.6% eða 10.400 kr.
tonnið en olíufélögin fóm fram á
48% hækkun.
Kristján Ragnarsson formaður
LÍÚ sagði í gær að þessi hækkun á
olíu myndi þýða um 400 miljón
króna kostnaðarauka fyrir út-
gerðina á ári. Aðalfundur LÍÚ
sem lauk í gær mótmælti harðlega
þessari hækkun og beindi því til
fulltrúa sinna í Verðlagsráði sjáv-
arútvegsins að samþykkja ekki
fiskverð nema tryggt sé að það
standi undir þessum gífurlega
kostnaðarauka.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri
sagði í samtali við Þjóðviljann að
hækkunarbeiðnir olíufélaganna
hefðu verið skomar niður með
því að lækka álagningarprósentu
og með því að stefna að jöfnun um. * ^ja sem félögin höfðu
innkaupareiknings á 9-10 mánuð- far*ð ^ram
Ölympíumótið
Helgi vann Hort
Helgi Ólafsson tefldi af miklu öryggi á Olympíuskákmótinu f gærkvöld er
hann sigraði tékkneska stórmeistarann Hort f glæsilegri skák. Helgi fómaði peði
snemma f skákinni og fékk rýmrí stöðu sem hann nýtti sér til fullnustu.
Þeir Margeir og Jón L. gerðu báðir jafntefli við sína andstæðinga en Karl
Þorsteins tapaði og lyktaði því viðureigninni við Tékka með jafntefli 2-2.
Eftir þessi úrslit er íslenska karlasveitin í 4.-10. sæti með 13V4 vinning en
Sovétmenn eru efstir með 15Ví> og 2 biðskákir gegn Bretum sem eru í 3. sæti með
13Vi vinning en Rúmenar eru í 2. sæti með 14Ví> vinning.
Kvennasveitin tefldi gegn Spánverjum og tapaði 2Vi-Xh. Sigurlaug náði jafn-
tefli en Guðlaug og Ólöf töpuðu sfnum skákum. -Ig. '