Þjóðviljinn - 24.11.1984, Síða 5
INN
SÝN
Segja má að með myndun nú-
verandi ríkisstjórnar hafi lok-
ið því skeiði, jafnvægis“ sem ein-
kenndist af borgaralegri velferð.
Verkalýðshreyfingin og fiokkar
hennar höfðu þröngvað borgara-
stéttinni til að viðurkenna í ein-
hverju lágmarksmannréttindi -
fæði, klæði og húsnæði fyrir alla
og frelsi til lágmarkstjáningar.
Þannig höfðu semí-sósíal-
demókratísk viðhorf verið meira
og minna viðtekin.
Með myndun núverandi ríkis-
stjórnar brá nýrra við. Markaðs-
kredda, hugmyndafræði nýfrjáls-
hyggjunnar, var orðin allsráð-
andi í Sjálfstæðisflokknum og
hefur skilað sér í stjórnarstefn-
unni. Alræði kapítalsins er af-
leiðing þessarar hugmyndafræði
og hverskyns félagslegar skorður
við „frelsi“ fjármagnsins eru af-
numdar hægt en skipulega.
Andvaraleysi félagshyggjuafla
í þjóðfélaginu hefði hugsanlega
getað leitt til þess að forræðishug-
myndir af vinstra kantinum, þ.e.
alræðishugmyndafræði, skytu að
nýju rótum. Þannig er jarðvegur-
inn sem núverandi ríkisstjóm
hefur pælt. Það er þess vegna
nauðsynlegt að íslensk vinstri-
hreyfing haldi áfram að leita svar-
anna í auknu lýðræði með full-
kominni tryggð við fjölþátta-
þjóðfélagið. Við berjumst á móti
alræði auðvaldsins með vopnum
lýðræðisins og fyrir meira frelsi.
Óhugnaðurinn við núverandi
stjórnarstefnu er máske mestur
fólginn í því hve seint og illa
verkalýðshreyfingin og vinstri
hreyfingin bregðast við árásun-
um.
Ofstækið frá hægri sem íslensk
anlegan) fræðilegan grundvöll
flokksins. Fólki er ljóst að þjóðfé-
lagið er í breytingu og af því leiðir
að nýjar spurningar leita nýrra
svara. Þetta þýðir að þörf er á því
að ræða pólitísk stefnumið og
verkefni, endurmóta dagskrár-
mál og starfsstfl. Flokksfélagarn-
ir eru reiðubúnir til þeirra starfa.
Fólki er afar umhugað um jöfnuð
og þátttöku. Þessi atriði eru sund-
urliðuð og tengd hvert öðru á
þann hátt sem róttækar fylkingar
í landinu gerðu ekki hér á árum
áður. Beint og óbeint kemur fram
að fólki stendur stuggur af vald-
stjórn og forræðishyggju, einnig
þvf valdi sem hefði VERKA-
LÝÐSSAMTÖK eða FLOKK að
miðdepli. Þessi hugsunarháttur
er að mfnu mati frjór og leiðir á
brautir lífvænlegra lausna. Þetta
getur raunar minnt á stefnuskjöl
pólsku alþýðusamtakanna Ein-
ingar frá þvf fyrir þrem árum...“
I þessari athyglisverðu umsögn
Hjalta Kristgeirssonar sem hér er
tekið undir er bent á margbreytni
viðhorfa innan flokksins, sem
bendi til þess að um allgóðan
þverskurð af samsettri þjóð sé að
ræða. „Hér liggur fleira undir
steini. Fjölræði (= plúralismi,
það að þjóðfélagið lýtur ekki
neinni einni reglu heldur samspili
ólíkra krafta, samanber almennt
tjáningarfrelsi, sjálfstæða verka-
lýðshreyfingu og Qölflokkakerfi)
er hið eðlilega ástand; sósíalistar
sækja ekki útfyrir landamæri
fjölræðisskipunar, heldur er það
einmitt inna hennar sem þeir
hyggjast breyta þjóðfélagstengsl-
um til aukins lýðræðis almenn-
ingi í hag. Með öðrum orðum:
Qölræði er ekki einkaeign borg-
Mætti biðja um örlítið meira frelsi
launaþjóð hefur mátt hafa yfir sér
að undanfömu rennur fleirum til
rifja en vinstri mönnum. Áður en
gengið var til síðustu kosninga,
varaði m.a.s. Morgunblaðið við
valdatöku nýfrjálshyggjusinn-
anna, þó það síðan hafi beygt sig
fyrir veldi þeirra eins og reyndar
Framsóknarflokkurinn líka. Við
þessar aðstæður gæti sú hætta
einmitt legið í leyni, að upp kæmi
harðlífishugmyndafræði hinum
megin frá.
Andsvarið
í tíð núverandi ríkisstjórnar
hefur frelsi launafólks verið veru-
lega skert, lýðræðið takmarkað
að sama skapi, og sjúklingar og
gamalmenni hafa haft enn frekar
á brattann að sækja. Þetta hefur
verið gert beint með afnámi
samningsréttar verkalýðsfélaga,
afnámi verðtryggingar og lát-
lausu kaupráni, sem allt saman
skerðir frelsi einstaklingsins og
lýðræðið í landinu. Fjármagns-
púkamir hafa krækt saman klón-
um á hinum breiða vettvangi
skoðanamyndunar og er
skemmst að minnast fjölmiðlaris-
ans ísfilm, sem Morgunblaðið,
SÍS og fylgifyrirtæki þeirra mynd-
uðu. Allt er þetta ógnun við frels-
ið og lýðræðislega skoðanamótun
í landinu.
Andsvarið við þessu hlýtur að
vera 1) Aukin áhersla félags-
hyggjufólks á baráttuna fyrir
meira lýðræði og frelsi. 2) Að fé-
lagshyggjufólk og flokkar snúi
bökum saman til að verjast árás-
unum og ss;kja að nýju fram til
félagslegs réttlætis og meiri
jöfnuðar.
Segja má að flokksþing Al-
þýðuflokksins og flokksráðs-
fundur Alþýðubandalagsins hafi
pólitískt dregið dám af ofan-
greindu ástandi og af hinni pólit-
ísku kröfu um samstarf félags-
hyggjuflokka og fólks. Persónur í
forystunni skipta þar minna máli,
- þó skipt hafi verið um kóng hjá
krötunum.
Óhætt er að segja að lýðræðis-
frekja hafi einkennt pólitík sós-
íalista á Vesturlöndum undanfar-
inn áratug. Og þó nýfrjálshyg-
gjan hafi orðið ofaná víða um
lönd síðustu misseri, fer því fjarri
að kynslóðir hins lýðræðislega
sósíalisma hafi gefist upp. Þvert á
móti hafa þær stælst í hugmynda-
fræði sinni andspænis þeirri
andhverfu félagshyggjunnar sem
nú tröllríður húsum vestur-
lenskra. Víða má og sjá þess
merki að lýðræðisbarátta og
frelsisstríð vinstri-manna muni
taka við af hugmyndafræði krón-
unnar og dollarans.
Verkalýðs-
hreyfingin
Þessi lýðræðisfrekja hefur að
sjálfsögðu beinst gegn miðstjóm-
arvaldi og forræði flokka. Innan
Alþýðubandalagsins hefur þessi
lýðræðishneiging verið mjög
sterk og ég minnist t.d. viðtals við
Svavar Gestsson fyrir nokkrum
árum þar sem hann hafnar stjórn-
unarkenningum leninismans
(,,miðstjómarvald“). Og ýmsar
breytingar hafa verið gerðar á
skipulagi Alþýðubandalagsins í
þá veru að styrkja lýðræðið þó
vissulega sé fremur um innihalds-
baráttu að ræða fremur en form-
breytingar.
Slíkar kröfur hafa einnig verið
gerðar til hinnar skipulegu verka-
lýðshreyfingar. Á fyrrgreindum
flokksráðsfundi var ályktað: „Al-
þýðubandalagið vill styrkja lýð-
ræði og almenna virkni innan
verkalýðshreyfingarinnar“.
Það er auðvitað ljóst að
nauðsynlegt er að hugmyndirnar
fái að togast á innan verkalýðs-
hreyfingarinnar svo sem í öðrum
viðlíka félagsstofnunum. Meðan
hins vegar einskonar „Jalta-
samkomulag" rikir um það hverj-
ir „eigi“ hin ýmsu verkalýðsfélög
og fulltrúa í appirötum verka-
lýðshreyfingarinnar, er erfitt að
sjá að kostir fjölflokkakerfisins
fái að njóta sín. Það er jafn frá-
leitt að sú staða komi upp að for-
ystumenn verkalýðshreyfingar-
innar séu úr röðum flokka sem
standa fyrir aðför að sjálfri
hreyfingunni eins og núverandi
stjórnarflokkar em dæmi um.
Ný vinnubrögð, lýðræðislegri
og líflegri þurfa ekki að beinast
gegn einhverjum persónum í for-
ystu verkalýðshreyfingarinnar.
Hér er um að ræða nauðsyn þess
að fólk geri sér grein fyrir hvar sé
vöm, skjól og sóknarmöguleikar
sé rétt á málum haldið. Helgi
Guðmundsson, ritari Alþýðu-
bandalagsins og forystumaður
stéttasamtaka trésmiða um langt
skeið, sagði í ræðu á flokksráðs-
fundi Alþýðubandalagsins um sl.
helgi að brýna nauðsyn bæri til að
félagshyggjufólk allra flokka tæki
virkan þátt í verkalýðsfélögunum
og mótaði þau meir í samræmi við
þarfir sínar. Hann kvað og
nauðsynlegt að verkalýðshreyf-
ingin tæki upp ný viðhorf
gagnvart menningar- og fræðslu-
starfsemi. Verkalýðsfélögin væru
ekki bara til á tímum kjaradeilna
og áhugi fólks yrði að miðast að
því að búa félögin undir átök ekki
síður en starfa í þeim þegar þar að
kæmi.
Guðmundur Jóhann Guð-
mundsson sagði í frægu Þjóðvilja-
viðtali 1. mars 1984: „Fólk verður
að átta sig á því að það verður
troðið undir, láti það verkalýðs-
hreyfinguna afskiptalausa. Sú
hætta vofir nú yfir að þröngir en
öflugir hagsmunahópar taki allt
frumkvæðið af verkalýðshreyf-
ingunni og hér skapist fjölmennur
hópur annars flokks þegna, sem
engu fái ráðið um kjör sin og lífs-
afkomu. Hér þarf að koma til
aukið stolt og sjálfsvirðing fyrir
hönd stéttarinnar. Jafnframt er
verkalýðshreyfingunni brýn
nauðsyn að endurskipuleggja sig
og taka upp önnur vinnubrögð í
takt við tímann“.
Guðmundur J. segir og þar, að
þó starfsemi MFA sé góðra
gjalda verð í andófinu gegn fé-
lagsdeyfðinni, þá sé það alls ekki
nóg. Meira verði að koma til.
Að undanfömu hefur mikið
verið rætt og ritað innan Alþýðu-
bandalagsins um stefnuna. M.a.
hafa spurnlngar um viðhorf og
væntingar félagsmanna verið
sendar út og þeim svarað. Hjalti
Kristgeirsson fjallar um svörin í
umsögn sem dreift var á nýaf-
stöðnum flokksráðsfundi. Við
grípum þar niður í viðhorf
Hjalta: „Flokksmenn negla sósí-
alisma sinn ekki niður í firrtar
fræðikenningar heldur velta fyrir
sér vandamálum sínum og þjóðfé-
lagsins á óbundinn og kreddu-
lausan hátt, án feimni við (hugs-
aralegs þjóðfélags og hagkerfis
þess, heldur stríðir eðli fjölræðis
einmitt gegn einkaeignaskipan
kapítalismans og er því sósíalism-
anum hallkvæmt“.
Sjálfsvirðingin
Láglaunastefna ríkisstjórnar-
innar og aðförin á launafólk hef-
ur reynst meira kúgunartæki á
skemmri tíma en hægt var að
ímynda sér. Þegar Þjóðviljinn
varaði við hugsanlegri samstjórn
Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokksins fyrir síðustu
kosningar, þótti blaðið mála
framtíðina dökkum litum. f ljós
hefur komið enn skuggalegri
stefna en þá var höfð á orði.
Sjálfsvirðingu launafólks var
misboðið með lágu laununum,
kjaraskerðingum og afnámi
mannréttinda. í verkfalli BSRB
vannst móralskur sigur, sem vísar
okkur framá við til þeirrar sjálfs-
virðingar sem allir eiga rétt á.
ASÍ-þing er háð skömmu eftir að
rikisstjórnin hefur rænt með á-
stæðulausri gengisfellingu rúm-
lega kauphækkun sem um var
samið. Sú staðreynd hlýtur að
verða ASÍ-fulltrúum hvatning til
harðvítugri viðbragða heldur en
við höfum mátt horfa uppá að
undanförnu. Með því að hnekkja
kaupráni og stöðugum ofstopa
ríkisvaldsins væri ASÍ að endur-
heimta sjálfsvirðingu launafólks
og afla sér trausts sem sverð og
skjöldur launafólks. Vinstra sam-
starf félagshyggjufólks er svo
rökrétt framhald og tengt þeirri
vöm og sókn sem verkalýðs-
hreyfingin verður að heyja.
Óskar Guðmundsson
Laugardagur 24. nóvember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5