Þjóðviljinn - 24.11.1984, Síða 6

Þjóðviljinn - 24.11.1984, Síða 6
1 BERGÞÓRA ÁRNADÓTTIR HALLGRÍMUR BERGSSON FOSS JÓN G. RAGNARSSON SVERRIR STORMSKER HALLDÓR FANNAR INGVI ÞÓR KORMÁKSSOr &CO ÞRYMUR ÞÓR GÍSLASON RON HALLGRÍMUR BERGSSON MAGNÚSÞÓR RADÍUS OCOPOCO SIMON BELLO & DUPAIN 1 i GRAFÍK OTZJÍ QTZJÍ OTZJÍ TAKTLAZK TAPPI TÍKARRASS ÞARMAGUSTARNIR MEÐ NÖKTUM BYLUR BAND NÚTÍMANS JOÐ EX ÁST D/EGURTÓNLIST PAX VOBIS Þeir fólagar úr Pax Vobis (Friði yðar) hafa vakið talsveröa athygli á síðustu misserum fyrir vandaða spilamennsku, og fyrir að auka smávegis á fjölbreytnina f íslenskum poppveruleika. Hljómsveitina skipa fjórir ungir tónlistarnemar: Þorvaldur Þor- valdsson sem leikur á aítara, Skúli Sverrisson á bassa, Asgeir Sæmundsson rokkara á radd- bönd, synþesæsir og flygil og Steingrfmur Óli Sigurðsson á trommur og slagverk, en hann ku vera nýjasti meðlimurinn í grúpp- unni. Drengimir leika einhverskon- ar dramatískt fönk-rokk og bregða einnig fyrir sig bræðings- sveiflum, án þess þó að það verði áberandi. Það, sem ræður ríkjum fyrst og fremst hjá Pax Vobis, virðist vera sú stefna og áhugi að gera eitthvað skapandi í tónlist- inni, feta kannski ekki alls ó- troðnar slóðir en stefna frekar í framsækna átt á sinn hátt. Þorvaldur þykir mér skemmti- legur og lifandi gítarleikari, leikur hans er fínlegur og tækni- legur, en skapandi. Finnst mér þó að hann hefði mátt njóta sín meira en hann gerir á þessari fyrstu plötu Pax Vobis. Sverrir er góður bassaleikari og efnilegur, kannski heldur skólaður en á framtíðina fyrir sér. Ásgeir er nokkuð mergjaður í leik sínum á hljóðgerfilinn en slíkt er því mið- ur ekki hægt að segja um söng- inn, sem einhvernveginn virðist vera yfirborðskenndur, eða alls ekki einlægur. Til lengdar þreytist maður á söngnum hægt og bítandi og óskar að Ásgeiri hlotnist sú gæfa að snúa af þessari línu í túlkun sinni. Steingrímur Óli er vel þroskaður trommu- leikari, ræður bæði yfir tækni og krafti sem umlykur öll lög á plötunni. öll lögin eru sungin á ensku, og finnst þeim í Friði yðar eflaust eins og svo mörgum íslenskum popptónlistarmönnum þægilegra að semja á enska tungu. í því sambandi er það þó ætíð svo að um einhverskonar fyrirslátt er að ræða, engin veruleg einlægni í fyrimími; jafnvel feimni. Ef hinn stóri heimur freistaði ekki jafn mikið og hann gerir yrði kannski um meiri drif og dirfsku í íslenskri textasmíð. s SATT Um gott framlag SATT til ís- lenskrar alþýðutónlistar efast fáir, held ég. Framtak þeirra sem að baki standa SATT er gustuka- verk þarft og gott. Þrjár SATT „safnplötur" litu dagsins Ijós fyrir all nokkru. Inntak hverrar skífu fyrir sig ólíkt: plata eltt alíslensk að upplagi, þ.e. textar og lög hvort tveggja hérlenskt, plata tvö með enskum textum og þrlðja platan eröll á nýju línunni, æsilegri og róttækari en hinar tvær. Satt að segja hefur þessi niðurröðun tekist bærilega vel, samræmi einkennir plöturnar að mestu, þó svo segja mætti að þau lög sem skara framúr að gæðum eigi á hættu að týnast ( allri þessari misgóðu afurð. Ekki verður lagt út í sérstaka greiningu laga eða texta SATT- platna. Margt finnst hér athyglis- vert og vandað og ætti sérhver áhugamaður um alþýðupopp hér á landi ekki að láta þessar þrjár plötur framhjá sér fara. Þeir, sem telja sig eiga vænan minningargrip í plötunni Rokk í Reykjavík, geta óhikað bætt SATT1,2 og 3 í safnið. Hver veit nema hér sé komin hin eina sanna alþýðutónlist okkar íslendinga sem átt hefur bflskúrum að mestu leyti tilveru sína að þakka? Þar að auki eru SATT-plöturnar 3, sam- an í einum pakka, á sama verði og ein venjuleg hljómplata. 9A KAN Ert'í ræktinni, kannsk’í lík- amsræktinni? Nú, ef svo er, þá er sá möguleiki fyrir hendi að þú hafir gaman af nýrri plötu frá nýrri hljómsveit, Kan, í rcektinni. Þar fara gumar bolvlskir, flestir utan söngvarinn - sem suma rekur kannski minni til - gamall í brans- anum og ræktað margt um dag- ana: Herbert Guðmundsson. Tónlistin sem Kan spilar er stfl- uð inná dansvilja fólks, átaka- laust, vel, vandað popp-rokk sem flestir íslendingar segjast hafa í hávegum, ef marka má skoðana- kannanir og „spurningar dags- ins“. Hér ræður því tillitssemin við almenning ríkjum sem fullkomnast í textablaðsleysi. Skáldgyðjan hefur verið víðs fjarri þeim sem sátu og settu sam- an orð á Kan-bænum, en það ger- ir heídur ekkert til ... dansiði bara... Átta eru lögin og flest í sama popp-dúr, utan eitt sem sker sig verulega úr: Megi sá draumur; þar sem engu er líkar en Brian Ferry úr Roxy Music sé lifandi kominn til að syngja fyrir Her- bert. En Hebbi var það heillin. Herberg má vel við bolvíska fé- laga sína una sér og öðrum til dansræktar. 9 A ORÐSENDING til viðskiptamanna Brunabótafélags Islands Brunabótafélagið telur ekki við hœfi að lofa í auglýsingu prósentuafslœtti af bif- reiðaiðgjöldum fyrir árið 1985, þar sem iðgjöld þess árs verða ekki ákvörðuðfyrr en í febrúar 1985. Brunabótafélagið mun að sjálfsögðu hér eftir sem hingað til veita viðskipta- mönnum sínum hin bestu kjör. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.