Þjóðviljinn - 05.12.1984, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.12.1984, Blaðsíða 3
FRETTIR SÍS-frystihúsin Aukning 22% frá áramótum til 3. nóv. Framleiðsla Sambandsfrysti- húsanna á frystum afurðum jókst um 22% frá síðustu ára- mótum til 3. nóv. sl., miðað við sama tíma í fyrra. Frysting botn- fískafurða jókst um 20% og þorskafurða um 35%. Athyglisvert er í þessu sam- bandi að fyrstu 9 mánuði ársins, (nýrri tölur liggja ekki fyrir), minnkaði botnfiskaflinn yfir landið allt um 9% og þorskaflinn um 11%, miðað við fyrra ár. Fyrstu 10 mánuði ársins flutti Sjávarafurðadeild samtals út 38.829 tonn af frystum afurðum á móti 34.204 tonnum á sama tíma árið áður. Er það 14% aukning. Af því voru botnfiskafurðir 34.974 tonn, 12% aukning. Minnst jókst útflutningurinn til Bandaríkjanna, aðeins um 1%, til Sovétríkjanna jókst hann um 24%, til Bretlands um 33% og til annarra landa um 51%. Heildarútflutningur Sjávaraf- urðadeildar fyrstu 10 mánuði árs- ins jókst um 23% að vermæti. Var í fyrra 2.319 milj. kr. miðað við cif-verðmæti, en 2.842 milj. kr. nú. Hlutur deildarinnar í útflutn- ingi á freðfiski hefur aukist mjög á þessu ári. í fyrra var hann 34,6% til Bandaríkjanna, 38,5% nú, 23,9% til Sovétríkjanna, 36,1% nú, 28,5% til Bretlands, 34,3% nú. - mhg. Kindakjötið Birgðir Anýfstöðnum fundi Samstarfs- nefndar Búvörudeildar og af- urðasölufélaganna innan SÍS var Leiðrétting í frétt Þjóðviljans í gær af á- lyktunum Neytendasamtakanna varð meinleg villa. Par stóð að ein af tillögum samtakanna væri að komið yrði á fót sakamála- dómstóli en átti að vera smámála- dómstóli! Leiðréttist þetta hér með. minnka upplýst að kindakjötsframleiðsl- an í haust hcfði numið 12.100 tonnum. Þar af var dilkakjötið 10.500 tonn. Birgðir dilkakjöts í ágústlok voru 1700 tonn á móti rúmum 3000 tonnum á sama tíma í fyrra. Horfur eru taldar á að ekki þurfi að flytja út nema 2300 tonn af framleiðslunni í haust á móti 3800 tonnum af framleiðslu fyrra árs. Er þá við það miðað að innan- landsneyslan verði svipuð nú og þá eða um 10.500 tonn. - mhg. Hluti leikhópsins sem fmmsýnir söngleikinn Eyjapeyjar, hverapíur, ástir og allt hitt. Ljósm.: RÁA. Söngleikur Eldgos og ástir Nemendur Gagnfrœðaskólans CHveragerði setja upp söngleik eftir kennara sína Nemendur Gagnfræðaskólans í Hveragerði hafa undanfarnar vikur staðið í ströngu við æfíngar á söngleik eða leikriti með tónlist og söngvum, og sögðust ætla að frumsýna 7. desember nk. þegar blaðamaður leit inn á æfingu hjá þeim 2. desember sl. Leikstjóri er Margrét Óskarsdóttir, en höf- undar verksins eru kennarar skólans, þeir Sigurður Davíðs- son, Valgarð Runólfsson og Hjörtur Jóhannsson, en hann samdi flesta söngtexta, að ó- gleymdum Róbert Darling sem samdi tónlist og stjórnar flutningi hennar. Leikritið heitir: „Eyja- peyjar, hverapíur, eldgos, ástir og aUt hitt“. Krakkarnir sem rætt var við á æfingunni vildu lítið gefa upp um efnisþráðinn, og sögðu að nafn verksins segði allt sem segja þyrfti um innihaldið en leikritið væri bæði æsispennandi og eld- fjörugt. Hljómsveit sér um undir- leikinn og leikendur sem eru milli þrjátíu og fjörutíu fiytja söngv- ana. Leikritið verður flutt í Fé- lagsheimili Ölfusinga, við hliðina á Eden, en þar er lítið leiksvið, og auk þess verður leikið á pöllum sem komið verður fyrir úti í sal. Leikstjórinn, Margrét Óskars- dóttir, hefur getið sér gott orð fyrir störf sín með Litla leik- klúbbnum á ísafirði, en hún hef- ur auk þess sett upp leikrit víða um land. „Hún er rosalega góð“, sagði einn, „það má lengi deila um það,“ sagði annar, „hún er dálítið ströng að vísu.“ „Já, en leikstjórar þurfa líka að vera það“, sögðu nokkrar stúlkur að bragði. „Þetta er svolítið sérstök sýn- ing“, sagði ein stúlkan, „þú sérð ekki svona sýningu á hverjum degi“, „nei, til að sjá svona sýn- ingu verður fólk sko að koma til Hveragerðis“, bætti einn strákur- inn við. Krakkamir báðu blaðamann um að koma á framfæri áskorun sinni til fólks um að láta nú sjá sig á sýningum í Félagsheimili Olfus- inga. - RÁA. FIATUNO? Um þessar mundirverður 20.000. SODASTREAM vélin seld hérálandi. í tilefni af þessum tímamótum hefur Sól hf. ákveðið að færaeinhverjum SODA STREAM eignda FIAT UNO bíl að gjöf. Það er ekki ónýtt að fá slíkan farkost í nýársgjöf. Nafn hins heppna verður dregið úr ábyrgðarskírteinum allra SODA STREAM eigendamilli jólaog nýársn.k. mun nafn hans birtast í dagblöðunum í byrjun janúar. EIGIR ÞÚ SODASTREAM VÉL ÁTTÞÚ KOST Á ÓKEYPIS BÍL! :"3ÍlÍffis Gjöfm sem Sól hf. og

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.