Þjóðviljinn - 05.12.1984, Blaðsíða 13
FRETTIR
Jólakort
og
jólamerici
Jólakort Barnahjálpar Sam-
einuðu þjóðanna (UNICEF) eru
komin á markaðinn enn á ný.
Kortin eru unnin af listamönnum
frá ýmsum löndum og eru
allmargar myndanna gerðar sér-
staklega fyrir þessi kort. Einnig
eru notaðar eldri myndir eftir
fræga Iistamenn fyrri alda.
Jólamerki Thorvaldsensfélags-
ins 1984 er komið í sölu og er það
sjötugasta merkið, sem gefið er
út á vegum félagsins. Merkið er
mynd af glugga, sem Leifur
Breiðfjörð glerlistamaður hann-
aði, og er glugginn í kapellu, sem
er á Kvennadeild Landspítalans.
Enn sem fyrr er jólamerkið
aðal fjáröflun Barnauppeldis-
sjóðs Thorvaldsensfélagsins og
veitir sjóðnum þann möguleika,
sem er á stefnuskrá hans, að
styrkja og veita aðstoð þeim, sem
minnst mega sín í þjóðfélaginu.
Verð á merkinu er kr. 5.00 hvert
merki og ein örk, sem er með tólf
merkjum, kostar því kr. 60.00.
Fyrirlestrar
Lífríki
Þjórsár-
vera og
geimönsk
málfræði
Fabrizio D. Rascellá, lektor í
germanskri málfræði við Flór-
ensháskóla, flytur opinberan
fyrirlestur í boði heimspeki-
deildar Háskóla íslands og ís-
lenska málfræðifélagsins mið-
vikudaginn 5. desember 1984 kl.
17.15 í stofu 422 í Árnagarði.
Fyrirlesturinn nefnist „Germ-
önsk málfræðirit miðalda“ og
verður fluttur á íslensku.
Á morgun fimmtudaginn 6.
desember næstkomandi, flytur
dr. Póra Ellen Þórhallsdóttir
fyrirlestur með litskyggnum um
jurtalíf og vistfræði Þjórsárvera.
Fyrirlesturinn verður haldinn í
fyrirlestrarsal Raunvísinda-
deildar Háskólans að Hjarðar-
haga 2-4 og hefst kl. 20.30.
Fiájóla-
sveinum
Þjóðviljanum hefur borist sím-
skeyti frá nokkrum félögum í Al-
þýðuleikhúsinu sem dvelja nú hjá
jólasveinum til að mennta sig í al-
vöru jólasveinasiðum. Skeytið er
á þessa leið:
„Stop - halló - stop - okkur
líður frábærlega - stop - Allt á
fullu - stop - Leppalúði stundum
úrillur - stop - en Grýla er frábær
- stop - Jólakötturinn veiktist,
liggur núna á Dýraspítalanum -
stop - Svolítið kalt en allir í jóla-
skapi - stop Hlökkum til að sjá
ykkur - stop Stúfur biður að
heilsa - stop - Bless - stop
Þeir sem vilja ná sambandi við
þessa hressu félaga fyrir jólatrés-
skemmtanir sínar hafi samband
við umboðsmenn þeirra í síma
10097 eða 19567.
KRON opnaði fyrir helgi nýja
og glæsilega verslun við Furu-
grund 3 í Kópavogi. Að sögn
Kára Kaaber verslunarstjóra
verður verslunin með alla al-
genga mat- og nýlenduvöru og er
höndlað á um 400 fermetrum.
Ákveðið hefur verið að hafa opið
á laugardögum frá kl. 9-16 fram
til jóla í hinni nýju verslun. Ann-
ars er opið virka daga frá kl. 9-18
en fram til kl. 20 á föstudögum.
Til að byrja með vinna 10 starfs-
menn í KRON við Furugrund. Á
myndinni má sjá Kára Kaaber,
annan frá vinstri, ásamt nokkrum
starfsmanna sinna við kjöt- og
fiskborðið í hinni nýju verslun.
Ljósm. E.ÓI.
Hugmynda-
samkeppní
Iðnaðarbankans
Xilt meriri
iiýII Kikn
\
Mikil gróska er nú í starfsemi Iðnaðarbankans.
Bankinn hefur vaxið ört undanfarin ár, enda lagt
kapp á að mæta kröfum viðskiptavina sinna um sífellt
betri þjónustu. Um þessar mundir stendur yfir víðtæk
endurskipulagning á starfsemi bankans, í því skyni, aö
búa hann enn betur undir það markmið, að vera
nútíma banki, sem veitir góða þjónustu. Liður í þess-
ari endurskipulagningu er hugmyndasamkeppni sem
bankinn efnir nú til. Samkeppnin er í tveimur liðum:
a) Um nýtt merki, skrift og einkennislit, eða liti fyrir
bankann.____________________________________
b) Um myndrænt tákn til notkunar í auglýsingum og
kynningargögnum bankans.
Samkeppnin er haldin samkvæmt reglum FÍT, Félags
íslenskra auglýsingateiknara og er öllum opin.
Veitt verða ein verðlaun fyrir bestu tillögurnar.
a) Fyrirmerki, skrilt ogeinkennislit kr. 120.()()().()()
b) Fyrir tákn kr. 40.000.00
Tillögur um merki skulu vera 10-15 cm í þvermál, í
svörtum lit, á pappírsstærð DIN A-4. Einkenna skal
tillögurnar með kjörorði, en nafn höfundar og
heimilisfang fylgi nteð í lokuðu ógagnsæju umslagi.
Pátttakendum er heimilt að senda fleiri en eina
tillögu. Skal hver tillaga þá hafa sér kjörorð og henni
fylgja sér umslag með nafni höfundar.
Dómnefnd skipa: Bragi Ásgeirsson, listmálari, Gísli
B. Björnsson, teiknari FÍT., Rafn Hafntjörð, prent-
smiðjustjóri, Tryggvi T. Tryggvason, teiknari FÍT. og
Valur Valsson, bankastjóri.
Ritari dómnefndar og jafnframt trúnaðarmaður
keppenda er Jónína Michaelsdóttir, Iðnaðarbankan-
um við Lækjargötu. Þátttakendur geta snúið sér til
hennar og fengið frekari upplýsingar um samkeppn-
ina og um Iðnaðarbankann. Síminn er 91 -20580.
Skilafrestur tillagna er til 15. janúar 1985. Skal skila
tillögunum í póst eða til einhverrar afgreiðslu Iðnaðar-
bankans merktum:
Iðnaðarbankinn
H ugmy ndasam keppn i
b/t Jónínu Michaelsdóttur
Lækjargötu 12
101 Reykjavík.
Dómnefnd skal skila niðurstöðum innan eins mánað-
ar frá skiladegi.
Efnt verður til sýningar á tillögunum og þær endur-
sendar. Verðlaunaupphæðin er ekki hluti af þóknun
höfundar. Iðnaðarbankinn áskilur sér einkarétt á
notkun þeirra tillagna sem dómnefnd velur. Jafn-
l'ramt áskilur bankinn sér rétt til að kaupa hvaða
tillögu sem er samkvæmt verðskrá FÍT.
Iðnaðarbankinn
-nútímabanki
ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 13