Þjóðviljinn - 05.12.1984, Blaðsíða 16
Aðalsími: 81333. Kvöldsími: 81348. Helgarsími: 81663.
Miðvikudagur 5. desember 1984 242. tölublað 49. árgangur
DIOÐVIUINM
Sjálfstœðisflokkurinn
llhrígar deilur
Vísa vandamálunum hver á annan.
Albert: vill hœkka söluskatt eða skera. Þor-
steinn: málið kemurmérekki við. PálmiJóns-
son formaður fjárveitinganefndar: Talið þið
við þingflokksformanninn
Ef að mönnum er léttara með
því að vísa bara á fjármála-
ráðherrann þá fylgir það bara
starfinu, sagði Albert Guð-
mundsson í gær er hann var
inntur álits á ummælum Þorsteins
Pálssonar formanns Sjálfstæðis-
flokksins í Morgunblaðinu í gær
þar sem hann segist ekki hafa
hugmynd um hvernig fjárlaga-
frumvarpið standi, þau mál komi
sér ekki við og vísar öllu á fjár-
málaráðherra.
Miklar deilur eru uppi í þing-
flokki sjálfstæðismanna um Ieiðir
til að fylla upp í fyrirséðan halla á
fjárlögum næsta árs. Albert Guð-
mundsson sagði það rétt vera í
samtali við Þjóðviljann í gær að
hann hafi lagt fram í ríkisstjórn-
inni tillögur um hækkun sölu-
skatts sem ætti að geta skilað 220-
230 miljón krónum í auknar tekj-
ur fyrir ríkissjóð. „Ég var með
þessa tiilögu í ríkisstjórninni en
það eru ekki allir sammála þessu
og mér er það ekki ljúft heldur að
leggja á siíkan viðbótarskatt.
Hugmyndir um frekari niður-
skurð hafa ekki fengið góðar
undirtektir heldur", sagði fjár-
ASÍ
Samningar
ekki fram-
lengdir
ASÍ þing: Ekki tókst að
rétta hlut láglaunafólks
Á þingi ASÍ fyrir helgina var
samþykkt áskorun til allra að-
ildarfélaga sambandsins, að hlut-
ast til um að kjarasamningarnir
verði ekki framlengdir á næsta
sumri. Launaliðir ættu með því
móti að verða lausir strax 1. sept-
ember.
Jafnframt er skorað á öll að-
ildarfélög að nota komandi mán-
uði til undirbúnings markvissrar
sóknar í kjaramálum launafólks.
Þá harmaði þingið að ekki hafi
tekist að rétta hlut láglaunafólks
„neit verulega“ í nýgerðum
samningum, og skorað var á fél-
agshyggjufólk að sameinast um
nýtt landsstjórnarafl í samvinnu
við verkalýðshreyfinguna.
Sjá ályktanir ASÍ á morgun.
-ÖS
Umferð
Mikið um
árekstra
í hálkunni
Mikið var um árekstra í um-
ferðinni í gær, enda all mikil
hálka á götum höfuðborgarinnar.
Engin alvarleg slys urðu á fólki í
þessum umferðaróhöppum, en
skemmdir nokkrar á ökutækjum.
málaráðherra.
Framsóknarmenn eru búnir að
fallast á söluskattshækkunina
fyrir sitt leyti en mikið ósætti er í
þingflokki sjálfstæðismanna, en
reyna á að afgreiða málið á fundi
þingflokksins í dag. „Það er verið
að reyna að leita leiða", sagði Al-
bert, en alls er talið óvíst að sættir
takist næstu daga.
Pálmi Jónsson formaður fjár-
veitinganefndar sagði í gær að
stefnt væri að 2. umræðu um fjár-
lög á fimmtudag í næstu viku. „Þú
skalt spyrja formann þingflokks-
ins um þau efnisatriði,“ sagði
Pálmi aðspurður um deilurnar í
þingflokknum. „Það eru ein-
hverjar hugmyndir á kreiki en
engin afstaða tekin. Það er best
að ræða mál þingflokksins við
ráðamenn á þeim bæ.“, sagði
Pálmi Jónsson. Ekki náðist í Ólaf
G. Einarsson formann þing-
flokksins í gær. -Ig
Tónlistarhús
Öskjuhlíð
varð fyrir
valinu
Á aðalfundi samtaka um bygg-
ingu tónlistarhúss i Reykjavík í
fyrrakvöld, var kosið á milli
þeirra þriggja lóða, sem sam-
tökunum hafði verið boðið undir
byggingu hússins. Lóðin í Oskju-
hlíð hlaut yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða eða um 60%.
Hinar lóðirnar sem samtökun-
um stóðu til boða voru í Laugar-
dal nærri Glæsibæ og í Vatnsmýr-
inni. Munu samtökin því væntan-
lega sækja formlega um lóðina í
Öskjuhlíð.
Fyrirhugað er að halda sam-
norræna samkeppni um
teikningu hússins sem verður um
6 þúsund fermetrar að grunnfleti.
Guðlaug Þorsteinsdóttir teflir í ís-
lensku kvennasveitinni á Olympíu-
mótinu og hafa íslensku keppendurn-
ir staðið sig með prýði.
Stund milli stríða á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær. Albert var ekki mættur. (E.Ó).
Megas
Vann lögbannsmálið
Dæmdar miskabætur. Skúli Thoroddsen lögfrœðingur: Prófmál.
Stefnumarkandi fyrir höfundarétt
Nýlega staðfesti borgarfóget-
inn í Reykjavík lögbann sem
Megas haiði fengið sett á hljóm-
plötu sem Steinar hf gaf út, og
innihélt meðal annars lag Megas-
ar, Fatlafól. En það var á plötu-
nni án hans leyfis. Jafnframt fékk
Megas dæmdar miskabætur að
upphæð 20 þúsund krónur og
kröfu Steina hf. um skaðabætur
vegna lögbannsins var hafnað.
Tildrög málsins voru þau, að
Fatlafól kom út á sólóplötu
Bubba Morthens, Fingraför, vor-
ið 1983 og náði miklum vinsæld-
um. Útgefandinn var Steinar hf.
Síðar gaf fyrirtækið út safnplötu.
Tvær í takinu, sem hafði meðal
annars að geyma lagið Fatlafól,
en án þess að Megas hefði gefið
leyfi sitt.
Vegna þessa krafðist Megas
lögbanns á dreifingu, útgáfu og
sölu plötunnar Tvær í takinu, á
þeim forsendum að um væri að
ræða brot á höfundarlögum og
einkarétti eigenda hugverka og
tónverka auk þess sem hann taldi
höfundarheiður sinn og sérkenni
verulega skert með þessari út-
gáfu. Þess má geta að á Tvær í
takinu var nafn lagsins afskræmt
og það nefnt Fatlað fól, sem
Megas taldi þar að auki niðrandi
fyrir þá sem eiga við fötlun að
stríða og var að sjálfsögðu fjarri
upphaflegri mérkingu nafnsins.
Lögbannið var upphaflega sett
gegn 350 þúsund króna trygg-
ingu.
Skúli Thoroddsen lögfræðing-
ur Megasar, sagði í viðtali við
Þjóðviljann að málið væri próf-
mál, að því leyti að hingað til
hefðu útgefendur talið sig geta
gefið út lög sem áður hefðu kom-
ið út hjá þeim, án leyfis höfunda.
„Þetta mál sýnir hins vegar að
það er ekki hægt, og er að því
leytinu stefnumarkandi. -ÖS
Menntamálaráðherra
Taldi Markús hæfastan
Ekki leitað umsagnar um umsækjendur
Af öðrum ólöstuðum taldi ég
Markús Örn Antonsson hæf-
astan í starf útvarpsstjóra og því
Sovétríkin sigruðu glæsilega á
Olympíuskákmótinu í Saloniki í
Grikklandi sem lauk í gærkvöldi.
Þau fengu 41 vinning en í síðustu
umferðinni sigruðu þau V-
Þjóðverja 2Yz-lVz. íslenska karl-
asveitin tefldi við ítali og lauk
þremur skákanna. Helgi Ólafs-
son vann á 1. borði, Margeir Pét-
ursson sömuleiðis á 2. borði. Jó-
hann Hjartarson tapaði hins veg-
ar skák sinni á 3. borði en skák
Jóns L. Ámasonar á 4. borði fór í
bið og var tvísýn. Ekki bárust
Þjóðvilanum fréttir af lyktum
hennar áður en blaðið fór í prent-
un í gærkvöldi.
Kvennasveitin tefldi við sveit
Indverja og tapaði '/2-2l/i. Guð-
var hann skipaður, sagði Ragn-
hildur Helgadóttir er hún svaraði
fyrirspurnum Kristínar Hall-
laug tefldi á fyrsta borði, og gerði
jafntefli en Ólöf og Sigurlaug
töpuðu sínum skákum. lslenska
kvennasveitin fékk alls 21 vinn-
ing af 42 mögulegum á mótinu og
má það teljast viðunandi árang-
ur.
Það sem ekki var ljóst hvernig
biðskákir höfðu farið er blaðið
fór í prentun er ekki hægt að
segja um endanlega röð þjóða á
mótinu. Fyrir síðustu umferðina
var íslenska sveitin í 16.-19. sæti á
mótinu og má teljast líklegt að
hún hafi færst aðeins ofar, eink-
um þar sem ekki var talið líklegt
að Jón L. tapaði biðskákinni.
-GFr
dórsdóttur um hvernig staðið var
að ráðningu nýs útvarpsstjóra.
Ragnhildur sagði einnig að
ekki hefði verið leitað umsagnar
um umsækjendur og ekki hafði
verið talað við alla umsækjendur.
Kristín Halldórsdóttir sagði
augljóst að menntun og starfs-
reynsla hefðu ekki verið lögð til
grundvallar við stöðuveitinguna,
þar sem aðrir umsækjendur
hefðu bæði verið með lengri
starfsreynslu í fjölmiðlun og
meiri menntun en Markús Örn.
Eiður Guðnason lýsti
hneykslan sinni á fyrirspumun-
um og sagði menntun umsækj-
enda ekki skipta aðalatriðum í
þessu efni.
-*g
Ólympíuskákmótið
Sovétríkin
ólympíumeistarar
íslendingar höfðu tvo vinninga gegn ítölum
en ein skák var í bið