Þjóðviljinn - 05.12.1984, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.12.1984, Blaðsíða 10
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Konur -1985 nálgast Miðstöðin minnir allar konur á undirbúning vegna loka kvennaára- tugsins 1985. Fimm opnir hópar hafa hafið störf á vegum ’85 nefndarinnar, sem 23 samtök kvenna standa að. Hóparnir eru: Gönguhópur, Listahátíðarhópur, Alþjóðahópur, Fræðsluhóp- ur, Atvinnumálahópur. Skráið ykkur til starfa strax. Allar upplýsingar um fundartíma og starf hópanna fást hjá Jafnréttisráði, síminn er 27420. - Kvennafylkingin. Miðstjórn AB Fundur 8. - 9. desember Fyrsti fundur nýkjörinnar miðstjórnar Alþýðubandalagsins er boð- aður helgina 8. - 9. desember nk. Hefst hann kl. 13.00 að Hverfis- götu 105. Dagskrá: 1) Kosning framkvæmdastjórnar. 2) Kosning utanríkismálanefndar. 3) Skipan starfshópa kjördæma innan miðstjórnar. 4) Umræður um verkefni sem flokksráðsfundur vísaði til miðstjórnar. 5) Þjóðviljinn og útgáfa flokksins. 6) Fjármál AB. 7) Niðurstöður ASÍ-þings. 8) Önnur mál. Áætlað er að fundinum Ijúki um kl. 16.00 á sunnudeginum. Mikilvægt er að allir miðstjórnar- menn mæti á þennan fyrsta fund til að ræða verkefnin á næstu misserum og starfsaðferðir. Landsfundur er á næsta ári og mikil- vægt að hefja undirbúning hans sem fyrst. - Formaður. Umhverfismálahópur AB Fundur um álver við Eyjafjörð verður haldinn miðvikudaginn 12. desember að H verf isgötu 105 og hefst hann kl. 20.30. Þóroddur Þóroddsson jarðfræðingur og starfsmaður Náttúrugripasafns Akureyrar segir frá baráttu áhug- asamtaka gegn álveri við Eyjafjörð og stöðu mála. Þessi umræðu- hópur um umhverfismál er opinn öllu áhugafólki og er flokksleg aðild að Alþýðubandalaginu ekki skilyrði fyrir þátttöku. AB Hafnarfirði Fundi frestað Almenni félagsfundurinn sem vera átti fimmtudaginn 29. nóvem- ber kl. 20.30 í Skálanum Strandgötu 41 er frestað til fimmtudagsins 6. desember á sama tíma og sama stað með óbreyttri dagskrá vegna útvarpsumræðna um álmálið. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálar áð Fundur verður haldinn í bæjarmálaráði ABH, miðvikudaginn 5. des í Skálanum Strandgötu 41. Undirbúningurfyrir næsta bæjarstjórn- arfund, málefni nefnda og önnur mál. Munið að fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. AB Keflavík Bókmenntakynning verður haldin sunnudaginn 9. desember kl. 17.00, í húsi verslun- arfélagsins að Hafnargötu 28. Dagskráin hefst með því að Edda Andrésdóttir les úr bók sinni og Auðar Laxness „Á Gljúfrasteini". Þorgeir Þorgeirsson les úr bók sinni „Ja þessi heimur'1, og úr nýrri þýðingu sinni á bók Heinesens „De fortabte spillemænd". Að lokum mun Árni Bergmann lesa úr nýrri skáldsögu sinni „Með kveðju frá Dublin". Léttar veitingar og piparkökur. - Stjórnin. ABR Opið hús verður haldið fimmtudaginn 6. desember og hefst það kl. 20.30. Dagskrá auglýst nánar á morgun. - ABR. ABK S-Ameríkukvöld verður haldið í Þinghól föstudaginn 7. desember. Húsið opnað kl. 20.00. Á dagskrá eru meðal annars frásögn og myndasýning frá Nicaragua, gítarleikurog söngur. Sigurður Hjartarson og Bergþóra Árnadóttir munu m.a. koma fram. Vönduð dagskrá. Þjóðardrykkur Mexico á borðum. - ABK. ÆFABK. AB Hafnarfirði Félagsfundur í kvöld Félagsfundur sem eitt sinn var auglýstur 29. nóvember og nú síðustu dagana 6. desember verður í kvöld, miðvikudaginn 5. desember kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. AB Hafnarfirði Bæjarmálaráðsfundur á mánudag Auglýsing í blaðinu í gær um fund bæjarmálaráðs misritaðist. Fundurinn verður mánudaginn 10. desember í Skálanum, Strandgötu 41. Undirbúningur fyrir næsta bæjarstjórnarfund, mál- efni nefnda og önnur mál. Munið að fundurinn er opinn öllum félagsmönnum. ÚTBOÐ Tilboð óskast í jarðstrengi fyrir Rafmagnsveitur Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3 Reykjavík. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikud. 16. jan. 1985 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 « AUGLÝSENDUR! Hin árlega JÓLAGJAFA- HANDBÓK okkar kemur út 11. desember n. Vinsælt uppsláttarblað fyrir alla Þj óð vilj alesendur. Ódýrar auglýsingar sem bera góðan árangur. Auglýsingasími: 81333 opið frá 9-6. 1x2 1x2 1x2 15. leikvika - leikir 1. des. 1984 BRIDGE Hannes R. Jónsson og Páll Valdimarsson sigruðu á Hótel Akranes mótinu um síðustu helgi, eftir harða og jafna keppni. Þetta er í annað skipti á þessu hausti sem Hannes sigrar á opnu móti (Isafirði) en fyrsta opna mótið sem Páll sigrar á sínum ferli. Hér er spil með þeim félögum úr mót- inu: ÁKxx G 10xxx ÁDxx Gxx Á108xx xx Kx Páll í Austur vakti á 1 tígli, Suður kom inná á 2 laufum, Hannes sagði dobl, pass frá Norðri og Páll sagði 2 hjörtu, sem var passað út. Útspil Suðurs var smátt lauf, sem Norður drap á ás og spilaði meira laufi. Páll tók slaginn á kóng, lá aðeins yfir spi- linu og lagði síðan niður hjartaás. Gosinn kom í frá Suðri. Nú spilaði Páll smáu hjarta að tíunni og Kóngurinn kom siglandi niður frá Suðri. Síðar í spilinu tvísvínaði Páll tíglinum, en Suður átti báða hámennina, þannig að Páll fékk 9 slagi og 19 stig af 26 mögulegum fyrir spilið. Lykilspilamennska Páls í þessu spili var að leggja niður hjartaás, því ansi margir voru að vesenast í því að fara inn í borðið á spaða og svína hjartanu, með æði misjöfnum árangri. SKÁK VINNINGSRÖD: 11X-X21-112-12 X 1. VINNiNGUR: 12 réttir, kr. 193.910,- 60651(4/11)+ 88425(6/11) 94774(6/11) 2. VINNINGUR: 11 réttir - kr. 5.797,- 2046 35816 43471 62335 86581 164305 Úr 14. viku: 2047 40466 47851 64258 88792+ 38034(2/11) 91078 4360 40765 48239 85248+ 89534+ 42962(2/11) 91136 8817 43006 56075 85921 91374 Kærufrestur er til 27. desember 1984 kl. 12,00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykja- vík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Hjartanlegar þakkir fyrir samúðarkveöjur og vinarþel við andlát Hönnu Guðjónsdóttur píanókennara, Kjartansgötu 2, Reykjavík Fjölnlr Arndís Hanna Kristín Loftur Elín Gert Sigríður Hendrik Árni Erlendur Katrín og börn. Innilegar þakkir til þeirra er auösýndu Soffíu Jóhannesdóttur frá Laxamýri tryggö og vináttu, eöa heiöruöu minningu hennar. Einnig bestu þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Borg- arspítalans deild A-7 fyrir hjálp og umönnun á síöustu ævidögum hennar. Systur og systrabörn 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. desember 1984 Þessi staða kom upp í skák heimsmeistarans Karp>ovs og Mi- les á stórmótinu í Osló 1984. Skákin var mjög þýðingarmikil fyrir báða vegna þess að þeir börðust um efsta sætið út allt mótið. Karpov sem hafði hvítt fann nú snjalla leið til þess að halda sókninni gangandi. 23 d5! það er Ijóst að Miles verður að þiggja þessa fórn 23. - exd5 ef 23. - cxd5 þá 24. Hxe6! 24. Df5 Dxc3 25. Hee7 Dd3 26. Dxf6 Dg6 27. Dxg6+ hxg6 ef 27. - fxg6 þá 28. Re5 með hótuninni Rg4. 28. Re5 Bg5 29. Hxf7 Hxf7 30. Rxf7 og Karpov hefur náð unnu tafli enda gafst Miles upp nokkrum leikjum síðar. -a. Afgreiöum emangnjnar pjast a Stór- - Reykiavifcun svœöSd frá mánudegi föstudags. Afhendum vöruna á byggingarst viðskipta \ mönnum aó kostnaóar lausu. Hagkvœmt veró og greiósluskil málar vió f testra hœfi. einanorunar Aörar HHplaitið framleió&luvörur ^pipueinangrun ^og skrúf bútar ^ kvold og hejoantoU 93 7355

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.