Þjóðviljinn - 05.12.1984, Blaðsíða 9
Misskipt er
manna lóni
Annað bindi
heimilda-
þdtta Hannesar
Péturssonar
komið út
HANNES PÉTUHSSON
! MISSKIPT
. F.R
j MANNA
I.ANI
Iðunn hefur sent frá sér „MIS-
SKIPT ER MANNA LÁNI“ ann-
að bindi heimildaþátta Hannesar
Péturssonar.
Sögusviðið er skagfirskt, en
efniviður fjölbreytilegur. „Andlit
augnalaust“ segir frá Jóni nokkr-
um Jónssyni sem lengi lifði
blindur í Lýtingsstaðahreppi.
Hann var „Dalkotsstrákurinn
sem varð að þeim Jóni godda sem
síðar iðkaði fomeskju, eignaðist
rúnaskræður og kaupslagaði við
Andskotann" - og hann hirti úr
Jóni augun að síðustu. - „Sögu-
brot af Eyjólfum t'veim“ segir
meðal annars frá hörmulegum at-
burðum í Vindheimum þar sem
ungur maður veill á geði lét lífið
með voveiflegum hætti 1885. -
„Jakobsævi myllusmiðs“ bregður
upp mynd af næsta sérstæðum
manni á ofanverðri nítjándu öld
sem fór um byggðir Skagafjarð-
ar, smiður á tré, jám og stein,
nefndur Myllu-Kobbi af því að
hann setti upp vatnsmyllur á bæj-
um. - „Þúfnakollar og bögur“
greinir frá hagyrðingnum Einari
á Reykjarhóli, gæflyndum bú-
andmanni sem með vísum sínum
brást við atvikum hversdagslífs-
ins heima og heiman og tókst þar
„að spegla svo vel sinn alþýðlega
mann í réttu umhverfi, að þar býr
mynd hans ljóslifandi."
Forboðin ÁST
Hörpuútgáfan á Akranesi hef-
ur sent frá sér nýja bók eftir
ensku skáldkonuna Nettu Musk-
ett, í þýðingu Snjólaugar Braga-
dóttur. Áður hefur Hörpuútgáf-
an gefið út bækurnar „Njóttu
mín“ og „Hamingjuleiðin“ eftir
Nettu Muskett.
Cilla Partell er blinduð af
eiginmanni sínum. Hún sér ekki
gegnum þann blekkingavef sem
hann spinnur um líf þeirra. Það er
því reiðarslag þegar hún upp-
götvar að hann er kvæntur tveim
konum.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
SNJÓLAUG BRAGADÓrrm
éSv#-
NETTA MUSKETT,
Forhoðin ást
As (ar'niifin
NÝJAR BAKUR
Sigvaldi Hjálmarsson.
Heimspekiljóð
Sigvalda
Hjólmarssonar
Víðáttur heita (jóð eftir Sig-
valda Hjálmarsson sem nýlega
eru komin út.
Þetta er önnur ljóðabók Sig-
valda en hin fyrri, Vatnaskil,
kom út 1976. Sigvaldi hefur lengi
lagt stund á blaðamennsku, hann
er og þekktur fyrirlesari og rit-
höfundur. Bækur hans eru níu
orðnar og flestar flytja þær grein-
ar og ritgerðir af ýmsu tagi, ekki
síst um hugrækt og austræna
hugsun. Ekki þarf heldur lengi að
fletta hinni nýju ljóðabók til að
sjá hve mjög heimspekileg
hugðarefni setja svip á skáld-
skapinn: eilífðarhugtökin eru þar
gjama í námunda við nákomin
fyrirbæri náttúmnnar. Kaflaheiti
bókarinnar segja sína sögu:
Hengiflug, Tilbrigði við kvöldið,
Úr djúpunum, Hver ert þú? Utan
alfararleiða.
Nú um helgina var opnuð í
Norræna húsinu sýning á verkum
Snorra Sveins Friðrikssonar og
em þau tengd ljóðum þessarar
bókar Sigvalda. Forvitnileg til-
raun reyndar með samspil mynd-
Ustar og ljóða.
Ný Ijóðabók
Þórarins
Eldjórns
Út er komin hjá FORLAGINU
ný bók eftir Þórarin Eldjárn.
Nefnist hún Ydd og er fjórða bók-
in sem út kemur með kveðskap
höfundar. Áður eru út komnar
eftir hann bækurnar Kvæði,
Disneyrímur og Erindi sem hlotið
hafa svo miklar vinsældir og út-
breiðslu að telja má Þórarin víð-
lesnasta Ijóðskáld samtímans á ís-
landi.
Ydd Þórarins er þó um margt
ólík fyrri bókum hans. M.a. birtir
hann hér í fyrsta skipti ljóð í
frjálsu formi. Einnig mun þeim
sem þekkja fyrri verk hans, þykja
sem skáldið yrki á persónulegri
hátt en fyrr um lífsreynslu sína og
stöðu sem listamaður. Honum
verður málið, máttleysi þess og
möguleikar, að yrkisefni og á
skorinorðan hátt yrkir hann um
líf þjóðar sinnar í andlegu stefnu-
leysi og tilfinningadoða, segir í
kynningu Forlagsins.
Enn eykst gildi
KJÖRBÓKARINNAR
Vísitöluuppbót.
Arsvextir kjörbókarinnar eru 28% frá því að lagt er inn.
Nú er það nýmæli í reglum Kjörbókar Landsbankans
að kjör bókarinnar verða borin saman við
ávöxtun á 6 mánaða vísitölutryggðun
reikningi í lok hvers árs. Sé ávöxtun á
Kjörbók lakari, er greidd uppbót sem
nemur mismuninum. Þannig verða
kjörin a.m.k.jafngóð verðtryggingu
aðviðbættum gildandi ársvöxtum
vísitölutryggðs reiknings.
—
Hagstæð
Hafir þú hug á að ávaxta fé þitt til lengri tíma en 2ja
mánaða, hentar KJÖRBÓKIN þér prýðisvel. Kynntu þér
KJÖRBÓKINA betur á næsta afgreiðslustað.
KJÖRBÓK LANDSBANKANS - bók sem þarf ekki að gylla!
LANDSBANKINN
Græddur er geyntdur eyrir