Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS-
BLAÐIÐ
Landsíminn
80þúsund
króna síma-
reikningur
Síminn hafði verið lokaður ímarga
mánuði
Iapríl mánuði sl. kom síma-
reikningur til hjóna í kaupstað
á Vesturlandi, sem var svo óeðli-
lega hár að þau neituðu að greiða
hann og óskuðu eftir leiðréttingu.
Því var svarað með því að loka
símanum. Og þar við sat, síminn
var lokaður. Svo liðu 3 mánuðir,
þá kom símareikningur uppá 8
þúsund krónur á lokaðan
símann. Auðvitað var honum
ekki ansað. Enn iiðu 3 mánuðir,
en þá kom annar reikningur og nú
munaði um það: 80.000 krónur
takk, (áttatíu þúsund krónur) á
lokaðan símann.
Þá þótti fólkinu komið nóg
og afhenti málið lögfræðingi, sem
að sjálfsögðu kærði málið. Fyrst í
stað var málinu ekki svarað af
forsvarsmönnum símans, en svo
allt í einu voru allir reikningar
dregnir til baka og síminn opnað-
ur án þess að króna væri greidd af
reikningunum.
Þjóðviljinn sagði frá svipuðu
dæmi fyrir um ári síðan, en það-
átti sér stað hér í Reykjavík. Þá
voru hjón rukkuð um rúmlega 10
þúsund krónur fyrir 3ja mánaða
tímabil og af þessum 3 mánuðum
höfðu þau verið einn mánuð
burtu í sumarfríi. Þau fengu
aldrei leiðréttingu mála sinna.
Þeim var sagt að teljarinn á þeirra
síma sýndi þessa tölu.
Þjóðviljinn hefur heyrt ótal
sögur af sama toga og nær útilok-
að virðist fyrir fólk að fá leiðrétt-
ingu sinna mála hjá símanum.
Ljóst er að eitthvað er að í þess-
um málum hjá Landssíma ís-
lands- - S.dór.
Björgunarœfingar
Gu&mundur Guðmundsson skorar glæsimark í leiknumviðSvíaígærkvöldi. íslandvannsannfærandisigur, 25-21,
í fyrsta leik þjóðanna af þremur. Sagt er frá leiknum á bls. 6 og á bls. 4 í Sunnudagsblaðinu er Bogdan Kowalczyck
landsliðsþjálfari tekinn á beinið. Mynd: -eik.
Borgin
Davíð
úti að
aka
Leigubílakostnaður
7.6 milj. í ár
„Vinstri meirihiutinn er úti að
aka - á leigubíl“, sagði Davíð
Oddsson við gerð fjárhagsáætl-
unar Reykjavíkur árið 1981 og
gerði tillögu um að lækka þennan
kostnað. „Þetta er algjört bruðl
og fólki mun óa við hvernig þessu
fé er varið“, sagði hann þá. Á
fímmtudagskvöld bar Sigurjón
Pétursson, borgarfulltrúi Al-
þýðubandalagsins, fram fyrir-
spurn um fjárveitingu til leigu-
bflaaksturs í ár og kom í Ijós að
hún er 7,6 milj. króna en var 1,5
milj. króna árið 1981. Ljóst er af
þessu að Davíð borgarstjóri er
heldur betur úti að aka - á leigu-
bfl.
Davíð Oddsson borgarstjóri
bar við ýmsu þegar hann svaraði
fyrirspurn Sigurjóns, t.d. miklum
þrýstingi frá stofnunum Reykja-
víkurborgar og eins því að menn
vildu heldur fara á leigubflum en
eigin bflum og fá þá bflastyrki.
Hann kvaðst þó taka þeirri
áskorun Sigurjóns að reyna eftir
föngum að lækka þennan kostn-
að. _GFr
„Skrumsýningar hjá hemum“
íslenskir björgunarsveitarmenn mjög óánœgðir með framgöngu hersins
á Keflavíkurflugvelli á björgunarœfingumþar. „Akveðið stjórnunar- og
sambandsvandamál, segirframkvstj. Almannavarna
Mikil óánægja er meðal björg-
unarsveitarmanna á Suður-
nesjum og víðar vegna yfirgangs
hersins á Keflavíkurflugvelli á al-
mannavarnaræfíngu sem haldin
var þar fyrir skemmstu.
í frétt í blaðinu Víkurfréttir í
Keflavík segir að „æfing þessi eða
öllu heldur sýning fór í sama far-
veg og hinar fyrri, herinn réði
ríkjum og þeim fáránlegheitum
sem því fylgir“.
Guðjón Petersen framkvstj.
Almannavarna sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær að á undanförn-
um æfingurn á Vellinum hefði
komið í ljós að allt of langan tíma
tæki að flytja hina slösuðu frá
slysstað í skjól á sjúkrahús hers-
ins. Almannavamir hefðu því
Atvinnuleysi
óskað eftir því að íslenskum
björgunarsveitum yrði frekar
beitt í þetta verkefni en áður ef
þær næðust út í tíma. Á síðustu
æfingu hefði þetta ekki heldur
gengið nógu vel og komið upp
ákveðið stjórnunar- og sam-
bandsvandamál, m.a. vegna þess
að yfirvöld á Vellinum hafa ekki
viljað leyfa íslensku sveitunum
Alvarlegt ástand
Gœti samsvarað 1300 manns á atvinnuleysisskrá.
Eg hef ekki fengið alveg allar
tölur utan af landi, en mér
sýnist stefna í að ástandið í nóv-
ember sl. hafí verið svipað og það
var í nóvember í fyrra. Þá voru
atvinnuleysisdagar 27 þúsund og
var sá mánuður talinn með þeim
verstu sem komið höfðu um langt
árabil, sagði Óskar Hallgrímsson
hjá félagsmálaráðuneytinu um
atvinnuleysisskráninguna í nóv-
ember.
Óskar sagði að ástandið í at-
vinnumálum væri víða mjög
slæmt úti á landi. Nefndi hann tíl
bæi eins og Akranes, Sauðár-
krók, Siglufjörð, Akureyri og
raunar víðast um Norðurland.
Seyðisfjörður sker sig úr af
Austfjörðunum, á Eyrarbakka er
mjög alvarlegt ástand, svo og í
Keflavík og Hafnarfirði. Ef það
verður svo að atvinnuleysisdagar
reynist 27 þúsund í nóvember
samsvarar það því að 1300 manns
hafi verið á atvinnuleysisskrá.
Fyrir dyrum stendur í byrjun
næsta árs uppboð á 10-15 bestu
fiskiskipum landsins. Hefur ríkis-
stjórnin lýst því yfir að ekkert
verði gert til bjargar þessum út-
gerðum, uppboð verði látin fara
fram. Frystihús á mörgum stöð-
um hafa verið lokuð eða er verið
að loka, þannig að ástandið er allt
annað en bjart framundan.- S.dór
að fara frjálst um svæðið og borið
við hættu vegna ókunnugleika á
flugbrautum.
Þessi mál hefðu verið tekin upp
á fundi með hernum í vikunni og
þar var ákveðið að breyta áætlun-
um þannig að íslensku sveitirnar
á Suðurnesjum yrðu í fyrstu hjálp
á slysstað.
„Við höfum ekki rætt ennþá
við íslensku sveitirnar en við
erum búnir að gera okkur grein
fyrir því hvernig verður að breyta
þessu þannig að þetta verði
betra“. _ig.
Jólin koma!