Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 7
Björn Jónasson. Guðmundur Þorsteinsson. Morð, munkar oa metsölubók Meistaraverk Umbertos Ecos „Nafn rósarinnar" komið út í þýðingu Thors Vilhjólmssonar Árið 1980 kom út á Ítalíu bókin „Nafn rósarinnar" (II nome della rosa), eftir ítalska málvísindamanninn og tákn- fræðinginn Umberto Eco. Þar með hófst sigurganga ein- hversfrumlegasta, en jafn- framt vinsælasta skáldverks sem birst hefur á prenti hin síðari ár. Hvarvetna þar sem bókin hefur verið þýdd hefur hún ratað beint að hjörtum lesenda, ekki einungis af- markaðs hóps, heldurallra þeirra sem kunna að greina einnstaffráöðrum. Eðaeins og hinn þekkti rithöfundurog gagnrýnandi Anthony Burg- ess orðaði það í ritdómi sín- um, sem birtist í breska dag- blaðinu The Observer: „Ég gleðst og hinn gjörvalli les- andi heimur mun gleðjast". Nú hefur þessi frábæra skáld- saga verið þýdd á íslensku og gef- in út af bókaforlaginu Svart á hvítu. Þýðandi er Thor Vil- hjálmsson og eins og nærri má geta er verkið þýtt beint úr frum- málinu. Mun bókin vera um 500 blaðsíður. í tilefni af útkomu hennar hafði blaðið samband við forsvarsmenn Svarts á hvítu, þá Björn Jónasson og Guðmund Þorsteinsson og innti þá eftir nán- ari upplýsingum um Nafn rósar- innar. Bók sem inniheldur allt - Hvers konar bók er Nafn rós- arinnar? „Því verður best svarað með orðum gagnrýnanda nokkurs sem sagði eitthvað á þessa leið: Eins og frægt er orðið freistaði Mefistófeles Fásts með bók sem hafði allt að geyma. Signor Eco gerir okkur samskonar tilboð á mun sanngjarnara verði. - Getið þið skýrt þetta nánar? „Jú, þetta er svo margslungin bók að hægt er að lesa hana aftur og aftur án þess hún verði endan- lega tæmd. Réttara sagt, þá er hún lagskipt, eða á mörgum hæð- um. Menn geta lesið efstu hæð- ina, en þar er hún spennandi morðgáta sem gerist í munka- klaustri á miðöldum, nánar til- tekið á Norður-Ítalíu í byrjun 14. aldar. Þeir sem vilja kafa dýpra undir yfirborð leynilögreglusög- unnar uppskera lifandi aldarfars- lýsingu sem studd er pottþéttum sagnfræðilegum heimildum. Þjóðháttum og stjórnmáladeilum eru gerð óvenju ljós og lifandi skil, enda hefur Nafn rósarinnar kveikt sagnfræðilegan áhuga meðal fjölmargra sem ekki kunna að meta slík fræði áður. Auk þess má nefna margvísleg viðhorf til stjórnmála, hug- myndafræði, heimspeki og trú- mála, sem speglast í bókinni og höfða til manna á öllum tímum.“ - Það má þó alltént bóka það að þetta er ekki ástaróman, úr því sögusviðið er ítalskt munka- klaustur á miðöldum. „Þótt ótrúlegt sé, þá blandast einmitt hjartnæmt ástarævintýri inn í söguna. Það er m.ö.o. hægt að finna allt í þessari bók eins og í bók Mefistófelesar. Það sem er einna merkilegast er að rithöf- undurinn fylgir hverjum hinna fjölmörgu þráða alit til enda, en skilur þá ekki eftir dinglandi í lausu lofti.“ Fordómalaus rithöfundur - Þetta er allt gott og blessað, en margslungnar bækur eru ekki endilega vinsælar. Ekki eru al- fræðiorðabækur endilega met- sölubækur? „Það er alveg rétt og fyrst í stað stóðu bókmenntafræðingar gátt- aðir frammi fyrir þessum gífur- legu vinsældum bókarinnar. Þeir héldu nefnilega að hún mundi fyrst og fremst höfða til mennta- manna. Þeir vanmátu hreinlega hæfileika Ecos og héldu að hann væri þrengri stílisti en raun ber vitni. Þeir tóku ekki með í reikninginn að sem einn þekkt- asti táknfræðingur (semiolog) okkar tíma, hafði hann rannsakað allar hliðar afþreying- arbókmennta og komist að afar framsæknum og fordómalausum niðurstöðum". - Þið gætuð kannski, áður en lengra er farið, sagt örlítið frá Umberto Eco. „Eco er fæddur 1932 í borginni Alessandríu, sem liggur miðsveg- ar milli Mflanó, Torínó og Gen- úu, við rætur Alpafjallanna. Sögusvið bókarinnar er einmitt á þessum slóðum. Eco er nú pró- fessor í táknfræði við Háskólann í Bologna, elsta háskóla í Evrópu. Hann hefur gefið út fjölda vísind- arita um táknfræði, bókmenntir og listir og fagurfræði miðalda er honum einkar hugleikin. Nafn rósarinnar er fyrsta skáldsaga hans, en við ritun hennar naut hann þess hve áhugasvið hans eru víðfeðm. Eins og fram kom áðan, þá hefur hann m.a. rannsakað og ritað um njósnarann James Bond eftir Ian Flemming og eins hefur hann stúderað teiknimynda- sögur, eins og menn geta séð ef þeir hafa gluggað i síðasta hefti tímarits Máls og menningar. Þar er þýdd grein eftir hann um teiknimyndahetjuna Steve Cany- on“. Eitt morð ó dag - Maðurinn ætti þá að vita hvemig skrifa á spennandi af- þreyjara? „Svo sannarlega, en án þess að slaka nokkurn tíma á listrænum kröfum. Það er náttúrulega gald- urinn við þessa bók, hve snilldar- lega hún er skrifuð“. - Er það rétt að söguhetjurnar í bókinni séu þeir Sherlock Holm- es og dr. Watson? „Já, en að þessu sinni em þeir í munkakuflum og bera önnur nöfn. Þeir em staddir í munka- klaustrinu til að rannsaka morð, ekki eitt heldur mörg, sem framin eru daglega til að varðveita leyndardóminn um nafn rósar- innar“. - Og hvað er þetta nafn rósar- innar? „Það verður að lesa bókina til að komast að því.“ - Nú gerist sagan á svipuðum tíma og þegar menn voru að rita íslendingasögurnar. Geta aðdá- endur íslenskra fornbókmennta haft gagn eða gaman af Nafni rós- arinnar? „Tvímælalaust. Menn fá inn- sýn í fræðistörf klaustranna, því sagan snýst að vemlegu leyti um leyndardóm sem geymdur er í bókasafni munkaklaustursins. E.t.v. er þessi bók ekki svo vit- laus sem inngangur að íslending- asögunum, því þar er afar vel lýst hvernig bækur vom ritaðar á miðöldum. En það er ekki síður fróðlegt fyrir íslendinga að fá nasasjón af systuröld Sturlunga- tímans á meginlandi Evrópu, en þar var allt vaðandi í óáran og átökum ekki síður en hér á landi.“ Spegilmynd okkar tíma „Þó dettur Eco ekki í hug að gefa einfalda mynd af miðöldum. Hann er ekki einn af þeim sem tala um „hinar myrku miðaldir". Reyndar telja sumir að áhugi hans á þessu tímabili sé tengdur athugunum hans á ítölsku þjóðfé- lagi líðandi stundar. Jafnvægis- leysið í ítölskum stjórnmálum, spilling og öfgar, speglist í Nafni rósarinnar og gegnum söguhetj- umar megi greina efahyggju- manninn og húmanistann Um- berto Eco. Hann beinir spjótum sínum að kristilegum demókröt- um, jafnt sem hryðjuverkum rauðu herdeildanna og sjái þess stað í skoðunum hina ýmsu per- sóna sem hann bregður upp í bókinni. Sjálfur hafnar Eco alfar- ið öllum svona útleggingum“. - Nú er erfitt að fá íslendinga til að skilja gildi þýddra bók- menntaverka. Þeir hafa til- hneigingu til að setja þýðingar skör lægra en frumsamin verk á móðurmálinu. Er einhver von til þess að Nafn rósarinnar hljóti svipaðar viðtökur hér og hún hef- ur fengið annars staðar í hinum vestræna heimi? „Vissulega vonum við það. Gæta ber þess að Thor Vilhjálms- syni hefur tekist betur til við þessa þýðingu en nokkm sinni fyrr og er þó skemmst að minnast verðlaunaþýðingar hans á „Hlut- skipti manns“ eftir André Mal- raux. Texti hans er bæði lipur og litríkur og tekur fram bæði ensku þýðingunni og þeirri þýsku. Hér er því jafnframt um íslenskt bók- menntaafrek að ræða, sem auðga mun ritlist okkar svo lengi sem íslensk tunga er töluð.“ HBR 1 i i t ’ 1 < UMSJÓN: GUÐJÓN FRIÐRIKSSON Laugardagur 8. desember 1984 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.