Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 11
r DÆGURMAL Julian Lennon: Valotte. Umboð: Stelnar. Sonur Johns og Cynthiu Lenn- on af fyrra hjónabandi hefurfetað í fótspor föðurs síns og fæst nú frumraun hans sem rokktón- listarmanns og lagasmiðs á plötu sem kom út fyrir skömmu. Verður ekki um villst hvert Juiian Lenn- on kippir í kynið, raddir þeirra feðga eru með afbrigðum líkar. Gildir einu hvort hann tekur John föður sinn viljandi til fyrirmyndar eður ei, það breytir ekki röddinni. Þessi plata, Valotte, er athygl- isverð fyrir margar sakir og for- vitnileg. Hvaða Bítlaaðdáanda þykir ekki um vert, þegar af- kvæmi átrúnaðargoðsins tekur svo að segja upp þráðinn þar sem faðirinn nauðugur sleppti hon- um, og gerir jafnvel meira en það, því plata Julians ber vott um hans eigin persónu, góða hæfi- leika í tónlist og mikla sjálfstæða sköpunarþrá. Tónlistin sem pilt- urinn leikur er mjög svo í anda og stíl þeirrar tónlistar sem höfðaði mest til föður hans á sólóferli hans. Persónulegur flutningur og einlægni í söng hansermjögheill- andi ogferekkihjáþvíað Julian Lennon kveiki í hjarta manns vissan trega og söknuð. Sjálfur saknar hann föður síns og til- einkar honum að mestu leyti þetta sköpunarverk sitt, ásamt móður sinni. meistara Paul í spilverkinu: t.d. Herbie Flowers á bassa og David Gilmour (Pink Floyd) á gítar. Þá eru lögin Not such a bad boy og No values ný af nálinni, mjög McCartney-leg - þokkalegt popp-rokk, vel flutt og unnið. í sambandi við það er rétt að geta þess að Paul hefur fengið gamla Bítlatemjarann George Martin með sér í hljóðstjórn og útsetn- ingar, enda eru á þessari skífu tekin til meðferðar götnul Bítla- gullkom einsogYesterday,Here, there and eveiywhere, For no- one, Eleanore Rigby, Good day sunshine og Long and winding road. Nú fær ef til vill einhver fyrir hjartað og heldur að kannski sé tæknin notuð til að nauðga gömlum meistaraverkum. En það er öðru nær: Paul fer hér nærfærnum og smekklegum höndum um - lögin eru jafn ynd- isleg og áður - þetta er ekki gamla útgáfan - þó er ekkert nýtt við þetta - en hljómar þó svo fersklega. ... en svona nú, aðeins lengra frá nostalgíunni (fortíðar- dýrkun). Hér er líka að finna vin- sæl Wings-lög og lög af Tug of war. En þetta er nóg, Paul McCartney mælir með sér sjálf- ur. A. _ennon/McCartney lega sem einskonar hug- hreystingu fyrir Julian Lennon þegar foreldrar hans, jjau Cynt- hia og John, voru að skilja. Nú er sá sami Julian orðinn stór, tví- tugur, og með sína fyrstu plötu. Ekki hef ég tölur yfir allt það sem komið hefur frá Paul með hljóm- sveitinni Wings, en sólóplötur hans eru orðnar 4, og mætti raunar kalla þessa þá 5., þó að um kvikmyndamúsik sé að ræða. Þótt Give my regards to Broad- street sé kvikmyndamúsik getur hún staðið algjörlega á eigin fó- tum sem skemmtilegt og einlægt tónlistarverk. Hér er að vísu lítið um nýjungar: smellinn No more lonely nights kannast margur við nú orðið, glimrandi popplag og vel flutt, enda engir aukvisar með Synir Johns Lennon á unga aldri: Julian Lennon 4 ára í fangi föður síns og Sean með foreldrum sínum John og Yoko. Á þeim hálfbræðrum er 10 ára aldursmunur, en Sean hefur samt líka látið í sér heyra á plötu. Hann syngur eitt lag skörulega á safnplötu með lögum móður sinnar, sem fjallað var um á þessari síðu um síðustu helgi. Das Kapitai Yfir þessari plötu hvílir alvöru- gefinn blær sem á einkennilegan máta vekur þó með manni von sem erfitt er að skilgreina nánar, en víst er að hinn rúmlegi tvítugi Julian Lennon hefur búið til merkilegt framlag og aðdáunar- vert í sögu poppsins. Það þarf mikinn þroska og styrk til að standa uppréttur í sömu stöðu og sonur Johns heitins Lennon og er þessi plata vottur um það og gott betra. ? Paul McCartney: Give my regards to Broadstreet. Umboð: Fálkinn h/f. Aldrei hefur hvarflað að mér að ég ætti eftir að eiga aðild að skrif- um undir þessari fyrirsögn - Lennon/McCartney - þar sem nöfnin stæðu fyrir nöfn söguhetju og höfundar eins frægasta Bítla- lagsins, Hey Jude. Þettafrábæra lag samdi Paul McCartney nefni- Das Kapital er 3. hljómsveitin með Bubba Morthens innan- borðs sem „plötuð" hefur verið. Hinar 2 eru, eins og alþjóð ætti að vita, Utangarðsmenn og Egó, en því miður verður að segjast að plata Das Kapital, Liii Marlene, stendur að baki því sem hinar Bubbasveitirnar 2 sendu frá sér á skífu, svo að ekki sé nú talað um sóló-plötur Bubba. Nú veit ég að Bubbi vill ekki að hann sé talinn aðalmaður hljómsveita sinna, en hann verður bara að bíta í það súra (?) epli að hann er og verður íslensk sóló-stjarna, hversu mjög sem hann reynir að fela sig í hljómsveitum. Þar aí leiðandi getur hann ekki losnað við sam- anburð við ágæt verk sín úr for- tíðinni, hversu óréttlátt sem það er gagnvart óreyndari samstarfs- mönnum hans í nútíð og framtíð. Svona er nú lífið, Lili Marlene... í Das Kapital eru, auk Bubba Morthens, sem syngur, spilar á gítar og munnhörpu, Mike Poll- ock, gítar, Jakob Magnússon, bassi, Guðmundur Þ. Gunnars- son, trommur, og eftir að platan kom út gekk Jens Hansson saxófón- og hljómborðsleikari til liðs við sveitina og hefur henni þar með bæst mjög góður kraft- ur. Við skulum nú rétt kíkja á Lili Marlene: Blindsker er eina lag á Lili Marlene sem í alla staði nær hæsta Bubba-klassa; textinn ein- lægur og kemur sögu og tilfinn- ingu til skila, melód'an vel söng- hæf, takturinn fremur rólegur en undirliggjandi e.k. kraftur - tregi sem kannski springur út í sorg - svipuð áhrif og Bruce Spring- steen getur náð. Hljómsveitin kemur einna best út í þessu lagi í heild og saxófónn Jens Hansson- ar nýtur sín vel. Snertu mig er líka einlægt lag, þó að oss finnist það gráðu neðar en Blindsker. Selló- leikur Arnþórs Jónssonar er vel úthugsað krydd. Þá er Leyndar- mál frœgðarinnar góð melódía og gott tregablandið munnhörpuspil hjá Bubba og sömuleiðis sellóspil Arnþórs. Hinsvegar tekst Bubba hér ekki að koma sögu sinni nógu vel til skila. Og það er einmitt það sem er - hugmyndir að textum eru oft góðar en ekki nógu vel unnið úr þeim. Er tímaskorti um að kenna? Eigi vitum vér það svo gjörla, en finnst þó að Das Kapi- tal hefði mátt flýta sér hægar. Á Lili Marlene eru fínir taktar, en eins og annað hafi verið gert í hinu mesta tímahraki. Das Kapital hefur einfaldlega ekki verið nógu samæfð sveit, þegar platan var tekin upp. Rödd Bubba hefur að vísu sjaldan (jafnvel ekki) verið betri en nú og væri þessi plata lök án hennar. Af hljóðfæraleikurum er Jakob bassaleikari sá eini sem heldur striki í gegnum plötuna. Kassa- gítarleikur er ágætur (Bubbi), en rafgftarinn er upp og niður. Trommuleikur er hins vegar ansi brokkgengur og ýmist dregst aft- ur úr eða (aðallega) framúr. Hér með er ekki verið að dæma Das Kapital óalandi og óferjandi, sveitin stóð einfaldlega ekki undir þeim kröfum sem gerðar eru til Bubba Morthens þegar hún var „plötuð“. En þrátt fyrir allt tuð og taut er Lili Marlene orðin vinsæl og sömu örlög gætu biðið Svarts gít- ars sem er glimrandi gott lag, en textinn í lausu lofti. Þá er Launa- þrœllinn ágætur rokkari og tex- tinn á vel við í dag. Sömuieiðis er 1000 krónafrétt tímabær og sígild áminning til DV og NT, en lagið er voða illa spilað. Örugglega eigum vér eftir að bregða Lili Marlene oft á fóninn, en hugsa þá um hversu miklu bet- ur unnin hún gæti verið. Því er vort heilræði: Bubbi, sestu niður og taktu þér tíma til að gera ein- læga texta og kannastu við að þú ert sólóstjarn á íslandi og stendur og fellur með verkum þínum, aleinn, jafnvel þótt heil sym- fóníuhljómsveit gengi í hljóm- sveit þína. A/$ Hljómsveitin Kikk hefur nú sent frá sér sína fyrstu hljómplötu og skírt hana í höfuðið á sjálfri sér. Inniheldur Kikk 6 lög - og það meira að segja ágætislög. Drýgstur við lagasmíði í Kikkinu er gítarleikarinn Guðmundur Jónsson (4), Nikulás Róbertsson á eitt lag og eitt hefur Kikk-fólkið gert í sameiningu, en það er, auk þeirra Guðmundar og Nikulásar, Jón Björgvinsson trommuleikari, Sigríður M. Beinteinsdóttir söng- kona og Sveinn Kjartansson bassaleikari. Eins og áður segir ber Kikk- fólk okkur á fón ágætislög og -hljóðfæraleik sömuleiðis. Kann- ski er ekki réttlátt að minnast á einn hljóðfæraleikara fremur en annan, þó finnst mér Nikulás eiga gott orð skilið á prenti, traustur og enda gamalreyndur í bransan- um (t.d. Start), og þá finnst mér Kikkið fílað Guðmundur gítarleikari koma vel út. Sigríður Beinteinsdóttir er góð söngkona og sýnir á þessari plötu að hún getur beislað röddina og jafnframt þeyst á henni um tón- stigann og gerir hér enn betur en með Bjögga í söngnum sem fleygur er örðinn með þjóðinni: Vertu ekki að plata mig. Hins vegar finnst mér hún mætti treysta meira á sjálfa sig og eigin rödd, sem sagt skerpa eigin stíl og persónuleika í röddinni, - kann- ski er það vitleysa, en mér finnst að stundum syngi hún með Ninu Hagen í huga og stundum Chriss- ie Hynde í Pretenders (Guð- mundur gítarleikari virðist líka hafa dálæti á þeirri sveit). Það er langt í frá að söngkona gæti ekki átt sér verri fyrirmyndir - ef út í það er farið, gætu þær vart verið betri - mér finnst bara Sigríður hafa það góða rödd að hún ætti að gefa sjálLri sér lausan tauminn. En þá er líka komið að því at - riði sem hlýtur að draga úr per- sónulegri túlkun íslensks söng- vara: textarnir við öll þessi ágætu lög eru á ensku og þar að auki enginn þeirra eftir söngkonuna sjálfa. Það er ekki þar með sagt að textamir séu eitthvert bull, höfundar eru að segja sitt af hverju um framtíðarhorfur mannsins, gegn stríði og eiturlyfj- um, en hrædd er ég um að það fari fram hjá flestum sem ekki nenna að pœla í textum á erlendri tungu. Þegar ég var ung sungu flestir popparar á misgóðri ensku - einhver söng t.d. um endalaus lík (... endless bodies lying...) þegar hann meinti að sjá mætti lík svo langt sem augað eygði - þannig að mér finnst beinlínis hallærislegt og gamaldags að ís- lenskir popparar séu að syngja á ensku á heimavelli. En sem sagt, ef við hundsum enskuna: með Kikki hefur bæst skemmtileg plata í jólaflóðið og er henni hér með spáð vinsæld- um. - Til lukku. A. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.