Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 14
NYJAR B/íKUR
TÖLVUÞJÓNUSTA
SAMBANDSINS
vill ráða
vinnslustjóra (preparator)
Leitað er að:
1. Starfsmanni með reynslu í DOS/VSE umhverfi
sem operator og/eða preparator, og hefur þekk-
ingu á JCL.
2. Starfsmanni með reynslu í notkun tölvu og/eða
með stúdentspróf eða sambærilega menntun.
Boðið er upp á fjölbreytileg verkefni. Tölvuþjónustan
hefur yfir að ráða IBM 4341, IBM S/36 og IBM 5288
tölvum.
Umsóknarfrestur er til 18. desember. Nánari upplýs-
ingar og umsóknareyðublöð fást hjá starfsmanna-
stjóra Sambandsins, Lindargötu 9a, og skal skila um-
sóknum þangað.
SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉLAGA
STARFSMANHAHALÐ
LINDARGÖTU 9A
!S! BORGARSPÍTALINN
Mjf LAUSAR STOÐUR
Deildarstjóri
Staða deildarstjóra á skurðlækningadeild A-5, er laus
til umsóknar frá 1. mars 1985. Umsóknarfrestur er til
15. janúar 1984.
Aðstoðardeildarstjóri.
Staða aðstoðardeildarstjóra á sótthreinsunardeild er
laus til umsóknar, dagvinna, hlutastarf.
Hjúkrunarfræðingar.
Lausar eru stöður hjúkrunarfræðinga við eftirtaldar
deildir:
Svæfingadeild sérmenntun áskilin.
Geðdeild A-2.
Skurðlækningadeildir A-3, A-4, A-5.
Lyflækningadeildir A-6, E-6.
Sjúkraliðar.
Sjúkraliðar óskast á hinar ýmsu deildir spítalans,
vaktavinna, dagvinna, kvöldvinna.
Starfsfólk.
Starfsfólk óskast á geðdeildirnar í Arnarholti, 12 tíma
vaktir, unnið 3 daga - frí 3 daga.
Ferðir frá Hlemmi.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í
síma 81200 daglega kl. 11-12.
Fóstrur.
Fóstra óskast til starfa á dagheimili Borgarspítalans,
Skógarborg II, frá 1. janúar 1985.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 81439.
Reykjavík 9. desember 1984
Borgarspítalinn
Jólafundur
Sjúkraliðafélagsins
verður haldinn þriðjud. 11/12 kl. 20.30, að Grettisgötu
89, 4. hæð.
Dagskrá:
Edda Andrésdóttir les úr bókinni Á Gljúfrasteini.
Uppákoma.
Jólaglögg og piparkökur.
Skemmtinefnd
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi
Zóphonías Jónsson
Digranesvegi 24 Kópavogi
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 11.
desember kl. 13.30.
Anna Theódórsdóttir
Jón Sigtryggur Zóphoníasson Heiður Gestsdóttir
Sigurlaug Svanhildur
Zóphoníasdóttir Gunnar R. Magnússon
Sesselja Zóphoníasdóttir Ólafur Jónsson
Kristinn Björgvin Zóphoníasson
barnabörn og barnabarnabörn
Við gluggann
Nýtt
smásagnasafn
eftirFríðuÁ
Sigurðardóttur
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn-
arfirði, hefur gefið út nýtt smá-
sagnasafn eftir Fríðu Á. Sigurð-
ardóttur, Við gluggann. Fríða
vakti mikla athygli fyrir fyrstu
bók sína, smásagnasafnið Þetta er
ekkert alvarlegt. Með næstu bók
sinni, skáldsögunni Sólin og
skugginn, undirstrikaði hún að
hér var á ferðinni nýr og ferskur
höfundur, sem bókamenn munu
fylgjast með af áhuga.
Við gluggann er safn smá-
sagna, sem mun, eins og fyrri
bækur Fríðu Á. Sigurðardóttur,
þykja tíðindum sæta fyrir gerð
sína, efni og búning. Fríða er
meistari þeirrar vandasömu list-
greinar, sem kallast smásaga, þar
sem ekki má segja of mikið og
ekki heldur of lítið, en aðeins
það, sem til þarf og nægir, svo
lesandinn skynji hugsanir sögu-
fólksins og athafnir þess séu eðli-
legar. Sögurnar eru ritaðar á
óvenju fögru og auðugu máli,
eins og fyrri bækur höfundarins.
Páll Ólafsson
Kvœði l-ll
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafn-
arfirði, hefur gefið út nýtt safn
Ijóða eftir Pál Olafsson í tveimur
bindum, Kvœði /-//. í þetta nýja
safn hefur verið valið úr ölium
áður prentuðum Ijóðum hans og
auk þess er í þessu nýja safni
nokkuð af áður óbirtu efni, vísum
og kvæðum, sem varðveist hefur í
handriti skáldsins og sendibréf-
um.
Ástarkvæði Páls til Ragnhild-
ar, kvæði hans um hesta og Bakk-
us eru landsfleyg, svo og gaman-
vísur hans, ljóðabréf og lausavís-
ur. Ljóðin gefa fjölbreytta mynd
af þessu sérstæða og ástsæla
skáldi og mannlífi á Austurlandi
á síðari hluta nítjándu aldar. Sig-
urborg Hilmarsdóttir sá um út-
gáfu þessa nýja safns ljóða Páls
Olafssonar.
Kvæði I-II eftir Pál Ólafsson er
samtals 711 bls. að stærð, bæði
bindin.
skáldsagna-
höfundur
Út er komin hjá Forlaginu ný
skáldsaga, Ekkert slor, eftir
Rúnar Helga Vignisson. Vett-
vangur sögunnar er Fiskhúsið
hf. - endalaus hringiða þar
sem Plássbúar strita við að
bjarga verðmætum frá
skemmdum. Upp úr iðandi
mannlífi sögunnar teygja sig
nokkrir ungir þorpsbúar sem
fengið hafa slor í hárið og
dreymir drauma um lífið utan
frystihússins og oftar en ekki
tengjast draumar þeirra hinu
kyninu, sem flögrar fyrir
augum þeirra meðan bónus-
inn sveiflar svipunni yfir
mannskapnum.
í kynningu Forlagsins segir
m.a.: „í fjörunni sameinar höf-
undur gráa glettni í garð þeirra
sem finnst ekkert slor að fá að
puða og aðdáun á þeim sem
reyna að eygja tilgang í lífinu
þrátt fyrir slorið. - Hér er á ferð-
inni litríkur skáldskapur ungs
höfundar.“
Ekkert slor er 112 bls. Prent-
smiðjan ísrún á ísafirði prentaði.
Ragnheiður Kristjánsdóttir
hannaði kápu.
Alfreðs
saga
og
Loftleiða
Bókaútgáfan Iðunn hefur
sent frá sér Aifreðs sögu og
Loftleiða. Jakob F. Ásgeirsson
skráði eftir frásögn Aifreðs og
ýmsum fleiri heimildum. í bók-
inni rekur Alfreð Elíasson fyrr-
verandi forstjóri minningar
sínar og greint er frá tilurð og
sögu Loftleiða, „hvernig ffyrir-
tækið óx úr nánast engu upp í
að verða stórveldi á íslenskan
mælikvarða“, segir í frétt frá
forlaginu.
„Fjallað er um íslenska flug-
sögu sem nær hápunkti með
sameiningu Flugfélags ís-
lands og Loftleiða sem sumir
vilja kalla „Stuld aldarinnar“.“
Alfreð Elíasson segir hér frá
uppvaxtarárum sínum, dvöl vest-
an hafs, fyrstu kynnum af flugi og
flugmálum, og koma hér við sögu
allir helstu forvígismenn í íslensk-
um flugmálum við stríðslokin. Þá
er greint frá stofnun Loftleiða og
baráttu þeirra fyrir stöðu sinni á
hinum harða markaði Atlants-
hafsflugsins.
Bók þessi er tileinkuð „öllum
þeim sem lögðust á eitt að gera
Loftleiðaævintýrið að veru-
leika“. Saga þessa fyrirtækis er
því megininntak bókarinnar, og
frásögninni lýkur við sameiningu
Kvœði
Krlstjáns
Karlssonar
Út er komin hjá Almenna
bókafélaginu ný Ijóðabók eftir
Kristján Karisson sem nefnist
Kvæði 84. Er þetta 4. Ijóðabók
skáldsins.
Kristján er eitt af sérstæðustu
skáldum okkar, nýr og ferskur og
er óhætt að segja að ljóð hans séu
uppspretta nýrra hugmynda og
nýrra aðferða í skáldskap.
í einni af fyrri ljóðabókum sín-
um segir Kristján Karlsson að
„kvæði sé hús sem hreyfist".
Hann hefur ennfremur látið svo
um mælt að „kvæði eigi hvorki að
vera flöt rökræða né blaut dula,
það verður að rísa af pappímum
af eigin rammleik. Ef það gerir
það ekki væri efni þess betur
komið í öðru formi. Hugsun
kvæðis og tilfinning er ekkert
annað en kvæðið sjálft: hús
þess.“
Kristján Karlsson er eitt af sér-
stæðustu skáldum samtímans.
Ljóðagerð hans verður sennilega
ekki lýst öllu betur í örfáum orð-
um en með þessum ljóðlínum úr
síðustu bók hans, - New York:
Ljóðið rœður, þess rœða er frjáls
þess rök skulu geyma yður litla
stund.
Kvæði 84 eru 90 bls. að stærð
og prentuð í Prentsmiðjunni
Odda.
Loftleiða og Flugfélags fslands.
Aðdragandi hennar er rakinn í
ýtarlegu máli og greint frá harð-
vítugum sviptingum bak við
tjöldin þegar stjórnvöld knúðu
sem ákafast á um sameiningu.
Urðu árekstrar þar harðir, eink-
um er til þess kom að meta eignir
félaganna og ákveða um valda-
hlutföll hvors aðila um sig í hinu
nýja félagi.
Alfreðs saga og Loftleiða er
stór bók, 350 bls. og ríkulega
myndskreytt. í eftirmála gerir
skrásetjari grein fyrir helstu
heimildum, og aftast er skrá um
mannanöfn.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1984