Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 4
LEIÐARI íslandsdeild Amnesty Intemational íslandsdeild mannréttindasamtakanna al- þjóölegu, Amnesty International, heldur upp á tíu ára afmæli sitt um þessar mundir: Á morgun, sunnudag, halda samtökin opinn kynningar- fund meö fjölbreyttri dagskrá á Hótel Borg. Amnestysamtökin hafa sett sér erfið verkefni og göfug. I fyrsta lagi leitast þau viö aö fá látna úr haldi samviskufanga. En meö þeim er átt viö fólk sem haft er í haldi fyrir trú sína, litarhátt, kynferði, vegna uppruna, tungumáls eöa trúar- og séu þetta um leið, menn sem ekki hafa neytt ofbeldis eða boðað þaö. í ööru lagi miðast upplýsingastarf Amnesty og bréfaherferöir aö því, að sérhver pólitískur fangi fái sæmilega meðferð mála sinna fyrir dómstólum. í þriöja lagi berst Amnesty gegn dauöarefs- ingu pyntingum og annarri ómennskri meöferö á föngum, hverjir sem þeir eru. Um þessar mundir hefur Amnesty skipulagt mikiö starf sem tengist einkum baráttu gegn pyntingum. Samtökin hafa tekið saman mikla skýrslu um „Pyntingar á níunda áratugnum" og kemur þar meðal annars fram, að á síð- astliðnum fjórum árum hafa fangar veriö pynt- aðir eða sætt illri meðferð í að minnsta kosti þriðja hverju landi heimsins. En alls hafa borist fram ásakanir um pyntingar og aðra illa með- ferð á föngum í allt að því hundrað löndum eða svo sem tveim af hverjum þrem sem á skrá komast í landafræðinni. I þessari skýrslu er lögð áhersla á það, að pyntingar eigi sér stað í öllum heimshlutum og undir margskonar stjórnarfari og að fólk á öllum aldri og af öllum stéttum hefir sætt pyntingum. Aðferðir við pyntingareru mjög mismunandi og einatt eru bæði aðferðirnar ein- att þess eðlis og svo leyndarhjúpurinn sem j stjórnvöld reyna að sveipa um svo smánarlegt athæfi svo þykkur, að mjög erfitt að að afla nákvæmra upplýsinga um það sem gerist í ein- staka ríkjum. Má nærri geta að þeim mun nauðsynlegra er upplýsingastarf samtaka sem njóta virðingar á borð við Amnesty Internation- al. Allskonar gagnrýni hefur komið fram á starf Amnesty International. í austri, vestri og suðri hafa valdsmenn kvartað yfir því, að slík samtök trufli friðinn, skipti sér af því sem öðrum kemur ekki við - eða þá geri of mikið úr sumum málum en gleymi öðrum. Mest er þessi gagnrýni hræsni og fyrirsláttur. Og að því er varðar þriðja atriðið (af hverju er talað meira um okkar mannréttindabrot en hinna) er því til að svara, að Amnesty getur ekki haldið uppi einhverjum fáránlegum samanburði á ógæfu manna hér og þar. Samtökin taka, eðli sínu samkvæmt, við þeim upplýsingum sem fáanlegar eru og reyna að prófa þær og afla nýrra og leggja þeim lið sem þurfa. í heimi þar sem allur fréttaflutningur af mannréttindamálum mótast mjög af því hvað er „okkar“ liði í hag eða óhag, verður hlutverk samtaka á borð við Amnesty International ekki ofmetið. Og það er sem fyrr mikil ástæða til þess að brýna fyrir íslendingum að styðja sem mest þeir mega við bakið á þessum samtökum - með fjárhagslegri velvild, með bréfaskriftum eða öðrum hætti. Ein er sú skylda sem menn mega síst undan víkjast: að muna þá sem sitja barðir og illa haldnir á bak við fangelsisrimla, kannski fyrir litlar sakir eða alls engar - meðan við sjálf njótum málfrelsis, frelsis undan ótta og margra annarra gæða. niðÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfuiltriii: Oskar Guðmundsson. Fróttaatjóri: Valþór Hlööversson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Ásdís Þórhallsdóttir, Guðjón Friðriksson, Jóna Pálsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ölafur Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljósmyndir: Atli Arason, Einar Karfsson. Útlft og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkaleatur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Auglyslngastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Símavarsla: Ásdís Kristinsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 22 kr. Sunnudagsverð: 25 kr. Áskriftarverð á mánuði: 275 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.