Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.12.1984, Blaðsíða 6
IÞROTTIR Kristján Arason stöðvaður af tveimur skáröndóttum Svíum á síðustu stundu í gærkvöldi. Þetta skeði ekki oft - Kristján var vanalega búinn að þruma knettinum í netið áður en þeir sænsku vissu hvað um var að vera. Mynd: -eik. Landsleikurinn Stórgóður seinni hálfleikur íslenska liðið hikstandi ífyrri hálfleik en malandi íþeim seinni. Sannfœrandi sigur á Svíum ífyrsta leiknum afþremur, 25-21. Jú, íslenska landsliðið í hand- knattleik er svo sannarlega á réttri leið. Eftir slakan og hikst- andi fyrri hálfleik gegn Svíum í Laugardalshöllinni í gærkvöldi lék íslenska liðið eins og sá sem valdið hefur - gekk eins og smurð vél á löngum köflum, og vann sannfærandi sigur, 25-21. Fyrsta korterið var slakt af ís- lands hálfu en bitleysi Svíanna kom í veg fyrir að þeir kæmust í meira en 3-2. Svíar léku vörnina mjög framarlega og íslenska liðið átti af þeim sökum í stökustu vandræðum með sóknarleikinn framan af. En þegar á leið fannst svarið, leiðin í gegn og inná lín- una var greið og undir Iok fyrri hálfleiks náði ísland tveggja markaforystu, 11-9. Fyrirmikinn klaufaskap náðist ekki þriggja marka munur fyrir hlé heldur skoruðu Svíar ódýrt mark, 11-10 í hálfleik. Þorbergur Aðalsteinsson hóf seinni hálfleik á marki, 12-10, en Erik Flajas svaraði jafnharðan með tveimur mörkum úr horn- inu, 12-12. Þá fóru hlutirnir að gerast. Kristján Arason skoraði tvö glæsimörk og Þorbergur eitt, 15-12, og eftir það var ekki litið til baka. Síðasta glæta Svía var að setja Björn Jilsén inná en þrátt fyrir góð mörk hans jók fsland forystuna í fimm mörk, 21-16, og sá munur hélst af öryggi til leiks- loka, Jilsén skoraði lokamark leiksins, 25-21, úr vítakasti þegar 40 sekúndur voru til leiksloka. Það var gaman að sjá árang- ursríkan sóknarleik íslenska liðs- ins í seinni hálfleik. Mikill hraði og opnað vel fyrir skytturnar og það notfærði Kristján Arason sér og skoraði fimm stórglæsileg mörk í hálfleiknum. Hann var besti maður liðsins í gærkvöldi, fyrir utan mörkin átti hann marg- ar góðar sendingar sem gáfu mörk og var sterkur í vörninni að vanda. Sigurður Gunnarsson lék mjög vel og í fyrri hálfleiknum var Guðmundur Guðmundsson besti maður liðsins. Skoraði þá með kraftmiklum gegnumbrot- um. Þorbergur komst vel frá leiknum og Þorgils Óttar Mathie- sen var atkvæðamikill í byrjun en var síðan mikið hvíldur. Páll Ól- afsson var í mistækara lagi, Þor- björn Jensson komst ágætlega frá leiknum og Steinar Birgisson var drjúgur á lokakaflanum. Einar Þorvarðarson og Jens Einarsson vörðu markið þokkalega. Lið Svía var ekki mjög sannfærandi. Það skoraði sín flest mörk af línu og úr gegnumbrot- um en ógnunin fyrir utan var ekki mikil fyrr en Jilsén kom inná. Skrýtið hve lengi hann var spa- raður. Markvarsla Mats Olssonar í fyrri hálfleik var frábær, hann varði hvað eftir annað úr dauða- færum frá íslensku leikmönnun- um. Mörk Islands: Kristján 6, Sigurður 6(2v), Guðmundur 3, Þorbergur 3, Páll 2, Steinar 2, Þorgils Óttar 2 og Þorbjörn 1. Mörk Sviþjóðar: Jilsén 5(3v), Carlén 4, Hajas 4, Lindau 3, Sjögren 2, Ólofsson 2 og Stenbácken 1. Vestur-Þjóðverjarnir Heuc- hert og Norek dæmdu leikinn þokkalega. ísland og Svíþjóð mætast öðru sinni á Akranesi kl. 14 í dag og þriðji og síðasti leikur þjóðanna að þessu sinni fer fram í Laugar- dalshöllinni kl. 20.30 á sunnu- dagskvöldið. “ -VS Handbolti Enn vinnur KA Fyrstu stig Ármanns í 2. deild Níundi sigur Njarðvíkur Yfirburðir gegn KR en aðeins sex stig í lokin KA vann sinn sjöunda sigur í röð í 2. deildinni í gærkvöldi, 23- 21 gegn Gróttu á Seltjarnarnes- inu. Grótta átti aldrei möguleika á sigri, hálfleiksstaðan var 11-7 fyrir norðanmenn og eftir hlé komust þeir í 16-10. Ur því jafn- aðist leikurinn, tölur 16-13,18-13 og 23-18 en Grótta átti síðustu þrjú mörkin. Markmenn beggja áttu góðan leik. Flest mörk KA: Friðjón 6, Erlingur 4, Jón 4, Þor- leifur 4 og Logi 4. Flest mörk Gróttu: Ottó 6, Jóhann 6, Garðar T. 3 og Árni 3. Ármann fékk sín fyrstu stig í gærkvöldi, vann Þór Akureyri 25-23 í Seljaskóla. Staðan var 14- 12 fyrir Armann í hálfleik og Þórsarar náðu aldrei framúr. Staðan 24-23 á lokamínútunni en sigur Ármanns tryggður með víla kasti síðast í leiknum, 25-23. Flest mörk Þórs: Oddur 4 og Sig- urður4. Ármann: Haukur5, Ein- ar 5 og Hans 5. Fram vann síðan öruggan sigur á Haukum, 25-18, í Seljaskólan- um seint í gærkvöldi. KÁ með 14 stig og Fram með 13 eru langefst í 2. deild. - mAS Eftir að Njarðvíkingar höfðu náð forystunni á 9. mínútu gegn KR í Njarðvík í gærkvöldi var aldrei spurning um úrslit. Þeir unnu sinn níunda sigur í 10 leikjum í úrvalsdcildinni, 78-72, og segja lokatölurnar minnst um gang leiksins. KR var yfir snemma leiks, 11- 16, en Njarðvík svaraði, 17-16, og var yfir eftir það. Staðan var 36-28 í hálfleik, Njarðvík komst síðan í 42-28 og mestur varð mun- urinn 20 stig, 59-39 og 61-41. Jón Körfubolti - úrvalsdeild Sigurðsson þjálfari KR kom inná í fyrsta skipti í vetur í seinni hálf- leiknum og KR-ingum tókst að minnka muninn verulega á Ioka mínútunum þó Jón hyrfi síðan af velli með 5 villur. Mínútu fyrir leikslok var staðan 78-66 en KR gerði sex stig í lokin. ísak Tómasson var bestur í liði UMFN sem missti Árna Lárus- son útaf með 5 villur í fyrri hálf- leik. Liðið var jafnt, Valur Ingi- mundarson í frekar vondu skapi og skoraði „bara“ 17 stig. Birgir Mikaelsson var langbestur KR- inga. Stig UMFN: ísak 19, Valur 17, Ellert Magnússon 12, Jónas Jóhannesson 8, Gunnar Þorvarðarson 6, Árni Lárusson 6, Hreiðar Hreiðarsson 6, Teitur örlygsson 3 og Helgi Rafnsson 1. Stlg KR: Birgir 29, Guðni Guðnason 15, Ólafur Guðmundsson 10, Matthías Einars- son 8, Jón Sigurðsson 6, Kristján Rafns- son 2 og Ástþór Ingason 2. Sigurður Valur og Kristinn Al- bertsson dæmdu leikinn ágæt- lega. - SOM/Suðurnesjum. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. desember 1984

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.